Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 5
KVENFOLKIDISKOLANUM Það mun víst flestum gömlum skólapiltum menntaskólans koma saman um það, að mjög hafi skólinn breyzt frá því, sem áður var. Fyrir svo sem 50-60 árum var skólinn allur annar, en hann er nu. Margt er farið veg allrar veraldar, er áður sat sem fastast, en annað nýtt komið í þess stað.Allur hugsunarháttur í skóla er breyttur, skólabragurinn annar og andrúmsloftið annað, sjá: allt er orðið nýtt- nema ofnarnir. Skólinn má þvf með sanni segja: M Min lífstíð er á fleygiferð." Mig langar mjög til þess að skrifa um eitthvað sem snertir skólann, en erþó í vafa um, hvað það á að vera. Það er feikilega freistandi að skrifa um ofnana, af því elli þeirra hefir gert þá avo virðulega. Er. jég ætla nú samt heldur að leggja í kvenfólkið,, af því að það er þó alltaf meira freystandi, og auk þess er það ein af nýjungunum, sem skólanum hefur áskotnast í öllum framför- unum.—Þegar fyrstu foreldrarnir sendu fyrstu stúlkuna í mennta- skólann, þá hafa þeir líklega hugsað líkt og drottinn forðum: Það er ekki gott að maðurinn sje einn. Og það voru orð að sönnu: Menntaskólann vantaði alltaf eitthvað, sem hann gat þó aldrei gert ájér grein fyrir hvað væri. En þegar fyrsta stúlkan gekk upp að prófborðinu, þá upplukust augu hans, og hann sá, að það, sem hann vantaði, var einmitt kvenfólkið, rótt eins og þegar hann Adam gamli forfaðir okkar ráfaði inn í Eden, konulaus og allslaus, og vissi ekki hvað hann vildi, f}rrr en hann sá konuna. Síðan fyrsta stúlkan fór í skólann, hefir kvenfólkið komið í hópum að dyrum hans og beiðst inngöngu. Og þvf hefur verið tekið opnum örmum, eins og líklegt er, slíkum aufúsugesti. Nú er og svo komið, að mesti urmull Evudætra strunsar um bekki skólans, og gera þær sig allheimakomnar. Þær hafa og töluverð völd og áhrif, eins og sjá má á því, að hinir miklu beljakar, sem valdir eru til þess að vera inspectores platearum, bráðna eins og smér, þegar stúlkurnar krefjast inngöngu í gangana. Jafnvel reyndir og rosknir kennarar láta undan ofurvaldi kvenmannsins og standa sig lítið betur en inspectores. Ég vona nú samt, að þetta lendi ekki í einveldi kvenna í skólanum, því að alltaf er nú jöfnuðurinn bezcur. Ef óg ætti að lýsa kvenfólki skólans nákvæmlega, þá yrði það margar blaðsíður útfylltar með tómum lýsingarorðum. En þar sem mór eru lýsingarorðin ekki eins tungutöm og Hómer, þá ætla jeg að sleppa því. Ég skal aðeins geta þess, að sjái maður allar stúlkurnar samankomnar í einn.i hóp, þá hygg óg,að víða megi leita, ef finna á jafn friðan flokk ungra svanna. Þær virðast allar vera vel af guði gerðar til sálar og líkama. Þær standa okkur piltum fullkomlega jafnfætis, að því er gáfur snertir, og andlegt atgjörvi. Þæer eru því skólanum til liins mesta sóma í hvívetna.- Nú hefi óg hlaðið kvenfólkinu í skólanum lofköst um hríð, en þar fyrir mega menn ekki ætla að það só gallalaust. Nei því er nú ver og miður. Gallar þess eru margir og miklir. En svo virðist, sem stúlkurnar hafi ekki gert sór fyllilega ljóst, hve miklir gallagripir þær eru, og er þá í mikið óefni komið. Mun óg því drepa lítillega á það í fari þeirra sem óg finn þeim helzt til foráttu og má ekki lengur liggja í þagnargildi.