Morgunblaðið - 18.06.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS
SIGLING - HARMONY OF THE SEAS
27. NÓVEMBER – 7. DESEMBER | 11 DAGAR
SKEMMTILEG OG FRÆÐANDI SIGLING Á VIT
MARGRA PERLA MIÐ-AMERÍKU OG KARÍBAHAFS,
STAÐA SEM ALLA JAFNAN ERU UTAN
ALFARALEIÐA, UM BORÐ Í LÚXUSSKIPI.
VESTUR-KARÍBAHAF
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur S. Blöndal
baldurb@mbl.is
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna
eru mishrifnir af nýafstöðnu hlutafjár-
útboði Íslandsbanka. Flestir eru þeir
óánægðir með verðmiða bréfanna og
tímasetninguna en aðrir eru mótfallnir
sölunni sem slíkri.
Í samtali við mbl.is í kjölfar hluta-
fjárútboðsins sagði Bjarni Benedikts-
son fjármála- og efnahagsráðherra að
breið pólitísk samstaða hefði ríkt um
að losa bréfin. Spurð um þessi orð
Bjarna segist Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir formaður Viðreisnar geta
tekið undir þau í meginatriðum.
„Við sögðum reyndar að það ætti að
selja aðeins minni hlut en í heildina
höfum við verið fylgjandi því að taka
þetta skref með ákveðnum skilyrðum
og forsendum,“ segir Þorgerður. Hún
tók einnig undir það með Bjarna að
það væri mikilvægt að fá svo mikla og
breiða þátttöku almennings í bland við
öfluga fjárfesta. „Í heildina er ég til-
tölulega jákvæð gagnvart þessu
skrefi, það hefur greinilega verið stað-
ið vel að þessu þótt ég setji ákveðinn
fyrirvara við verðið.“ Þorgerður er
ánægð með að fá fé inn í ríkissjóð og
vonar að þeir milljarðar fari í niður-
greiðslu skulda.
Segir ferlið ógagnsætt
Inga Sæland formaður Flokks
fólksins var líkt og Þorgerður Katrín
sátt við fyrirkomulagið en á öndverð-
um meiði hvað söluna sjálfa varðar.
„Ég vildi bara halda áfram að eiga Ís-
landsbanka, hann stendur sig vel og ég
hefði viljað sjá arðinn af þessari eign
okkar halda áfram að renna í sameig-
inlega sjóði. Hlutafjárútboðið sem
slíkt gekk þó vel og í raun framar öll-
um vonum.“ Inga ítrekar að Flokkur
fólksins hafi alltaf tekið afstöðu gegn
því að selja hlut ríkisins í bönkunum.
Hún segir ánægjulegt að erlendir fjár-
festar hafi tekið þátt í útboðinu, þótt
slíkt kunni að reynast tvíeggjað sverð.
Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þing-
manni Pírata þykir Bjarni gera lítið úr
mikilvægi framkvæmdar útboðs sem
þessa. „Aðferðafræðin skiptir auðvitað
máli þegar hann selur hlutinn korter í
kosningar í frekar ógagnsæju ferli þar
sem þingið hefur nákvæmlega enga
aðkomu.“ Aðspurð hvort mikil þátt-
taka lýsi samstöðu samfélagsins um
útboðið segir Þórhildur að það ætti
ekki endilega að koma á óvart að það
sé mikill áhugi þar sem bréfin hafi ver-
ið ódýr. Þórhildur sagði þetta góða út-
komu fyrir kaupendur en vonda fyrir
seljandann, sem er ríkið.
Verðlagning bréfanna var gagn-
rýnd þvert á stjórnarandstöðuflokka.
Logi Einarsson formaður Samfylk-
ingarinnar segir það í sjálfu sér já-
kvætt að eignarhaldið dreifist eins
mikið og raun bar vitni en þó vakni
margar spurningar, „eins og það hvort
verðið hafi ekki verið of lágt miðað við
þennan áhuga. Þetta eru spurningar
sem við sem stjórnmálamenn þurfum
að velta upp áður en við tökum ákvarð-
anir. Það eru skattgreiðendur sem
eiga þennan banka, það þarf að
tryggja að þeir fái nóg fyrir sinn
snúð,“ segir Logi.
