Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 22
SKOLABLADID 19251965 Í6RIP
Enda þótt 40 ár séu ef til vill ekki langur tími, þykir
samt hafa að minnast þvílíkra tímamóta.
Það segir sig sjálft, að 40 ár eru þýðingarlaus dropi
í ármilljónahafið, sem vesöl jarðarkringlan á að baki. Hins
vegar má fullyrða, að þau 40 ár, sem liðin eru frá því að
Skólablaðið kom fyrst út, hafi verið tímabil þróunar og svo
stórkostlegra breytinga tækni, vísinda og þar með skoðana
mannkynsins, að lífsskilyrði heilla heimsálfa hafa tekið
þvílíkum stakkaskiptum, að eigi verður öðru viðjafnað úr
mannkynssögu síðari ára. Það eru umbrotatímar þetta 40
ára tímabil; í upphafi þess geysar þrúgandi heimskreppan,
þá skellur á heimsstyrjöld - sú hryllilegasta, sem enn hef-
ur dunið yfir heimsbyggðina, og í lok tímabilsins þjóta
alls kvns gervitungl um himinhvolfið. Og sjálfstæði Is-
lands - hins minnsta lýðveldis í heimi - er lýst að Þing-
völlum 1944*
Ekki fer Skólablaðið varhluta af þessum breytingum.
Blaðið breytist frá ári til árs, og þó útlitið sé e.t.v.
hið sama, gefur efni þess ætíð til kynna baráttu- og umræðu-
efni líðandi stundar. Með réttu er sagt, að Skólablaðið
gefi skýra spegilmynd skólalífsins á hverjum tíma. En það
er ekki einungis sú mynd, sem fram fæst í spegli Skólablaðs-
ins, heldur einnig önnur og óljósari; mynd heims- og þjóð-
félagsmála.
fmis handskrifuð blöð höfðu komið út í skólanum áður
en Skólablaðið hóf göngu sína. Þeirra merkust eru líklega
Fjölsvinnur og Skinfaxi. Fjölsvinnur var gefið út af Banda-
mannafélaginu, hóf göngu sína við stofnun þess félags 1S67,
en hættir að koma út árið 1875. Arið 1873 klofnaði Banda-
mannafélagið í fyrra sinn (aftur I87S). Stofnaði þá annar
klofningar-armurinn félagið Eggert Olafsson, en hinn armur-
inn rak áfram félag með gamla nafninu. En félögin samein-
uðust aftur 1875, og þá er Fjölsvinnur lagður niður. Skin-
faxi, sem lengi var helzta blað skólans, kom út á árunum
1900-1924.
Fyrsta Skólablaðið kemur út 5* desember 1925« Skóla-
blaðið var fjölritað og fyrsta blað sinnar tegundar í skólan-
um. Það var fjölritað í Fjölritunarstofu Pjeturs G. Guð-
mundssonar, Týsgötu 5 allt til ársins 1937, en þá tekur
Daníel Halldórsson við.
Fyrstu blöðin voru aðeins 6 síður. Haus og fyrirsagn-
ir voru vélritaðar eins og annað lesmál, teiknaður haus er
fyrst á 2.tbl. 3*árg. 1928. Hins vegar koma ekki teiknaðar
fyrirsagnir fyrr en 1932.
Blaðið, sem út kom í des. 1925 I "Reykjavíkur almenna
menntaskóla", en þannig var yfirskriftin, var einkaeign 11
nemenda, þeirra Bjarna Benediktssonar, Bjarna Sigurðssonar,
Einars Jónssonar, Gísla Gestssonar, Hólmfreðar Franzsonar,
Jóhanns Sveinssonar, Jóhanns Sæmundssonar, Kristjáns Guð-
laugssonar, Lárusar H. Blöndals, Ragnars Jónssonar og Símons
Ágústssonar.
