Morgunblaðið - 18.06.2021, Qupperneq 15
Samkvæmt sam-
bandslagasáttmál-
anum frá 1918 varð Ís-
land fullvalda ríki í
konungssambandi við
Danmörku. Þjóðhöfð-
ingi Íslands var einnig
konungur Danmerk-
ur.
Reyndar var það
svo að í embættis-
verkum konungs lét
hann þess getið að hann væri „Vjer
Christian hinn Tíundi, af guðs náð
Danmerkur konungur, Vinda og
Gauta, hertogi í Sljesvík, Holtseta-
landi, Stórmæri, Þjettmerski, Lá-
enborg og Aldinborg“.
Íslendingum hefur aldrei þótt
neitt sérlega mikið til konunga
koma, nema þá helst fjallkónga, því
þeir skila sauðkindinni í byggð.
Konungur og konungsafskipti
Konungur Íslands lét ríki sitt
tiltölulega afskiptalaust, því hann
kom hingað aðeins þrisvar sinn-
um; árið 1921, á Alþingishátíðina
1930 og að lokum 1936 og lagði þá
hornstein að virkjun við Ljósafoss
í Soginu.
Sagt er að í heimsókn konungs á
Alþingishátíðina 1930 hafi honum
þótt mikið til dómsmálaráðherr-
ans, Jónasar frá Hriflu, koma og
spurt: „Er det den lille Mussol-
ini?“
Í stjórnarkreppu á Íslandi, árið
1914, gátu íslenskir ráðamenn
ekki komið sér saman um ráð-
herraefni. Því senda þeir konungi
skeyti, á ensku vegna styrjaldar-
ástands, svohljóðandi: „We prefer
account abnormal situation leave
Majesty personal Question if con-
sidered necessary we will propose
Arnorsson Bjornsson Hann-
esson.“
Skilningur konungs á þessu
skeyti var sá að konungur tók til-
lögu frá Bjornsson og Hannesson
um að ráðherra Íslands skyldi
vera Arnorsson. Þannig varð Ein-
ar Arnórsson síðasti „ráðherra Ís-
lands“ því þeir næstu urðu for-
sætisráðherrar.
Hér var aldrei neitt konungs-
hús. Við heimsóknir Danakonunga
til Íslands bjuggu konungshjónin í
Menntaskólanum í
Reykjavík eða í Ráð-
herrabústaðnum við
Tjarnargötu.
Leiddar hafa verið
að því líkur að Krist-
jáni X Danakonungi
hafi leiðst kvabbið og
vandræðagangurinn í
Íslendingum.
Það sem er
sagt og það sem
ekki er sagt
Það verður ávallt
forvitnilegt að horfa til baka og
reyna að lesa í sögu sem aðeins er
skráð að litlum hluta. Helstu heim-
ildir eru dagblöð og Alþingistíðindi.
En það er einnig áhugavert að lesa
í það sem ekki er sagt.
Við hernám Þjóðverja á Dan-
mörku í apríl 1940 og hernám
Breta á Íslandi í maí sama ár slitn-
aði sambandið við konung. Ríkis-
stjórn Íslands ákvað að taka sér í
hendur konungsvaldið þegar svo
var komið. Hvað í því fólst var
fremur óljóst þar sem konungur
hafði látið þetta land sitt afskipta-
laust að öðru leyti en því að hann
skipaði ríkisstjórn sem mynduð var
samkvæmt óskráðum þingræðis-
reglum.
Þannig verður embætti ríkis-
stjóra hulið þoku því í frumvarpi til
laga um það kemur fátt fram um
hlutverk ríkisstjórans.
Í frumvarpi til laga um ríkis-
stjóra Íslands er ekkert fjallað um
hlutverk ríkisstjórans, einungis
vísað í yfirlýsingu Alþingis um
ríkisstjóra.
Í umræðunum um frumvarpið er
fjallað um kostnaðinn við emb-
ættið, verulegar áhyggjur af risnu-
kostnaði og inn í það blönduðust
umræður um ráðherravín og ráð-
herrarisnu. Eins og oft vill verða
þegar alvaran er á næsta leiti á Ís-
landi þá er fyrst og fremst rætt um
það sem ekki skiptir máli.
Í umræðunum var einnig fjallað
um það hvar embættisbústaður rík-
isstjóra skyldi vera. Þar kom fram
þrýstingur um að kaupa Fríkirkju-
veg 11 í Reykjavík á kr. 400.000.
