Morgunblaðið - 18.06.2021, Side 26
KÖRFUBOLTINN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Logi Gunnarsson, leikmaður
Njarðvíkur og fyrrverandi atvinnu-
maður og landsliðsmaður í körfu-
knattleik, telur hraðan og kröftugan
sóknarleik ásamt góðum færslum í
varnarleik Þórs frá Þorlákshöfn hafa
skapað sannfærandi 91:73-útisigur
liðsins gegn deildarmeisturum Kefla-
víkur í fyrsta leik liðanna í úrslitum
Íslandsmótsins á miðvikudag.
„Ég myndi segja að Þórsarar hafi
náð að spila sinn leik, sem þeir hafa
verið að gera í allan vetur. Þegar
þeir hafa unnið hafa þeir verið að
spila hratt og skjóta boltanum vel og
mér fannst þeir gera það mjög vel í
fyrrakvöld,“ sagði Logi í samtali við
Morgunblaðið.
„Svo fannst mér þeir rosalega vel
tilbúnir varnarlega. Þeir voru með
ákveðnar áherslur í vörninni í bolta-
hindrununum með Herði Axel [Vil-
hjálmssyni] þar sem Ragnar Örn
Bragason var á honum. Mér fannst
þeir leysa mjög vel úr þessari „pick
and roll“-sókn Keflvíkinga, þegar
Hörður Axel kemur af boltahindrun
frá [Dominykas] Milka. Þeir hafa
verið óviðráðanlegir í allan vetur með
þennan liðsleik og svo eru þeir með
svo marga góða leikmenn í kringum
þá tvo að Keflvíkingar eru oft með
ákveðna svikamyllu,“ bætti hann við.
Leikplanið virkaði fullkomlega
Logi fór nánar út í varnarleik
Þórs. „Mér fannst Þórsarar gera
rosalega vel, þeir voru mjög vel und-
irbúnir og allar færslur í vörninni
voru á réttum tíma. Þeir héldu Kefl-
víkingum í 10 stigum á fyrstu átta
mínútunum.
Auðvitað hittu Keflvíkingar illa en
Þórsarar létu skotin hjá Keflavík
koma á þeim stöðum þar sem þeir
vildu að Keflvíkingar skutu. Þórsarar
náðu að láta mennina sem þeir
kannski vildu að væru með boltann
vera með hann. Þeir létu Hörð Axel
skjóta einu og einu þriggja stiga
skoti en hann hitti eiginlega ekki.
Mér fannst leikplan Þórs virka
fullkomlega í gær. Það er þessi bolta-
færsla, þeir eru rosalega fljótir að
gefa boltann á milli sín og opna
manninn. Þeir eru vel samstilltir og
hafa verið það í allan vetur en núna
fannst mér vörnin hjá þeim smella á
sama tíma. Keflvíkingar áttu bara
ekki séns allan leikinn.“
Ekki búnir að finna töfralausn
Þrátt fyrir þennan góða sigur vildi
Logi ekki taka svo djúpt í árinni að
Þórsarar væru búnir að finna leiðina
til þess að klekkja á Keflvíkingum.
„Ég þori nú ekki alveg að segja
það. Þeir náðu því í þessum eina leik,
sem var mögulega einum leik meira
en flestir þorðu að vona. Áhugamenn
á Íslandi héldu nú ekki að Þór myndi
vinna marga leiki í þessari seríu mið-
að við hvernig þetta hefur verið hjá
Keflavík.
En ég hafði trú á því að ef Þórs-
arar myndu hitta á svona leik þar
sem þeir hitta vel og spila boltann
sinn, þennan hraða sóknarbolta, og
ná svo að spila þessa vörn, þá hefur
maður alveg trú á því að þeir geti
unnið þessa leiki en ég hef enga trú á
því að þeir séu búnir að finna ein-
hverja ákveðna lausn,“ sagði hann.
