Morgunblaðið - 18.06.2021, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40Opin vinnustofa kl.9:00-12:30 -Tæknilæsi kl.8:30-11:30,
Android, þarf að skrá sig - Gönguferð um hverfið kl.10:30-11:15 -
Tæknilæsi kl.13:00-16:00, Apple, þarf að skrá sig - Bingó kl.13:30, í
matsalnum - Kaffi kl.14:30-15:20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2701
ÁrskógarSmíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9 - 12.
Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Dansleikfimi kl. 13.30.
Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á
könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í
viðburði eða hópa: 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31Kaffisopi og spjall kl. 8:10-11:00.
Prjónað til góðs kl. 8:30-12:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Myndlis-
tarhópurinn Kríur opin hópur kl. 13:00-15:30. Bónusrútan kl. 13:10.
Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Bókabíllinn kl. 14:45
Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10:00. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13:00. Stólajóga í
Jónshúsi kl. 11:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Hreyfihópur í garði
Ísafoldar farið frá Jónshúsi kl. 13:30. Smiðjan Kirkjuhvol opin kl.
13:00 – 16:00
Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 08:30 - 16:00. Spjall og
blaðalestur, alltaf heitt á könnunni. Döff, Félag heyrnarlausra frá kl. 13
-16:00. Félagsvist hefst kl. 13:00.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30.
Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Dans- og stólaleikfimi með Auði Hörpu kl.
10:00 og verður alla miðvikudaga í sumar. Framhaldssaga kl. 10:30.
Handavinnuhópur - opin vinnustofa kl. 13:00-16:00.</_char>
Korpúlfar Útvarpsleikfimi kl. 9:45 í Borgum. Gönguhópar Korpúlfa
leggja af stað í göngu frá Borgum kl. 10:00 þrír styrkleikahópar.
Hádegisverður 11:30 til 12:30. Félagsvist hefst á ný kl. 13:00 í dag allir
velkomnir og spilað verður alla miðvikudaga í sumar. Kaffiveitingar
14:30 til 15:30
Norðurbrún 1Morgunkaffi kl.8.30, trésmiðja 9-12,Trésmiðja kl.9-16,
opin listasmiðja kl. 9-16, Dansleikfimi kl.10.30, Fréttatími og spjall
kl.12, Samverustund með djákna kl.13, bónusbíllinn kl.15, Hugleiðslan
kl.15.30. Uppl í s 4112760</_char>
Samfélagshúsið VitatorgFélagsstarfið er komið á fullt hjá okkur á
Vitatorgi. Morgunkaffi kl. 9.30. Postulínsmálun kl. 9. Minígolf kl. 10:30.
Núvitund kl. 13. Dansleikur með Vitatorgsbandinu kl. 14-15.
Síðdegiskaffi frá kl. 14:30-15:30. Verið öll hjartanlega velkomin til ok-
kar á Vitatorg, Lindagötu 59. Síminn hjá okkur er 411-9450.</_char>
SeltjarnarnesKaffispjall í króknum frá kl. 9, botsía í Salnum
Skólabraut kl. 10, Handavinna og samvera í salnum Skólabraut. Min-
num á skráningu í langjökulsferðina sem verður farið í 24. júní,
skráningarblöð eru inn í krók á Skólabraut, einnig má skrá sig í síma:
8939800 eða 8663027.</_char>
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Mitsubishi Outlander Instyle +
3/2016. Ekinn 99 þús km.
PHEV. Rafmagn / Bensín.
Leðursæti. Glertopplúga.
Flottasta typa. Verð aðeins
2.980.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
✝
Guðrún Magn-
úsdóttir fædd-
ist á Kleppjárns-
reykjum í
Borgarfirði 16.
maí 1939. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Ási 21. maí
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Ágústsson, f. 11.2.
1901, d. 14.3. 1987,
og Inga Magnea Jóhann-
esdóttir, f. 5.11. 1904, d. 11.4.
1995. Bræður Guðrúnar eru Jó-
hannes, f. 1940, og Skúli, f.
1944.
Guðrún bjó á Kleppjárns-
Hinn 10.7. 1958 giftist Guð-
rún Hannesi Sigurgeirssyni, f.