- Það mun víst flestum heilskygnum mönnum vera ljóst að hin öra sókn ungra stúlkna f menntaskólann, er einn af hinum ágætu ávöxtum kvenfrelsishreyfingarinnar. Hvarvetna þar, sem kven- frelsishreyfingin hefur stungið niður staf sínum, hafa konur sem óðast borizt inn á þær brautirj þar sem karlar voru áður einráðir. Svo hefir og orðið hór á landi, þótt minna sjó en annars staðar. Ljósast vitna þess er menntaskólaganga ungra stúlkna. Þær eyða hór f skóla sfnum fögru meydómsárum í að nema hin sömu fræði og við hinir, sem erum að klífa þrí tugan hamarinn til háskólanáms. En hafa þá menntaskólastúlkur ekki nokkuð aðra sórstöðu í þjóðfólaginu en annað kvenfólk? Það eru til þeir menn, sem alltaf eru á öndverðum meiði við sannleikann. Einn þessara manna er Sverrir Kristjánsson. Hann hefur fitjað upp á því, að hafa endaskipti á einu af lögmálum náttúrunnar. Hann vill gera konuna að karlmanni. Mig furðar stórkostlega á því, að nokkrum manni skuli hafa dottið slíkt í hug, hvað þá heldur láta það uppskátt. Þar um getur engu öðru verið að kenna, en fádæma þekkingarleysi á eðli mannsins, mikilmennsku og skorti á dómgreind til þess að dæma hvað rétt er og hvað rangt. Og væri allri þeirri heimsku, sem felst í staðhæfingum Sverris, bæði í þessu máli og ýmsum öðrum, haldið til haga og byrlað almenningi, myndi hún duga til þess að öllum Sverrum biðist að þruma af jafn- mikilli djúphyggni í heila öld og þessi gerir. Því engum heilvita manni blandast hugur um, að konan sé ekki karlmaður að eðlisfari, og að gjörbreyta eðli hennar gæti orðið torvelt og æði ábyrgðarmikið verk. En ef konan á að gegna öllum sömu störfum og karlmaðurinn og móta sig sem mest eftir honum, er það augljóst að eðli hennar myndi breytast í sömu átt. Og hvergi stendur skrifað að karleðlið sé göfugra en kveneðlið og væri því lítil eftirsókn í þeim hnífakaupum óséð. Það verður helkuldi í heiminu, sem nístir hvert. hjarta, þegar engin ástrík móðir, eiginkona eða unnusta vefja hrelldar sálir örmum sínum. En með fyrirkomulagi Sverris yrði móðirir aðeins útungunarvél, og eiginkona eða unnusta félagar eins og gerist karla á milli. Það er tæplega þess vert að leggja eyrun við kröfum þeirra Sverrissinna, en þær eru þessar helztar: Meira kven- frelsi, ekkert heimili. Eg veit ekki betur en að konan hafi fullt jafnrétti á við karlmanninn, og aðgang að öllum þeim störfum, sem hún er fær um að inna af hendi. Þetta veit auðvitað Sverrir, en hann heimtar meira. Konan á ekki að vera rígbundin á klafa heimilisins. Hún á að taka þátt í opinberum málum með karlmanninum, en ekki leggja sig niður við þau skítverk að ala upp börnin; þeim á að koma á uppeldis- stofnun. Þarna grillir í rauða þráðinn, sem gengur gegnum allan hugsanaferil Sv. Kristjánssonar. Það er eitt og aleitt sem mikils er um vert í heiminum, það cr að láta bera nógu mikið á sér. Þú skalt ekki vinna verk þín í kyrrþei, því þá veit enginn af þér. Þú skalt ekki stuðla að velmegun og þró- un þjóðfélagsins á annan hátt, en með gaspri og bægslagangi. Kona! Kærðu þig ekkert um að gera börn þín að nýtum mönnum, því þá getur svo farið að þau verði þér fremri, og verk þeirra verði þeim eingöngu þökkuð, en þú gleymist, og þá verður þín hvergi minnzt £ veraldarsögunni, og vei þér þá! Þetta eru boðorð Sv. Kr., en ekki veit ég hvort allir myndu fallast á að gera þau að barnalærdómi. Ég segi jú. Ég verð að álíta, að þær sóu ekki fyrst og fremst aðvbúa sig undir að verða húsmæður, sem hafi það eitt sór til ágætis, að kunna að elda graut og sauma dúka, eða fást við annan slíkan hógóma. Ég verð að krefjast þess af þeim að þær sjóu oyurlítið öðruvísi, en annað kvenfólk, sem hugsar um það eitt að ganga sem fyrst út og krækja sór í efnaðan eigin- mann.Þær eiga að kæra sig kollóttar um heimilisarininn og hjónarúmið þetta Hjálpræðishershæli, sem karlar halda ávallt opnu sem agni fyrir kvenfólkið. Það er ekki vegurinn til sáluL- hjálpar fyrir menntaskólastúlkur, sem eru afkvæmi hinnar glæsilegu kvenfrelsishreyfingar.