Morgunblaðið - 01.05.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 01.05.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 Verðbólgan hér á landi er orðinof mikil. Hún fer vonandi ekki úr böndum, en verðbólgumæling- arnar þarf að taka alvarlega. Ým- islegt hefur áhrif til hækkunar, en það er líka ýmislegt sem hefur áhrif til lækkunar. Við venjulegar að- stæður ætti núver- andi ástand í efna- hagsmálum, sem orsakaðist af kórónuveiru- faraldrinum, að draga úr verðbólgu. Samdráttartími er almennt ekki verð- bólgutími. - - - Hér hefur þaðengu að síður gerst að í miðjum heimsfaraldri – þeim skæðasta í manna minnum – lætur verðbólgu- draugurinn á sér kræla. - - - Hver skyldi vera skýringin áþeirri ógæfu ofan á hina? - - - Þó að heimsfaraldurinn sé eðlimáls samkvæmt utanaðkom- andi vandi sem Íslendingar höfðu ekkert með að gera, þá er verðbólg- an sjálfskaparvíti. - - - Hér á landi gerðist það að ásama tíma og atvinnulífið glímdi við margvíslegan vanda fóru forystumenn úr verkalýðshreyfing- unni fram af miklu offorsi og óbil- girni og þvinguðu fram launahækk- anir sem voru algerlega úr takti við það sem atvinnulífið gat ráðið við. - - - Seðlabankastjóri hefur bent á aðhagsmunaaðilar hér á landi hafi stundum of mikil áhrif „sem séu landinu ekki til heilla“. Vart er til skýrara dæmi um það en fyrr- greindar þvingunaraðgerðir. Sólveig Anna Jónsdóttir Orsakir verðbólgunnar STAKSTEINAR Ragnar Þór Ingólfsson Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 28,7% í nýrri skoðanakönnun sem MMR gerði á fylgi við stjórnmála- flokkana. Er þetta tæplega sex pró- sentustigum hærra en mældist í síð- ustu könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka sem var gerð í byrjun apríl. Fylgi Vinstri grænna jókst um tæp þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mældist nú 12,9% en fylgi Framsóknarflokks minnkaði um eitt prósentustig og mældist nú 10,5%. Fylgi Samfylkingar minnkaði um rúm fjögur prósentustig niður í 11,3% og fylgi Pírata um tæp fjögur prósentustig og mældist nú 9,6%. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands jókst um tvö prósentustig og mæld- ist nú 6% en fylgi Miðflokksins minnkaði um rúmt prósentustig og mældist nú 5,8%. 56% styðja ríkisstjórn Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 56,2% og jókst um tæp- lega fjögur prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 52,5%, að því er kemur fram í til- kynningu frá MMR. Samanlagður stuðningur við rík- isstjórnarflokkana er minni, en þó yfir helmingi eða 52,1%. Sé fylgi flokkanna umreiknað yfir í þingsæti (með fyrirvara um mis- mikið fylgi í kjördæmum) halda stjórnarflokkarnir velli með 36 þing- sæti; Sjálfstæðisflokkur fengi 20 þingmenn, Vinstri græn 6 og Fram- sókn 7. Samfylking fengi 7 þing- menn, en Píratar og Viðreisn 6 hvor, Flokkur fólksins félli af þingi, en Sósíalistar kæmu inn með 4 þing- menn, líkt og Miðflokkurinn. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst - Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið samkvæmt nýrri könnun MMR Um 109.000 manns hafa nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu- efni gegn Covid-19 en það er um 37,5% af þeim hópi sem á að bólu- setja hérlendis. Er þar með öðru markmiði ríkisstjórnarinnar náð í samhengi við afléttingaráætlun sem gerir ráð fyrir því að 20 til 200 manns geti komið saman í byrjun maímánaðar. Gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir, sem gerir ráð fyrir 20 manna samkomubanni, gildir til 5. maí næstkomandi. Sótt- varnalæknir hefur sagst stefna að því að skila tillögum um áframhald- andi aðgerðir um helgina. Stór bólusetningarvika er fram undan. Áætlað er að bólusett verði með 20.000 til 30.000 skömmtum dagana 3.-7. maí. Fimm greindust með kórónuveir- una innanlands á fimmtudag. Þeir voru allir í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum. Stór vika að baki en enn stærri fram undan - Nú hafa um 109.000 manns fengið sprautu Hlutfall bólusettra eftir aldri* Óbólusettir Bólusetning hafin Fullbólusettir *Uppfært 30. apríl Heimild: Covid.is 16-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 70-79 ára 80-89 ára 90+ ára Óbólusettir 90% 87% 81% 61% 14% 5% 2,5% 2,4% Bólusetning hafin 8% 9% 14% 33% 73% 55% 1,5% 0,2% Fullbólusettir 2,8% 4,1% 5% 6% 13% 40% 96% 97% Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.