Forsætisráðherra, Hermanni Jón-
assyni, þótti það ótækt: „Það þekk-
ist heldur hvergi í víðri veröld, að
forseta sé holað niður í námunda
við íshús eða unglingaskóla.“ For-
sætisráðherra sagði einnig: „Ég vil
ekki eiga þátt í því að gamalt timb-
urhús sé keypt fyrir 400 þús. kr.“
Önnur hús, er til greina komu
sem embættisbústaður fyrir ríkis-
stjóra, voru ráðherrabústaðurinn
við Tjarnargötu og Holdsveikra-
spítalinn í Laugarnesi.
Kosning ríkisstjóra 1941
Sveinn Björnsson, sendiherra og
ráðunautur ríkisstjórnarinnar um
utanríkismál, var kosinn forseti
með 37 atkvæðum, sex seðlar auðir
og fimm fjarverandi. Samstaðan
var því ekki mikil, fremur en þegar
Sveinn Björnsson var kosinn for-
seti við lýðveldisstofnun 17. júní
1944, með einungis 30 atkvæðum,
15 seðlar voru auðir og fimm kusu
„Jón Sigurðsson“.
Ríkisstjóri þurfti að taka alvar-
lega ákvörðun þegar hann skipaði
utanþingsstjórn. Það sættu sjálf-
stæðismenn sig aldrei við.
Einn kaus Jónas Jónsson frá
Hriflu. Hann sór af sér að hafa kos-
ið sjálfan sig og fékk um það vott-
orð hjá þingforseta.
Umræðan um bústað ríkis-
stjóra tekur óvænta stefnu
Forsætisráðherra virðist ávallt
hafa hugsað Bessastaði sem bústað
forseta og væntanlegan forseta lýð-
veldisins. En var jörðin föl árið
1941? Hún var seld árið 1940. Sig-
urður Jónasson, forstjóri Tóbaks-
einkasölu ríkisins, keypti jörðina
ári áður fyrir kr. 150.000.
Forsætisráðherra spurðist fyrir
um jörðina hjá Sigurði, eiganda
jarðarinnar.
Sigurður svarar ráðherra: „Ég
hafði eigi hugsað mér að selja jörð-
ina fyrst um sinn og þær fyrirætl-
anir sem ég hafði um jörðina hnigu
eigi í þá átt að selja hana í heilu
lagi.“ Svo heldur Sigurður áfram:
„Ég er sömu skoðunar og þeir
menn, sem telja jörðina sökum legu
lands og náttúrufegurðar vel til
þess fallna til þess að vera bústaður
æðsta valdsmanns íslenska ríkisins
og vil því gefa ríkinu kost á að fá
jörðina til eignar í því skyni.“ Fyr-
irspurn ráðherra er skrifuð 31. maí
og svar Sigurðar er dagsett hinn
13. júní. Hinn 21. júní er afsalið
gefið út.
Um þessar mundir eru því liðin
80 ár frá örlætisgerningi Sigurðar
Jónassonar.
Bessastaðir hafa verið aðsetur
íslensks þjóðhöfðingja í 80 ár. Þessi
gjöf er einstök, nema ef vera skyldi
þegar þessi sami Sigurður Jón-
asson gaf þjóðinni Geysi, sem hafði
komist í eigu Englendings nokkurs.
Enn er hlutverk forseta óskýrt í
íslenskri stjórnskipan á sama hátt
og þingræðisreglan hefur aldrei
verið lögfest en allar ríkisstjórnir
og allir forsetar lýðveldisins hafa
virt.
Bessastaðir og valdsmaður
Það er enn dapurt að alvarleg
mál eru aldrei rædd, eins og um-
ræðan um húsnæði og risnu ríkis-
stjórans en ekki hlutverk ríkis-
stjórans. Það er ósk mín að Bessa-
staðir skipi ávallt virðingar- og
heiðurssess í huga þjóðarinnar og
að sá valdsmaður sem gegnir emb-
ætti forseta fari vel með vald sitt
og taki sér aldrei vald, sem eigi er
honum ætlað.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Það er enn dapurt að
alvarleg mál eru aldr-
ei rædd, eins og umræð-
an um húsnæði og risnu
ríkisstjórans en ekki hlut-
verk ríkisstjórans.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður og
verður það aldrei aftur.
Embætti ríkisstjóra og Bessastaðir
Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson
Sigurður Jónasson Sveinn Björnsson
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
Keppnisskap Körfuboltamót fataverslunarinnar Húrra fór fram í gær. 32 tveggja manna lið kepptu á mótinu. Mikið keppnisskap var í mannskapnum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Jón Helgi