Morgunblaðið - 18.06.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.isL
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Erum með þúsundir
vörunúmera inn á vefverslun
okkar brynja.is
Við óskum landsmönnum
Til hamingju með þjóðhátíðardaginn!
Orf úr áli 26.480
Orf úr tré 19.400
Ljár 8.390
Heyhrífa 4.880
Orf og ljár
40 ÁRA Kjartan Hrafn
fæddist 18. júní í Reykjavík
og ólst þar upp til átta ára
aldurs þegar fjölskyldan
flutti á Álftanes. „Ég hef allt-
af verið mikið fyrir útveru og
íþróttir. Það var gott að alast
upp á Álftanesinu og mikið
um útileiki og svo fór maður
allt hjólandi.“
Kjartan Hrafn útskrifaðist
úr læknadeild HÍ árið 2007
og hefur unnið sem heilsu-
gæslulæknir í tæp tíu ár, ver-
ið trúnaðarlæknir fyrir fyrir-
tæki og stofnanir í tvö ár,
læknir á hjúkrunarheimilum
Hrafnistu í tvö ár og rann-
sóknarlæknir hjá Íslenskri
erfðagreiningu í eitt ár.
Hann hóf störf sem rann-
sóknarlæknir hjá Sidekick-
Health á síðasta ári. Kjartan
hefur verið sérstaklega
áhugasamur um áhrif lífsstíls
og mataræðis á langvinna sjúkdóma og hefur rannsakað hlutverk ketóna og
næringarketósu á föstur og langlífi. Eiginkona Kjartans, Tekla, er einnig
læknir og saman eiga þau sex börn. Þau hafa bæði brennandi áhuga á matar-
æði og heilsu. „Mikilvægi forvarna og fræðsla fyrir börn og foreldra eru
mjög mikilvæg til þess að spyrna gegn lífsstílssjúkdómum í samfélaginu.“
Þau miðla upplýsingum til annarra foreldra um bæði mat og heilsu á fés-
bókarsíðunni Með mat.
FJÖLSKYLDA
Kjartan er kvæntur Teklu Hrund Karlsdóttur lækni og þau eiga börnin
Eydísi Klöru, Álfrúnu Evu, Davíð Karl, Iðunni Ylfu og tvíburana Laufeyju
Köru og Þórunni Eyju.
Kjartan Hrafn Loftsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Taktu hlutunum eins og þeir eru
sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til
mergjar. Gakktu samt varlega fram því síg-
andi lukka er best og tryggir heill og ham-
ingu.
20. apríl - 20. maí +
Naut Taktu frá tíma fyrir hugleiðslu – ekk-
ert merkilegt, bara sitja og anda rólega í 10
mínútur. Og þótt málavextir virðist allir
ljósir þá er skynsamlegt að skyggnast und-
ir yfirborðið.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Nú þarftu að gefa sjálfum þér
sérstakan gaum og koma lagi á öll þín mál.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Ef þú heldur vel á spöðunum varð-
andi ákveðið mál muntu sjá það leysast far-
sællega og færð orð á þig fyrir geggjaða
snilligáfu.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú hefur gaman af því að gefa þig á
tal við ókunnuga en mundu að lengi skal
manninn reyna. Hlustaðu á drauma þína.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Dagurinn í dag er upplagður til þess
að taka áhættu. Einhver eldri og vitrari bíð-
ur þess að segja þér eitthvað mikilvægt.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Margan skemmtilegan manninn rekur
á fjörur þínar í dag. Reyndu að festast ekki
í því sem þú færð ekki breytt heldur beittu
kröftum þínum þar sem þeirra sér stað.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Öllu máli skiptir að mæta vel
undirbúinn til leiks því þá þarftu ekki að
hafa áhyggjur af úrslitunum. Láttu verkin
tala.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú skalt ekki hika við að rétta
hjálparhönd ef þér finnst á annað borð að
einhver sé hjálparþurfi. Sýndu öðrum þann
skilning sem þú vilt sjálfur njóta.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú færð hverja hugmyndina á
fætur annarri en gefst ekki tóm til þess að
leggja þær niður fyrir þér og kanna nota-
gildi þeirra.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Ef eitthvað hvílir þungt á þér er
gott að leita uppi aðra sem hafa lent í ein-
hverju svipuðu. Drífðu þig af stað og láttu
ljós þitt skína.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Gakktu í þau verk sem mestu skipta
og kláraðu þau, en leyfðu smáhlutunum að
dragast. Reyndu að láta ekki slá þig út af
laginu.
en þá bauðst honum blaðamannsstarf
á Degi á Akureyri. „Það varð til þess
að ég fór norður aftur og hef verið hér
síðan. Síðustu æviár Dags ritstýrði ég
blaðinu á móti Jóhanni, yngri bróður
mínum, þar til það var sameinað Tím-
anum 1996.“
Næstu árin vann Óskar við Ríkis-
útvarpið á Akureyri og hjá Stöð 2 og
Bylgjunni og hóf búskap með Lovísu,
ur á Tímanum. Eggert Skúlason og
Birgir Guðmundsson voru þar frétta-
stjórar og ritstjórinn var Indriði G.