Keflavík átti
ekki möguleika
- Þór spilaði sinn hraða sóknarleik
- Góðar áherslur og færslur í vörninni
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Lykilmenn Callum Lawson hjá Þór úr Þorlákshöfn og Deane Williams hjá
Keflavík í fyrsta leik liðanna í Keflavík á miðvikudagskvöld.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
Pepsi Max-deild karla
Valur – Breiðablik .................................... 3:1
FH – Stjarnan........................................... 1:1
Staðan:
Valur 9 6 2 1 17:9 20
Víkingur R. 8 5 3 0 14:6 18
KA 7 5 1 1 13:3 16
KR 8 4 2 2 14:9 14
Breiðablik 8 4 1 3 16:13 13
FH 8 3 2 3 13:10 11
Leiknir R. 8 2 2 4 9:12 8
Fylkir 8 1 4 3 10:15 7
Stjarnan 9 1 4 4 6:13 7
HK 8 1 3 4 9:15 6
Keflavík 7 2 0 5 8:15 6
ÍA 8 1 2 5 8:17 5
3. deild karla
Elliði – Höttur/Huginn ............................ 3:0
Ægir – Tindastóll ..................................... 3:1
Augnablik – KFG ..................................... 2:2
Sindri – Víðir............................................. 1:1
Dalvík/Reynir – KFS ............................... 2:0
Staðan:
Höttur/Huginn 7 5 1 1 11:8 16
Augnablik 7 4 3 0 19:6 15
Ægir 7 3 4 0 11:7 13
Elliði 7 4 0 3 17:10 12
Dalvík/Reynir 7 3 2 2 13:9 11
KFG 6 3 2 1 8:4 11
Víðir 7 2 3 2 9:10 9
Sindri 7 2 2 3 10:12 8
Einherji 7 2 1 4 11:17 7
Tindastóll 6 1 1 4 8:11 4
ÍH 7 0 3 4 7:17 3
KFS 7 1 0 6 6:19 3
EM karla 2021
B-RIÐILL:
Danmörk – Belgía .................................... 1:2
Staðan:
Belgía 2 2 0 0 5:1 6
Rússland 2 1 0 1 1:3 3
Finnland 2 1 0 1 1:1 3
Danmörk 2 0 0 2 1:3 0
C-RIÐILL:
Úkraína – Norður-Makedónía ................ 2:1
Holland – Austurríki ................................ 2:0
Staðan:
Holland 2 2 0 0 5:2 6
Úkraína 2 1 0 1 4:4 3
Austurríki 2 1 0 1 3:3 3
N-Makedónía 2 0 0 2 2:5 0
Leikir í dag:
E: Svíþjóð – Slóvakía................................. 13
D: Króatía – Tékkland .............................. 16
D: England – Skotland.............................. 19
Ítalía
Seinni úrslitaleikur um B-deildarsæti:
Alessandria – Padova..................... (frl.) 0:0
- Emil Hallfreðsson lék fyrstu 110. mín-
úturnar með Padova.
_ Alessandria sigraði 5:4 eftir vítakeppni
og leikur í B-deildinni 2021-22.
Lettland
RFS – Riga................................................ 3:1
- Axel Óskar Andrésson kom inn á sem
varamaður hjá Riga á 90. mínútu.
4.$--3795.$
Þýskaland
Flensburg – Füchse Berlín................. 29:33
- Alexander Petersson var ekki í leik-
mannahópi Flensburg.
Kiel – Göppingen................................. 31:23
- Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt
mark fyrir Göppingen. Janus Daði Smára-
son er frá vegna meiðsla.
Erlangen – Lemgo............................... 31:35
- Bjarki Már Elísson skoraði níu mörk
fyrir Lemgo.
Melsungen –Hannover-Burgdorf...... 20:28
- Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á
blað hjá Melsungen. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson er þjálfari liðsins.
Sviss
Þriðji úrslitaleikur:
Pfadi Winterthur – Kadetten............. 25:23
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
_ Pfadi Winterhur vann einvígið 3:0 og er
svissneskur meistari.
%$.62)0-#
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Philadelphia – Atlanta ..................... 106:109
_ Staðan er 3:2 fyrir Atlanta.
Vesturdeild, undanúrslit:
Utah – LA Clippers.......................... 111:119
_ Staðan er 3:2 fyrir LA Clippers.
EM kvenna
A-riðill:
Hvíta-Rússland – Spánn...................... 53:51
Svíþjóð – Slóvakía................................. 74:57
B-riðill:
Svartfjallaland – Grikkland................. 70:55
Serbía – Ítalía............................... (frl.) 86:81
C-riðill:
Bosnía – Belgía ..................................... 70:55
Slóvenía – Tyrkland ............................. 72:47
D-riðill:
Rússland – Tékkland ........................... 73:69
Frakkland – Króatía .......................... 105:63
4"5'*2)0-#
Hjörtur Hjartarson varð á dög-
unum aðeins fjórði leikmaðurinn í
sögunni til að leika 400 leiki í meist-
araflokki á Íslandsmótinu í knatt-
spyrnu. Hjörtur, sem verður 47 ára
síðar á þessu ári, er enn að og spilar
með liði SR í 4. deildinni í sumar.
Þeir þrír sem áður hafa náð 400
leikjum í íslensku deildakeppninni
eru methafinn Gunnleifur Gunn-
leifsson (439 leikir), Gunnar Ingi
Valgeirsson (423 leikir) og Mark
Duffield (400 leikir). Hjörtur, sem
er uppalinn hjá ÍA, er á sínu 27.
keppnistímabili í meistaraflokki.
