Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 4
SKOLAR 00 UPPELDI
Uppeldisfræðin (pædagogik) er ung vísindagrein. Aðal-
undirstöðugreinar hennar sálfræðin (psychologia) og siðfræðin
(ethik) eru að vísu þekktar. Þegar í fornöld voru uppi menn,
sem hafa lagt drjúgan skerf til uppeldisfræðinnar. Má þar til
nefna Sókrates, Platon og Aristoteles. Síðar á öldum koma svo
Comeníus, LOcke, Rouseau og fjölmargir aðrir, sem ég hirði
eigi hér að nefna.-Þjóðverji, Herbart að nafni (I776-I84I),
er fyrstur til að, ryðja henni braut til háskólanna. Síðan
hefur hún verið kennd við flesta háskóla hins menntaða heims;
en líklega eru Ameríkumenn einna lengst komnir í raunhæfri
uppeldisfræði.-Öllum dómbærum mönnum á þessi efni skilst nú5
að uppeldi sé nauðsynlegt í öllum skólum, æðri sem lægri.
Það er að segja5 að skólavistin og kennslan þroski og göfgi
að andlegu atgjörvi.- Það er um fram allt mikilvægt að
skólarnir gjöri nemendur sína að þroskuðum starfhæfum mönnum
og nýtum borgurum þjóðfélagsins. Stoðar lítt að hafa troðið
sig fullan aí fræðimoði, sem þannig er kennt og numið, að
það hvorki eflir vitsmunalífið né göfgar manninn. Nemand-
inn verður að temja sér að hugsa sjálfstætt, dæma frá eigin
brjósti menn og málefni, en vera eigi um of háður miður
góðum kennslubókum. Kennarar eiga að benda nemöndum á mennt-
andi bækur og góðar heimildir. Er harla fánýtt að hrúga í
sig lærdómi, sem liggur síðan ónotaður og ekki eykst og
margfaldast. Hann er þá sem fjársjóður nirfilsins, sem
liggur ávaxtalaus niðri á handraðabotni. Hann er sem
pundið, er þjónninn í dæmisögunni gróf í jörð niður, en
ávaxtaði eigi, og jafnvel verri en það, því að líklegt er
að eitthvað hrynji burtu af hratinu.
I stað þess á fræðslan að vera frækorn, er þroskast og
dafnar, og af spretta alls konar jurtir og tré, sem bera
blóm og blöð með óendanlegri margbreytni og fegurð. Eins og
fræin í jörðinni eyðast, en upp vaxa nýjar jurtir, eins
skaðar það minna, þótt margt þess, sem kennt er gleymist,
ef varanleg og góð áhrif eru eftir. Það er jafnvel sagt,
að þegar allt sé gleymt er numið sé menntunin eftir.
Ég hefi nú einkum ninnzt á þroskun vitsmunalífsins; en
engu ónauðsynlegra er að styrkja viljann og flæða góðar til-
finningar. Um fram allt má nemandinn ekki miða allt við
sjálfan sig. Honum verður að skiljast, að hann má ekki
setja sóma sinn í veð fyrir góða stöðu og lífsþægindi heldur
fylgja samvizku sinni og skoðunum, hverjir sem á móti standa,
jafnvel þótt það baki honum atvinnumissi og óþægindi. -
Uppeldi, sem beinist að því að innræta mönnum þá lífsskoðun,
að markið, sem að beri að keppa, sé það að komast sem bezt
áfram án þess að skeyta um velferð þjóðfélags síns og sam-
borgara sinna eru hættulegt. Slíkt uppeldi hæfir hrafni og
tófu, en eigi kristnum manni. Benda þarf nemendum á,
hverjar þjóðfélagslegar skyldur á þeim hvíla. Er nauðsyn að
kenna rækilega þjóðfélagsfræði í skólum.
Nemandinn á ekki að skilja við skólann andlega kaldur
og freðinn, heldur með brennheita þrá í brjósti um að gott
megi af sér leiða.
Til þess að nemendur verði fyrir uppeldislegum áhrifum
af kennurum sínum, eru þessi skilyrði óhjákvæmileg: I fyrsta
lagi að kennarar séu göfugir og víðsýnir menn, í öðru lagi,
að kennarar og nemendur hafi allmikil afskipti hvorir af
öðrum, og í þriðja lagi, að nemendur séu hæfir til að veita
áhrifum viðtöku.
Stöðugar einkunnir eru hinn mesti "Þrándur í Götu"
uppeldis í skólum. Kennarinn þarf að gefa sig óskiftan
kennslustarfinu. Ef kennarinn hefir allan hugann á að meta
kunnáttu nemandasn í "lexíunni", situr kennslan á hakanum.