— En því miður hefi óg ekki getað fundið neinn mun á menntaskólastúlkunum og öðrum stúlkum, Það er sami liturinn á þeim öllum. Þær koma í skólann frá góðum heimilum, er hafa kostað kapps um að veita þeim gott uppeldi, sem svo er kallað.Þær hafa á sór s=erstakan ham, sem menn kalla ”kvenleganM.Það þykir mönnum fallegt. Þær eru með bjálfalegan sakleysissvip, sem þær setja upp, eftir því sem við á. Þær eldroðna, ef maður lítur djarflega í augu þeirra, rótt eins og heilt bónorðsbróf lægi í augna- ráðinu. Allt eru þetta sömu einkennin, sem á öðru kvenfólki. En allt er þetta vitlausu uppeldi að kenna. Kvenfólkið er ekki það sjálft, heldur mestmegnis tilbúningur rangsnúins uppeldis og vitlauss tíðaranda.—Þá er og önnur sök, mjög þung sem óg hefi að bera á kvenfólkið. Það hefir sýnt svo frá- munalegan dauðyflishátt í öllum fólagsskap innan skólans, að við slíkt má ekki una. Fólagsskapur skólans, er þó einn af sólskinsblettum hans, og væri stórt skarð í hann höggvið, ef hann hyrfi. En stúlkurnar eru nú ekki að leggja það á sig að koma á fundi til okkar. Og þá skal óg um leið íJiinnast á eitt atriði, sem snertir mig.og sýnir ljóslega, hve mjög þær afrækja þau mál, sem þær eiga þó alla sína tilveru að þakka. Það var í vetur,að óg flutti erindi í Framtíðinni um kven- frelsi. Það var nú mál, sem ætla mætti aö gæti snortið hjartarætur kvenfólksins. En þær voru nú ekki hrifnari en svo af þessu lífs-og velferðarmáli sjálfs sín, að þær lótu ekki sjá sig. Auðvitað skiptir það litlu máli, þótt erindi mitt væri lóttvægt, um það vissu þær ekkert fyrirfram. En viðkunnan- legra hefði það verið að sjá þær koma og heyra, hver væri afstaða skólabræðra þeirra til þessa stórmerka máls. Nei, þær góðu ungfrúr höfðu annað að sýsla. Dansleikir og dansæfingar skólans eru sá eini gleð- skapur, sem dregur að sór kvenfólkið £ skólanum. Þá eru þær ekki sporlatar. Ég er þó alls ekki að ásaka þær fyrir það, þótt þær fái sór snúning einu sinni í mánuði til að æfa ofur- l£tið fæturna, en þar fyrir þurfa þær ekki að hundsa annan fólagsskap í skólanum. Eh þær hundsa hann svo eftirminnilega, að ekki er ein einasta stúlka £ Framt£ðinni og ekki heldur £ Fjölni, að því er óg veit bezt að minnsta kosti voru þær ekki heimagangar þar, er óg var £ þv£ fólagi. Ég vildi leggja þá spurningu fyrir stúlkur skólans, hvers vegna þær dragi sig £ hló þar sem þeirra er þörf, og þær gætu verið duglegir liðsmenn. Er það af gáfnaskorti? Nei l .Þær standa okkur alls ekki að baki £ þeim efnum. Geta þær ekki hugsað sjatlfstætt og myndað sór sjálfstæðar skoðanir £ fólags- málum? Jú, þær geta það ef þær nenna þvf og láta ekki aðra hugsa fyrir sig. Stúlkurnar vantar ekkert til að verða bæði mælskar og ritfærar. En hvers vegna neyta þær ekki hæfileika sinna? Blátt áfram af þvf,að þeim þykir það ekki "kvenlegt". Þeim þyki þykir það ekki kvenlegt að standa á ræðupalli með okkur hinum eiga við okkur orðaskifti £ ræðu og riti. Þessi hugmynd um, að kvenfólk eigi að vera M kvenlegtM,er orðin herfjötur á þeim. En þennan herfjötur eiga þær að höggva af sór. Stúlkur skólans eru ekki fyrst og fremst kvenmenn, heldur fólag&r okkar piltannaj Við ausum upp af sömu menntabrunnum og stefnum að sama marki, og þvf er ástæðulaust, að við sóum eins ólfk £ háttum okkar og framast erunnt. Mór finnst þeim vera það vorkunnarlaust að vera £ ofurl=itiÖ meira fólagssambandi við okkur, en þær eru nú. Og um fram allt ættu þær að