Morgunblaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 16
Bergmálssalir þar sem ein skoðun er
og lítil þolinmæði er fyrir öðru þekk-
ist bæði á fjölmiðlum og eins á sam-
skiptamiðlum þar sem fólk rottar sig
saman. Svona félagsskapur er mjög
þægilegur fyrir nútímann sem nennir
ekki að hugsa sjálfstætt en getur
horfið í fjöldann og fengið áreynslu-
lausa samkennd með hópnum sínum í
einmanaleik borgarlífsins. Skoðanir
slíkra hópa geta spannað allt rófið frá
últra hægri til anarkisma en er bara
ein í hverri grúppu. Það nægir að
hrópa bara eitthvað og bergmálið
færir friðþægingu áreynslulaust.
Síðan eru annars konar samskipti
eins og athugasemdakerfi blaðanna
þar sem fólki er helst att saman eins
og bardagahönum. Þar er aldeilis
ekki samkomulagið eða samkenndin
og kurteisin ekki heldur. Þar eru það
ekki málefnin sem ráða mestan part
þótt menn hafi oft á reiðum höndum
klisjur um vissa flokka, heldur lýsa
menn oftar skoðunum sínum á gáfna-
fari viðmælenda sinna og innræti.
Þetta fólk er ekki í bergmálssölum,
frekar að það öskri á torgum en það
eru meinlaus öskur.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Bergmálssalirnir og hinir
Bergmál Bergmálssalir er þar sem ein skoðun er og lítil þolinmæði fyrir
öðru þekkist.
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
ERU FLUGUR, FLÆR EÐA MAURAR
AÐ ERGJA ÞIG?
Effitan flugnafæluúði er með mikla virkni,
náttúrulegur og án DEET.
Rannsóknir* sýna að Effitan verndar í
allt að 8 tíma.
Öruggt fyrir ófrískar konur og frá þriggja mánaða.
Passa að efnið berist ekki í augu og munn.
Virku innihaldsefnin í Effitan eru ma. kókosolía,
Eucalyptus Citriodora (sítrónu júkalyptus) og citronella
(grastegund sem er notuð í ilmolíur).
Effitan er 98,88% náttúrulegurog án allra Paraben efna.
Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna
EITUREFNALAUST
*Rannsóknir frá Swiss tropical Institute í Basel
og Dr. Dautel Institute í Berlín
Ofanfjalls var sá hluti
lands kallaður á sunn-
anverðum Reykjanes-
skaga fram á nítjándu
öld, er liggur með sjó
um lönd Grindavíkur og
Krýsuvíkur. Þeir nor-
rænu menn er lönd
námu við sunnanverðan
Faxaflóa á áttundu og
níundu öld nefndu það
að fara upp til landsins
samkvæmt málvenju eða fara inn til
landsins upp frá sjó við nesin allt suð-
ur á Rosmhvalanes. Enn segjumst við
í Keflavík fara úr bænum upp í heiði
ofan við bæinn, upp á flugvöll og upp í
Grindavík eða austur að hinni fornu
verstöð Selatöngum.
Í annálum bókmenntafélagsins má
lesa um afla ár hvert í verstöðvum of-
an fjalls eins og það var kallað. Nú-
tímalesendur annála staldra við og
spyrja hvað annálsritarar eigi við er
þeir skýra frá afla ofan fjalls eins og
það er kallað í annálum. Gosið í Vest-
mannaeyjum 1973 skaut mönnum
skelk í bringu, en nýja hraunið lagaði
leiðina inn í höfnina. Hið sama gerði
gosið mikla í Trölladyngju á sunn-
anverðu Reykjanesi og hraunið þaðan
sem rann um 1151 að sögn fræði-
manna. Þá rann Ögmundarhraun nið-
ur allgróið land milli Siglubergsháls
að vestan og austur undir Krýsuvík-
urberg. Húshólmi myndaðist og bær
sem þar var jafnan kallaður gamla
Krýsuvík var fluttur ofar og nær al-
faraleið og nær Kleifarvatni.
Áður en gosið varð 1151 hafði alltaf
verið róið heiman frá gömlu Krýsuvík
en eftir gosið tókust upp heimaróðrar
á ný frá Selatöngum og koma ver-
manna þangað varð árviss eftir ham-
farirnar sem fylgdu gosinu. Þaðan
var síðan róið samfellt að því er best
er vitað ár hvert þar til flóðið mikla
sem kennt er við Básenda 1799 olli
landbroti eða skemmdum við strönd-
ina á Selatöngum ef til vill á leiðinni
þar inn, en þó var róið þaðan fram
undan 1880, síðast af bændum frá Ís-
ólfsskála í Grindavík er þekktu stað-
hætti og lágu við á töngunum. Vera
má að það hafi verið
heppilegra útræði en úr
heimavör á Ísólfsskála
er liggur vestan við
Selatanga.