11.7. 1937, d. 20.5. 2008. Börn
þeirra eru: 1) Magnús Haukur,
f. 20.1. 1959. Hann er kvæntur
Hrönn Þorsteins og er sonur
þeirra Magnús Þór. 2) Þorvald-
ur, f. 16.7. 1960. Hann er
kvæntur Ingveldi Sigurð-
ardóttur, börn þeirra eru Emil
Fannar og Móeiður. 3) Inga
Lóa, f. 15.10. 1964. Hún er gift
Svani Kristinssyni, sonur henn-
ar er Hannes og börn Svans
eru Svanhildur Lilja, Fanney
og Magnús Dagur og eru
barnabörnin orðin þrjú.
Guðrún hleypti heimdrag-
anum sumarið 1955 og fór til
London til eins árs náms í St.
Godric’s College í Hampstead,
sem var eins konar versl-
unarskóli fyrir ungar stúlkur
þar sem áhersla var lögð á vél-
ritun og hraðritun, en þó fyrst
og fremst enskuna. Það var
reykjum til átta
ára aldurs en þar
var Magnús faðir
hennar héraðs-
læknir. Haustið
1947 fluttist fjöl-
skyldan til Reykja-
víkur og bjó þar í
um 2½ ár. Snemma
árs 1950 fluttu þau
síðan til Hvera-
gerðis en þá varð
Magnús fyrsti hér-
aðslæknirinn þar. Guðrún bjó
frá þeim tíma alla tíð í Hvera-
gerði og leit orðið fyrir löngu á
sig sem Hvergerðing þótt
Borgarfjörðurinn skipaði alltaf
sérstakan sess í hennar hjarta.
Elsku Guðrún, systir og
mágkona, er dáin, farin til
Hannesar síns, sem kvaddi
hana og okkur öll fyrir 13 árum.
Hún Guðrún var stóra systir
okkar bræðranna, mín og Jó-
hannesar, og reyndi að siða
okkur til á æskuárunum, við lit-
um upp til hennar og reyndum
að hlýða og vera til friðs. Nú er
þessu skeiði lokið í bili Guðrún
mín, takk fyrir allt og hittumst
fyrir handan.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Magnús, Tolli, Inga
Lóa og fjölskyldan öll, megi
minningin um góða móður verða
ykkur huggun í sorginni. Hvíldu
í Guðs friði.
Þín
Skúli litli bróðir og Sigríður.
Nú ertu horfinn í himnanna borg
og hlýðir á englanna tal.
Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg
í sólbjörtum himnanna sal.
Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist
þar tilbúið föðurland er.
Þar ástvinir mætast í unaðarvist
um eilífð, ó, Jesú, hjá þér.
(Ingibjörg Jónsdóttir)
Hittumst síðar elsku frænka.
Sunneva.
Guðrún
Magnúsdóttir
ekki sjálfsagt á þessum árum
fyrir ungt fólk að komast svona
af landi brott og þessi dvöl var
henni alla tíð einkar hugleikin
og London var draumaborgin.
Guðrún hóf störf á Heilsu-
hælinu í Hveragerði, nú Heilsu-
stofnun NLFÍ, í apríl 1967 og
starfaði þar alla tíð upp frá
því. Til að byrja með vann hún
við símavörslu, síðan á bóka-
safninu og var svo innköll-
unarstjóri í nokkur ár uns hún
varð fyrsti læknaritari stofn-
unarinnar en hún hlaut form-
lega starfsréttindi sem lækna-
ritari árið 1986. Hún tók
mikinn þátt í starfi Félags ís-
lenskra læknaritara, og sat þar
í stjórn um tíma. Guðrún lét af
störfum við HNLFÍ í október
2008 eftir ríflega fjörutíu ára
farsælt starf þar.
Útför Guðrúnar fór fram í
kyrrþey, að hennar ósk, 4. júní
2021.
Elsku amma, loks-
ins fékkstu ósk þína
uppfyllta um að fara í
sumarlandið til afa.
