Morgunblaðið - 18.06.2021, Page 19
Þó kominn sé yfir í aðra heima,
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Þinn vinur,
Marteinn S. Karlsson (Matti).
Ég er staddur austur á fjörð-
um og síminn hringir, sé að það er
Bogga vinkona og svara glaðlega,
alltaf gott að fá símtal frá henni
enda hefur hún aldrei verið boð-
beri slæmra tíðinda. Hún snýr
sér strax að efninu og tilkynnir
mér að Villi sé dáinn. Þessar
fréttir er ekki hægt að búa sig
undir enda rúmri viku fyrr setið
með honum og drukkið kaffi og
spjallað, hann hraustlegur og vel
á sig kominn. Ég hafði eftir stutt
samtal við hann í síma ákveðið að
koma bara við hjá honum í hádegi
og taka bolla. Mikið er ég þakk-
látur fyrir þá stund og hvern
hefði grunað að það yrði síðasta
samtalið okkar.
Það var fyrir rúmum þrjátíu
árum að við vorum að koma okk-
ur fyrir í nýju hverfi og krakk-
arnir okkar fóru að vera saman í
leik. Stutt var á milli húsanna
okkar og samvera barnanna okk-
ar leiddi af sér góðan vinskap við
þau hjón, Villa og Boggu, sem
staðið hefur allar götur síðan,
mikill samgangur milli heimila
okkar og aldrei borið skugga þar
á. Ég fann fljótlega að við náðum
vel saman og var svo lánsamur að
Villi var meira en svo tilbúinn að
koma með á vélsleða sem leiddi
svo til þess að hann keypti sér líka
sleða og við fórum margar ferðir
á fjöll saman, ýmist tveir eða í
stærri hóp. Þá kom fljótt í ljós að
Villi var góður vélvirki og afar
hjálpsamur þegar eitthvað þurfti
að laga.
En vinskapur okkar fjöl-
skyldna var kominn til að vera og
höfum við ferðast saman bæði
innanlands og utan og gaman hef-
ur verið að rifja upp fyrstu ferð
okkar saman á sólarströnd þar
sem við Villi nenntum ekki að
liggja mikið í sólinni heldur fund-
um sokkinn bát úti á voginum og
hófumst handa við að koma hon-
um upp á yfirborðið aftur. Þetta
tók okkur þrjá daga, en uppgjöf
fyrir viðfangsefninu, hvort sem
var í þessu eða nokkru öðru, var
ekki til hjá vini mínum, bara
atorka.
Villi og Bogga höfðu komið sér
upp miklum unaðsreit í Skorradal
og dvöldu þar löngum. Þangað
komum við oft til þeirra og nutum
gestrisni þeirra og rausnarskap-
ar.
Á haustin tókum við Villi
stundum að okkur að vera fylgd-
armenn þeirra Boggu og Þóru
minnar þegar þær fóru í sínar ár-
legu berjaferðir, þetta voru góðar
ferðir hjá okkur vinum þar sem
áhugi okkar Villa var nú alltaf
meiri fyrir nestinu en berjatínsl-
unni.
Villi var afar bóngóður og gott
að leita til hans þegar hann rak
sitt fyrirtæki sem aðallega þjón-
aði skipum og útgerð. Þegar ég
var í verkefni á Grænlandi leitaði
ég til hans um aðstoð við viðgerð
á flutningapramma sem við not-
uðum þar og hann kom og leysti
málið við aðstæður sem voru ekki
góðar, þannig var hann, gekk
bara í hlutina. Eins leituðum við
feðgar til hans með ýmis verkefni
sem hann leysti vel af hendi eins
og annað sem hann tók sér fyrir
hendur.
Fyrir ári vorum við saman við
dúntekju í Knarrarnesi, Villi
hafði að sjálfsögðu boðið fram að-
stoð vegna aðstæðna hjá mér og
var það honum líkt. Nú í vor
minntumst við hans á sama stað
og söknuðum nærveru hans.
