Morgunblaðið - 16.06.2021, Side 16

Morgunblaðið - 16.06.2021, Side 16
✝ Karólína Bern- harðsdóttir fæddist á Akureyri 14. október 1936. Hún lést á Hjúkr- unar- og dval- arheimilinu Hlíð mánudaginn 7. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Bernharð Tryggvi Jósepsson, f. 29.10. 1903 í Lögmanns- hlíð, d. 18.1. 1996, og Kristrún Margrét Hálfdánardóttir, f. 25.8. 1912 á Grænhóli við Ak- ureyri, d. 3.1. 1985. Systkini Karólínu eru Óskar, f. 8.9. 1930, Svanhildur, f. 14.12. 1931, og Kristbjörg, f. 17.7. 1933, d. 19.2. 2018. Sammæðra Jóhann Sigþór Björnsson, f. 15.9. 1927, d. 21.1. 1997. Karólína giftist 26.12. 1957 2010. b) Bernharð Már, f. 1984, sambýliskona Svanhildur Anna Árnadóttir, f. 1988. Börn þeirra eru Kristian Már, f. 2011, og Lárus Daði, f. 2016. c) Sveinn Heiðar, f. 1990, sambýliskona Luciana Clara Paun, f. 1990. 2) Helena Bjarman, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, f. 21.10. 1959, gift Magnúsi Krist- bergssyni verkfræðingi, f. 1957. Dætur þeirra eru a) Karen Ósk, f. 1984, sambýliskona Sóley Kristjánsdóttir, f. 1978. b) Magnea, f. 1990, sambýlismaður Einar Þór Traustason, f. 1990. Sonur þeirra er Baldur, f. 2020. 3) Margrét Bjarman leikskóla- kennari í Hafnarfirði, f. 19.4. 1961, gift Birni Arnari Rafns- syni smið, f. 1964. Dætur þeirra eru a) Birna Margrét, f. 1989, eiginmaður De’Marco Antwan Blanks, f. 1977. Sonur þeirra er Tyrell Arnar, f. 2015. b) Karól- ína, f. 1992. Sonur hennar er Kandeh Arnar, f. 2012. c) Sigríð- ur Birta, f. 2000. 4) Árni Bjarm- an, sölumaður á Akureyri, f. 24.6. 1966, kvæntur Sigrúnu Pálsdóttur húsmóður, f. 1963. Sonur þeirra er Haraldur Ant- on, f. 1988, kvæntur Karen Ýri, f. 1993. Synir þeirra eru Róbert Árni, f. 2011, Benjamín Leví, f. 2012, Emil Orri, f. 2018, og Al- exander Ísak, f. 2019. 5) Stef- anía Bjarman, tannfræðingur á Seltjarnarnesi, f. 25.10. 1968, sambýlismaður Bjarni Andr- ésson verkfræðingur, f. 1967. Börn þeirra eru Kolbrún Sara, f. 2001, og Andrés, f. 2010. Karólína gekk í Glerárskóla. Mestan hluta ævi sinnar var hún húsmóðir. Þegar börnin voru að mestu uppkomin vann hún ýmis störf, t.d. á saumastofunni Heklu og hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn. Útför Karólínu fer fram frá Glerárkirkju í dag, 16. júní 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Streymt verður frá útförinni, slóð á streymi er á Facebook- síðunni Jarðarfarir í Gler- árkirkju. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/8nta2n93/. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/andlat/. Árna Aðalsteini Bjarman bifvéla- virkja, f. 7.1. 1935 á Akureyri. For- eldrar hans voru Sveinn Árnason Bjarman, aðalbók- ari hjá KEA, f. 5.6. 1890 á Nautabúi í Skagafirði, d. 22.9. 1952, og Guðbjörg Björnsdóttir Bjarman, f. 13.5. 1895 á Miklabæ í Skagafirði, d. 29.9. 1991. Börn Karólínu og Árna eru: 1) Sveinn Bjarman, þjónustustjóri á Akureyri, f. 7.4. 