Morgunblaðið - 18.06.2021, Side 20

Morgunblaðið - 18.06.2021, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021 ✝ Reimar Alfreð Þorleifsson fæddist í Hvoli á Dalvík 2. mars 1937. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 9. júní 2021. Foreldrar hans voru Þorleifur Bergsson, búfræð- ingur og bóndi, og Dóróþea Gísladótt- ir, kennari, garðyrkju- fræðingur og húsfreyja, á Hofsá í Svarfaðardal. Reimar kvæntist 25. apríl 1958 Guðlaugu Sigríði Antons- dóttur verslunarmanni, f. 1937. Börn þeirra eru: 1) Dóróþea Guðrún kennari, f. 19. apríl 1956, gift Viðari Kristmunds- syni. Þeirra börn eru Reimar, Guðrún Soffía og Þorbjörg. 2) Önnu Sigfúsdóttur. Þeirra syn- ir eru Heiðar Andri, Hilmar Örn og Aron Ingi. Reimar lauk námskeiði í vél- stjórn árið 1959 og prófi frá Lög- regluskóla ríkisins árið 1973. Hann fór snemma að vinna, m.a. á jarðýtu og á Keflavíkurflugvelli. Hann var vélstjóri á fiskiskipum 1959-1963 og kokkur á síld- arbátum 1963-1968. Hann starf- aði sem lögreglumaður á Dalvík frá 1968-1980. Síðan lá leiðin aft- ur á sjóinn til ársins 1984, þá ým- ist sem vélstjóri eða kokkur á rækjutogara. Eftir það vann hann fiskvinnu hjá KEA þar til hann fór á eftirlaun árið 2007. Lengst af átti hann smábát og reri meðal annars á grásleppu í mörg ár. Hann var einnig hákarlsverkandi til margra ára. Árið 1977 stofnaði hann ásamt tvíburabróður sínum kartöfluræktunarfyrirtæki sem þeir starfræktu til ársins 1983. 1998 keypti hann jörðina Skálda- læk ásamt félaga sínum og stund- aði þar skógrækt. Útför Reimars verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag, 18. júní 2021, klukkan 13:30. Anna Lilja hjúkrunar- fræðingur, f. 9. febrúar 1959, gift Kristni Brynjólfs- syni. Uppeldis- sonur þeirra er Al- exander Esra. 3) Þorleifur Albert stýrimaður, f. 27. nóvember 1963, Maki I: Merian Castberg Ander- sen. Dætur þeirra eru Guðlaug Castberg og Sólveig María. Maki II: Kristín Gunnarsdóttir (skilin). Dætur þeirra eru Olivía og Hrafnhildur (látnar) og uppeldisdóttir Amanda Líf. Fósturbörn Gunnar Páll og Guðrún Ása, börn Kristínar. 4) Gunnar Örn f. 8. september 1975, sjómaður og pípulagn- ingamaður, kvæntur Bjarneyju Nú er tengdafaðir minn far- inn í sinn síðasta róður. Við Reimar áttum margar stundir saman bæði við leik og störf. Hann var mér meira en einungis tengdafaðir, hann var líka mikill vinur minn. Við fórum ófáa róðr- ana saman í gegnum tíðina þar sem sagnamaðurinn og húmor- istinn Reimar naut sín fram í fingurgóma. Sögur af mönnum og málefnum fuku með tilheyr- andi látbragði. Ég varð margs vísari um fyrri tíma menn í byggðarlaginu og lífið eins og það gekk til svo langt sem hann mundi. Í trilluróðri á miðunum sínum naut hann lífsins til hins ýtrasta. Svo má einnig segja um stundirnar í skóginum sem hann hóf að rækta um síðustu alda- mót. Hann kveikti áhuga minn fyrir trjárækt og var mér afar ljúft að eiga hlutdeild í rækt- unarstarfinu sem stundað hefur verið á Skáldalæk. Því mun ég sinna áfram eins og kostur er og vonandi miðla því sem hann kenndi mér til yngri kynslóð- anna í fjölskyldunni. Allmörg ferðalögin fórum við í saman, einkum innanlands. Í þeirri fyrstu undraði mig hve fróður hann var um landið, sjaldnast var komið að tómum kofunum þegar spurt var. Síðar áttaði ég mig á að engu skipti um hvaða hluta landsins var ferðast, hann hafði svörin á reiðum höndum. Aldrei skorti á hjálpsemi tengdaföður míns enda vílaði hann ekki fyrir sér að gera hvað sem var. Við hjónin nutum þess sannarlega þegar við vorum að koma þaki yfir höfuðið. Reimar var einstakur afi og hefur hann haft verulega mótandi áhrif á börnin