Morgunblaðið - 18.06.2021, Page 5
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þyrla Landhelgisgæslan var send á
vettvang í Straumfirði á Mýrum.
Banaslys átti sér stað á tólfta tíman-
um í gær í Straumfirði á Mýrum í
Borgarfirði, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins. Um var að ræða
fjórhjólaslys og var þyrla Landhelg-
isgæslunnar send út til þess að sækja
einstaklinginn og koma honum til að-
hlynningar. Frekari upplýsingar lágu
ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun.
Banaslys
á Mýrum í
Borgarfirði
- Fjórhjólaslysið
varð á hádegi í gær
FRÉTTIR 5Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
og annars konar gleðskap sem hefur
þurft sitja á hakanum, stundum
mánuðum saman.
Ernir Skorri Pétursson, annar
eigandi leiguþjónustunnar Renta-
party, segir aukningu eftirspurnar
síðustu vikur stjarnfræðilega.
Næsta helgi er alveg fullbókuð og
langir biðlistar komnir á flestar
vörur.
Aðspurður hvers kyns boð séu í
vændum segir Ernir þau margvís-
leg: „Og úti um allt. Mikið um tjöld
Baldur S. Blöndal
baldurb@mbl.is
Slakari samkomutakmörkunum
fylgja aukin veisluhöld en allt bendir
til þess að komandi helgi muni ein-
kennast af mannamótum og gleð-
skap. Tveir háskólar á höfuðborgar-
svæðinu munu brautskrá rúmlega
tvö þúsund kandídata á laugardeg-
inum en því fylgja mikil veisluhöld.
Auk þeirra er stór hópur sem á eftir
að halda fermingarveislur, afmæli
og alls konar tæki sem við erum með
í leigu. Það er töluvert um garðpartí
og allar gerðir veislna.“
Ernir segir þetta annasömustu
helgi sem hann muni eftir. „Já, ég
myndi segja það. Þetta er líklega sú
stærsta í sögunni, þetta er að
sprengja öll met hingað til og tölu-
vert frábrugðið lífróðri síðustu miss-
era.“
Ernir hefur ráðið sjö nýja starfs-
menn á síðustu vikum til að anna eft-
irspurninni. Hann segir fólk ennþá
að hringja og biðlistarnir séu að
lengjast.
„Þetta hefur verið að stigmagnast
og fólk bókar svona þrjár til fjórar
vikur fram í tímann.“
Eftirspurnin jókst gífurlega hratt
í kjölfar rýmkunar fjöldatakmark-
ana en fólk brást snarlega við með
því að blása til veislu. „Menn hafa
verið að bíða átekta. En svo núna
þegar bólusetningar eru á góðri leið
og bjartara yfir er fólk fljótt að slá
til.“
Söguleg eftirspurn eftir veislubúnaði
- Eigandi leiguþjónustu segir öll tæki og tjöld uppbókuð um helgina - Réðu sjö nýja starfsmenn
Ljósmynd/Ása Egilsdóttir
Veisla Margir hafa ákveðið að
grípa tækifærið og halda veislu.
Smávægileg jarðskjálftahrina
mældist við Högnhöfða suður af
Langjökli í fyrradag og í gær.
Skjálftahrinan hófst síðdegis í
fyrradag og teygðist fram á daginn
í gær.
Ekki var um stóra jarðskjálfta að
ræða og því ekki talið að hætta staf-
aði af þeim að svo stöddu.
Rúmlega 380 jarðskjálftar mæld-
ust í síðustu viku með SIL-mæla-
kerfi Veðurstofu Íslands, sem er
heldur meira en í vikunni þar á und-
an þegar um 300 skjálftar mældust.
Samkvæmt Veðurstofunni virðist
púlsavirknin við eldgosið í Fagra-
dalsfjalli hafa stoppað í bili en nú er
óróinn orðinn samfelldur á ný og
virðist vella stöðugt úr gígnum.
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Jarðskjálfti Skjálftahrinan varð við
Högnhöfða suður af Langjökli.
Skjálftar
við Högn-
höfða
- 380 jarðskjálftar á
landinu í síðustu viku