1955, kvæntur Kristínu Sigríði Þorgilsdóttur bókara, f. 1955. Synir þeirra eru a) Sigurður Þór, f. 1979, eig- inkona Guðrún Íris Úlfarsdóttir, f. 1981. Börn þeirra Kristrún Edda, f. 2008, og Aron Breki, f. Kveðja. Þrautseigja og þolinmæði - kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm lætur eiga sig. Trygglynd, trú og algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. Það koma margar minningar upp í hugann sem við getum yljað okkur við, nú þegar kom- ið er að leiðarlokum. Hún lét ekki mikið fyrir sér fara, vann verk sín hljóð en af- rekaði margt. Minningar um lambalærin hennar, marengsterturnar og anískökurnar koma upp í hug- ann varðandi matargerð og alltaf jafn notalegt að njóta. Eftir að alzheimer-sjúkdóm- urinn bankaði upp á hjá henni breyttist allt. Hún fékk að vera heima eins lengi og stætt var, þökk sé Árna eiginmanni henn- ar, sem hugsaði svo vel um hana. Í Hlíð var einnig vel um hana hugsað og færum við starfs- fólki Skógarhlíðar/Reynihlíðar bestu þakkir fyrir alúð og um- hyggju. Megi algóður guð þína sálu geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Guð geymi þig elsku mamma og tengdamamma, Sveinn og Kristín. Elsku yndislega mamma okkar. Þá er komið að kveðju- stund og eins erfið og sár sem hún er þá vitum við að þú varst tilbúin að kveðja. Þú varst sannkölluð hvunn- dagshetja og einkenndi þig dugnaður, eljusemi og góðvild í garð allra. Þú elskaðir barna- börnin og barnabarnabörnin þín. Þú varst sérlega falleg, hlý og fyndin og þú lagðir mikinn metnað í að hafa allt hreint og fínt í kringum þig og þína. Við eigum margar fallegar og góðar minningar um þig sem munu ylja okkur ætíð um hjartarætur. Síðustu dagana fyrir andlát þitt áttum við ómetanlega tíma saman. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið elsku mamma. Hvíl í friði. Þínar elskandi skellibjöll- ur, Helena, Margrét (Magga) og Stefanía (Stebba). Karólína Bernharðsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Kæja. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar- dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Takk fyrir allt elsku amma. Góða ferð. Kolbrún Sara og Andrés. - Fleiri minningargreinar um Karólínu Bernharðs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. 16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021 ✝ Katrín Eyjólfs- dóttir fæddist á Eskifirði hinn 6. ágúst 1928. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Ísafold í Garðabæ 4. júní 2021. Foreldrar henn- ar voru Eyjólfur Magnússon, for- maður og verk- stjóri, f. 23. desem- ber 1892 á Borgum í Helgustaðahreppi við Reyðar- fjörð, d. 16. nóvember 1960, og Oddný Jóhanna Eyjólfsdóttir kaupkona, f. 16. desember 1896 í Byggðarholti í Reyðarfirði, d. 5. desember 1979. Bróðir Katrínar var Eyjólfur Ísfeld, fyrrverandi forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, f. 7. febrúar 1920 á Eskifirði, d. 19. mars 1998. 1961. Sonur Eyjólfs er Aðal- steinn Reynir, f. 21. júní 1977, og börn Eyjólfs og Hrannar eru Katrín, f. 5. september 1985, Sverrir, f. 10. nóvember 1990 og Hrannar Bragi, f. 25. desember 1995. 3) Auður Soffía, f. 18. júlí 1958, maki hennar var Sæmund- ur Hafsteinsson, f. 22. mars 1954, d. 19. júní 2010. Börn þeirra eru Bragi Reynir, f. 12. desember 1978 og Ragnheiður Helga, f. 14. október 1986. 