Abyrgðarmaður blaðsins og aðalhvatamaður að stofnun
þess var Lúðvíg Guðmundsson. I formála fyrsta Skólablaðsins
segja útgefendur m.a; "Því er blað þetta til orðið að þörf
hefir þótt á, að til væri eitthvert það band, er tengt gæti
þá saman, sem eru innan veggja skólans.........En auk þess
ætti blaðið að gefa nokkra mynd af skólalífinu og hugsjónum
þeim, er í skóla bærast og það vildum við einnig láta sjást
að þau merki, sem upp eru tekin, muni eigi skjótt niður
felld."
Blaðið er einkaeign útgefanda til 21. janúar 1928. Þá
kemur út 3.tbl. 4-árg. og skýrt er frá í örfáum orðum, að
skólafundur haldinn á Sal í desember hafi ákveðið, að skól-
inn sjálfur gæfi út blað, Mþví að það væri bæði óviðeigandi
og jafnvel viðsjárvert, að blað, sem gefið er út innan skól-
ans, sé algjörlega í höndum fárra manna".
1926 hættir Lúðvíg Guðmundsson að kenna við skólann,
og Jakob Jóh. Smári verður ábyrgðarmaður. Segir hann í
ávarpsorðum m.a: '’Röddin er eitt merkilegasta einkenni
æðri dýra og mannanna. Hún lætur í ljós gleði og sorg og
hvers kyns hugarástand. Skólablaðið á að vera rödd nemenda
í þessum skóla, láta í ljós von þeirra og löngun, hugsjónir
og áhugamál......M
1929 verður sú breyting, að einn ritnefndarmanna Brjmj-
ólfur Dagsson nemandi, gerist ábyrgðarmaður, en Jakob Jóh.
Smári lætur af því starfi. Segir £ ávarpi, að þetta sé
gert til að hafa blað sem frjálsast og óháðast. En Adam var
ekki lengi í Paradís. 1934 tekur Sigurður Thoroddsen yfir-
kennari við ábyrgðarmennsku.
Fyrstur árgangar Skólablaðsins voru sviplitlir í útliti.
En fljótlega er farið að teikna haus og fyrirsagnir og mynd
er strax í 2.tbl. l.árg. Fyrstu skojmyndirnar eru í 2.tbl.
3.árg. 1928. Þar er mynd, er tekur yfir hálfa síður og
heitir Skólahlaup, en undir myndinni stendur "Menntaskólinn
vinnur kennarahlaupið 1928". Önnur mynd er einnig á sömu
síðu og nefnist hún Má tólfta tímanum” og ber undirskriftina
Mgott er að sofa í morgunmund”. Skopmynd af Guðmundi Bárð-
EDITOR DICIT
Oft verður ritræpukverúlöntum og blekiðnaðarmönnum
tíðrætt um það bæði í ræðu og riti, að við Islendingar
séum trúlaus þjóð með öllu. Telja sumir þeirra þetta
bagalegt úr hófi fram og hampa mjög þeirri skoðun, að
sakir þessa séiun við ekki einast orðin að vitvana teygju-
dýrum og slefandi hálfvitum, heldur einnig og öngvu að
síður ágjarnir analfabetar og slæmir. Aðrir meðal þessara
slefbera telja þó "trúleysi” þetta öngvan skaða nema síður
væri og hlæja mjög svo að hvín í vitum. Þessi hvimleiði
malandi suðar okkur einatt í eyrum. En hvílík reginfirra
og hvílíkur örraka þvættingur. Við Islendingar eigum guð.
Við eigum góðan guð, sem er mildur og hjálpsamur. Hann
heitir mammon. Hann heitir mammon og við trúum á hann.
Svo koma þeir, þessir andskotar heilbrigðrar hugsunar, þess-
ir öfuguggar og kommúnistar, og leyfa sér að opinbera al-
þjóð lastabæli þau, sem þeir bera í höfðinu og kalla Mupp-
sprettur málefnalegrar gagnrýni á meinsemdir þjóðfélagsinsM.
Mammon er karlkynsnafnorð og beygist eins og nælon.