Ég er viss um að
hann hefur tekið vel á
móti þér. Mikið á ég eftir að sakna
þess að koma til þín. Þú varst mér
sem önnur mamma allt frá því
mamma og pabbi fluttu upp í Borg-
arfjörð 1989, þá bjó ég hjá ykkur
afa og svo eftir það alltaf tíður gest-
ur. Eftir að afi dó 2010 héldum við
áfram að eiga margar góðar stund-
ir saman. Þú talaðir oft um að ég
væri meira eins og dóttir þín en
barnabarn. Ég var elst af barna-
börnunum, kom fyrst með barn og
gerði þig fyrst að langalangömmu
(fimm ættliðir í beinan kvenlegg,
það er sko ekki algengt). Þú varst
sko besti bakari sem ég hef kynnst
og maður minn kökurnar sem þú
galdraðir fram, tala nú ekki um að-
fangadag þegar við komum fjöl-
skyldan og skiptumst á pökkum, þá
varst þú með á annan tug sorta af
smákökum, konfekt og heitt kakó.
Margt sem við brölluðum saman og
þá voru þær ófáar ferðirnar okkar
saman á föstudögum í bestu búðina
í bænum (Fjarðarkaup). Erfitt að
Hulda Jónsdóttir
✝
Hulda fæddist
25. ágúst 1930.
ún lést 26. maí
2021.
Útför Huldu fór
fram 16. júní 2021.
hætta þeim ferðum
eftir ballettferð mína
í brekkunum í Aust-
urríki 2018, en arf-
taki minn stóð sig vel
því þetta var sko
uppáhaldsbúðin þín.
Mikið var gaman að
taka þig með í nokkr-
ar sumarbústaðar-
ferðir þegar Siggi
minn var að vinna í
Afríku, þér fannst
svo gaman að breyta um umhverfi.
Þú varst svo góð við börnin mín og
barnabörn, prjónaðir heilan helling
á okkur, peysur, skokka, sokka,
húfur og vettlinga, þvílíku lista-
verkin.
Ég gæti haldið endalaust áfram
að rifja upp gamlar minningar.
Elsku amma, ég mun sakna þín
óendanlega mikið, hlakka til að
hitta ykkur afa seinna í sumarland-
inu.
Kem ég nú að kistu þinni,
kæra amma mín,
mér í huga innst er inni
ástarþökk til þín.
Allt frá fyrstu æskuárum
átti ég skjól með þér.
Í þínu húsi þar við undum,
þá var afi líka hér.
Kem ég nú að kveðja ömmu,
klökkvi í huga býr.
Hjartans þökk frá mér og mömmu,
minning lifir skýr.
Vertu sæl í huldum heimi,
horfnir vinir fagna hljótt.
Laus við þrautir, Guð þig geymi,
góða amma, sofðu rótt.
(Helga Guðmundsdóttir)
Hvíldu í friði elsku amma.
Þín nafna,
Svanhvít Hulda og fjölskylda.
Elsku amma, þín verður sárt
saknað. Þú varst ekki bara
langamma mín, heldur einnig vin-
kona og langalangamma barnanna
minna. Ekki leið sú vika sem ég
heyrði ekki í þér. Við baukuðum
mikið saman í gegnum tíðina, fór-
um reglulega í tuskubúðir og ekki
má gleyma bestu búðinni í bænum.
Í hverri viku hittumst við í hádeg-
ismat og spjölluðum um allt milli
himins og jarðar.
Árið í fyrra var heldur betur
skrítið og gátum við ekki farið eins
oft í búðir og við vildum en við sát-
um nú ekki heima að naga negl-
urnar alla daga heldur fórum við
reglulega í bíltúr og þræddum göt-
ur bæjarins.
Það er skrítin tilhugsun að geta
ekki hringt í þig og heyrt í þér
hljóðið. Þvílíkur félagsskapur sem
ég fékk þegar ég hringdi í þig þeg-
ar ég var að keyra brautina á leið-
inni heim úr vinnunni. Þú hafðir
alltaf áhyggjur af að ég væri að tala
í símann á meðan ég væri að keyra í
hvert skipti sem ég hringdi en viti
menn tæknin er svo flott í dag að ég
hringdi í þig úr bílnum og var ekki
með símann við höndina.
Þvílíkur heiður sem það var að
gera þig að langalangömmu og
ekki nóg með það varð Aðalheiður
Hulda fimmti ættliðurinn í beinan
kvenlegg.
