Morgunblaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 27
Ljósmynd/Hákon Þór Svavarsson 81 Sigurður íhugar að leggja byss- una á hilluna eftir farsælan feril. „Ég hef ekki gert upp hug minn varðandi framtíðina í skotfimi,“ sagði Sigurður Unnar Hauksson, landsliðsmaður í skotfimi og marg- faldur Íslandsmeistari í greininni, í Dagmálum, frétta- og menningar- lífsþætti Morgunblaðsins. Sigurður Unnar, sem er 26 ára gamall, kemur úr mikilli veiði- fjölskyldu og hann fór í sinn fysta veiðitúr eins árs. Áhuginn á skotfimi kviknaði út frá veiðiáhuganum og hann byrjaði að æfa skotfimi með haglabyssu þegar hann var fimmtán ára en undanfarin ár hefur hann gert lítið annað en að keppa fyrir Ís- lands hönd á erlendri grundu. Þá á hann Íslandsmetið í greininni í ung- lingaflokki, fullorðinsflokki og í liða- keppni en hann er sem stendur í 81. sæti heimslistans. „Þetta er dýrt sport og ég get ekki staðið undir þessu sjálfur eins og staðan er í dag,“ sagði Sigurður. „Ég er 26 ára gamall og búinn með tvær háskólagráður. Ég sé fram á að mennta mig meira eftir sumarið og kannski er þetta fínn tímapunktur til þess að fara að sinna öðrum hlutum í lífinu. Á sama tíma finnst mér þetta ennþá ótrúlega gaman en ég get líka horft mjög sáttur til baka. Ég hef afrekað allt sem hægt er að afreka hér á landi en auðvitað vill maður líka geta borið sig saman við þá bestu alþjóðlegum vettvangi.“ Getur ekki staðið undir þessu sjálfur ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021 _ Bjarki Már Elísson skoraði níu mörk fyrir Lemgo þegar liðið vann 35:31- útisigur gegn Erlangen í þýsku 1. deild- inni í handknattleik í gær. Bjarki var markahæsti leikmaður vallarins en hann er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 221 mark í 35 leikjum. Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, er markahæsti leikmaður deildarinnar með 247 mörk og Marcel Schiller, Göppingen, er í öðru sæti með 242 mörk þegar þremur umferð- um er ólokið í Þýskalandi. _ Haraldur Franklín Magnús komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Chal- lenge de Espana-mótinu á Áskor- endamótaröð Evrópu í golfi í Cadíz á Spáni. Haraldur náði sér ekki á strik á fyrsta hring sem hann lék á 75 högg- um, þremur höggum yfir pari. Hann gerði mun betur á öðrum hring, lék á 69 höggum og lauk því leik á parinu. _ Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal hefur dregið sig úr keppni á Wimbledon-mótinu á Englandi og mun sömuleiðis ekki taka þátt í Ólympíu- leikunum í Tókýó í Japan sem hefjast 23. júlí. Kvaðst hann þurfa á hvíld að halda eftir langt og strangt tímabil. Nadal hefur lengi verið á meðal fremstu tennisleikara heims. _ Hlynur Bergsson, kylfingur úr GKG, er úr leik á Opna breska áhugamanna- mótinu í golfi í Inverness í Skotlandi eftir tap gegn Skotanum Calum Scott í 32 manna úrslitum mótsins í gær- morgun. Scott hafði betur á 19. holu eftir bráðabana en Hlynur sigraði Wales-verjann Matt Roberts í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar í fyrra- dag. _ Knattspyrnumaðurinn Sergio Ram- os mun yfirgefa Real Madrid um næstu mánaðamót eftir 16 ára dvöl hjá félaginu, en samningur hans rennur út í lok mánaðarins. Ramos, sem er 35 ára, mun róa á önnur mið eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Sevilla að- eins 19 ára gamall árið 2005. Óhætt er að segja að hann hafi verið sigursæll hjá félaginu, þar sem hann vann Meist- aradeild Evrópu fjórum sinnum og spænsku 1. deildina fimm sinnum. Hann á að baki 671 leik fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hef- ur skorað 101 mark. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR Seinni úrslitaleikur karla: Ásvellir: Haukar – Valur...................... 