Að leiðarlokum vil ég þakka
þér, elsku vinur, einstaka vináttu
og samfylgd.
Elsku Bogga, Þórey, Gunnar
Þór og fjölskyldur, ykkar missir
er mikill og hugur minn er hjá
ykkur.
Minningin um einstakan mann
mun lifa með okkur.
Gísli Kristófers.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
✝
Jón Þór Ólafs-
son fæddist í
Reykjavík 16. júní
1967. Hann lést á
heimili sínu 25.
janúar 2021.
Foreldrar Jóns
Þórs eru Ólafur
Björnsson, f. 10.4.
1946 og Jónína
Helga Jónsdóttir,
f. 29.4. 1946, d.
28.8. 2015. Eftirlif-
andi systkini Jóns Þórs og börn
Ólafs eru: 1) Þórey Ólafsdóttir,
f. 11.11. 1971, 2) Örvar Ólafs-
son, f. 21.10. 1976 og 3) Aníta
Ólafsdóttir, f. 4.4. 1979. 4)
Yngstur er Ólafur Snær Ólafs-
son, f. 8.9. 1993, sem Ólafur
eignaðist með
seinni eiginkonu
sinni, Sigríði Ósk
Jónsdóttur. Eft-
irlifandi sambýlis-
kona Jóns Þórs er
Margrét Edda
Stefánsdóttir, f.
19.10. 1975.
Jón Þór lauk
grunnskólanámi
frá Hvassaleit-
isskóla og tók
virkan þátt í starfi Íþrótta-
félags fatlaðra á sínum yngri
árum.
Útför Jóns Þórs fór fram
með nánustu aðstandendum
frá Fella- og Hólakirkju 11.
febrúar 2021.
Það er erfitt að kveðja jafn-
aldra sinn og kæran vin. Ég
kynntist Jóni Þór snemma í
grunnskóla, þar sem við vorum
nágrannar, vinir og sátum saman í
K-bekknum. Vinátta okkar gekk
alltaf vel og það var aldrei neitt
vesen. Við vinirnir vorum oft í
heimsókn í Seljugerði og síðar á
Háteigsveginum hjá foreldrum
Jóns og systkinum og á ég margar
góðar minningar þaðan. Því miður
er Ninna mamma hans fallin frá,
hún tók alltaf vel á móti okkur.
Jón Þór fór fljótlega á vinnu-
markaðinn og vann á lager ÁTVR.
Enda var hann alltaf mjög áhuga-
samur um nýjar tegundir áfengis.
Kvöld bjórdagsins 1. mars er t.d.
mjög minnisstætt. Jón tók þátt í
boccia, fótbolta og lyftingum hjá
ÍFR og stóð sig vel. Hann fékk eitt
sinn tækifæri til að vinna á út-
varpsstöð. Þar var hann frábær
með góða útvarpsrödd og hæfi-
lega ræðinn. Alltaf benti hann
reglulega á að hann ætti frídag
eftir afmælisdaginn sinn, þann 16.
júní.
Jón Þór róaðist eftir að hann
kynntist Margréti. Hún hafði góð
áhrif á hann og hann talaði mikið
um hve heppinn hann væri með
hana. Enda er óhætt að segja að
hún hafi gefið honum það sem
hann þarfnaðist. Mikla ást handa
honum og umburðarlyndi. Á árinu
2019 talaði Jón mikið um að hann
vildi að hann og Margrét færu til
sýslumanns og giftu sig. Því miður
varð ekkert úr því og Flórídaferð
þeirra tók síðan athygli hans alla.
Jón var skemmtilegur, félagslynd-
ur, vinmargur og áhugasamur um
málefni annarra.
Síðustu tíu árin hrakaði heilsu
Jóns Þórs hratt. En alltaf bar
hann sig vel, ánægður með til-
veruna. Var ýmist með hugmynd-
ir um flutning í sólina til Spánar
eða upphaf að nýjum fjármála-
verkefnum. Við Jón áttum oft löng
kvöldsímtöl um allt og ekkert.