losa. sig við þennan touch-me-not-svip, sem fer þeim svo frámunalega illa.1 En hvað sem öðru lfður, þá verður siaður að ætlast til þess af kvenfólki skólans, að það myndi ekki sórstakt þjóðfólag, eða róttara sagt sórstakt kynfólag innan skólans og nálgist okkur ofurlftið meira, þótt við sóum "hættulegir karlmenn.M Matthfas skáld Jochumsson sagði einu sinni £ samkvæmi, að kvenfólk væri piparinn £ lffsins plokkfiski. Þessi orð eru hvort tveggja £ senn andrfk og spaklcg. Kvenfólkið er krycld lffsins, er gefur lffinu bragð—og stundum beiskju- og þv£ er það óviðjafnanlegt. Eg á enga ósk heitari en þá, að orð þessi mættu sannast á stúlkum menntaskólans- að þær yrðu krydd hans og salt. Svo bið óg kvenfólkið vel lifa. Sverrir Kristjánsson. Sverrir heimtar konunni meiri möguleika til broska, sem er gróflega fallega meint, og álítur að þeir fáist einungis á þann hátt, að hún skipti sér af opinberum málum. Mér er víst óhætt að fullyrða, aö eini sáluhjálplegi lífselexírinn sé í Sverris augum stjórnmál og það sem að þeim iítur, því um þau snúast allar hugsanir hans. Og það virðist brennt fyrir það að nokkuð annað fái inngöngu í hans hátimbraða vizkusal. Þv£ hvenær sem Sverrir tekur til máls á fundum, þá er það alltaf pólitfkin sem hann er að troða £ menn og hreytir úr sér skömmum yfir þá, sem ekki gefa sig alla að stjórnmálum. Þv£ er ekki von að maður, sem þannig er gegn- sýrður, geti sett sér fyrir sjónir, að þroskast megi á annan hátt en þann, sem hann sjálfur hefir valið. Og þess vegna verður tilraun hans til þess að þroska kvenfólkið svo létt- væg, af þvi að cngum dylst, nema honum sjálfum, að ná megi almennum þroska, eins og það hugtak er almennt skilið, á hundrað aðra máta. Og hvað konuni viðvfkur, þá er það nú einu sinni svona, að hún er öðruvisi að eðlisfari en karl- maðurinn og henni lætur margt betur en að vinna karlastörf. En þar fyrir þarf henni ekki að verða áfátt i þekkingu á Iffinu. Sá, sem vill læra, hann getur lika mikið lært. Og það er viljinn sem mest á rfður, en ekki metorð og völd. Og miklu væri þeim sæmra, Sverri og öðrum mannkynsfræðurum, að skapa i menn stálvilja til þess að læra, heldur en að róa sínkt og heilagt öllum árum að misklíð og óánægju manna á milli. Ég er Sverri alveg samþykkur i þvf, að konan geti haft gáfur til jafns við karlmanninn. Það sýna mýmörg dæmi. En hana skortir aftur á móti stöðuglyndi og þrautseigju. Það á ekki vð hana að vastrast £ þvi sama og karlmaðurinn, og þess vegna þolir hún oft og einatt áfellinsdóma fyrir einfeldni og þekkingarleysi. Hún á miklu betur heima á öðru sviði, en það er sem húsmóðir. Auðvitað á þetta ekki við allar konur, þv£ engin regla er án undantekningar, og margar konur eru hneigðar fyrir önnur störf. En yfirleitt á það vel við hana að hafa eitthvað að sjá um, t.d. hús eða börn. Með því cr auðvitað ekki sagt að hún sé til þess fædd og geti ekki annað gert, en þar má mjög oft segja að hún sé í essinu sinu. Ég er þannig gerður, og svo hygg ég fleiri vera, að ég vil helzt lita á meyna sem mey, og ég vil dást að fegurð hennar og hreinleika. Ég vil hafa hana sem ímynd alls þess fagra og góða, og láta hana vera leiðarljós mitt og huggun. A þennan hátt hefur mærin mikið gildi í mínum augum. En þegar hún fer að stefna að sama marki og karlmaðurinn, og vill þroskast á sama hátt, þá verður henni það allt of oft á, að hún afhjúp- ar sínar veiku hliðar, og sannast þá oft: Fegurð hrifur hugann meira ef hjúpuð er, svo andann gruni ennþá fleira en augað sér. 5

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.