Þorsteinsson. „Ég fann mig strax í
fjölmiðlun. Ég hef alltaf haft gaman af
því að vinna með tungumálið og er
ævinlega þakklátur fyrir að hafa feng-
ið tækifæri til að taka mín fyrstu skref
í blaðamennsku undir stjórn Indriða
G.“ Óskar var á annað ár á Tímanum
Ó
skar Þór Halldórsson
fæddist og ólst upp á
Jarðbrú í Svarfaðardal.
„Ég er ævinlega þakk-
látur fyrir að hafa alist
upp í sveit. Við vorum mörg í heimili
og búið var nokkuð stórt. Ég vann öll
tilfallandi búverk og var farinn að
keyra dráttarvélar þegar ég hafði
stærð til þess.“ Þrátt fyrir að grunn-
skólinn á Húsabakka í Svarfaðardal
væri í nokkurra mínútna göngufæri
frá Jarðbrú var Óskar þar í heimavist.
„Ég hefði getað verið heima, en þá var
maður að missa af svo mörgu í skól-
anum. Það var t.d. lestími seinni hluta
dags og eftir kvöldmat voru kvöldvök-
ur og ýmislegt annað. Af því hefði ég
ekki viljað missa.“
Öll systkinin á Jarðbrú fóru í Gagn-
fræðaskólann í Ólafsfirði, en föður-
bróðir Óskars var þar kennari. Síðan
lá leiðin í Menntaskólann á Akureyri
og útskrifaðist Óskar þaðan fyrir
fjörutíu árum, 17. júní 1981. „Ég hafði
alltaf gaman af húmanískum fögum í
skóla og er ekki stærðfræðitýpan.
Sagan og landafræðin voru mín fög og
þá fannst mér danskan skemmtilegri
en enskan, öfugt við flesta.“ Á MA-
árunum vann Óskar á sumrin m.a. við
fisklöndun úr togurum Útgerðarfélags
Dalvíkinga og framleiðslu plastkera
hjá Sæplasti á Dalvík. Eftir MA var
hann eitt ár að hjálpa til við bústörfin á
Jarðbrú en fór síðan í víking til Dan-
merkur og vann á búgarði á Jótlandi í
tvo mánuði en var síðan í fjóra mánuði
í Krogerup-lýðháskólanum, sem er
skammt frá Louisiana-listasafninu fyr-
ir norðan Kaupmannahöfn. „Ég fór út
m.a. til að læra meira í dönskunni, en á
búgarðinum var töluð svokölluð
bændajóska sem var algjörlega óskilj-
anlegt hrognamál og ég sá fljótt að
lengri dvöl þar myndi ekki bæta mig í
tungumálinu. Þá fór ég í lýðháskólann.
Ég var eini útlendingurinn í skólanum,
sem var mín gæfa því þá varð ég að
tala dönskuna alla daga. Að því hef ég
búið alla tíð síðan.“
Óskar fór í Háskóla Íslands og lauk
BS-prófi í landafræði árið 1987. Á
lokaárinu vann hann við að kortleggja
bújarðir á Suðurlandi. Óskar hafði hug
á framhaldsnámi erlendis en þá fékk
hann boð um að starfa sem blaðamað-
eiginkonu sinni. Henni kynntist hann í
kór, sem þau syngja enn bæði í, Kór
Akureyrarkirkju. „Það var mjög krefj-
andi að vera eini fréttamaðurinn fyrir
Stöð 2 og Bylgjuna á Norðurlandi og
iðulega brjálað að gera. Oft þurfti að
keyra yfir löglegum hraða til þess að
koma Beta-spólunum með fréttunum í
flug til Reykjavíkur! Þetta var ansi
frábrugðið því vinnuumhverfi sem
blaða- og fréttamenn þekkja í dag.“
Eftir fimm ár fannst Óskari nóg komið
í bili í fjölmiðlunum, honum bauðst þá
vinna hjá Athygli ehf. almanna-
tengslum á Akureyri og var þar til árs-
ins 2009. Þá tóku við ýmis störf, m.a.
verkefnastjórn Landsmóts UMFÍ
2009 á Akureyri, fréttamennska og
dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu á
Akureyri og framkvæmdastjórn
knattspyrnudeildar KA.
Árið 2013 ákvað Óskar að breyta til.
Hann fór í HA í diplómanám í leiðsögn
og vann jafnframt að ritstörfum. „Ég
get alveg týnt mér í grúski og hætti
ekki fyrr en ég finn það sem ég leita
að. Ég sá tækifæri í því að skrifa á vet-
urna og leiðsegja ferðamönnum á
sumrin.“ Það gekk eftir og Óskar hef-
ur nú skrifað fjórar bækur: Gullin ský
Óskar Þór Halldórsson blaðamaður, verkefnastjóri og leiðsögumaður – 60 ára
Fjölskyldan Óskar Þór og Lovísa með börnum sínum; Kjartani Atla, Sigrúnu Maríu og Dagnýju Þóru.
Get alveg týnt mér í grúski
Afmælisbarnið Óskar átti 40 ára
stúdentsafmæli frá MA í gær, 17.
júní 2021, en veisluhöldum frestað.
Æskan Á bernskuárunum í Svarf-
aðardal með foreldrum og bræðr-
um, með gleraugu lengst til hægri.
Til hamingju með daginn