Morgunblaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ THE WASHINGTON POST ROGEREBERT.COM TOTAL FILM USA TODAY THE SEATTLE TIMES THE GUARDIAN GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA HROLLVEKJANDI SPENNUMYND THE WRAP FILM SÝNDMEÐ ÍSLENSKUTALI97% SAN FRANCISCO CHRONICLE INDIE WIRE Grín- Spennumynd eins og þær gerast bestar! ROGEREBERT.COM D isney-myndir eru sér- flokkur í kvikmyndasög- unni, dísætar og krútt- legar sem þær eru og fyrst og fremst gerðar til þess að auka vellíðan áhorfenda og vera þægileg afþreying. Teiknimyndir risaveldisins eru margar hverjar byggðar á sígildum sögum á borð við Mjallhvíti, Fríðu og dýrið, Gosa og þannig mætti áfram telja. Ein hinna klassísku teiknimynda Disney er 101 dalmatíuhundur, byggð á samnefndri bók Dodie Smith frá árinu 1956. Ef einhver skyldi ekki þekkja þá sögu (sem ég trúi nú varla) þá segir hún af skelfilegri konu, Cruellu De Vil, sem rænir dal- matíuhvolpum og ætlar sér að flá þá og búa til pels úr skinnunum. Dal- matíuhundapar kemur sem betur fer til bjargar hvolpunum sem kón- ar Cruellu hafa safnað saman í villu hennar, 101 stykki. Árið 1996 var frumsýnd leikin kvikmynd, byggð á teiknimyndinni, þar sem Glenn Close brá sér í hlut- verk Cruellu og lék þá vondu með tilþrifum. Framhaldsmynd leit dagsins ljós fjórum árum síðar og nú er enn ein kvikmyndin komin um kellu og heitir einfaldlega Cruella. Í henni er farið aftar í tíma, allt að fæðingu Cruellu sem á að heita réttu nafni Estella Miller. Hún reynist ódæl en með sérstaka náðar- gáfu hvað viðkemur fatahönnun. Dalmatíuhundar verða móður henn- ar að bana og elst Estella upp mun- aðarlaus með tveimur götustrákum sem síðar verða handbendi hennar. Estellu dreymir um frægð og frama í tískubransanum og gefst dag einn tækifæri á að vinna fyrir „barónessuna“, drottningu tísku- heims Lundúna. Barónessan áttar sig á því að Estella er undrabarn og nýtir hæfileika hennar sér til fram- dráttar. Þegar Estella kemst að því að barónessan átti hundana sem drápu móður hennar rennur á hana hefndaræði og hún verður skæðasti andstæðingur barónessunnar og tekur sér nafnið Cruella. Þar með er sagan ekki öll sögð en ekki skal lengra haldið. Ósannfærandi illmenni Emma Stone leikur Cruellu hina ungu og Emma Thompson barón- essuna. Thompson er ensk en Stone ekki og það má heyra greinilega á talanda þeirra. Stone gerir sitt besta, rembist við enska hreiminn og tekst svo sem ágætlega, nógu vel til að það trufli ekki aðra en Eng- lendinga. En sú Cruella sem hér birtist er langt frá því eins ógnvekj- andi og sú sem birtist í teiknimynd- inni og síðar í túlkun Close. Ég meina Cruella, eða Grimmhildur eins og hún hét í íslenskri þýðingu, var hreinræktað illmenni sem vildi drepa litla sæta hvolpa! Er hægt að vera öllu meira ómenni? Sú sem hér birtist á vissulega að vera vond en er það bara alls ekki. Stone reynir að vera ógnvekjandi en tekst það ekki. Fyrst er hún bara frekar vingjarnleg en á svo allt í einu að umturnast og verða að illmenni. Þessi umbreyting er ósannfærandi, illa útfærð og skrifast væntanlega á handritið og leikstjórnina. Thomp- son er öllu nær því að vera sannfær- andi illmenni og gerir hlutverki bar- ónessunar spaugileg skil. En hvor Emman um sig er í besta falli hlægi- legt illmenni. Greinilegt er af útliti myndar- innar að í engu hefur verið sparað og búningar eru tilkomumiklir sem og förðun, hárgreiðslur og leik- myndir. Litadýrðin er mikil og tón- listin linnulaus. Það vantar ekkert þegar kemur að umbúðunum, þær gleðja augað en því miður er inni- haldið á endanum