Fyrri hluti orðsins er kominn úr nafnorðinu mamma, sem
þýðir móðir en seinni hlutinn er fenginn úr karlmannsnafn-
inu Hákon.
Guðshús mammonstrúarmanna heita bankar og trúarleiðtog-
arnir bankastjórar. Mammon er sjálfur yfirmaður. Mammons-
trúin greinist í fjölmargar undirdeildir og geymir ótal
hliðarskanka, og er allt helgisiðakerfið og verkaskipting
hinna einstöku hofpresta og djákna svo flókið mál að fáir
eða engir munu skilja það til nokkurrar hlítar nama mammon
sjálfur. Helgirit mammonstrúarmanna eru fjölmörg, svo
mörg, að enginn hefur náð að kasta á þau tölu nema mammon
sjálfur. Nöfn margra þeirra enda á
-skrá. Sérstaklega vil ég nefna hina svokölluðu bankabók,
sem er einstakt fyrirbæri í trúarbragðasögunni. Slíka bók
arsyni náttúrufræðikennara er einnig í blaðinu. Kvennskari
þyrpist í kring um Guðmund, en hann segir: MI sambandi við
stúdentafjöldann vil ég geta þess, að auglýsi maður eftir
vinnukonu, hefir maður nóg að gera í marga daga að taka á
móti kvenfólki, sem vantar atvinnu. Þannig er atvinnuleysi
á öllum sviðum.M Og skopmyndir verða nú algengar í Skóla-
blaðinu.
Auglýsingar eru strax í fyrstu blöðunum, enda hefur út-
gefendum vart veitt af að fá sem mestan fjárhagslegan stuðn-
ing. Bókaverzlanir Sigfúsar Eymundssonar og Guðmundar Gam-
alíelssonar auglýsa oft á fyrstu árum blaðsins. En trygg-
ustu auglýsendur fyrstu árin eru verzlanir Haraldar Arnasonar
og Björns Kristjánssonar, sem lengi auglýsir: MNotið aðeins
teikniblýantinn Oðin. Fæst hjá Verzluninni B.K.M Tóbaks-
auglýsingar eru algengar. 1929: "Bezta cigarettan í 20 stk.
pökkum, sem kosta 1 kr. er: Commander, Vestminster -Virgina
cigarettur. Fást í öllum verzlunum." 1928-1933 eru ýmist
auglýstar Commander, Abdulla eða Ariston cigarettur, sem
kosta eina krónu, tuttugu stykkin. Auk þess er "ljómandi
falleg landslagsmynd í hverjum AristonpakkaM.
Efni Skólablaðsins var með líkum hætti og nú gerist.
Félagsmál, bókmenntir, skólaritgerðir, skáldskapur og póli-
tík, brandarar, kjaftasögur og lygisögur, allt með hefð-
bundnu sniði.
Á fyrstu árum blaðsins eru greinar oftast stuttar, en
þær lengjast með árunum. Ritdeilur eru oft háðar hin fyrsta
milli Trausta Einarssonar og Sverris Kristjánssonar um kven-
frelsi. Eftir að skólinn tekur við rekstri Skólablaðsins,
breytist svipur þess og efni. Deilt er um félagslífið og
kvæði birtast. Um og eftir 1930 verður pólitík allsráðandi
í blaðinu. Nýjar hugsjónir sócialista láta að sér kveða,
deilt er um austur og vestur, og svo langt gengur hið póli-
tíska stríð nemenda, að jafnvel er háð ritdeila um mjólkur-
verð. Eymundur Magnússon skrifar mjög mikið í Skólablaðið
á árunum 1934-35, allt um pólitík. I 3.tbl. 1934 ritar hann
alls u.þ.b. 4 bls. um stjórnmál, kynnir sig sem kommúnista
og kveðst skrifa gegn fasistum og socialfasistum, en að hans
áliti er Birgir Kjaran helzti forvígismaður þessara stefna
innan skólans veggja. En í rauninni er þetta eina tímabilið
í sögu blaðsins, sem pólitík kemur, þ.e.a.s. tímabilið frá
u.þ.b. 1930 fram að heimsstyrjöldinni. En pólitíkin kemur
ekki einungis við sögu Skólablaðsins. Kommúnistar og Sam-
fylkingarmenn skiptast á um völd £ Framt£ðinni og Skólafél-
aginu. Samfylkingarmenn voruaðáliti kommúnista kratar,
fasistar, nýfasistar og socialfasistar. Birgir Kjaran
varð að hrökklast frá völdum £ Framtfðinni vegna vantrausts
og Gylfi Þ. Gfslason fellur tvfvegis f kosningum f skólanum
gegn kommúnistum.
