Morgunblaðið - 18.06.2021, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
Enel X JuiceBox
Snjallhleðslustöð
• Hitaþol: -40°C til +60°C
• Stærð: 153 mm x 180mm x 421mm
• Innbyggð DC vörn
• RFID kortalesari
• Hægt að tengjast með appi
• Tengi: Type 2 / Gerð 2
• Afl: Allt að 7,4kW 32A eða 22kW, 32A (3 fasa)
• Spenna: 230 VAC eða 400 VAC
• Hleðslugerð: MODE 3
Verð 268.990 kr.
Hægt að panta
uppsetningu
„PASSAÐU ÞIG AÐ LEMJA EKKI Í FÓTINN
Á AFA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að fá knús frá
uppáhaldsmann-
eskjunni þinni.
SJÁÐU
ÞETTA …
ÉG FÉKK LENGRI KEÐJU Í
AFMÆLISGJÖF
JÁ ER ÞAÐ?
LARS SEGIST
ORÐINN ÞREYTTUR Á
BARDÖGUNUM
EN VIÐ HÖFUM
EKKI BARIST
VIÐ NEINN SVO
VIKUM SKIPTIR!
HANN Á ÞRJÁ
UNGLINGA!
EINNOTA
BLEYJUR
EHF.
„STAÐAN? VIÐ ERUM Í SKÍTAMÁLUM OG
ÞÚ ÁTT AÐ BJARGA ÞESSU.“
– ævisögu Helenu M. Eyjólfsdóttur
söngkonu á Akureyri; Svarfdælasýsl
með Atla Rúnari Halldórssyni um
sögu Svarfaðardals; Kennedybræður
um bræðurna Baldur, Vilhelm, Birgi,
Skúla og Eyjólf Ágústssyni og í fyrra
kom út bókin Á Ytri-Á sem er saga
Mundínu og Finns og tuttugu barna
þeirra. Þegar ferðamennskan hrundi í
kófinu leitaði Óskar á önnur mið og
starfaði sl. vetur við ýmis störf í Verk-
menntaskólanum á Akureyri, auk rit-
starfa. Hann horfir bjartsýnn til kom-
andi tíma í leiðsögninni. „Ég held að
við Íslendingar verðum tiltölulega
fljótir að ná vopnum okkar í ferðaþjón-
ustunni.“
Fjölskylda
Eiginkona Óskars er Lovísa Jóns-
dóttir leikskólakennari, f. 8.3. 1956.
Foreldrar hennar eru hjónin Jón Árni
Jónsson, menntaskólakennari á Ak-
ureyri, f. 16.12. 1925, d. 7.1. 1999 og
María Pálsdóttir, húsmóðir á Ak-
ureyri, f. 26.5. 1928, d. 21.8. 2011. Börn
Óskars og Lovísu eru Kjartan Atli,
áritana- og borgaraþjónustufulltrúi í
utanríkisráðuneytinu, f. 28.6. 1991;
Sigrún María, nemi í kennarafræðum
við HA, f. 30.6. 1994 og Dagný Þóra,
nemi í hjúkrunarfræði við HÍ, f. 18.5.
1999. Systkini Óskars eru Atli Rúnar,
blaðamaður í Reykjavík, f. 4.10. 1953;
Jón Baldvin, upplýsingafulltrúi í
Reykjavík, f. 4.10. 1955; Helgi Már,
arkitekt í Garðabæ, f. 30.12. 1958; Jó-
hann Ólafur, blaðamaður í Eyjafjarð-
arsveit, f. 4.11. 1964 og Inga Dóra,
framkvæmdastjóri í Borgarnesi, f.
23.6. 1971.
Foreldrar Óskars eru Halldór Jóns-
son, bóndi og oddviti á Jarðbrú í Svarf-
aðardal, f. 24.3. 1931, d. 11.5. 1987 og
Ingibjörg Friðrika Helgadóttir, hús-
móðir á Jarðbrú í Svarfaðardal, síðar
verkakona búsett á Akureyri, f. 27.11.