Ekki meirihluti sem
tók þátt í útboðinu
Bjarni sagði í samtali við mbl.is að
það væri erfitt að ímynda sér að Ís-
landsbanki yrði ekki seldur til fulls
miðað við undirtektir almennings í út-
boðinu. Þorgerður segist í megindrátt-
um sammála þessum orðum fjármála-
ráðherra. „Við verðum bara í ljósi
reynslunnar að taka varfærnisskref og
vera í takt við vilja almennings. Ég
held að það sé enginn galgopaháttur
að fara að ræða möguleika á að halda
áfram sölunni á Íslandsbanka. Það
verkefni bíður bara næstu ríkisstjórn-
ar.“ Þorgerður sagði þó stefnu Við-
reisnar skýra að því leyti að ríkið skuli
eiga kjölfestu í að minnsta kosti einum
banka. Logi segir stóran hluta al-
mennings mjög andsnúinn sölu hluta
ríkisins í Íslandsbanka og túlkar mikla
þátttöku í útboðinu ekki sem blessun
almennings á sölunni: „Það er ekki
meirihluti almennings að taka þátt í
þessu.“
Stjórnarandstaðan
ekki á einu máli
- Flestir formenn óánægðir með verð hlutabréfanna
Inga
Sæland
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Logi
Einarsson
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Banki Margföld umframeftirspurn var í útboðinu á endanlegu útboðsverði
en þetta var stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram hér á landi.
Esther Hallsdóttir
esther@mbl.is
Með breytingu heilbrigðisráðuneytis-
ins á reglugerð um lyfjaávísanir og af-
hendingar lyfja, sem kynnt er í sam-
ráðsgátt, er lagt til að sérfræðilæknar
veiti aðstandendum fólks sem ekki
getur sótt lyf sín
sjálft eða öðrum
umboð til þess,
svokallað upplýs-
ingaumboð til að
sækja lyf þeirra
og fá aðgang að
upplýsingum um
lyf í lyfjagáttinni.
Aðrir munu
hins vegar ein-
göngu geta veitt
öðrum umboð til
að sækja lyf fyrir sig í apóteki en ekki
til að fá aðgang að upplýsingum um lyf
sem þeir eiga inni í gáttinni. Þá verður
lyfjabúðum óheimilt að veita eigend-
um lyfjaávísunar upplýsingar um lyf í
gáttinni með rafrænum hætti.
Á síðasta ári var í fyrsta sinn kveðið
á um kröfu um skriflegt eða rafrænt
umboð til að fá afhent lyf þriðja aðila í
apóteki. Með breytingunum sem nú
eru lagðar til eru slík umboð aðgreind
í tvær tegundir; afhendingarumboð
og upplýsingaumboð.
Afhendingarumboð er til að sækja
ávísanaskyld lyf einstaklings í lyfja-
búð en þeir sem hafa upplýsinga-
umboð geta bæði sótt lyf fyrir einstak-
ling og fengið aðgang að upplýsingum
um lyf viðkomandi í lyfjagátt.
Sérfræðingar veiti umboð
Einstaklingar munu áfram geta
veitt öðrum afhendingarumboð en
einungis sérfræðilæknar munu veita
upplýsingaumboð, og þá til aðstand-
enda þeirra sem ekki eru færir um að
sækja lyf eða veita umboð sjálfir.
Í tillögunni segir að eftir að krafa
um umboð tók gildi í apótekum á síð-
asta ári hafi komið upp vandkvæði þar
sem aðstandendur langveikra og fatl-
aðra einstaklinga sem ekki voru færir
um að veita slíkt umboð áttu í erfið-
leikum með að fá lyf þeirra afhent.
Reglugerðarbreytingunni er ætlað að
bregðast við þessu.
Girði fyrir rafrænar lausnir
Lyfja gagnrýnir tillöguna í umsögn.
Lagst er gegn því að heimild til um-
boðsveitingar sé takmörkuð við þá
sem geta fengið staðfestingu frá sér-
fræðilækni um að viðkomandi geti
ekki sótt lyf sín eða veitt umboð.
Þá gagnrýnir Lyfja að óheimilt
verði að veita upplýsingar úr lyfja-
gáttinni með rafrænum hætti. Það
muni banna rafrænar lausnir, svo sem
smáforrit og vefverslanir með lyf.
Lyfja setti á markað smáforrit und-
ir lok síðasta árs þar sem einstakling-
ar geta meðal annars keypt lyf og
veitt öðrum umboð til lyfjakaupa fyrir
sig með rafrænum hætti. Í umsögn-
inni kemur fram að breytingatillagan
girði fyrir þá þjónustu.