Jón Þór hafði mikinn áhuga á
fótbolta. Hann var Framari en ég
Valsari. En við vorum báðir Liver-
pool-áhangendur. Horfðum oft á
Liverpool-leiki saman og sendum
hvor öðrum alltaf skilaboð eftir
leiki eftir því hvernig okkar liði
gekk. Tímabilið 2019 til 2020 var
því mjög ánægjulegt fyrir okkur
báða. Sem var mikils virði í
miðjum Covid-faraldri.
Ég hef misst góðan og tryggan
trúnaðarvin sem alltaf hringdi á
afmælisdaginn minn til að óska
mér til hamingju með daginn.
Höggvið hefur verið djúpt skarð í
vinahópinn. Kæri vinur, takk fyrir
samfylgdina síðastliðin 40 ár.
Ég sendi mínar bestu samúðar-
kveðjur til Margrétar og fjöl-
skyldu hennar og fjölskyldu Jóns
Þórs, sérstaklega Ólafs pabba
hans og systkina Jóns, þeirra Þór-
eyjar, Örvars og Anítu.
Óskar Páll Óskarsson
Jón Þór Ólafsson
Við kveðjum í dag
á 94. aldursári Einar
Hannesson, góðan
vin og vinnufélaga til
fjölda ára. Ég kynnt-
ist Einari fyrst þeg-
ar ég hóf sumarvinnu hjá Veiði-
málastofnun um 1960. Einar var
einstaklega góður vinnufélagi,
léttur í lund, samviskusamur,
heiðarlegur og algjör viskubrunn-
ur um allt það sem laut að veiði-
málum laxfiska. Eftir að ég lauk
háskólaprófi 1970 unnum við sam-
an uns Einar hætti störfum sem
skrifstofustjóri hjá Veiðimála-
stofnun sextugur að aldri árið
1988 og hóf störf hjá Landssam-
bandi veiðifélaga þar sem hann
vann í 15 ár. Naut landssambandið
Einar Hannesson
✝
Einar fæddist
13. febrúar
1928. Hann lést 26.
maí 2021.
Útförin fór fram
8. júní 2021.
þar reynslu og þekk-
ingar Einars á öllum
sviðum en óhætt er
að segja, að öðrum
ólöstuðum, að Einar
hafi haft einhverja
yfirgripsmestu
þekkingu á fé-
lagsmálum veiði-
félaga, enda komið
að stofnun þeirra
flestra.
Einar vann mikið
í merkingum laxfiska á sjötta og
sjöunda áratugnum ásamt Þór
Guðjónssyni veiðimálastjóra. Ber
þar hæst merkingar á gönguseið-
um að vori í Úlfarsá og merkingar
á göngulaxi í Ölfusá. Í báðum til-
fellum þurfti að gera gildrur til að
veiða laxinn án þess að hann yrði
fyrir skaða og til þess voru not-
aðar sérhannaðar laxagildrur í
Ölfusárósi og settar álagildrur í
neðri hluta Úlfarsár. Þetta voru
tímamótarannsóknir hér á landi
og Einar lagði líf og sál í að sinna
þessum störfum á hverju sumri og
ég hygg að frí hafi verið af skorn-
um skammti.
Við Einar höfðum mikil sam-
skipti og samstarf á meðan hann
var framkvæmdastjóri LV og bar
þar engan skugga á. Í störfum sín-
um hjá Veiðimálstofnun skrifaði
Einar fjölmargar fræðslugreinar
um félagsmál veiðifélaga og grein-
ar um fiskrækt og fiskeldi, sem
margar birtust í búnaðarblaðinu
Frey. Hann vann ötullega að upp-
byggingu og rekstri Laxeldis-
stöðvarinnar í Kollafirði ásamt
Þór Guðjónssyni veiðimálastjóra,
sem hann vann með í 39 ár, og var
oft á tíðum hans staðgengill.