Hjörtur kominn
í fámennan hóp
Morgunblaðið/Ernir
222 Hjörtur er sá markahæsti frá
upphafi í deildarkeppninni.
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, kylf-
ingur úr GR, fór upp um 274 sæti á
heimslista áhugakylfinga eftir að
hafa komist alla leið í úrslit á Opna
breska áhugamannamótinu í golfi í
Kilmarnock í Skotlandi um síðustu
helgi. Jóhanna Lea, sem er 18 ára
gömul, er nú í 670. sæti en var í 944.
sæti í síðustu viku og því er um ansi
mikið hástökk að ræða. Hin skoska
Louise Duncan, sem bar sigurorð af
Jóhönnu Leu í úrslitum mótsins síð-
astliðinn laugardag, stekkur einnig
upp listann og er nú í 218. sæti eftir
að hafa verið í 415. sæti
Bikar Jóhanna náði ótrúlegum
árangri í Kilmarnock í Skotlandi.
Flaug upp
heimslistann
VALUR – BREIÐABLIK 3:1
1:0 Sebastian Hedlund 26.
2:0 Patrick Pedersen 43.
3:0 Guðmundur Andri Tryggvason 65.
3:1 Árni Vilhjálmsson 77.(v)
MM
Birkir Heimisson (Val)
M
Hannes Þór Halldórsson (Val)
Johannes Vall (Val)
Sebastian Hedlund (Val)
Patrick Pedersen (Val)
Oliver Sigurjónsson (Breiðabliki)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Árni Vilhjálmsson (Breiðabliki)
Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki)
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 8.
Áhorfendur: 500.
FH – STJARNAN 1:1
1:0 Jónatan Ingi Jónsson 18.
1:1 Einar Karl Ingvarsson 38.
M
Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
Guðmann Þórisson (FH)
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Þórir Jóhann Helgason (FH)
Björn Berg Bryde (Stjarnan)
Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
Haraldur Björnsson (Stjarnan)
Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 7.
Áhorfendur: 350.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl
og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/
fotbolti.
FÓTBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Valsmenn endurheimtu toppsæti úr-
valsdeildar karla í knattspyrnu,
Pepsi Max-deildarinnar, þegar liðið
fékk Breiðablik í heimsókn í tólftu
umferð deildarinnar á Origo-völlinn
á Hlíðarenda á miðvikudaginn síð-
asta. Leiknum lauk með 3:1-sigri
Valsmanna sem leiddu 2:0 í hálfleik.
Valsmenn voru undir á öllum svið-
um leiksins í fyrri hálfleik og Blikar
sundurspiluðu þá á stórum köflum
hálfleiksins. Sem betur fer fyrir
Valsara tókst Blikum ekki að nýta
yfirburði sína á vellinum og Íslands-
meistararnir refsuðu Kópavogslið-
inu grimmilega fyrir mistökin.
Í síðari hálfleik lágu Valsmenn til
baka og þeir voru mun þéttari varn-
arlega en í fyrri hálfleik.
Valsmenn þurfa hins vegar að
spila betur ef þeir ætla sér Íslands-
meistaratitilinn enda fleiri lið sem
gera tilkall til hans nú en síðasta
sumar. Þá þurfa Blikar að fara að
taka stig af liðunum fyrir ofan sig ef
þeir ætla sér að vera í alvöru-
toppbaráttu. Valur er með 20 stig
eftir níu leiki og hefur tveggja stiga
forskot á Víkinga sem eiga leik til
góða á Valsmenn en Breiðablik er
með 13 stig í fimmta sætinu.
Fjör í fyrri hálfleik
Á sama tíma mættust FH og
Stjarnan á Kaplakrikavelli í Hafn-
arfirði og þar var það Einar Karl
Ingvarsson sem skoraði jöfnunar-
mark Garðbæinga í 1:1-jafntefli eftir
að Jónatan Ingi Jónsson hafði komið
FH yfir.
„FH er þar með ekki búið að vinna
í deildinni í fjórum leikjum í röð.
Þrír leikir töpuðust í röð áður en lið-
ið gerði jafntefli í kvöld,“ skrifaði
Gunnar Egill Daníelsson m.a. í um-
fjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
FH er með 11 stig í sjötta sætinu
eftir átta leiki en Stjarnan er með
sjö stig í því níunda eftir níu leiki.
Ósannfærandi
Valsmenn í
efsta sætinu
Morgunblaðið/Eggert
Umkringdur Kristinn Freyr Sigurðsson umkringdur Blikum á Hlíðarenda.
- Jafntefli niðurstaðan í Kaplakrika