4) Oddur Helgi, f. 16. desember 1963. Dóttir hans er Gunnhildur Rós, f. 21. júlí 1989. Katrín ólst upp á Eskifirði til fjórtán ára aldurs þegar hún hélt til Reykjavíkur og settist á skóla- bekk Kvennaskólans í Reykjavík árið 1942. Eftir útskrift vann hún á skrifstofu Ríkisféhirðis allt til ársins 1953. Árið 1951 kynntist hún Braga Friðrikssyni og þau trúlofuðust sama ár á afmæl- isdegi hennar, 6. ágúst. Þau gift- ust 21. júní 1953 og sama ár vígð- ist séra Bragi til prestþjónustu Vestur-Íslendinga í Kanada. Þau þjónuðu þar í þrjú ár en árið 1956 fluttu þau aftur heim og bjuggu um skeið í Reykjavík og Kópavogi. Þau settust síðan loks að í Garðabæ þar sem þau byggðu sér hús við Faxatún 29 árið 1959. Séra Bragi var kjörinn prestur í Garðaprestakalli árið 1966 og prófastur Kjal- arnesprófastsdæmis árið 1977. Katrín var lengi vel heimavinn- andi prestsfrú og vann óeig- ingjarnt starf í þágu prestakalls- ins og prófastsdæmisins. Þau hjónin settu fagurt mark sitt á Garðabæ en Katrín tók um langt skeið virkan þátt í ýmsum fé- lagasamtökum og ber þar einna helst að nefna Kvenfélag Garða- bæjar. Einnig hélt hún úti ásamt vinkonum sínum langlífum bóka- klúbbi sem var vinsæll og um skeið vann Katrín hjá Lands- bankanum. Séra Bragi lést 27. maí 2010 en þau voru gift í nær 57 ár. Katrín bjó allt frá árinu 1959 í Garðabæ. Katrín kveður þrjú börn á lífi, átta barnabörn og tólf langömmubörn. Útför Katrínar fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 16. júní 2021 og hefst athöfnin klukkan 13. Kona hans var Guð- rún Þorgeirsdóttir húsmóðir, f. 17. júní 1921, d. 18. júlí 1995. Katrín giftist séra Braga Frið- rikssyni, f. 15. mars 1927, d. 27. maí 2010, þann 21. júní 1953. Foreldrar Braga voru Friðrik Helgi Guðjónsson athafnamaður, f. 9. október 1901, d. 28. apríl 1991, og Ingibjörg Bjarnadóttir hús- móðir, f. 23. ágúst 1901, d. 1. júní 1979. Katrín og Bragi áttu sam- an fjögur börn. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg, f. 8. apríl 1954, d. 5. febrúar 2017, barn hennar er Bragi Hinrik Magnússon, f. 21. september 1973. 2) Eyjólfur Reynir, f. 19. júní 1955, giftur Hrönn Kjærnested, f. 5. ágúst Elskuleg móðir mín er látin. Ég ætla ekki að deila minningum mínum hér, þær ætla ég að eiga með mér og mínum, heldur ætla ég að nota þennan vettvang til að þakka heilbrigðisfólki fyrir þá góðu umhyggju sem þau veittu mömmu síðustu árin. Fyrst má nefna heimahjúkrun Garðabæjar, gott fólk sem heim- sótti hana daglega, hafið innilega þökk fyrir. Mamma veiktist í jan- úar á síðasta ári og fór fyrst á Landspítalann í Fossvogi en síð- an á Landakot. Eftir að hún veiktist af veirunni fór hún í ein- angrun í Fossvogi og svo aftur á Landakot og þá Vífilsstaði. Alls staðar mætti henni umhyggja og hlýhugur, takk fyrir. Síðustu mánuði dvaldi hún á Hjúkrunar- heimilinu Ísafold. Starfsfólk þar var svo yndislegt að ég mun aldr- ei gleyma því. Mikið megum við Íslendingar vera þakklátir fyrir þetta góða starfsfólk. Erfiðasti tími mömmu var á meðan heimsóknir voru ekki leyfðar. Ég man þegar ég kvaddi mömmu glaða áður en allt lok- aðist en svo mörgum vikum seinna hittum við hana aftur og var hún þá óþekkjanleg, fjarlæg og döpur. Mér var mjög brugðið en sem betur fer tók hún gleði sína aftur eftir nokkurn tíma. Ég veit og skil að allt var gert til að vernda vistarverur aldraðra, en velti því fyrir mér ef svona ósköp dynja yfir okkur aftur hvort hægt verði að