mín. Það er auðlegð sem þau búa að alla ævi. Hann unni barnabörnunum mínum mjög og naut þess að fá þau í heimsókn. Góður maður er genginn, hafðu þökk fyrir allt, kæri vinur. Viðar Kristmundsson. Elsku afi. Að setjast niður og koma í orð einhverjum endur- minningum um þig er erfitt. Ekki vegna þess að þær séu fá- ar og ég þurfi að grafa eftir þeim, heldur frekar hitt að þær eru svo fjölmargar. Eiginlega komst þú fyrir í flestum mínum æskuminningum. Ég naut þess að vera elsta barnabarnið, fékk að þvælast með þér og læra á lífið. Læra að vinna, veiða og rækta. Ég var kominn á sjóinn með þér sem smápjakkur þar sem mér voru kennd réttu hand- tökin. Þar voru margar sögur sagðar sem kannski ekki voru öðrum sagðar og verða þær sög- ur rifjaðar upp síðar þegar við hittumst aftur. Minnisstæður var fyrsti færaróðurinn á nýja bátnum fram í Flatey þegar ég er sjö ára. Þar rákumst við á höfrunga. Nú skyldi allt lagt undir til að ná í kjöt í matinn. Ég standandi á fötu í stýrishús- inu svo ég sæi út við að reyna að stýra á meðan þú sast fram á fullvopnaður og klár í að skjóta. Ekki vildi nú betur til en svo að eftir að dýrið hafði verið skotið sökk það í sæ. Þau orð sem fylgdu á eftir voru ekki öll upp úr Biblíunni og fékk ég minn skerf af þeim mér til mikils lær- dóms. Allar rjúpnaferðirnar sem við fórum saman voru eftirminnileg- ar, ekki bara veiðarnar sjálfar heldur líka allur fróðleikurinn um veiðar og náttúruna sem þú miðlaðir til mín. Þú naust þess að setjast niður og segja mér frá örnefnum Svarfaðardalsins sem var þér svo kær og hvar og hve- nær væri helsta veiðivonin. Þeg- ar fullorðinsárin tóku við hjá mér hélst samband okkar áfram einstakt. Hvort sem það voru bílakaup, húsnæðiskaup eða annað varst það alltaf þú sem fyrstur fékkst fréttirnar. Þegar ég kynntist Guðnýju minni varst það þú sem fyrstur fékkst til- kynningu og líka þegar von var á mínu fyrsta barni sem jafn- framt var þitt fyrsta barna- barnabarn. Þannig var okkar samband, samband trausts og trúnaðar, samband tveggja þar sem aldursbil var afstætt. Elsku afi, takk fyrir að hafa gefið mér tækifæri á að læra svona margt í uppvextinum og takk fyrir að leggja inn til mín mikil og góð lífsgildi. Þessum lífsgildum mun ég halda á lofti og koma áfram til strákanna minna. Að lokum vil ég lofa þér einu, ég mun passa ömmu. Reimar Viðarsson. Elsku afi Reimar. Þú varst yndislegur maður sem ég er þakklát fyrir að hafa átt sem afa. Þú varst kannski ekki mað- ur orða og tilfinninga en það var áberandi hvað þú varst stoltur af okkur og fylgdist vel með af- komendunum. Við brölluðum margt saman, þú og ég. Við fórum þó nokkrar ferðir saman í rjúpnaveiði upp á Skáldalæk og verða þær mér alltaf minnisstæðar. Þegar fór að taka óþarflega í fyrir þig að bera byssuna fannst mér einföld lausn á því. Ég dreif mig í skot- vopnapróf svo ég gæti rölt með byssuna á bakinu þó að þú sæir svo um að hleypa af þegar þar að kæmi. Í fyrstu ferðinni okkar eftir að ég lauk prófinu mættir þú hins vegar með tvær byssur, eina handa mér og aðra handa þér. Skipulagðir síðan hvaða svæði ég ætti að ganga annars vegar og þú hins vegar. Þegar við hittumst við bílinn að veiði lokinni var ég með skottið á milli lappanna með enga rjúpu en að sjálfsögðu mættir þú al- sæll með þínar þrjár. Færeyjaferðin okkar verður mér alltaf minnisstæð. Vikuferð á húsbílnum ykkar ömmu, hon- um „Brúnka gamla“ eins og þið kölluðuð hann. Þrátt fyrir að vera eina barnið í ferðinni skemmti ég mér konunglega og áttir þú stóran þátt í að ég lá oft hálflömuð af hlátri. Minnisstæð- ast úr ferðinni er þegar við fór- um á veitingastað og amma