Morgunblaðið - 18.06.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
Esther Hallsdóttir
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
Þjóðhátíðardagur Íslendinga var
haldinn hátíðlegur í gær. Hátíða-
höld voru víða um land og fólk
gerði sér glaðan dag. Borgarbúar í
Reykjavík skreyttu heimili sín og
garða með fánalitunum og margir
lögðu leið sína í miðbæinn til að
gæða sér á veitingum úr matar-
vögnum, sjá listamenn leika listir
sínar og fylgjast með hátíðardag-
skrá. Fjallkonan í ár var leikkonan
Hanna María Karlsdóttir.
Í ávarpi Katrínar Jakobsdóttur
forsætisráðherra á hátíðarathöfn
á Austurvelli velti hún því upp
hvort heimsfaraldur kórónuveir-
unnar hefði gert Íslendinga að
meiri þjóð en þeir hafa lengi verið.
„Fólk sem allt í einu varð ein-
angrað frá umheiminum fann nú
áþreifanlega fyrir því að allt sem
hver og einn gerði skipti okkur öll
máli. Allt í einu vorum við sem bú-
um í þessu samfélagi tengd áþreif-
anlegum böndum í einum vefnaði,
ofin saman í samfélaginu okkar,“
sagði hún.
„Hvernig samfélag viljum við?“
Hún sagði síðustu fimmtán mán-
uði hafa verið erfiða en jafnframt
lærdómsríka. Fram undan væru
ekki síður krefjandi tímar.
„Tímar sem krefjast þess að við
svörum skýrt spurningunum um
hvernig samfélag við viljum móta í
framtíðinni og hvað við viljum gera
til að svo megi verða. Hvers konar
Ísland viljum við byggja upp að
loknum faraldri? Land þar sem tek-
ið er tillit til annarra. Land þar sem
fólk getur breytt draumi í veruleika
og skapað sér tækifæri. Land þar
sem fólk getur leitað hamingj-
unnar,“ sagði Katrín.
„Nú er fram undan tími við-
spyrnu þar sem við munum takast á
við stórar áskoranir og byggja upp
Ísland. Við þurfum að halda áfram
að takast á við loftslagsvána, rétt
eins og við tókumst á við farald-
urinn; saman, á grundvelli rann-
sókna og gagna og með sem bestum
upplýsingum til allra þannig að við
getum lagt okkar af mörkum til að
ná árangri í þeirri baráttu. Ís-
lenskt atvinnulíf sýndi frumkvæði
og hugvit í faraldrinum og þarf að
beita sér með sama hætti fyrir
grænum lausnum sem hjálpa okk-
ur í stærsta verkefninu; að skila
jörðinni heilli til komandi kyn-
slóða,“ sagði Katrín.
Katrín sagði umræðu stjórnmál-
anna sjaldnast snúast um hinar
stóru framtíðaráskoranir. Glíman
við þær myndi aftur á móti ákveða
velsæld þeirra sem búa hér til
framtíðar.
Fjórtán fengu fálkaorðuna
Fjórtán Íslendingar voru sæmd-
ir heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu við hátíðlega athöfn á
Bessastöðum í tilefni þjóðhátíðar-
dagsins.
Á meðal þeirra sem hlutu þenn-
an heiður í ár voru Már Guð-
mundsson fyrrverandi
seðlabankastjóri fyrir störf í op-
inbera þágu og Edda Jónsdóttir
myndlistarkona fyrir forystu um
kynningu og miðlun á íslenskri
myndlist. Þá hlaut Ólafur Flóvenz
jarðeðlisfræðingur riddarakross
fyrir forystu á vettvangi rann-
sókna.Á Austurvelli Fjallkonan í ár var leikkonan Hanna María Karlsdóttir. Hún flutti sérsamið ljóð á Austurvelli.
„Nú er fram undan tími viðspyrnu“
- Þjóðhátíðardagur Íslendinga var í gær - Landsmenn skreyttu hús sín og tóku þátt í hátíðahöld-
um víða um land - Katrín Jakobsdóttir ávarpaði landsmenn á hátíðarathöfn á Austurvelli
Morgunblaðið/Jón Helgi
Kát Forseti Íslands og forsætisráðherra voru í sannkölluðu þjóðhátíðar-
skapi þegar þau mættu á morgunathöfn á Austurvelli í Reykjavík.
Morgunblaðið/Jón Helgi
Brugðið á leik Í Kópavogi léku börn sér í hoppköstulum, gæddu sér á sæl-
gæti og fengu andlitsmálningu eins og venjan er á þjóðhátíðardaginn.
Á sunnudaginn býður Árneskirkja í
Trékyllisvík á Ströndum upp á tón-
listarmessu þar sem vígt verður
nýtt orgel. Hjónin Ágúst Herbert
Guðmundsson og Guðrún Gísladótt-
ir á Akureyri gáfu orgelið, en Ágúst
lést úr MND-sjúkdómnum í janúar
síðastliðnum.
Orgelið er af gerðinni Viscount
Prestige 80 með þremur hljóm-
borðum og fótpetal og var í eigu
hjónanna en Ágúst var mikill tón-
listarmaður.
Séra Hjálmar Jónsson, fyrrver-
andi dómkirkjuprestur, mun messa
ásamt séra Sigríði Óladóttur sókn-
arpresti. Í messunni verða flutt ým-
is verk eftir F. Mendelssohn, J.S.
Bach, A. Vivaldi og fleiri. Flytj-
endur verða Gissur Páll Giss-
urarson tenór, Guðný Guðmunds-
dóttir á fiðlu, Gunnar Kvaran á selló
og Védís Guðmundsdóttir á þver-
flautu. Guðmundur H. Guðjónsson
mun leika á orgelið en hann er faðir
Ágústs og ættaður frá Kjörvogi.
Notaleg tónlistarveisla
Séra Hjálmar segir tónlist-
armessuna hafa komið til þegar
þeir Guðmundur áttuðu sig á að
þeir höfðu aldrei embættað saman
en Guðmundur var lengi organisti í
Vestmannaeyjum. „Messan átti að
fara fram í fyrra en heimsfarald-
urinn stoppaði okkur í því en nú er
komið að þessu. Við efnum því í
notalega tónlistarveislu,“ segir
Hjálmar og bætir við að nú verði
einnig nýja orgelið vígt. Hann segir
að ef vel tekst til sé stefnt á að gera
messuna að árlegum viðburði.
Messan fer fram klukkan 14 á
sunnudaginn og bjóða heimamenn
upp á kaffi og veitingar eftir á. Séra
Hjálmar segir alla hjartanlega vel-
komna.
urdur@mbl.is
Árneskirkja hlýtur
nýtt orgel að gjöf
- Tónlistarmessa vígir nýja orgelið
Messa Tónlistarmessan fer fram í
Árneskirkju í Trékyllisvík.