leita einhverra lausna til að nákomnir geti hitt fólkið sem okkur þykir svo vænt um. Ég endurtek innilegar þakkir mínar. Eyjólfur Bragason. Þegar ég hugsa um ömmu þá mætir mér blíðljúft bros og ljómi augna hennar. Augun í ömmu leiftruðu við það eitt að sjá barna- börnin sín. Fegurð lífsins var fólgin í ljóma augna ömmu Katr- ínar. Amma var glæsileg og bar sig alltaf vel og af reisn. Hún var glaðvær og skemmtileg viðtals, hlý og hin besta amma. Hún hélt úti prestssetri í Garðabæ allt frá því að afi minn séra Bragi Frið- riksson var kjörinn prestur þar árið 1966. Þau voru frumbyggjar í hinum nýja bæ sem óx óðfluga á bernskuárum sínum. Það má sannarlega segja að heimili henn- ar í Faxatúni 29 hafi verið sem umferðarmiðstöð í ört stækkandi byggð. Engin aðstaða var fyrir prestinn í bænum önnur en Garðakirkja og því þurftu allir þeir sem þurftu þjónustu prests- ins að mæta á heimili hans. Þar mætti fólki blíður faðmur Katr- ínar sem lagaði kynstrin öll af kaffi og bakaði kökur í þúsunda- tali. Amma vann launalaust starf prestsfrúarinnar af einstakri prýði og ósérhlífni. Það var alltaf gaman að koma til ömmu og afa. Samband þeirra var einstakt. Afi minn var svo montinn að eiga ömmu – hún var frá upphafi til enda sólin í lífi þess ljósleitna manns. Hún dekraði við eiginmann sinn, færði honum kökur og kaffi á meðan hann orti til hennar. Ljóðræn snilli afa míns yljaði henni um hjartarætur á meðan ævarandi umhyggja ömmu tendraði lífsneista hans. Á þetta allt saman horfðum við barnabörnin og eigum hinar feg- urstu fyrirmyndir að raunveru- legri ást. Amma og afi voru sam- geislandi sálir sem sáu börnum sínum og barnabörnum fyrir kærleiksríku og góðu heimili. Niðjar þeirra eiga þeim svo margt að þakka. Það er á herðum þeirra sem við stöndum í dag og sigra okkar eigum við að rekja til þeirra. Afi kvaddi í maí 2010 og það var ömmu sárt. Ég vorkenndi ömmu oft því ég sá hvað hún saknaði hans mikið. En það var ljúft að rifja upp gamla tíma með ömmu við ritun ævisögu afa míns. Þar urðu til margar gleðiminn- ingar og mikið var gaman að koma með kaflabrot til ömmu og sjá hana lesa gaumgæfilega yfir – spennt og ánægð. Ljúfust er þó minningin um okkar hinstu stund saman. Ég hafði tekið saman ástarljóð sem afi hafði ort til ömmu í hefti og skrifað örlítið um ástarsögu þeirra. Ég fór til ömmu með pabba og amma las yfir ljóðin með sitt sólbjarta bros á vör og glampa í augunum. Daginn eftir kvaddi hún og hélt heim á leið til afa. Af öllu góðu ertu best elsku ástin mín og ætíð þegar sól er sest ég sofna í faðmi þín. Nú er ævisól þeirra beggja sest og þau liggja vært í faðmi hvort annars. Það er ljúf tilhugs- un að hugsa til þess að loks eru þau sameinuð á ný. Söknuðurinn er mikill en eftir stendur minn- ing um yndislega konu sem helg- aði líf sitt fjölskyldunni af ein- skærri ást og umhyggju. Hún bjó börnum sínum og barna- börnum hið fegursta skjól í Fax- atúni 29. Umhyggjan, væntum- þykjan og gleðin sem ríkti þar er sem ljósbjört minning í huga af- komenda hennar. Eftir stendur minning um Katrínu Eyjólfs- dóttur og séra Braga Friðriks- son, sem unnu svo fagurt ævi- starf að hvarvetna er orðspor þeirra gullið. Megi þau hafa þökk fyrir allt. Hrannar Bragi