Morgunblaðið - 18.06.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Sveiflur á vinnumarkaði
og erfiðari fjármögnun
Meðal þess sem aðskilur Ísland
frá hinum Norðurlandaþjóðunum
eru þeir þættir könnunarinnar sem
mæla styrkleika innlends efnahags
og alþjóðaviðskipti. Þar spilar inn í
bæði smæð hagkerfisins en einnig
lítil erlend fjárfesting. Það breikkar
líka bilið að atvinnustigið er verra á
Íslandi, einkum vegna áhrifa farald-
ursins á ferðaþjónustufyrirtækin.
Loks kemur Ísland töluvert verr út
en hin norrænu löndin út af óstöð-
ugri vinnumarkaði, þyngra fjár-
mögnunarumhverfi og veikari vís-
indalegum innviðum.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Svissneski viðskiptaháskólinn IMD
birti í vikunni niðurstöður árlegrar
samanburðarkönnunar á sam-
keppnishæfni ríkja. Í könnuninni
er frammistaða 64 landa mæld út
frá 300 undirþáttum og líkt og í
fyrra lendir Ísland í 21. sæti eða á
svipuðum slóðum
og Austurríki,
Nýja-Sjáland,
Ástralía og Suð-
ur-Kórea.
Svanhildur
Hólm Valsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Viðskipta-
ráðs Íslands,
segir áhyggju-
efni að Ísland
standi sig mun
verr en hinar Norðurlandaþjóðirn-
ar en Svíþjóð, Danmörk og Nor-
egur raða sér í annað, þriðja og
sjötta sæti listans á meðan Finn-
land hafnar í því ellefta. „Ísland
hefur verið á hægfara uppleið frá
2010 og 2011 þegar við lentum í 30.
og 31. sæti í kjölfar hruns fjármála-
geirans, en við höfum ekki verið
jafnlangt frá hinum norrænu lönd-
unum síðan 2013.“
Bendir Svanhildur á að 21. sæti
sé vissulega ekki lakur árangur og
langt fyrir ofan meðaltal, en Ísland
geti engu að síður gert miklu betur
og mæling IMD varpi ljósi á
ákveðna veikleika í hagkerfinu.
„Rannsóknin sýnir m.a. að Ísland
hefur farið verr út úr kórónuveiruf-
araldrinum en hinar Norðurlanda-
þjóðirnar og skrifast ekki síst á það
að atvinnulífið hvílir á færri stoðum
og reiðir sig mikið á auðlindaháða
atvinnuvegi.“
Eini undirflokkurinnn í könnun
IMD þar sem Ísland hefur afger-
andi forystu á hinar Norðurlanda-
þjóðirnar er skattastefnan og vegur
þar þyngst hve stórt hlutverk ís-
lenska lífeyriskerfið leikur í al-
mannatryggingum.
Á milli ára hefur Íslandi farið
mest fram á sviði vaxtar fjárfest-
ingar, hraða nets og í viðhorfum at-
vinnulífsins til stefnu Seðlabankans.
Mest var afturförin í skuldum hins
opinbera sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu, vexti vinnuafls og
fjölgun starfa.
Könnun IMD leiddi jafnframt í
ljós að þegar stjórnendur voru
spurðir hvaða atriði þeir teldu gera
Ísland eftirsóknarvert nefndu þeir
hátt menntunarstig, hæft starfsfólk,
áreiðanlega innviði, ágæta virkni
hagkerfisins og opin og jákvæð við-
horf. Hins vegar reyndust stjórn-
endur ekki hafa mikið álit á stjórn-
arháttum, skattkerfi, skilvirkni
vinnumarkaðar, hæfni stjórnvalda
og samkeppnishæfni í kostnaði.