1930, d. 6.9. 2018.
Óskar Þór
Halldórsson
Rósa Sigríður Þorvaldsdóttir
húsfreyja á Upsum við Dalvík
Jón Magnús Magnússon
bóndi og skipstjóri á Upsum
við Dalvík
Helgi Jónsson
verkamaður í Svarfaðardal og Ólafsfirði
Sigríður Jóhannesdóttir,
húsfreyja í Svarfaðardal og Ólafsfirði
Ingibjörg F. Helgadóttir
húsfreyja, Jarðbrú í
Svarfaðardal
Jónína Jónsdóttir
húsfreyja á Hæringsstöðum
í Svarfaðardal
Jón Jóhannes Sigurðsson
bóndi og smiður á Hæringsstöðum í Svarfaðardal
Ósk Pálsdóttir
húsfreyja á Göngustöðum í Svarfaðardal
Sigurður Einar Jónsson
bóndi á Göngustöðum í
Svarfaðardal
Rannveig Sigurðardóttir
húsfreyja, Jarðbrú í Svarfaðardal
Jón Jónsson bóndi,
Jarðbrú í Svarfaðardal
Þóra Jóhannsdóttir
húsfreyja, Jarðbrúargerði
og Jarðbrú í Svarfaðardal
Jón Baldvin Hallgrímsson
bóndi, Jarðbrúargerði og Jarðbrú í Svarfaðardal
Úr frændgarði Óskars Þórs Halldórssonar
Halldór Jónsson
bóndi og oddviti, Jarðbrú
í Svarfaðardal
Þessi staka Halldórs Guðlaugs-sonar á vel við í dag:
Nú skal hemja hraunsins flaum
hefta eldsins jafna straum.
Nátthagakrikann viljum verja
verst ef það fer á byggð að herja.
Guðmundur Arnfinnsson segir á
Boðnarmiði: „Friðurinn úti, dægur-
lagaþáttur með Svavari Gests, var
mjög vinsæll á árum áður í útvarp-
inu“.
Einn sunnudag söngglaður fress
tók sóló með eindæmum hress,
þá vaknaði af blundi
bóndinn og stundi:
Æ! Byrjar nú Svavar Gess.
Magnús Halldórsson hafði á
sunnudag orð á því, að nokkur
dragsúgur væri undir Jökli:
Ögn er gjólan aðgangshörð,
öldurót hjá landi
er byltast yfir Breiðafjörð,
bárur hvítfyssandi.
Kristján H. Theódórsson svaraði:
Veðurguðirnir virða lítt,
vonir landans, sumarblíðar.
Kulvísum þykir kalt og skítt,
og kvíða hausti innan tíðar.
Krummi á skjánum skýrir þó,
að skímu sjái um næstu helgi.
Vænting í hans brosi bjó
að bylgjur mildar landið velgi.
Guðmundur Arnfinnsson skrifaði
á mánudag: „Hógværð (ferskeytt,
þríhent)“:
Mína snilli margir dá
menn á hverjum degi,
slíka hylli fæstir fá,
en frægð mér spillir eigi.
Hér segir Guðmundur: „Bjart-
viðri (stuðlafall, hringhent)“:
Hugann fangar himinn blár og víður.
Ferðalangur fjöllin á
fús að ganga segist þá.
Og hér: „Gleðivakar (stuðlafall,
hringhent)“:
Falleg baga fyllir hugann gleði,
einnig bragur afar dýr,
ómþýtt lag og fossagnýr.
Enn skrifar Guðmundur og nú
spyr hann: „Dverghenda?“
Dverghendan er dásamleg
það dylst mér ei.
Seint á kveldi segi ég
nú sussum fey!
Ingvar Gíslason er skemmtilegt
limruskáld og er „Gunna á Glerá“
ein þekktasta limra hans:
Lauslát var Gunna á Glerá,
hún giftist samt Jóni á Þverá.
Nú hoppar um húsin
um hálft annað dúsin
af krökkum sem enginn veit hver á.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Dragsúgur undir Jökli