Eyjólfsson. Föðurland vort er á himni og frá himni væntum vér frelsarans Jesú Krists (Fil.3.20). Þessi sí- gilda trúarstaðhæfing vitnar um að mannlegt líf stefni að háleitu marki handan jarðneskra loka. Langlífi gefur kost á víðtækri lífsreynslu en mestu skiptir að skilja að Hvert augnabliks kast, hvert æðarslag er eilífðarbrot. Þú ert krafinn til starfa. Hvað vannstu Drottins veröld til þarfa, þess verðurðu spurður um sólarlag. (Einar Benediktsson) Katrín Eyjólfsdóttir bar með sér kristinn lífsskilning, var tign- arleg og kærleiksrík. Séra Bragi Friðriksson eiginmaður hennar var líka glæsimenni. Hann varð prófastur í Kjalarnesprófasts- dæmi sama ár og ég varð sókn- arprestur Hafnarfjarðarkirkju. Við áttum dýrmæta samleið, einkum eftir að ég settist í hér- aðsnefnd og þá urðu kynnin líka góð við Katrínu. Prestshjónin höfðu látið vel um sig muna við uppbyggingu kirkju- og félagslífs í Garðahreppi. Fyrr höfðu þau sett mark sitt á kirkjustarf í Íslendingabyggðum Kanada, fært með sér áhrifin þaðan og greitt samskipti milli landanna er Bragi var formaður Þjóðræknis- félagsins. Heimili þeirra að Fax- atúni 29 var lengi samkomustað- ur Garðhreppinga, þar var sóknarbörnum sinnt og haldnir félagsfundir. Katrín hlúði vel að gestum og alúð þeirra hjóna varð til þess að margir gáfu sig að kirkju- og félagsstarfinu. Fram- sýni og atorku þurfti til að reisa safnaðarheimilið Kirkjuhvol og Vídalínskirkju. Margir komu við þá sögu undir forystu séra Braga. Katrín hvatti hann en gætti þess einnig að hann færi ekki of geyst. Glatt var á hjalla í veislum sem prófastshjónin héldu prestum og mökum á heimili sínu og þá var eitt sinn kveðið um Katrínu: Þú færir með þér visku og vinarþel og vaxtarmátt kröftugan og sannan. Það sést á Braga hversu hrífandi vel þér hefur tekist að styrkja‘nn og mann‘ann. Katrín sótti oft héraðsfundi er Bragi stýrði. Þeir fólu m.a. í sér stefnumót við lækna og hjúkrun- arfólk, kennara, fóstrur, sjómenn og verkalýðsforystu og einnig listamenn og gáfu til kynna að hvar sem kristnir menn starfa af kærleika sé kirkja Krists að verki. Þegar séra Bragi féll frá hafði hann nýlokið við að skrifa bókina Fórnfús frumherji, um prest íslenskra landnema í vest- urheimi er lést ungur. Sjálf voru þau Bragi og Katrín frumherjar er ruddu nýjar brautir í kirkju- og safnaðarstarfi. Katrín missti mikið við fráfall Braga og við bættist svo missir tengdasonar og dóttur. Það reyndi á en trúin styrkti, svo að þökkin fyrir allt sem gafst með þeim var henni efst í huga. Við Þórhildur heim- sóttum Katrínu á nýja heimili hennar í Garðabæ áður en höml- ur voru settar á samskipti í sam- félaginu. Þar var líka yngsti af- komandi hennar, í fangi föður síns, dóttursonar hennar. Undur lífsins var Katrínu mikið fagnað- arefni, er hún leit í trúarljósi frelsarans, sem birtir þýðingu þess, gefur sýn að himnesku föð- urlandi og breytt fær veikum og forgengilegum líkama svo fái sömu mynd og dýrðarlíkami hans. Guð blessi minningu Katr- ínar og séra Braga og lýsi ástvin- um þeirra leiðina fram og styrki samstöðu þjóðar og kirkju. Gunnþór Ingason. Katrín Eyjólfsdóttir - Fleiri minningargreinar um Katrínu Eyjólfs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.