Morgunblaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 32
Fjáröflunartónleikar verða haldnir í Post-húsinu í Skeljanesi 21 í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Markmiðið er að safna fyrir hljóðkerfi í húsið. Fram koma meðal annars Cyber, BSÍ, Ólafur Kram, Supersport!, Pínulitlar peysur og Sucks to be you Nigel. Post-húsið er lista- mannarekið tónleikarými í Skeljanesi í Skerjafirði. „Markmið rýmisins er að upphefja grasrótarmenning- arstarf á Íslandi, og því er haldið úti af listasamlaginu Post-dreifingu,“ segir í tilkynningu. Fjáröflunartónleikar í Post-húsinu FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 169. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Valur og Haukar mætast í hreinum úrslitaleik sem sker úr um hvort liðið verður Íslandsmeistari karla í hand- knattleik 2021 í kvöld. Leikið verður á Ásvöllum í Hafn- arfirði og fara Valsmenn með þriggja marka forskot inn í leikinn eftir 32:29-sigur á heimavelli í fyrri leik lið- anna í úrslitaeinvíginu en samanlögð úrslit beggja leikja einvígisins gilda. „Þetta er ekki mikið forskot og Valsmenn geta ekki leyft sér að slaka mikið á,“ sagði Sebastian Alexandersson, fyrrverandi þjálfari Fram í efstu deild karla, í samtali við Morgunblaðið. »27 Íslandsmeistaratitillinn fer á loft á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þótt Ferðafélag Íslands sé rótgróið félag með gömlum hefðum hefur starfsemi þessi orðið æ fjölbreyttari með árunum,“ segir Anna Dóra Sæ- þórsdóttir, nýr forseti FÍ. Hún tók við embættinu á aðalfundi í síðustu viku af Ólafi Erni Haraldssyni, for- seta til síðastliðinna sautján ára. „Í starfi okkar eru ferðir við allra hæfi, hvort sem áhuginn er að klífa hæstu fjöll eða fara í þægilegar og stuttar gönguferðir. Þar eru einnig fræðsluferðir, til dæmis pöddu- skoðun, sögugöngur og draugaferðir fyrir þá sem þora. Þátttaka í starfinu hefur aldrei verið meiri og aukning- unni síðustu ár má líkja við spreng- ingu. Í ferðunum er fólk á öllum aldri. Við erum með ferðir fyrir börn, unglinga og þau eldri og heldri. Svona mætti áfram telja,“ segir for- setinn. Með skála í fóstri Anna Dóra hefur ferðast með FÍ frá barnsaldri. Hún fór oft með móð- ur sinni, Ragnhildi Ólafsdóttur, í ferðir með félaginu, bæði dagsferðir en einnig lengri leiðangra. „Síðar varð stjúpi minn, Valdimar Valdimarsson, hluti af fjölskyldunni og hann var fararstjóri í ýmsum ferð- um félagsins. Foreldrar mínir voru svo lengi með skála félagsins í Þver- brekknamúla á Kili í fóstri. Á sumrin var því öll fjölskyldan virkjuð í að mála og dytta að skálanum,“ segir Anna Dóra og heldur áfram: „Á veturna saumaði mamma gluggatjöld í skálann og stjúpi smíð- aði og hannaði göngubrýr í garðinum eins og til dæmis brúna yfir Syðri- Emstruá sem er á Laugavegi. Lóðin við heimili okkar hér í bænum var lögð undir slíka mannvirkjagerð og brúin svo flutt að vori á sinn stað. Þannig síaðist fljótt inn hjá mér að ferðalög upp á fjöll og allt sem því fylgir væru ævintýri.“ Félagið fylgir takti tímans Í gær, 17. júní, fór Anna Dóra með fjölskyldu sinni í þriggja fella göngu- túr með viðkomu á Helgafelli, Hús- felli og Búrfelli sunnan við Hafnar- fjörð. Á morgun, laugardag, ætlar hún svo að hlaupa yfir Fimmvörðu- háls frá Skógum yfir í Þórsmörk með hópi fólks úr FÍ. „Fyrrum hefði félagið tæpast stað- ið fyrir hlaupaferðum, heldur var áherslan á hefðbundnar gönguferðir. Nú gerum við miklu meira. Svo verð- ur líka að vera hjá félaginu, sem er 94 ára en þarf að fylgja takti tímans,“ segir Anna Dóra, fyrsta konan sem gegnir embætti forseta FÍ. Auðnir eru auðlind „Ég er nýkomin úr Ferðafélags- leiðangri um austurhluta Vatnajök- uls. Síðar í sumar eru það Lónsöræfi og svo ferð um Langasjó, það fagur- bláa og fallega fjallavatn,“ segir Anna Dóra, sem er prófessor í ferða- málafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur á þeim vettvangi gert fjölda rannsókna á viðhorfum ferðamanna til náttúru Íslands og hvað sé áhuga- vert að sjá og upplifa. Rauði þráð- urinn í svörum og viðhorfum þeirra sem teknir eru tali er að töfrar Ís- lands felist í fjölbreyttri náttúru sem jafnframt er lítt snortin. Auðnum há- lendisins og fámenni þykir þeim líka einstakt að kynnast. Þessari auðlind verði að hlúa vel að. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðafélag Anna Dóra og Ólafur Örn Haraldsson þegar hann lét af forystustarfi í síðustu viku eftir sautján ár. Ferðalög eru ævintýri - Anna Dóra Sæþórsdóttir er fyrst kvenna forseti FÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.