Otlitsbreytingar eru alltíðar á blaðinu. Þvf fer ört
fram, fjölritunin og pappírinn breytast mjög til batnaðar,
og farið er að vanda betur fyrirsagnir og hausa. 1934
kemur nýr haus með mynd af skólahúsinu. Árið eftir er honum
enn breytt og enn ári síðar birtist hinn þriðji. Sá haus
hafði nafn blaðsins teiknað í boga en í boganum miðjum var
mynd af einum kennara í senn. I nóv. 1952 birtist sá
haus, er nemendur kannast svo vel við og lengst hefur trónað
á forsíðu og var við lýði, unz núverand ritstjóri lagði
hann niður. Hausinn teiknaði Arngrímur Sigurðsson.
I mai 1940 verður Pálmi Hannesson rektor ábyrgðarmaður
blaðsins. Hafði þá komið út blað 27. apríl það ár, er inni-
hélt m.a.: Mtvær svæsnar áróðursgreinarM, svo sem í maí-
blaðinu sagði. Varð út af greinum þessum allmikill kurr.
á hver einstakur safnaðarmeðlimur í mammonssöfnuðum, og f
hvert skipti sem farið er til banka og guðinum fórnað ein-
hverju eða skipt við hann á annan hátt, skráir hann nafn
sitt í bókina í gegnum einhvern djáknann. Þannig má
fylgjast vel með trúrækni. Hver einast landsmaður á slfka
bók nema þrír eða fjórir drullusokkar og einn hálfviti.
Samt afneita margir þessara manna mammoni. Mammon leyfir
dýrkun hverskonar skurðgoða svo fremi sem þau eru verði
keypt. Má þar nefna dýrkun harðviðar og steina. Mammoni
þóknast menn semsé bezt með því að safna fjársjóðum. Þegar
trúin tók að breiðast út endur fyrir löngu fylltust menn í
öðrum trúflokkum ákafri öfund, og maður f einum trúflokk-
anna fann upp þetta slagorð: "Safnaðu ekki fjársjóðum á
jörðu niðri þar sem mölur og ryð fær grandað þeim.M Hann
En svo var málum háttað, að tveir nemendur höfðu skrifað
ádeilugreinar, sem þóttu róttækar í meira lagi. Greinar
þessar voru ekki boraar undir ábyi’gðarmann Skólablaðsins,
Kristin Armannsson rektor, þáverandi yfirkennara, og álit
hans sniðgengið. Tók Pálmi rektor þá við ábyrgðarmennskunni.
I nóv. 1941 er í fyrsta skipti kosin ritstjórn blaðs-
ins. Aður hafði fimm manna ritnefnd séð um útgáfuna, en nú
verður ritstjóri höfuðsmaður þessa rits. Fyrsti ritstjóri
var Jón Löve.
I apríl 1944 kemur blaðið út prentað. Það er 60 síður
með fjölmörgum ljósmyndum. Hins vegar er næsta blað fjöl-
ritað, og gengur svo um u.þ.b. tíu ára skeið, að blaðið
kemur ýmist prentað eða fjölritað, þó miklu oftar fjölritað.
Prentuðu blöðin eru miklu nátíðlegri og stífari en hin léttu
og eilítið klúðurslegu fjölrituðu blöð. Hins vegar eru
prentuðu blöðin miklu hreinlegri og snyrtilegri.