Aðalheiður Hulda á margar góð-
ar minningar um þig og helling af
peysum sem þú prjónaðir handa
henni. Sigurður Máni fékk einnig
að kynnast þér þótt hann sé bara
fjögurra mánaða, hann mun líklega
ekki muna eftir þeim kynnum en
við Aðalheiður höldum minning-
unni á lofti með góðum sögum og
svo nýttir þú árið heldur betur vel í
fyrra til að prjóna nokkrar peysur á
hann meðan hann var enn í bumb-
unni. Þú beiðst í startholunum eftir
því að vita hvort kynið ég væri með
til að vita hvaða lit á garni þú ættir
að kaupa og auðvitað fékkstu að
vera fyrst til að vita það. Þú varst
mikil prjónakona og eigum við því-
líkt stórt safn af fallegum peysum
eftir þig sem við erum þakklát að
eiga.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vinátta er
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vinátta er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Ég vona að þú sért komin í fang-
ið á afa og hafir það gott.
Sjáumst þótt síðar verði.
Kveðja,
Katrín María Sigurðardóttir,
elsta langömmubarnið, og
langalangömmubörnin.
✝
Sherry Inga
Halterman
fæddist 14. sept-
ember 1962 á
Keflavíkur-
flugvelli. Hún lést
2. mars 2021 í Okla-
homa í Bandaríkj-
unum.
Hún var dóttir
Önnu Skúladóttur
Halterman, sem er
látin, og Melvins
Haltermans, einnig látinn. Þau
bjuggu í Keflavík, á Keflavík-
urflugvelli og í
BNA.
Anna eignaðist
þrjú börn; Sherry
Ingu, Billy, sem er
látinn, og Margréti
Kristínu. Er hún
ein eftir af Halt-
erman-fjölskyld-
unni. Hún er gift
Halldóri G. Gunn-
arssyni og þau búa í
Njarðvík.
Jarðsett var í kyrrþey 10. júní
2021 að ósk hinnar látnu.
Það er hræðilega sárt að vera
að skrifa minningargrein um syst-
urdóttur okkar, sem fór allt of
ung.
Sherry Inga fluttist heim til Ís-
lands 2009, það var yndislegt að fá
hana heim og hún elskaði að vera
komin hingað.
Við höfðum mikið samband og
hún var mörg jól og áramót hjá
okkur Pétri. Hún var mikið fyrir
börn og barnabörnin okkar voru
miklir vinir hennar. Hún átti það
til að hringja og biðja mig, Valdísi,
að bjóða sér í mat og ég varð að
sjóða ýsu og kartöflur og hafa
smjör með eins og Skúli afi gaf
henni alltaf þegar hún var lítil og
bjó með mömmu sinni og pabba
uppi á lofti hjá Ingu ömmu og afa
Skúla. Sagði alltaf ef hún fitnaði:
„Já, Skúli afi gaf mér svo mikið
smjör út á ýsuna!“
Við Pétur fórum mikið með
Sherry Ingu og Dony manni
hennar í ferðalög hér heima og
þau voru mjög ánægð að koma
með okkur hringinn og í sumarbú-
staði og voru um jól og áramót hjá
okkur. Svo skildi leiðir þeirra en
svo versnaði heilsa hennar og
gekk illa að fá hjálp hér svo Dany
bað hana að koma út til sín og leita
læknis. Í ljós kom að hún var með
krabbamein í lifrinni og voru tekin
40% af henni og versnaði mjög
hratt. Hún sagði við mig (Valdísi)
og Margréti Kristínu systur sína
áður en hún fór út til Oklahoma
hvað við ættum að gera þegar hún
væri dáin. Hún sagðist ætla að
láta brenna sig og askan kæmi
heim til okkar. Við stóðum við það
og askan kom og hún er jörðuð
hér.
Þau eru orðin svo mörg í sum-
arlandinu og ég veit að hún er svo
glöð að hitta fólkið sitt, sérstak-
lega hann Billy bróður sinn, hún
missti mikið þegar hann lést.
Guð geymi þig elsku Sherry
Inga okkar. Þín er sárt saknað.
Þínar móðursystur,
Valdís og Kolbrún Skúladætur.
Sherry Inga
Halterman