Morgunblaðið - 18.06.2021, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
VIÐ LEITUM AÐ
LISTAVERKUM
Áhugasamir geta haft samband í
síma 551-0400
ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ
Faxafeni 14, 108 Reykjavík - Sími 551 6646
Sóttvarnarlæknir telur ekki tíma-
bært að breyta skilgreindum
áhættusvæðum sem Íslendingum er
ráðlagt að ferðast ekki til. Í dag
eru öll lönd og svæði heims utan
Grænlands skilgreind sem áhættu-
svæði. Reglulega er endurmetið
hvort lönd falli ekki lengur undir
áhættusvæði.
Fram kemur í tilkynningu á vef
landlæknis að sóttvarnalæknir ráði
íbúum Íslands sem ekki eru full-
bólusettir eða með staðfesta fyrri
sýkingu frá ferðalögum á áhættu-
svæði.
Vörn kemur ekki strax fram
Þeir sem hyggja á ferðalög eru
beðnir að sýna varúð og sinna per-
sónulegum sóttvörnum þ.m.t. tíðum
handþvotti, forðast mannþröng og
nánd eins og hægt er og nota and-
litsgrímu þar sem það á við.
Almennt kemur vörn bóluefnis
ekki fram fyrr en í fyrsta lagi sjö
til 14 dögum eftir að bólusetningu
er lokið. Þá er ekki víst, eins og við
á um öll bóluefni, að bólusetning
við Covid-19 veiti vörn hjá öllum
þeim sem fengið hafa bólusetningu.
Eins er ekki vitað hve lengi ónæmi
hjá þeim sem sýkst hafa af Cov-
id-19 varir. liljahrund@mbl.is
Áhættusvæðum ekki breytt
- Grænland eina landið sem ekki er skilgreint sem hættusvæði
- Ferðalangar beðnir að sýna varúð og sinna sóttvörnum
Morgunblaðið/Eggert
Ferðalög Sóttvarnalæknir ræður íbúum Íslands, sem ekki eru fullbólusettir
eða með staðfesta fyrri sýkingu, frá ferðalögum á áhættusvæði.
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Notast er við hjartsláttar- og hita-
stigsmæla frá Stjörnu-Odda í rann-
sókn sem spannað hefur nokkur ár í
Þýskalandi. Fyrstu niðurstöður rann-
sóknarinnar voru birtar í júní útgáfu
líffræðivísindatímaritsins Philosophi-
cal Transactions of the Royal Society.
Í greininni er fjallað um rannsóknina
sjálfa og hvernig mælunum var komið
fyrir í staðbundnum svartþröstum og
þeir mældir yfir átta mánaða skeið
frá hausti til vors á árunum 2016-
2018. Liggja nú fyrir niðurstöður
mælinga á 71 fugli.
Fremstir í fuglarannsóknum
Tilraunin var framkvæmd hjá
Max Planck stofnuninni í suður
Þýskalandi en dýraatferlisstofn-
unin þar er með þeim fremstu í
heimi. Helstu niðurstöður rann-
sóknarinnar voru þær að líkamshiti
og hjartsláttatíðni svartþrasta
breytist daglega, en einnig sáu
rannsakendur að árstiðarbundnar
breytignar áttu sér stað hjá fugl-
unum. Fuglarnir viðhalda stöð-
ugum líkamshita yfir daginn og
auka hjartsláttatíðni í takt við
lækkandi umhverfishita til að vinna
á móti hitatapi. Á nóttunni og sér-
staklega að vetri til lækka þeir lík-
amshitann og hjartsláttatíðni.
Þetta telja rannsakendur vera við-
brögð hjá fuglunum til þess að
spara orku og aðlagast umhverfi
sínu hverju sinni.
Mælarnir hannaðir fyrir rottur
Stjörnu-Oddi er íslenskur mæli-
tækjaframleiðandi sem framleitt
hefur alls kyns mæla um árabil.
Fyrirtækið var stofnað í kringum
rannsóknir á fiski en undanfarin 15
ár hefur fyrirtækið þróað ogselt
svokallaða „ígræðanlega mæla“ í
lífeðlisfræðilegar rannsóknir.
„Mælirinn er í raun minnsti
hjartsláttar- og hitastigsmælir sem
til er á markaðnum,“ segir Ásgeir
Bjarnason, yfirhönnuður mælisins
hjá Stjörnu-Odda. „Mælarnir voru
upprunalega hannaðir til þess að
græða í rottur eða annars konar til-
raunadýr, en gera þurfti smávægi-
legar breytingar á þeim til þess að
þeir pössuðu fyrir svartþrestina og
gætu framkallað áreiðanlegar nið-
urstöður fyrir rannsakendur,“ seg-
ir Ásgeir.
Tækifæri til framtíðar
Spurður um hvort þátttakan í
rannsókninni færi Stjörnu-Odda
tækifæri í framtíðinni segir Ásgeir:
„Þetta vekur náttúrulega rosalega
athygli innan afmarkaðs hóps í vís-
indasamfélaginu.“ Ásgeir bendir
einnig á að rannsóknin sé stór og á
heimsmælikvarða og fjöldi end-
urheimta á mælunum ýti undir það.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Svartþrestir Mælarnir voru græddir í staðbundna svartþresti í Þýskalandi.
Íslenskir mælar
í fuglarannsókn
- Rannsóknin á forsíðu virts tímarits
Ljósmynd/Christian Ziegler
Þröstur Gera þurfti smávægilegar breytingar á mælunum, sem hannaðir
voru fyrir rottur, eða önnur tilraunadýr, til þess að þeir hentuðu þröstum.