Dæmi séu um að foreldrar nýti
lausnina fyrir fullorðin börn sín sem
eiga erfitt með en ekki ómögulegt að
annast lyfjakaup sín sjálf og börn nýti
hana til að annast kaup fyrir aldraða
eða veika foreldra sína þeim til þæg-
inda án þess að þeim sé beinlínis
ókleift að annast kaupin sjálf. Þetta sé
því mikilvægt hagsmunamál neyt-
enda.
Skerði ákvörðunarvald fólks
„Hér er einnig um að ræða réttindi
sjúklinga til þess að hafa sjálfsákvörð-
unarvald um það hverjir mega hafa
aðgang að lyfjaupplýsingum þeirra og
annast lyfjakaup þeirra,“ segir í um-
sögn Lyfju.
Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræð-
ingur Viðskiptaráðs Íslands, tekur
undir þessi sjónarmið. „Þetta er í
fyrsta lagi í andstöðu við þá stefnu
stjórnvalda að efla nýsköpun í heil-
brigðismálum þannig að Ísland nýti
sér nýjustu tækni á þessu sviði,“ segir
Agla. „Þetta hamlar náttúrlega ýmissi
virkni og tækninýjungum sem er búið
að finna upp í tengslum við afhend-
ingar, eins og til dæmis netöppum fyr-
irtækja sem einfalda auðvitað einstak-
lingum að sækja lyf.“
Einstaklingar hafi valfrelsi
Hún segir að viðskiptaráð sé ekki
mótfallið breytingunum sem varða að-
standendur langveikra og einstak-
linga með fötlun. „Hins vegar er verið
að gera þessa breytingu í leiðinni að
þrengja að almennum umboðum. Við
sjáum ekki alveg þörfina á því. Hvern-
ig áttu annars með góðu móti að geta
annast lyfjakaup fyrir einhvern ef þú
getur ekki fengið upplýsingar um
hvaða lyf viðkomandi á inni?“ spyr
hún. „Það er okkar skoðun að einstak-
lingurinn eigi að hafa valfrelsi til að
fela öðrum að sjá um lyfjakaup og um-
sýslu lyfja fyrir sig.“
Skerði ákvörðunarrétt sjúklinga
- Lyfja segir reglugerðarbreytingu girða fyrir stafrænar lausnir og takmarka getu til að fela öðrum að
annast lyfjakaup sín - Breytingin á að koma til móts við aðstandendur veikra og fatlaðra einstaklinga
Agla Eir
Vilhjálmsdóttir
Landsmenn geta átt von á betra
veðri á næstunni en verið hefur,
segir Haraldur Eiríksson veður-
fræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Óvenju kalt hefur verið fyrir norð-
an og austan í júní. Aðfaranótt
þriðjudags var eins stigs frost á
Akureyri, sem er mesti kuldi sem
mælst hefur þar í júní frá 1978.
Víða hefur snjóað á Austur- og
Norðausturlandi undanfarna daga.
„Það hafa verið ríkjandi norð-
lægar áttir og hingað hefur komið
kalt loft norðan úr Íshafinu sem
hefur legið yfir landinu núna í svo-
lítið langan tíma,“ segir Haraldur.
Hann sér fram á betra veður á
næstu dögum og vikum. „Í næstu
viku er útlit fyrir mun mildara veð-
ur en hefur verið undanfarið, það á
að vera sæmilegur hiti á landinu
seinni hluta vikunnar,“ segir Har-
aldur. „Von er á heldur hlýrra lofti
og við förum að losna við þetta
kalda loft,“ segir hann. Útlit sé fyr-
ir suðlæga átt en þó gæti rignt ör-
lítið á Suður- og Vesturlandi á
mánudag og þriðjudag.
Tíu til fimmtán stiga hiti
Hann segir að hitastigið verði lík-
lega á milli tíu og fimmtán stig eftir
helgi, hlýjast á Norðausturlandi.
Spurður hvort hægt sé að búast við
góðu veðri í júlímánuði segir hann
erfitt að spá svo langt fram í tím-
ann. Hann bendir þó á að það snjói
afar sjaldan í júlí. „Vonandi í næstu
viku fer þetta að verða sæmilegt,“
segir hann. esther@mbl.is
Hlýindi í kortunum