Bleikjueldi og þróun þess meðal
bænda var honum hugleikin og
segja má að hann hafi leikið stórt
hlutverk í kynningu þessa eldis,
þegar það var á tilraunastigi á sjö-
unda áratug síðustu aldar. Ég
þakka Einari fyrir vináttu og frá-
bæra samvinnu í gegnum öll árin
og votta ástvinum hans innilega
samúð á þessari kveðjustund.
Blessuð sé minning Einars Hann-
essonar.
Árni Ísaksson.
✝
Jóhann Ólafur
Lárusson fædd-
ist í Dalhúsum í
Bakkafirði þann 28.
september 1961.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Nausti á Þórshöfn
mánudaginn 31.
maí 2021.
Jóhann var næst-
elstur fjögurra sona
þeirra Aðalbjargar
Jónasdóttur og Lárusar Jó-
hannssonar. Elstur er Jónas,
fæddur 1958, næstur kom Jó-
hann, þriðji í röðinni er Sig-
urður, fæddur 1965, og yngstur
er Kristinn, fæddur 1967. Lárus
lést 2004, blessuð sé minning
hans.
Þegar Jóhann var fimm ára
fluttist fjölskyldan að Hallgils-
stöðum á Langanesi þar sem
hann ólst upp til fullorðinsára.
Hann var í barnaskóla á Gunn-
arsstöðum en þar var þá heima-
vistarskóli þótt vegalengdin teld-
ist ekki löng þá og síðar gekk
hann í unglingaskóla á Þórshöfn.
Snemma byrjaði hann að taka
þátt í atvinnulífinu, bæði heima í
sveitinni og á Þórshöfn. Um tví-
tugsaldurinn fór hann að fara á
við bændur, sem ávallt gengu
hnökralaust fyrir sig. Var hann
útsjónarsamur við hin ýmsu verk
og má þar nefna þær fjárflutn-
ingakörfur sem hann hannaði að
miklu leyti, lét smíða og vann
mikið við sjálfur og eru enn í
notkun 20 árum seinna. Eftir að
Jóhann flutti til Reykjavíkur
stundaði hann aðallega bygging-
arvinnu. Hann starfaði sem smið-
ur meðal annars í Noregi, Græn-
landi og Færeyjum. Í Færeyjum
eignast hann svo dóttur, hana
Jónu sem er níu ára og býr hjá
móður sinni þar.
Rætur Jóhanns voru sterkar
til heimahaganna og þegar móð-
ir hans flutti frá Hallgilsstöðum
árið 2013 keypti hann af henni
húsið sem Lárus og Aðalbjörg
byggðu og fluttu í 1974 og þar
ætlaði hann að búa í ellinni eins
og hann sagði.
Jóhann var alla tíð duglegur,
greiðvikinn og vinnusamur mað-
ur og það lífsmottó hjálpaði hon-
um mikið í þeim veikindum sem
hann þurfti að takast á við. Árið
2015 greinist hann fyrst með
æxli í höfði sem hann sigraðist á
með aðstoð geislameðferðar, en
árið 2020 tóku þessi veikindi sig
upp aftur sem hann barðist
hetjulega við með bjartsýnina að
vopni. Þrátt fyrir það þurfti hann
að lúta í lægra haldi fyrir sjúk-
dómnum. Hann kvaddi friðsam-
lega í faðmi fjölskyldunnar.
Útförin fór fram frá
Þórshafnarkirkju 5. júní 2021.
vertíðir bæði til
Hornafjarðar og í
Sandgerði. Árið
1984 keypti hann
jörðina Hallgils-
staði II og gerðist
fjárbóndi en seldi
jörð og bú aftur
1992. Það ár urðu
þáttaskil í hans lífi
þegar hann ákveður
að segja skilið við
Bakkus og fór í
meðferð sem hann stóðst ætíð
síðan. Árið 1993 réð hann sig til
starfa á uppsjávarskipið Júpíter
sem keyptur var til Þórshafnar.