varð fyrir því óláni að stólbakið var laust og gaf sig. Í hlátursköst- unum náðum við þó að tjasla stólnum saman svo lítið bæri á. Þegar kom að því að yfirgefa staðinn kom í ljós að veskið hennar ömmu hafði fest á milli setu og stólbaks. Þá hófst þú, þúsundþjalasmiðurinn, handa við að taka stólbakið af aftur, losa veskið og koma svo stólnum aftur saman. Lítil hjálp var í mér því ég hef sjaldan hlegið annað eins. Ég man þegar ég kom í fyrsta skiptið með Bergþór í Smáraveginn til að kynna hann fyrir þér og ömmu. Við opn- uðum útidyrnar og það eina sem hann sá voru fætur þínir þar sem þú lást á gólfinu. Bergþór var viss um að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir gamla mann- inn og nú myndi reyna á lækn- isfræðilega þekkingu strax í fyrstu heimsókn. Þegar hann kom lengra inn lást þú auðvitað bara á þínum stað; á gólfinu fyr- ir framan forstofuna með höf- uðið uppi á neðstu tröppunni. Strax þarna áttaði Bergþór sig á að um mikinn meistara væri að ræða. Ég er þakklát Covid fyrir að gefa okkur dásamlegar sam- verustundir síðastliðið ár þegar við mæðgur ílengdumst á Dal- víkinni. Þú og Guðrún Dóra náð- uð að kynnast svo vel og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Brosið þitt varð breitt þegar sú stutta, eins og þú kallaðir hana, kom í heimsókn. Ég mun verða dugleg að segja henni sögur af þér og halda minningu þinni á lofti. Takk fyrir allt elsku afi, sökn- uðurinn er mikill. Þín Þorbjörg. Í dag kveðjum við afa Reimar í hinsta sinn og fylgjum honum síðasta spölinn. Það á eftir að taka tíma að venjast því að heilsa honum ekki eða kveðja með kossi liggjandi í sófanum eða sitjandi við eldhúsborðið. Afi var traustur og trúr sínu fólki og aldrei heyrði ég hann hall- mæla einum né neinum. Hann var rólyndismaður með góða nærveru og naut sín allra best í samveru með fjölskyldunni. Afi var ekki mikið fyrir fjölmenni eða maður margra orða en það var skemmtilegt og fræðandi að ræða við hann um daginn og veginn. Hann var einstaklega orðheppinn og oft á tíðum var skellt upp úr þegar sá gamli kom með spaugileg innlegg í umræðuna þegar jafnvel allir héldu að hann hefði ekkert verið að hlusta. Afi var hafsjór af fróðleik, sérstaklega ef það tengdist sjó, sveit eða náttúrunni almennt. Hann var náttúrubarn af guðs náð og eru óteljandi stundirnar sem við fjölskyldan eyddum saman við veiði, gróðurrækt og í kartöflugarðinum. Ég tala nú ekki um tímann með afa á bryggjunni eða í verbúðinni þar sem hann gerði að aflanum og bjó til heimsins besta saltfisk. Á síðustu árum stendur upp úr veiðiferð á Kuggi, bátnum sem afi gerði upp sjálfur. Hana fór ég með honum og Sæma, mann- inum mínum, á yndislegu sum- arkvöldi fyrir fjórum árum en þeir félagarnir mynduðu fallegt samband frá fyrstu kynnum enda með svipuð áhugamál. Það birti alltaf yfir afa þegar hann komst á sjóinn og bara það eitt að finna lyktina af hafinu var endurnærandi fyrir hann enda reyndi hann að fara daglega í göngutúra niður á bryggju eða austur á Sand. Fyrir nokkrum árum var afi viðmælandi minn í verkefni í há- skólanum og mikið sem ég er þakklát fyrir það í dag að hafa átt svo gott spjall við hann um ævi hans. Við hittumst í stofunni í Smáraveginum og hann kom sér fyrir í græna hægindastóln- um með annan fótinn uppi á arminum. Hann horfði út um gluggann og sá í fjallatoppana á uppáhaldsdalnum sínum þar sem hann þekkti hverja þúfu með nafni. Í samtali okkar var honum tíðrætt um hve mikilvæg fjölskyldan væri honum og hve mikils virði væri fyrir hann að eyða tíma með henni. Þar tjáði hann mér líka að hans mesta gæfa í lífinu hefði verið að kynn- ast ömmu og