Ísland gæti tekið forystu
Svanhildur segir miklu skipta að
lenda ofarlega í könnunum af þessu
tagi. Úttekt IMD sé gott verkfæri
fyrir stjórnvöld til að sjá hvar skór-
inn kreppir og til að leita leiða til að
gera betur, en einnig sé sú umfjöll-
un sem fylgir könnuninni af hinu
góða og til þess fallin að vekja at-
hygli erlendra fjárfesta og fyrir-
tækja þegar þjóðir hafna í efstu sæt-
um listans. „Það sendir líka ákveðin
viðvörunarmerki þegar lönd færast
niður um sæti, og er að sama skapi
fjöður í hatt stjórnvalda þegar lönd
stökkva upp um nokkur sæti á milli
ára.“
Bendir Svanhildur á að þegar að
er gáð þurfi ekki mikilla breytinga
við til að stórbæta frammistöðu Ís-
lands í mælingu IMD. Hefur Við-
skiptaráð oft bent á að líkt og
stjórnvöld hafi t.d. markað skýra
stefnu í loftslagsmálum og ýmsum
öðrum málaflokkum mætti hæglega
marka stefnu um samkeppnishæfni
Íslands. Gætu fulltrúar stjórnvalda
og vinnumarkaðarins til dæmis tek-
ið höndum saman um samkeppnis-
markmið fyrir árið 2030. „Þar með
væri komin skýr stefna sem allir
gætu unnið eftir, og málaflokkurinn
kominn í fastari skorður. Um leið
væri verið að renna styrkari stoðum
undir öflugt atvinnulíf og verðmæta-
sköpun sem síðan mynda grunninn
að velmegun og velferð.“
Af þeim atriðum sem Svanhildur
leggur til að ráðast til atlögu við má
nefna bætta umgjörð kjarasamn-
inga á vinnumarkaði og umbætur í
skattakerfinu sem myndu stuðla að
meiri skilvirkni í atvinnulífinu. „VÍ
hefur t.d. hvatt til þess að yfirvöld
gefi í auknum mæli út skýringar og
bindandi álit um skattamál svo að
fyrirtæki viti betur að hverju þau
ganga. Við höfum einnig hvatt til
þess að gengið verði lengra við end-
urgreiðslu rannsóknar- og þróunar-
kostnaðar. Sú hækkun sem nú síðast
var gripið til var tímabundin og
tengd kórónuveirufaraaldri en ætti
að vera varanleg. Þá er vert að leita
leiða til að gera erlenda fjárfestingu
enn fýsilegri og renna fjölbreyttari
stoðum undir atvinnulífið.“
Setji samkeppnishæfnimarkmið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tækifæri Annríki í ostagerð. Víða má gera tiltölulega einfaldar breytingar til að auka samkeppnishæfni Íslands.
- Framkvæmdastjóri VÍ leggur til samstarf stjórnvalda og atvinnulífs til að marka skýra og metn-
aðarfulla langtímastefnu - Þannig ætti Ísland að komast hratt upp alþjóðlegar samanburðartöflur
Svanhildur Hólm
Valsdóttir
Franski plötusnúðurinn og lagahöf-
undurinn David Guetta hefur náð
samkomulagi við útgefandann
Warner Music um sölu á öllum hans
tónverkum. Samkvæmt heimildum
Financial Times greiðir Warner
meira en 100 milljónir dala fyrir tón-
listina og nær samningurinn bæði
yfir þau verk sem Guetta hefur skap-
að á tveggja áratuga löngum tón-
smíðaferli sem og verk sem hann
kann að gefa út síðar meir.
Geutta er 53 ára gamall og gaf út
sína fyrstu plötu árið 2002 eftir rösk-
lega fimmtán ára starf sem plötu-
snúður hjá klúbbum Parísarborgar.
Hefur hann selt meira en 50 milljón
plötur á ferlinum. Af stærstu smell-
um hans að undanförnu má nefna
„Hey Mama“ frá árinu 2015, þar sem
hann fékk Nicki Minaj til liðs við sig,
og „Titanium“ frá 2011 sem hann
gerði í samvinnu við söngkonuna Sia.
Að sögn FT hafa fjárfestingar-
sjóðir og útgáfufélög að undanförnu
sýnt mikinn áhuga á að kaupa flutn-
ingsréttindi tónlistarmanna og þykir
verðmiðinn á lagasafni Guetta
endurspegla það en á undanförnum
árum hefur kaupverð flutningsrétt-
inda tvöfaldast.
FT hefur eftir umboðsmanni
Guetta að fjöldi aðila hafi lýst áhuga
á að kaupa flutningsréttindin.
Vaxandi vinsældir tónlistar-
streymis hafa orðið til þess að tekjur
tónlistargeirans hafa farið vaxandi
undanfarin sex ár og nam aukningin
7,4% á síðasta ári. Þá hefur sala tón-
listar yfir streymisveitur líka orðið
til þess að koma eldri tónverkum aft-
ur í sviðsljósið. ai@mbl.is
AFP
Djamm Guetta getur vel við unað.
100 milljónir dala
fyrir lög Guetta
- Samningurinn þykir til marks um
batnandi tíð í tónlistargeiranum