Sama ár kynnist hann Dorotu og
hófu þau sambúð sem þau slitu
þremur árum seinna. Saman
eignuðust þau soninn Lárus Kon-
ráð sem fæddist 18. maí 1994,
unnusta hans er Gíslína Björg
Tyrfingsdóttir. Þau eiga von á
sínu fyrsta barni seinna í sumar
sem hefði verið fyrsta barnabarn
Jóhanns. Jóhann hlakkaði mikið
til afahlutverksins.
Eftir að hann hætti sjó-
mennsku fór Jóhann í vörubíla-
rekstur sem snerist meðal ann-
ars um fjárflutninga á haustin og
átti það starf vel við hann þar
sem því fylgdu mikil samskipti
Í dag kveðjum við Jóa. Þessi
dagur er runninn upp að minnsta
kosti 30 árum of snemma. Ég
kynntist Jóa þegar ég og Lárus,
sonur hans, vorum lítil. Hann
flutti í Mosfellsbæ í hús rétt hjá
okkur og úr varð vinátta við hann
og son hans sem hefur fylgt mér
síðan. Jói sá til þess að ég og Lár-
us ræktuðum vináttu okkar í
gegnum barnæskuna. Ég leit oft á
Jóa sem aukapabba minn, því ég
fékk svo oft að vera með þegar
Lárus fór á pabbahelgar. Þá
keyrði Jói frá Reykjavík til Sand-
gerðis til þess að sækja Lárus og
svo þaðan á Selfoss (þá var ég
flutt þangað) til að sækja mig. Ég
hugsa stundum um það hvað hann
lagði mikið á sig svo að við Lárus
fengjum tíma saman og verð ég
ævinlega þakklát, því í honum hef
ég fundið einn besta vin minn.
Við ferðuðumst stundum sam-
an og ferðin okkar í Herðubreið-
arlindir er sérstaklega eftirminni-
leg. Það er ótrúlegt hvað Jói hafði
mikla þolinmæði fyrir kjaftaskjóð-
unum sem við Lárus vorum og er-
um enn, eða kannski hefur hann
alltaf haft einstakan hæfileika til
þess að sofa yfir slíkt fuglabjarg!
Jói kom sífellt á óvart fyrir fjöl-
þætta hæfileika sína. Ég man þeg-
ar ég sá hann dansa fyrst, ég hafði
hreinlega aldrei séð neinn dansa
svona vel. Það var augljóst hvað
dansinn gladdi hann mikið. Svo
var hann algjör safnari, hann
safnaði hreint ótrúlegustu hlutum
heima hjá sér og ég fékk aldrei
leið á því að horfa á það sem hægt
var að finna í hillunum, t.d. stóran
zippo-kveikjara, könnur í öllum
stærðum og gerðum, gamlar
myndir, steina og fleira. Einu
sinni heyrði hann að mig langaði í
skauta, þá skellti hann sér inn í
geymslu og sótti tvö pör í minni
stærð. Ég skil ennþá ekki hvernig
það stóð á því að hann átti þetta
til.
Jói var mikill vinur mömmu og
pabba og þau héldu einnig miklu
sambandi frá fyrstu kynnum. Þau
töluðu mikið um það hvað hann
væri laghentur, vinnusamur og
nákvæmur smiður, hreinskilinn,
skemmtilegur og frábær kokkur.
Mamma sagði mér frá því að hann
bakaði iðulega rjómatertu þegar
forsetinn á afmæli. Það þykir mér
fallegt af honum. Jói var einstakur
vinur.
Elsku Jói minn. Þín verður sárt
saknað og minningin lifir um
ókomna tíð.
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir.
Kveðja frá matarklúbbnum
Ógeði.