eignast fjölskyldu með henni. Þegar ég tilkynnti afa að von væri á fjölgun hjá okkur fjölskyldunni sagði hann „hvað ertu að gera mér þetta á gamals aldri“ og glotti út í ann- að eins og hann gerði svo oft. Ég fann hve mikils virði það var fyrir bæði hann og ömmu þegar við komum í heimsókn til þeirra með strákana okkar eða „litlu kóðin“ eins og hann kallaði þá. Þín verður minnst með hlýhug og þakklæti um ókomin ár. Elsku afi Reimar, takk fyrir allt og allt. Elska þig, þín Guðrún Soffía Viðarsdóttir. Byrjun árs 2001, þegar ég og Reimar minn byrjum saman þá vissi ég strax að manneskjan hans væri afi Reimar, hann tal- aði mikið um þig og það sem þið höfðuð brallað saman. Hann var sá fyrsti sem fékk að vita af nýju kærustunni í Grindavík, einnig þegar Reimar bað mig að trúlofast sér þá vissi einn maður af því og auðvitað var það afi Reimar, þeir áttu einstakt sam- band og töluðu um allt meira eins og bestu vinir, þannig að í fyrstu norðurferð okkar saman þá fórum við saman í Smáraveg- inn til ömmu Guðlaugar og afa Reimars og að sjálfsögðu leið mér eins og ég hefði þekkt gamla alla ævi og tek utan um hann og knúsa. Gamli stífnaði upp, hann var sem sagt ekki mikið fyrir knús en núna rúmum 20 árum seinna má segja að ég hafi knúsað hann nánast alltaf þegar við hittumst og hann knúsaði bara ágætlega á móti. Það er svo sannarlega stórt skarð að missa ættarhöfðingjann eins og Reimar minn kallaði þig. Ég lofa því að passa Reimar og strákana fyrir þig takk fyrir allt elsku besti okkar. Minning þín verður ljósið okkar, þín Guðný Rut. P.s. Þú varst líka ein af mínum uppáhaldsmanneskjum sem ég mun sakna ofurmikið. Guðný Rut Bragadóttir. Reimar Alfreð Þorleifsson ✝ Sigbjörn Jó- hannsson fædd- ist 19. mars 1928 í Blöndugerði Hróars- tungu í N- Múla- sýslu. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egils- stöðum 10. júní 2021. Foreldrar hans voru Emil Jóhann Árnason, bóndi frá Blöndugerði í Hróarstungu, f. 23. janúar 1893, d. 28. júní 1964 og Stefanía Sigbjörnsdóttir, hús- freyja frá Litla-Bakka í Hróars- tungu, f. 20. febrúar 1894, d. 13. júlí 1968. Þau bjuggu í Blöndugerði í Hró- arstungu. Systkini Sigbjörns voru Svanlaug Jó- hannsdóttir, f. 26. júlí 1922, d. 9. júlí 2012, Árni Jóhanns- son, f. 22. des. 1929, d. 17. nóv. 2005 og Vilborg Málfríður Jóhannsdóttir, f. 16. júní 1934. Útför Sigbjörns verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag, 18. júní 2021 og hefst athöfnin kl. 11. Það er komið að því að kveðja elsku Bjössa frænda. Við systur erum ótrúlega þakklátar fyrir all- ar þær minningar sem við eigum úr Blöndugerði. Þegar við vorum litlar stelpur var alltaf tilhlökkun- arefni sumarsins að fara austur í heimsókn til Bjössa og nú seinni ár hafa fjölskylduferðirnar á sumrin með börnum okkar verið ómissandi partur af sumrinu og það hefur verið dýrmætt fyrir börnin okkar að hafa fengið að upplifa sveitina hans með sama hætti og við fengum að gera þegar við vorum litlar stelpur. Minning- arnar úr sveitinni eru svo ótal- margar eins og að labba upp að læk, kíkja í fjárhúsið, borða bestu lambasteikina, sitja úti á túni í Blöndugerði, rölta að gömlu brúnni eða bara sitja við eldhús- borðið í Blöndugerði og spjalla við Bjössa um allt milli himins og jarðar. Bjössi var alltaf með hlut- ina á hreinu alveg til dauðadags og fylgdist alltaf vel með, hvort sem það sneri að stórfjölskyldunni, stjórnmálum eða bara veðrinu. Síðustu ár heimsóttum við Bjössa á Dvalarheimilinu Dyngju og átti hann það til að þilja upp ættartré íbúanna en Bjössi var gríðarlega vel að sér og uppfullur af fróðleik sem við fengum að njóta góðs af. Það