Ísólfsskáli er aust-
asta ábýlisjörð í Grinda-
vík, liggja lönd þar sam-
an að Krýsuvíkur-
löndum ofan úr fjalli og
liggur þaðan landa-
merkjalína niður til
sjávar í hraundranginn
Dágon. En menn
greindi þó á um skiptin
þar vegna hlunninda í fjörunni.
Spurningin er því hvort um þessi
jarðamörk hafi líka legið elstu mörk
landnáms Moldar-Gnúps í Grindavík
og Þóris haustmyrkurs í Selvogi. En
meginreglan til forna var sú að saman
fóru landanámsmörk og jarðarmörk,
lægju þau saman sem víða var. Líkur
eru til þess að rennsli Ögmundar-
hrauns ofan í eldra hraun hafi skapað
betri aðstöðu til róðra, jafnvel valdið
því að róðrar hófust frá Ísólfsskála
líkt og Selatöngum eftir 1151. Að sér-
stök ábýlisjörð byggist eða vaxi upp
úr verstöðinni í Ísólfsskála og haldi
heiti sínu gerist um eða eftir 1200.
Lendingin á Ísólfsskála var austan
til frá bæjarhúsunum sem þar risu í
átt að vesturjaðri Ögmundarhrauns.
Við það hefur ef til vill skapast um
leið og hraunið rann aðstaða til róðra
frá Ísólfsskála 1151 en í jarðbók 1703
er lendingin talin slæm. Heitir lend-
ingin Gvendarvör, en um tilurð þessa
nafns veit nú enginn. Að hún sé ef til
vill Guðmundar góða Hólabiskups er
hugsanlegt og hann hafi þá blessað
hana á leið sinni um Reykjanesskaga
á fyrri hluta 13. aldar, er hann lagði
leið sína um Vestur og Suðurland og
dvaldi í Odda á Rangárvöllum. Ferð-
ar Guðmundar um Reykjanesið er þó
hvergi getið í ævisögu hans. Þó virð-
ist hann hafa lagt leið sína suður í
hraun sunnan Hafnarfjarðar um svo-
kallaða Almenninga. Vitnar meðal
annars um það Gvendarbrunnur í
hraunholu við götuna nærri bænum
Straumi nærri álverinu en í brunn-
inum þrýtur aldrei vatn að sögn
kunnugra. Hugsanlegt er að biskup
hafi farið suður í Voga og þá snúið þar
við og haldið upp með Snorra-
staðatjörnum upp svokallaða Sand-
akraleið meðfram rótum Fagradals-
fjalls að vestan undir svonefndu
Kasti, þar sem mikið flugslys varð
1943 og beygt þaðan áleiðis til sjávar
á austurleið með viðkomu í Ísólfs-
skála sem þá lá í þjóðleið austur yfir
Ögmundarhraun. Eins og kunnugt er
gengu yfir mikil gos á Reykjanes-
skaga utanverðum allt í sjó fram á
fyrri hluta 13. aldar, ofan við Grinda-
vík urðu gos nálægt 1226 og rann þá
hraunið fram af Arnarsetri eins og
enn sést meðal annars í átt að Sel-
tjörn. Hafi Guðmundur verið á ferð
um Reykjanesskaga hefur það hugs-
anlega verið nokkru fyrir 1226 og
bærinn Snorrastaðir ofan við Voga
enn verið í byggð en líklegt er að
hann hafi lagst í eyði eftir gosin í
Arnarsetri nálægt 1226.
Engin örnefni kennd við Guðmund
biskup þekki ég utar á Reykjanes-
skaga en brunninn í hraununum og
hugsanlega lendinguna á Ísólfsskála.
Hugsanlega varða þessi tvö örnefni
þá leið sem Guðmundur fór um á
skaganum og að hann hafi aldrei farið
vestar en veginn undir Fagradals-
fjalli og haldið svo þaðan sem leið lá
austur í sveitir til dvalar.
Að Ísólfsskáli hafi orðið lögbýli eft-
ir 1200 er stóllinn í Skálholti eignaðist
ítök og jarðir í Grindavík er hugsan-
legt. En í upphafi hefur verið haldið
úti einu eða tveimur vertíðarskipum
frá Ísólfsskála sem biskupsstólinn
hefur gert út ár hvert og var allur afl-
inn í lok vetrarvertíðar fluttur þurrk-
aður austur í Skálholt.
Upphaf róðra frá
Ísólfsskála á tólftu öld
Eftir Skúla
Magnússon »Upphaf byggðar og
róðra frá Ísólfsskála
má ef til vill rekja til
jarðelda á Reykjanesi
1151 en í jarðabók 1703
er lendingin, Gvend-
arvör, talin slæm.