19.30 KNATTSPYRNA 1. deild karla, Lengjudeildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – Fjölnir .................. 18 SaltPay-völlur: Þór – Kórdrengir............ 18 Grindavík: Grindavík – Grótta ............ 19.15 Varmá: Afturelding – Selfoss .............. 19.15 2. deild karla: Ásvellir: Haukar – Njarðvík..................... 18 2. deild kvenna: Grýluvöllur: Hamar – Álftanes ........... 19.15 Þróttarvöllur: SR – KH ....................... 19.15 Framvöllur: Fram – KM...................... 19.15 Í KVÖLD! HANDBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valur og Haukar mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik sem sker úr um hvort liðið verður Íslandsmeistari karla í handbolta 2021. Leikið verður á Ásvöllum í Hafnarfirði og fara Vals- menn með þriggja marka forskot inn í leikinn eftir 32:29-sigur á heimavelli í fyrri leik liðanna. Samanlögð úrslit beggja leikja einvígisins gilda. „Þetta er ekki mikið forskot og Valsmenn geta ekki leyft sér að slaka mikið á. Þeir verða að sýna eins góða frammistöðu og síðast því ég geri ráð fyrir því að Haukarnir verði betri á sínum heimavelli, með bakið upp við vegg og ósáttir við sinn leik. Ég á von á því að þeir komi og gefi allt í þetta. Valmenn þurfa að standast það áhlaup til að klára þetta,“ sagði Seb- astian Alexandersson, sem nýverið samdi við HK eftir að hafa stýrt Fram í efstu deild karla, í samtali við Morg- unblaðið. Valur verður að fá markvörslu Sebastian, sem er fyrrverandi markvörður, segir Valsmenn verða að fá markvörslu í ljósi þess að Haukar munu alltaf fá sína mark- vörslu með Björgvin Pál Gústavsson á milli stanganna. „Það skiptir miklu máli fyrir Val að fá markvörslu. Haukar munu allt- af fá sína vörðu bolta og þeir eru ekki með bestu vörnina á landinu fyrir ekki neitt. Hún hefur ekki litið sann- færandi út í síðustu tveimur leikjum en það er bara tímaspursmál hvenær hún hrekkur í gang aftur. Haukar munu alltaf fá einhverja markvörslu og þá verður Valur að fá sína til að eiga möguleika,“ sagði Sebastian. Hann segir Val eiga meira inni frá Agnari Smára Jónssyni, sem skoraði ekki eitt einasta mark í fyrri leikn- um. Þá bendir hann sömuleiðis á leikmenn sem Haukar verða að fá meira frá. „Valur á inni meira frá Agnari Smára sem náði sér ekki á strik í síð- asta leik. Það eitt og sér er kannski ekki lykilatriði því þeir eiga nóg af hæfileikum til að spila úr því. Það er hægt að leysa þetta með rétthentum manni og Arnór Óskarsson gæti dottið í gír eins og hann gerði á móti ÍBV. Rétt eins og Valur átti inni meira frá Agnari eiga Haukar líka meira inni frá sínum mönnum. Geir Guðmundsson var flottur og ég veit ekki af hverju hann spilaði svona lít- ið. Kannski er hann eitthvað meidd- ur. Þeir eiga svo helling inni hjá Tjörva og öðrum útispilurum.“ Línumenn Hauka mikilvægir Þá bendir Sebastian á að línumenn Hauka skipti gríðarlega miklu máli. Valsmenn þurfi að verjast þeim vel og Haukar að fá meira út úr þeim en í fyrri leiknum. „Ef Haukar ætla að vinna þetta einvígi þurfa þeir að koma línumönn- unum sínum inn í spilið. Þegar Vals- menn hafa áhyggjur af línumönn- unum opnast pláss fyrir skytturnar og hornamennina. Ef Valur getur leyft sér að skilja bara eftir einn varn- armann á línumanninum verður þetta erfitt fyrir Haukana. Línan hjá Hauk- um nýttist voðalega lítið á meðan Val- ur náði upp forskoti í fyrri leiknum. Þegar Haukar eru í stuði þarftu yf- irleitt að fórna meira en einum manni í línuna hjá þeim. Þá er hitt liðið yf- irleitt í eltingaleik,“ sagði hann. Valsmenn voru lengi í gang í vetur og töpuðu átta af 22 leikjum sínum í deildinni. Valur