Kannslustundin verður ekki lengur helguð kennslu, heldur
leiðinlegri yfirheyrslu. Einkunnir vekja kapp og jafnvel
öfund meðal nemenda. Hitt hirða menn minna um, hvernig þeir
séu að þeim komnir. Nauðsynlegt er að námsefni sé skýrt
fyrir nemendur áður en numið er. Er það sálfræðilega sannað
að menn þroskast ekki af því að fást við of þung viðfangs-
efni. Munu kennslubækur og verkefni tíðum vera of þung.
Kennarar eiga að leiðbeina nemöndum við námið og leiða þá
yfir torfærurnar, er verða kunna á leiðinni. Námið má ekki
krefjast svo mikils lestrar, að menn hafi ekki tíma til að
lesa aðrar bækur, en námsbækurnar einar sér til fróðleiks
og menntunar, því að ella verður hinn andlegi sjónhringur
nauðaþröngur. Ef litið er á þetta frá siðferðislegum sjón-
arhól, er það háskalegt að vera vanmegnugur þess að rækja
skyldu sína. Við það sljófgast skyldu- og ábyrgðartilfinn-
ing mannsins.
Agi getur stundum verið nauðsynlegur. Ef áminnt er
fyrir brot þarf að sýna nemendum fram á, hvers vegna brotið
sé ljótt og hve skaðlegt það geti orðið þeim að temja sér
slíkt. Þurfa nemendur að skilja, að aðfinnslur komi af
góðum hug, en ekki af harðstjórn. Enginn betrast við það,
að þora ekki að fremja illt, en hafa þó ærinn hug á því.
En jafnskjótt og hvötin til að forðast hið illa er vakin,
má vænast árangurs.
Fátt er jafn mikilvægt sem góðir skólar. Embættismenn
og forystumenn þjóðarinnar eru tíðast skólalærðir. En illa
er sú þjóð farin, sem ekki á göfuga og vel metna forystu-
menn. Þessir merm eru - að meira eða minna leyti - skugg-
sjá þeirri, ef litið er til þeirra manna, sem staðið hafa
um stund við stýri hinnar sökkvandi þjóðarskútu vorrar.
Það sem skólarnir eiga að gjöra er í stuttu máli þetta:
Þeir eiga að vera ljósmæður, sem leysa úr læðingi hin beztu
öfl mannssálarinnar. Þeir eiga að vera sem vatnið, er
veitt er yfir landið til að flytja jurtunum næringu og
vökvun og breytir auðn í engjar. - Skóli, sem ekki rækir
uppeldisskylduna, hlýtur að verða veginn og léttvægur fundinn
jafn skjótt og betri skólar vaxa upp við hlið honum.
Skólarnir eiga vissulega að vitka menn, en ekki apa.
Jóhann Sveinsson. 1. árg. 2.tbl.
UH STUDEKTAFJÖLGUN
Stúdentafjölgun síðari ára virðist hafa valdið mörgum
hugsandi manni þungra áhyggna. Engum kemur þetta mál meir
við en okkur nemendum Menntaskólans og er undarlegt, hvað
við höfum gefið því máli lítinn gaum. Eg ætla því að birta
eftirfarandi grein í "Skólablaðinu”, í þeirri von, að fleiri
nemendur láti álit sitt í ljós í þessum efnum, á þessu
skólaári.
I.
I seinni tíð hafa stórfelldar breytingar orðið á
skólum og fræðslumálum vorum, eins og á öðrum sviðum. Föstu
skipulagi hefir Verið komið á barnafræðsluna, unglinga- og
alþýðuskólar hafa risið upp, hver af öðrum, auk alls konar
sérskóla. Þrátt fyrir þessa miklu skólafjölgun er hvert
sæti í þeim skipað, og það er meira að segja alltaf verið
að krefjast nýrra og fleiri skóla. I rauninni er þetta allt
annað en lastvert. Ber aðsóknin að skólunum þvert á móti
vott um menntaþrá og fórðleiksfýsn þjóðarinnar. Flestir
horfa líka á þannan skólaáhuga með óblandinni ánægju, þótt
stöku raddir hafi heyrzt um það, að fljótaskrift og losara-
bragur væri á menntun sumra ungu mannanna. Einsog að líkum
lætur, er slík menntaþrá hefur gripið þjóðina, á hefir að-
sókn aukizt stórlega að einni helztu menntastofnun landsins,
Menntaskólanum. En þá bregður svo undarlega við, að ýmsir
árvakrir vökumenn þjóðarinnar láta brýrnar síga og horfa
þungbúnir á aðstreymið til þessa skóla, enda þótt þeir annars
hafi lagt blessun sína yfir skólafjölgun og hvatt unga
menn til þess að sækja þá. Hvað veldur þessari mótsögn?
II.