Skúli Magnússon
Höfundur er sagnfræðingur.
Fátt verður okkur úr
verki, manneskjunum,
ef okkur líður ekki
nægilega vel, andlega,
líkamlega eða félags-
lega. Með Lýðheilsu-
stefnu Reykjavíkur-
borgar til ársins 2030
hefur Samfylkingin sett
sér það markmið að
þjónusta borgarbúa
með ráðum og dáð, um-
hverfi og innviðum til að sem flestum
líði vel í borginni okkar. Þannig að
manneskjan nái að blómstra, nýta
styrkleika sína, fái stuðning við það
sem þarf til að geta lifað sjálfstæðu lífi
í virkni, njóti jöfnuðar, menningar og
menntunar og geti leikið sér og dafnað
frá æsku til efri ára á eins heilbrigðan
máta og hverri er unnt.
Heimsmarkmiðin
og Barnasáttmálinn
Á borgarstjórnarfundi 1. júní sl.
voru lögð fram drög að lýðheilsustefnu
Reykjavíkurborgar til ársins 2030.
Með þessari stefnu og öðrum stefnum
sem eru í bígerð hjá Reykjavíkurborg
eru lýðræðisleg vinnubrögð í hávegum
höfð. Þar er lögð áhersla á að leita álits
og ráðgjafar hjá sem flestum hag-
aðilum, sérfræðingum og borgar-
búum. Auk víðtæks samráðs og sam-
starfs var einnig stuðst við Heims-
markmið Sameinuðu þjóðanna og
Barnasáttmálann. Þess ber að geta að
sérstaklega var haft samráð við börn í
ferlinu en 21% borgarbúa eru börn
undir 18 ára aldri.
Heilsueflandi nálganir og ís-
lenska forvarnarmódelið
Eitt af markmiðum stefnunnar er
að vinna markvisst með áhrifaþætti
heilbrigðis á öllum æviskeiðum, meðal
annars með heilsueflandi nálgunum í
samfélaginu svo sem í leikskólum,
grunnskólum og frístundastarfi. Þar
er verið að huga að framtíðarheilsu
einstaklingsins og lagður grunnur að
góðri heilsu barna sem hefur áhrif æv-
ina út.
Reykjavíkurborg getur nú þegar
státað af því að frístundastarf í borg-
inni hefur um nokkra hríð unnið mark-
visst að heilsueflingu en þá eru 35 af
63 leikskólum heilsuefl-
andi leikskólar og 29
grunnskólar af 36
heilsueflandi grunn-
skólar.
Þá er Reykjavik fyrir-
myndarborg í for-
vörnum en íslenska for-
varnarmódelið er
samfélagsmiðuð nálgun
sem byggist á samstarfi
fjölmargra aðila í nær-
umhverfi barnsins, bæði
fagaðila í íþróttum og
tómstundum og foreldra. Aðferðin
hefur vakið athygli víða um heim og
hefur haft þau áhrif að áfengis- og
vímunefnaneysla ungmenna hefur
dregist margfalt saman frá miðjum tí-
unda áratug síðustu aldar. Þá er frí-
stundakort borgarinnar einnig ná-
tengt þessu íslenska forvarnarmódeli
þar sem það er hvatning fyrir börn til
að stunda skipulagt tómstundastarf og
vera virk undir leiðsögn fagfólks.
En til að viðhalda góðum árangri í
forvörnum verðum við, allt samfélagið,
að vera á tánum þar sem tímarnir
breytast. Við verðum áfram að veita
börnum og ungmennum greiðan að-
gang að auðlindum borgarsamfélags-
ins, menningu, menntun, íþróttum,
tómstundum, umhverfi og náttúru.
Við eigum einnig að leggja áherslu á
að leita álits hjá þeim um málefni sem
þau varðar og þannig trúi ég að við bú-
um betri borg fyrir börn.
Að lokum vil ég hvetja alla borg-
arbúa til að kynna sér stefnuna og
senda inn umsögn í gegnum „Betri
Reykjavík“ því öll getið þið haft áhrif.
https://lydheilsustefna.betrireykjavik.is/
community/3284
Lýðheilsustefna
Reykjavíkurborgar –
betri borg fyrir börn
Eftir Ellen
Calmon
»Með Lýðheilsustefnu
Reykjavíkurborgar
til ársins 2030 hefur
Samfylkingin sett sér
það markmið að þjón-
usta borgarbúa með
ráðum og dáð, umhverfi
og innviðum.
Ellen Calmon
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar.
ellen.jacqueline.calmon@reykjavik.is