Nú er skarð fyrir skildi, og fall-
inn frá langt fyrir aldur fram einn
ötulasti liðsmaður klúbbsins. Jói
var yfirkokkur klúbbsins og alger
lykilmaður í honum. Hætt er við
að nokkur deyfð færist yfir veislu-
höldin að honum gengnum. Hann
var óþreytandi í eldhúsinu og
galdraði fram hverja þjóðlegu
krásina af annarri. Magnið sem
veitt var upp úr pottunum dugði
yfirleitt fyrir tvær veislur og þeg-
ar kokkurinn var spurður um
magnið sagði hann alltaf með bros
á vör: „Það þarf að vera nóg.“
Jói fékk æxli í höfuðið fyrir
nokkrum árum og gekk í gegnum
erfiða geisla- og lyfjameðferð þess
vegna. Á tímabili leit allt vel út og
svo virtist sem meinið væri á und-
anhaldi, Jói farinn að vinna aftur
við smíðarnar. En svo dimmdi aft-
ur yfir og í ljós kom að meinið
hafði aftur tekið að stækka og nú
reyndist ekkert hægt fyrir hann
að gera. Heilsan fór sífellt versn-
andi og Jói endaði sína ævidaga í
sinni gömlu heimabyggð austur á
Þórshöfn þar sem hann lést í
faðmi sonar síns og fjölskyldu.
Við klúbbfélagar Jóa til margra
ára biðjum honum allrar blessun-
ar og óskum honum góðrar ferðar
í Sumarlandið. Fjölskyldu Jóa
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur á erfiðum tímum.
F.h. matarklúbbsfélaganna,
Ölver H. Arnarsson.
Jóhann Ólafur
Lárusson
Kær frændi og
vinur kvaddi okkur.
Pétur Geir var móð-
urbróðir minn og
vorum við samferða
á lífsleiðinni alla mína ævi. Á Ísa-
firði var mikill samgangur á milli
fjölskyldnanna en ég var elstur 7
systkina. Ég leit alla tíð á Pétur
sem kæran frænda og vin. Eftir
að ég giftist og eignaðist fjöl-
skyldu og flutti frá Ísafirði þá
héldust góð tengsl þrátt fyrir
það. Pétur var duglegur að
hringja og oft voru það lífleg og
skemmtileg símtöl. Hann kom til
okkar á Neskaupstað á ferðum
sínum um landið bæði í vinnu og
leik. Það var alltaf líflegt í kring-
um Pétur og þjóðmálin tekin fyr-
ir og krufin. Við kveðjum Pétur
Geir með mikilli hlýju og þakk-
læti fyrir ferðalag okkar saman í
gegnum lífið.
Nú þögn er yfir þinni önd
og þrotinn lífsins kraftur
í samvistum á sæluströnd
við sjáumst bráðum aftur.
(Ingvar N. Pálsson)
Innilegar samúðarkveðjur
Pétur Geir
Helgason
✝
Pétur Geir
Helgason
fæddist 15. nóv-
ember 1932. Hann
lést 21. maí 2021.
Útförin fór fram
31. maí 2021.
Óskar, Rúnar Þór,
Munda og Heimir
til ykkar og fjöl-
skyldnanna.
Kristján Marí-
asson og Helga
Axelsdóttir.
Í dag kvöddum
við Pétur Geir
Helgason eða Pétur
afa eins og hann var
kallaður á mínu heimili. Pétri
Geir kynntist ég sem unglingur
því þau hjónin Ósk og Pétur voru
vinir foreldra minna og fyrrver-
andi tengdaforeldrar mínir. Hann
var mikill vinur okkar hjóna,
réttsýnn, tryggur og góður mað-
ur.
Hann reyndist mér og sonum
okkar Óskars mjög vel í þeirra
uppvexti. Ég er svo þakklát fyrir
okkar vinskap alla tíð.
Ég kveð þig með söknuði,
elsku vinur, og þakka fyrir allt.
Elsku Pétur, nú eruð þið hjón-
in sameinuð á ný.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Við Unnar vottum öllum að-
standendum hans okkar dýpstu
samúð.
Svanhildur Sörensen