Ég held að menn séu yfirleitt ánægðir með þá fræðslu,
sem skólinnlætur í té. Engum blandast hugur um, að það sé
ein hin fullkomnasta menntun, sem ungir menn eiga völ á hér
á landi. Annars ætla ég ekki að fara að gjöra hér grein
fyrir stúdentsmenntuninni. Það mál er okkur öllum svo
kunnugt. En þegar menn. eru sammála um, að stúdentsménntunin
sé fullkomnasta menntunin, sem æskulýðurinn geti hlotið,
hvernig víkur því þá við, að stúdentafjölgun er talin þjóð-
inni skaðleg og ráðstafanir eru gjörðar, til þess að tak-
marka hana? Svarið getur orðið einungis á einn veg: Stúd-
entum er ekki treyst til þess að fara svo með menntun sína,
að þjóðinni og þeim sjálfum verði hún til blessunar. Ekkert
lýsir þessu vantrausti betur en þau rök, sem færð eru fyrir
stúdentatakmörkun. Þau eru einatt eitthvað á þessa leið:
Stúdentar eru orðnir svo margir, að einugnis lítill hluti
þeirra getur gjört sér vonir um að fá embætti, að loknu
háskólanámi. Þess vegna mun ekki líða álöngu, með sama
áframhaldi, að nýr öreigalýður myndist af embættislausum
menntamönnum, ófærum til þess að hafa ofan af fyrir sér, með
handafla sínum. Það verður ekki annað sagt, en þessar og
því líkar röksemdir séu á við hvert meðal kjaftshögg, fyrir
framgjarna unglinga, með óskertum kröftum. Ég veit ekki
neitt ólíklegacn það, að heilbrigður æskumaður deyi úr
hungri, meö hendurnar í buxnavösunum, þ.e. án þess að hreyfa
legg né lið, sér til bjargar. Ég fæ að minnsta kosti ekki
skilið, að stúdentsmenntunin fái svo gjörbreytt eðli æskunn-
ar. Eina átyllan fyrir þesum döpru spárti , um framtíð
stúdenta, er mikil aðsókn að Háskóla Islands. Því er að
vlsu ekki hægt að neita, að það er ekki hyggilegt af stúdent-
um að þyrpast hver um annan þveran I deildir Háskólans. Þær
eru svo fáar. En "neyðin kennir naktri konu að spinna",
stendur þar.
Ef stúdentar halda áfram að kakkast saman I hin tak-
mörkuðu húsakynni Háskólans, hlýtur að reka að því, að
kandidatar verða langtum fleiri, en þjóðin hefir þörf fyrir.
Þegar svo er komið, rekur neyðin eftir stúdtentum að leita
sér nýrra verkefna, ef þeir hafa ekki komið auga á þau áður
en svo er komið. Ég get líka varla búizt við, að nokkurs
staðar I vlðri veröld, séu jafnfjölbreytt verkenfi fyrir víð-
sýna og ósérplægna menntamenn, en einmitt hér á vorri fóstur-
jörð. Þessum verkefnum á samt að skipta I tvo höfuðflokka
Annars vegar eru vísindi og rannsóknarefni, sem ekki gefa
beinan arð I aðra hönd, en his vegar eru verklegar fram-
kvæmdir. En þessir flokkar verkefna eru alls ekki eins fjar-
skyldir og margur ætlar, heldur grípa þeir hver inn I annan
og því fullkomnara sem þjóðfélagið er, þess nánari sam-
vinna er milli þeirra.
III.
Stundum segja menn, að Islendingar hafi ekki efni á að
efla innlenda vísindastarfsemi. Ég veit ekkert jafnheimsku-
legt, en slík ummæli, þar eð allar framfarir byggjast
fyrst og fremst á vísindalegum rannsóknum og tilraunum.
Annar höfuðatvinnuvegur vor, landbúnaðurinn, sýnir Ijóslega
hverjar afleiðingar það hefir, að útiloka vísindin frá
verklegum elnum. hann er nú I hörmulegu ásigkomulagi eins og
kunnugt er. Orsökin er æfagamalt og úrelt búskaparlag, sem
byggist á vanþekkingu á ræktunaraðferðum og öðru, sem að
búnaði lýtur. Nú er þjóðinni lífsnauðsyn að landbúnaðurinn
fái rétt við og fyrsta skilyrðið til þess er , að þekking og
rannsóknir verði lagðar þar til grundvallar: Hér álít ég,
að sé mikið og fagurt verkefni fyrir stúdenta, sem hafa hug
á að vinna landi og þjóð gagn. Mikil og margvísleg rann-
sóknarefni eru og að finna I náttúru landsins, I höfunum I
kringum það, og jafnvel þjóðin sjálf býr yfir mörgum óþekkt-
um leyndardómum. Allt, sem nú hefir verið talið, eru verk-
efni, sem stúdentar ættu að snúa sér að, ekki einungis með
sinn stundarhag fyrir augum, heldur almenningsheill. Og
þjóðin má ekki halda því fram, að hún hafi ekki efni á að
styrkja slíka viðleitni, á meðan hún sóar milljónum I alls
konar óþarfa og skaðleg nautnameðöl.
Jón Gíslason. 2.tb. 5*árg.
4