verður mikill söknuður af Bjössa og það verður skrítið að koma austur og enginn Bjössi frændi til þess að heimsækja, við erum svo þakklátar fyrir allar þær góðu minningar sem við eigum úr sveitinni sem ylja hjartanu. Við vitum að Bjössi er kominn á góðan stað. Hvíl í friði elsku frændi. Þínar frænkur, Bryndís Elfa, Eva Björg og Hildur Gunnarsdætur. Bjössi frændi. Bjössi frændi var eins og goðsögn í huga margra. Vinir okkar höfðu heyrt okkur tala um Bjössa frænda í sveitinni. í sveitinni hans Bjössa var ævintýraljómi yfir öllu. Fyr- ir okkur sem eldri erum var sveitin hans Bjössa tákn um stað þar sem stigið var aftur í tímann, til tíma sem var reyndar löngu liðinn annars staðar, en tilheyrði ennþá sveitinni. Yngri kynslóðin upplifði aftur á móti að þarna væri ævintýraland þar sem hægt var að gera svo margt sem ekki fékkst leyfi til að gera annars staðar, brölta um í lækjum og fossum, fara á hestbak, keyra um á fjórhjóli án þess að hinir fullorðnu væru að skipta sér af. Jafnvel maturinn hjá Bjössa var einstakur, enda hafði hann sér- stakt lag á að steikja lambakjötið á þann veg sem enginn annar reyndi að leika eftir. Sjálfur var Bjössi ákveðið ævintýri. Hann sagði yfirleitt fátt en á sama tíma var nærvera hans sterk. Hann tók sjaldan sterkt til orða og ekki var alltaf auðvelt að fá fram skoðanir hans. Þannig varð hver og einn að læra á táknmál hans ef vilji var til að skilja almenni- lega hvað hann átti við. Hann sagði nær aldrei hreint nei við fólk heldur vissum við að þegar hann sagði: Ég veit það nú ekki, var hann aldeilis ekki sammála þeim sem hann talaði við. Minningarnar um Bjössa kalla fram söknuð og gleði, sökn- uð yfir því að þessi maður sem var svo stór hluti af lífi okkar sé farinn en gleði yfir að hafa fengið að kynnast Bjössa og þeim heimi sem hann kynnti okkur, sem við erum ævinlega þakklátar fyrir. Elfa og Þórey. Sigbjörn Jóhannsson Látinn er æsku- vinur minn, Finnur Bárðarson, eftir erf- ið veikindi. Við kynntumst í öðrum bekk í Haga- skólanum í Reykjavík og umgeng- umst löngum eftir það. Finnur var dulur og óframfær- inn á unglingsárunum, en það rjátlaðist af honum með tíð og tíma. Hann var listrænum gáfum gæddur, góður teiknari, orðhagur og lagtækur gítarleikari í góðra vina hópi. Þá var stutt í grínist- ann, þó að þunglyndi væri stund- um á næsta leiti, enda vegast þessir eiginleikar oft á í skaplyndi og geðslagi næmra manna. Tónlist og aðrar listir voru í há- vegum hafðar á æskuheimilinu á Reynimel 25a, og bar Finnur for- eldrum sínum gott vitni í þeim efnum. Finnur nam bókasafnsfræði og bókmenntir við Háskóla Íslands, Finnur Bárðarson ✝ Finnur Bárð- arson fæddist 5. ágúst 1953. Hann lést 23. maí 2021. Útför Finns fór fram 10. júní 2021. en lauk ekki loka- prófum. Þess í stað fór hann til Jönköp- ing í Svíþjóð þar sem hann nam iðju- þjálfun og lauk því námi. Þar kynntist hann ástinni sinni, hinni ljúfu og fallegu sænsk-dönsku Iréne Jensen, sem hann kvæntist á eynni Öland, úti fyrir borginni Kalmar. Finnur og Iréne unnu við iðju- þjálfun í Hallstad þar sem þau bjuggu sér framtíðarheimili í fal- legu húsi sem þau keyptu. Þar voru þau ekki lengi því þau ákváðu 1988 að fylgja fordæmi ís- lenskra vina sinna og flytja til Ís- lands. Nú sakna ég og margir aðrir gamlir félagar vinar okkar Finns eða Finna, sem sumir kölluðu svo. Finnur hefur haldið sér til hlés hin síðari ár vegna veikinda sinna og erfiðleika sem þeim hafa fylgt. Samúðarkveðju færi ég Iréne, Leifi bróður Finns og Vilborgu mágkonu, sem stóðu þétt við bak- ið á Finni í veikindum hans. Viggó Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.