Morgunblaðið - 18.06.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Kjólar • Pils • Vesti • Blússur
Bolir • Peysur • Buxur
Verið velkomin
Vinsælu
velúrgallarnir
Alltaf til í mörgum litum
og í stærðum S-4XL
Sumar-
vörur
Sölu á rúmum þriðjungi Íslands-banka er lokið og ekki annað
að sjá en vel hafi tekist til. Ríkið
fær ríflega fimmtíu milljarða króna
fyrir hlutinn og veitir ekki af. Um
leið minnkar ríkið
áhættu sína af eign-
arhaldinu, en sem
kunnugt er á ís-
lenska ríkið óhóf-
lega stóran hluta
bankakerfis lands-
ins, mun stærri
hluta en í nokkru
landi sem Ísland vill bera sig saman
við. Þetta á líka við eftir söluna,
sem sýnir að með henni var stigið
afar varfærið skref.
- - -
En ekki eru allir þeirrar skoð-unar. Hluti verkalýðshreyf-
ingarinnar hefur beitt sér gegn söl-
unni og ASÍ skipaði meira að segja
sérstakan „sérfræðingahóp“ sem
skilaði skýrslu í byrjun árs og var á
móti því að selja „stóran hlut“ í
bankanum við „þær aðstæður sem
nú ríkja í efnahagslífinu og á fjár-
málamarkaði“. Forseti ASÍ var
einnig á móti sölunni, sagði lítinn
stuðning við hana og að verið væri
að „taka hlut sem er í eigu okkar
allra og selja hann til fárra“.
- - -
Þessir „fáu“ sem forseti ASÍ tal-aði um eru 24.000 nýir hlut-
hafar í Íslandsbanka, sem gerir
bankann að því íslenska hlutafélagi
sem hefur flesta hluthafa. Og „lít-
inn stuðning“ má væntanlega sjá í
því að útboðið var stærsta frum-
útboð hlutabréfa sem fram hefur
farið hér á landi.
- - -
Forysta verkalýðshreyfing-arinnar hefur verið á móti
nánast öllum þeim útboðum hluta-
bréfa sem farið hafa fram hér á
landi á síðustu misserum, hvort sem
um er að ræða flugfélög, útgerð-
arfyrirtæki eða banka. Hverju sæt-
ir þessi fjandskapur í garð fjárfest-
inga í fyrirtækjum?
Drífa Snædal
Er atvinnulífið
andstæðingur?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Rauði krossinn ætlar að taka til skoðunar öryggi
fatasöfnunargáma samtakanna. Greint var frá
því að kona hefði setið föst í fatasöfnunargámi fé-
lagsins í gær en hún náði að komast út úr honum
af sjálfsdáðum og var farin þegar lögregla kom á
vettvang. Tæpt ár er liðið síðan maður fannst lát-
inn í einum gámanna.
Nokkur umræða hefur skapast um málið og
telja sumir að gámarnir séu dauðagildrur fyrir
jaðarsett fólk í samfélaginu.
„Alltaf þegar eitthvað kemur upp á og við-
kemur okkur tökum við málið ítarlega til skoð-
unar. Í vetur fórum við yfir alla gámana, létum
taka þá út og tryggðum að allt væri eins og það
ætti að vera,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir,
framkvæmdastjóri Rauða krossins. Hún segir að
málið verði skoðað strax í dag en eins og er
standi ekki til að taka gámana úr notkun.
„Það varð hörmulegt slys síðasta vetur en
þetta gerist alls ekki oft,“ segir hún. „Gámarnir
eru merktir í bak og fyrir, á fleiru en einu tungu-
máli, einnig eru þeir með öryggisvottun frá
Þýskalandi og við treystum þeirri vottun.“ stein-
ar@mbl.is
Taka fatagámana til skoðunar
- Einstaklingar hafa fest
sig í gámunum í tvígang
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rauði krossinn Í annað skipti á innan við ári
festist einstaklingur í fatagámi Rauða krossins.
Flutningaskip Eimskips strandaði í
Lerstad í Álasundi í Noregi í gær.
Níu menn voru um borð í skipinu,
en enginn mun hafa slasast. Skipið
er nú komið til hafnar í Álasundi og
skoðun hefur farið fram.
Um var að ræða flutningaskipið
Hólmafoss, sem er bæði frysti- og
flutningaskip.
Skemmdir urðu á tanki í stefni
Að sögn Eddu Rutar Björns-
dóttur, framkvæmdastjóra mann-
auðs- og samskiptasviðs fyrir-
tækisins, urðu einhverjar
skemmdir á kjölfestutanki í stefni
skipsins sem gera þarf við.
Engar skemmdir urðu á farmi.
Farmurinn var að mestu þurrvara
og frosinn varningur en hann verð-
ur nú fluttur í önnur skip.
Skipið hafði verið að færa sig á
milli hafna á Álasundi í vesturhluta
Noregs þegar það strandaði. Greint
var frá því að skipið hefði strandað
minnst þrjá metra inni í landi. Lög-
regla og slökkvilið voru kölluð á
staðinn.
Flutningaskip Eim-
skips strandaði í Noregi
Í Noregi Níu menn voru um borð en enginn slasaðist þegar skipið strandaði.