lítið. Allt frá fyrstu mínútum dynja á bíógestum popp- og rokksmellir og þótt lögin séu góð eru þau algjör- lega ofnotuð. Þegar Cruella arkar eftir götu ómar „These boots are made for walking“ og þegar hún ryðst inn á óðalssetur baróness- unnar ómar „Sympathy for the de- vil“ og þannig mætti áfram telja. Lögin eiga alltaf að undirstrika það sem er að gerast, líkt og áhorfand- anum sé varla treyst fyrir því að átta sig á því sjálfur. Sögusviðið er Lundúnir einhvern tíma á áttunda áratugnum, pönkið er að ryðja sér til rúms eins og staðfest er með nýrri útgáfu af „I wanna be your dog“ sem The Stooges fluttu svo eft- irminnilega. Tekst með því að minna á hina upphaflegu hundasögu og staðsetja myndina í tíma. Fyrir þá sem kannski hafa gleymt því. Frum- samda tónlistin er öllu áhrifameiri, sem betur fer. Helsti galli myndarinnar hlýtur á endanum að vera handritið. Höf- undar reyna að koma of mörgu að og þegar maður heldur að myndin sé búin reynist rúmur hálftími eftir. Meirihluti myndarinnar snýst um baráttu Cruellu og barónessunar, Cruella reynir að eyðileggja fyrir henni og bestu atriði myndarinnar ganga einmitt út á hin ýmsu skemmdarverk og óvæntar uppá- komur. En þessi barátta Emmanna tveggja hefur greinilega ekki þótt nægja fyrir heila kvikmynd og því bætt við handritið leiðinlegri hliðar- sögu um raunverulegan uppruna Cruellu. Eins er algjör óþarfi að dvelja við æsku Cruellu eins og gert er framan af mynd, hefði auðveld- lega verið hægt að afgreiða hana á örfáum mínútum. Því miður hefur margt hæfileikafólk lagt hendur á plóg og skilað útlitsfögru en inni- haldsrýru verki. Fallegri en bragð- lítilli rjómatertu. Emmur sem engan hræða Sjónarspil Búningar, hár og förðun standa upp úr í Cruella. Hér má sjá Emmu Stone í hlutverki hinnar illu. Sambíóin og Smárabíó Cruella bbmnn Leikstjórn: Craig Gillespie. Handrit: Dana Fox og Tony McNamara. Aðalleik- arar: Emma Stone, Emma Thompson, Mark Strong, Paul Walter Hauser, Emily Beecham og Joel Fry. Bandaríkin og Bretland, 2021. 134 mínútur. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Á menningarhátíð í Café Dunhaga á Tálknafirði í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20.30 segir Hlín Agnars- dóttir frá nýrri bók sem gerist með- al annars á Tálknafirði. Samtalsfélagi hennar er Steinunn Ólafsdóttir mannfræðingur. Föstudaginn 25. júní kl. 20.30 tal- ar Þorvaldur Kristinsson um bók sína Veistu ef vin þú átt sem hann skrifaði 1994 um Aðalheiði Hólm Spans frá Eysteinseyri í Tálkna- firði en bókin verður endurútgefin í ár. Samtalsfélagi hans er Sigríður Jónsdóttir leikhúsgagnrýnandi. Aðgangur á viðburði hátíðarinnar er ókeypis. Allar nánari upplýs- ingar um hátíðina má nálgast á facebooksíðunni Menningarhátíð í Cafe Dunhaga. Hlín Agnarsdóttir Þorvaldur Kristinsson Bækur ræddar í Café Dunhaga Fyrirhuguð kvik- mynd um mann- skæðu hryðju- verkaárásirnar á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi hlýtur óblíðar viðtökur hjá jafnt almenningi og borgarstjóra bæj- arins. Á vef sænska útvarpsins kem- ur fram að þegar hafi safnast yfir 70 þúsund undirskriftir fólks sem mót- mælir gerð myndarinnar They are us þar sem Rose Byrne fer með hlut- verk Jacindu Ardern, forsætisráð- herra Nýsjálendinga. Kvikmyndin er fyrst og fremst gagnrýnd fyrir hvít- þvott þar sem áherslan er á fólk sem er hvítt á hörund, en árásar- maðurinn var yfirlýstur rasisti og þjóðernissinni og beindi árásum sín- um að múslimum vegna trúar þeirra. Kvikmynd harð- lega mótmælt Jacinda Ardern

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.