tapaði m.a. á útivelli gegn Fram undir stjórn Alexanders í janúar, 22:26. Sebastian segir liðið hins vegar vera að toppa á réttum tíma. „Þeir eru búnir að vera upp og nið- ur og þurfa að taka nokkur högg á sig. Þeir eru að toppa á hárréttum tíma og hafa verið flottir í úrslita- keppninni. Ég vann þá í fyrri um- ferðinni og svo unnu þeir okkur í hörkuleik í seinni umferðinni með tveimur mörkum. Nú er Magnús Óli líkari sjálfum sér og Róbert er frá- bær handboltamaður. Anton er að ná sér á strik á réttum tíma og Martin í markinu er búinn að vera mjög góð- ur upp á síðkastið og hornamenn- irnir eru komnir með sjálfstraust á réttu augnabliki,“ útskýrði Sebast- ian. Erfitt að vera á toppnum Hann segir erfitt að vera í þeirri stöðu sem Haukar eru í en liðið tap- aði aðeins tveimur deildarleikjum í vetur og vann deildina að lokum með níu stigum. „Þetta minnir mig á þegar ég var með Fram árið 2000 og við urðum bikarmeistarar. Við enduðum í öðru sæti í deildinni og svo fórum við í úr- slitaeinvígið. Þá töpuðum við í úrslit- um fyrir Haukum einmitt, sem þá voru að toppa á réttum tíma. Það er erfitt að vera á toppnum í heilan vet- ur á meðan andstæðingurinn fær meðbyr á hárréttu augnabliki,“ sagði Sebastian Alexandersson. Valur að toppa á réttum tíma - Valur og Haukar bítast um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld - Valur með þriggja marka forskot eftir fyrri leikinn - Haukar munu gefa allt í þetta á heimavelli Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mikilvægur Sebastian segir línumenn Hauka mjög mikilvæga. EM 2021 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Nágrannaþjóðirnar Belgía og Hol- land tryggðu sér farseðilinn í sextán liða úrslit Evrópumóts karla í knatt- spyrnu í gær, líkt og Ítalía gerði á miðvikudaginn síðasta. Kevin De Bruyne reyndist örlaga- valdur Belgíu þegar liðið vann 2:1- sigur gegn Danmörku á Parken í Kaupmannahöfn í B-riðli keppninnar. Youssuf Poulsen kom Dönum reyndar yfir eftir 99 sekúndur en Danir hafa aldrei áður skorað jafn snemma í mótsleik í sögu Evrópu- mótsins. Þá var þetta næstfljótasta markið í sögu EM en Dmitrí Kiri- chenko skoraði fyrir Rússa gegn Gríkkjum á EM 2004 í Portúgal eftir 65 sekúndna leik. Danir leiddu með einu marki í hálf- leik en De Bruyne kom inn á sem varamaður í hálfleik og lagði upp jöfnunarmark Belga fyrir Thorgan Hazard á 55. mínútu áður en hann skoraði sigurmark leiksins á 70. mín- útu. Belgar eru komnir áfram í sex- tán liða úrslitin en liðið er með sex stig í efsta sæti riðilsins. Danir, sem eiga enn möguleika á sæti í útslátt- arkeppninni, eru án stiga og mæta Rússlandi í lokaumferð riðlakeppn- innar á Parken í Kaupmannahöfn. _ Memphis Depay og Denzel Dumfries skoruðu mörk Hollands þegar liðið vann 2:0-sigur gegn Aust- urríki í C-riðli á Johan Cruijff ArenA í Amsterdam. Holland er með sex stig í efsta sæti riðilsins og búið að tryggja sér sigur í C-riðlinum en Austurríki er með þrjú stig í þriðja sætinu. Þá fóru tvær vítaspyrnur for- görðum í leik Úkraínu og Norður- Makedóníu í hinum leik C-riðils í Búkarest en Andriy Yarmolenko og Roman Yaremchuk skoruðu sitt markið hvor fyrir Úkraínu í fyrri hálfleik áður en Ezgjan Alioski minnkaði muninn fyrir Norður- Makedóníu á 57. mínútu og lokatölur því 2:1 í Rúmeníu. Úkraína er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins og mætir Austurríki í hreinum úrslitaleik um annað sætið í Búkarest í lokaumferðinni en Norð- ur-Makedónía er úr leik. Belgía og Holland í útsláttarkeppnina - Úrslitaleikur Austurríkis og Úkraínu AFP Innkoma Belginn Kevin De Bruyne byrjaði á bekknum gegn Dönum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.