Morgunblaðið - 18.06.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS
Útskriftargjöfin kemur frá
Dagur B. Eggertsson útnefndi Ólöfu
Nordal borgarlistamann Reykjavík-
ur 2021 við hátíðlega athöfn í Höfða í
gær. Ólöf segir viðurkenninguna
hafa komið flatt upp á sig: „Þetta
kom mér alveg í opna skjöldu en ég
fékk reyndar að vita af þessu nokkr-
um dögum áður. Engu að síður var
ég alveg orðlaus.“
Ólöf fæddist árið 1961 í Danmörku
og nam við Myndlista- og handíða-
skóla Íslands árin 1981 til 1985.
Seinna átti hún eftir að læra í Yale,
Hollandi og Cranbrook. Verk Ólafar
hafa verið sýnd í öllum helstu sýn-
ingarsölum hér á landi en einnig al-
þjóðlega og eru hluti af safneign
helstu safna hérlendis.
Nafnbótin er ekki sú fyrsta sem
Ólöf hlýtur fyrir framlag sitt til
listanna en hún var sæmd heiðurs-
merki hinnar íslensku fálkaorðu á
nýársdag 2018. „Ég var nú reyndar
meira hissa á því,“ segir Ólöf.
Fjölmargt er á döfinni hjá Ólöfu
en hún stenfir á að sýna verk bæði á
Siglufirði og Selfossi seinna í sumar.
Ólöf borg-
arlistamað-
ur 2021
Morgunblaðið/Jón Helgi
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Í tölum Umhverfisstofnunar Evrópu
er Reykjavík í 16. sæti evrópskra
borga yfir hrein loftgæði. „Ég get ekki
sagt að það komi okkur neitt sérstak-
lega á óvart, ég hélt jafnvel að við vær-
um neðar,“ segir Auður Anna Magn-
úsdóttir framkvæmdastjóri
Landverndar um það. Samtökin vilja
að tekið verði gjald fyrir notkun nagla-
dekkja á höfuðborgarsvæðinu. Álykt-
un þess efnis var samþykkt á aðalfundi
Landverndar í vikunni. Að sögn Auðar
eru nagladekkin ein helsta ástæða
svifryksmengunar
og skorar Land-
vernd því á sveit-
arfélög á höfuð-
borgarsvæðinu að
taka upp gjald-
skyldu fyrir nagla-
dekk.
Hún segir að
nagladekkin séu
langverst þegar
loftgæði eru ann-
ars vegar en þó hafi einnig aðrir þættir
svo sem útblástur áhrif. Þá nefnir
Auður að því þyngri sem bílarnir séu
því meira svifryk komi frá þeim.
Ísland eftir á
Í efstu sætum lista umhverfis-
stofnunarinnar yfir loftgæði eru
borgir frá Skandinavíu, Finnlandi og
Eistlandi en efst trónir Umeå í Sví-
þjóð. Auður segir að þessi lönd séu
komin mun lengra en Íslendingar í
aðgerðum varðandi nagladekk. „Þau
hafa nefnilega tekið sig á. Það sem
Landvernd er að leggja til er byggt á
fyrirmynd frá Noregi, í Osló til dæm-
is er gjaldskylda þar sem er meðal
annars hægt að kaupa sér daggjald.
Þannig að þeir sem eru að koma langt
að, fara yfir heiðar og slíkt, geta verið
á nöglum í borginni gegn gjaldi,“ seg-
ir Auður og bætir við að þetta sé klár-
lega lausnin.
70 dauðsföll vegna mengunar
Í ályktun Landverndar kemur
fram að bílum á höfuðborgarsvæðinu
hefur fjölgað undanfarin ár, ekki síst
vegna aukins fjölda ferðamanna. Frá
1. september árið 2020 til 1. apríl 2021
fór mengun yfir viðmiðunarmörk við
Grensásveg í Reykjavík 52 daga af
242.
Í ályktun Landverndar segir:
„Þessi lausn [að setja á gjaldskyldu
fyrir nagladekk] myndi auka til muna
gæði andrúmslofts í Reykjavík, og
minnka þar með ótímabundin dauðs-
föll vegna svifryksmengunar, og von-
andi koma í veg fyrir það að farið
verði yfir viðmiðunarmörk.“ Álykt-
unin segir rót vandans hvað viðkem-
ur svifryksmengun vera nagladekk
og tímatakmarkanir á notkun þeirra
hafi ekki skilað sér í minni notkun.
Þar segir enn fremur að sam-
kvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar
Evrópu megi rekja 70 dauðsföll á Ís-
landi á ári til svifryksmengunar. Til
hliðsjónar deyja fimm til 15 einstak-
lingar á ári í umferðarslysum sam-
kvæmt Samgöngustofu.
Reykjavík í 16. sæti yfir loftgæði
- Landvernd vill setja á gjaldskyldu fyrir nagladekk - Helsta ástæða svifryksmengunar - Mengun
yfir viðmiðunarmörk 52 daga af 242 á Grensásvegi - Tímamörk notkunar á dekkjunum ekki skilað sínu
Auður Anna
Magnúsdóttir
Mannréttindadómstóll Evrópu vís-
aði í gær kæru Ólafs Ólafssonar frá.
Kæran varðaði skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis um aðkomu Hauck
og Aufhäuser að einkavæðingu Bún-
aðarbankans.
Dómstóllinn féllst ekki á að um-
gjörð og málsmeðferð rannsóknar-
nefndarinnar gæti talist hafa verið
sakamálameðferð. Telji Ólafur að
vegið hafi verið að æru hans í skýrsl-
unni þurfi að leysa úr því fyrir ís-
lenskum dómstólum.
Ólafur kærði málsmeðferð rann-
sóknarnefndarinnar eftir að skýrsla
nefndarinnar kom út árið 2017 og
færði þar rök fyrir því að umgjörð og
málsmeðferð rannsóknarnefndar-
innar hefði í raun falið í sér sakamál
á hendur honum og jafngilt refsingu
án þess að hann hafi notið nokkurra
þeirra réttinda sem fólk sem borið er
sökum á að njóta og er grundvöllur
réttarríkisins. Í niðurstöðu sinni
komst rannsóknarnefndin að því að
þýski bankinn Hauck og Afhäuser
var aldrei í reynd fjárfestir í Bún-
aðarbankanum þegar 45,8% hlutur
ríkisins í honum var seldur í janúar
2003, ólíkt því sem haldið var fram
allt frá upphafi. Var það því afdrátt-
arlaus niðurstaða rannsóknarnefnd-
ar Alþingis að stjórnvöld hafi skipu-
lega verið blekkt í aðdraganda
sölunnar.
Kjartan Bjarni Björgvinsson var
formaður rannsóknarnefndar Al-
þingis og segir niðurstöðuna í takt
við væntingar. „Rannsóknarnefnd
Alþingis var ekki að stunda neina
sakamálarannsókn á hendur kær-
anda í þessu máli, það er alveg afger-
andi niðurstaða.“ Kjartan segir að ef
niðurstaða dómstólsins hefði verið
Ólafi í hag hefði það getað sett skip-
an og starfshætti hérlendra rann-
sóknarnefnda í algjört uppnám. „Við
hefðum aldrei séð rannsóknarnefnd-
ir í þeirri mynd sem við höfum þekkt
hingað til ef niðurstaðan hefði verið
kæranda í hag.“ liljahrund@mbl.is
MDE vísaði kæru
Ólafs Ólafssonar frá
- Málið verið til skoðunar síðan 2019
Ólafur
Ólafsson
Kjartan Bjarni
Björgvinsson