I okt. 1946 kemur út hátíðablað í tilefni 100 ára af-
mælis menntaskóla í Reykjavfk. Sérstök ritnefnd hátíða-
blaðsins er skipuð og er Bjarni Bragi Jónsson formaður henn-
ar, en Magnús Finnsson ábyrgðarmaður. Blaðið er hið myndar-
legasta, 60 síður með fjölbreyttu efni. M.a. eru þar birtar
setningarræður Sveinbjarnar Egilssonar rektors I846 og
Pálma Hannessonar rektors 1946, en Kristinn Armannsson ritar
ágrip 100 ára sögu skólans.
Á árunum 1945-47 er áberandi hve skáldskapur minnkar,
en þættir, frásagnir og ritdeilur - allt um félagsmál -
aukast gífurlega og eru meginefni blaðsins. Embættismanna-
tal birtist í fyrsta sinni 1945 og æ síðan. Myndagátur eru
mjög vinsælar og í hverju blaði á þessu tfmabili. Mikill
skákáhugi er ríkjandi.
Argangurinn 1948-1949 er mikill að vöxtum, og svo er
um flesta árganga eftir það. Ritstjóri er Þorkell Grfmsson,
en ritnefnd skipa Aðalsteinn Guðjohnsen, Vigdfs Finnboga-
dóttir, Örnólfur Thorlacius og Björn Sigurbjörnsson. I loka-
orðum síðast tölublaðs segir Þorkell Grfmsson m.a: MEitt
atriði virðist vera hulið alltof mörgum. Það er, að Skóla-
blaðið er gefið út af nemendum, sem málgagn þeirra og um-
ræðuvettvangur, og það er þeirra að ljá því efni og aðstoð.”
Ennfremur: M......við embættakosningar halda sumir, að ekkert
sé fyrir þá að gera annað en bíða eftirblaði, sem kemur oft
til þeirra og er skemmtilegt. Þetta er misskilningur og
virðist því miður all rótgróinn. Andlaust og lélegt blað
er ekki hvað sízt ykkar sök, kæru skólasystkin. Þið getið
sjálfum ykkur um kennt að hafa ekki lagt til meira og betra
efni.M Svo mörg voru þau orð, og vissulega eru þau enn í
gildi.
Argangurinn 1951-52 er um margt mjög góður. Ritstjóri
er Arni Björnsson. Efnið er mikið og m.a. hefur þá Dandi
manna þáttur göngu sína að nýju. Fastur þáttur var þá
enginn í blaðinu utan Blekslettur, sem fyrst birtust 1943*
Þættir um dáindismenn skólans höfðu birzt allmiklu fyrr, en
þátturinn er nú endurvakinn undir nafninu dandi menn. I
upphafi hins fyrsta dandimanna^þáttar er birt klausa frá
1940, er ber yfirskriftina Gunnar hringjari Norland, og
virtist, sem þar með sé stefnan mörkuð:
MSjá þennan mann. Hann er klæddurað að hætti tízkufróðra
bæjarmanna. Hár hans er fagurlega lagt. Rödd hans er sem
útvarpsþuls. Enginn handleikur vindlig eins og hanníC...."
fmislegt er haft í frammi til að auka fjölbreytnina,
svo sem 1954j er ölafurPálmason birtir stafróf rúnaleturs og
hefur allar fyrirsagnir með rúnaletri.
Þegar hér er komið sögu, hefur blaðið fengið að mestu
leyti útlit það, sem haldizt hefur í meginatriðum. Slúður-
sagnadálkurinn Quid Novi hefur göngu sfna 1956. Er hann
fyrst almennur fréttaþáttur kryddaður skopi, en þróast síðan
í hreinan kjaftaþátt. Mikil þátttaka er í smásagnakeppninni
og 1958 fær Ragnar Arnalds 1. verðlaun fyrir smásöguna MEg
faðir minn og fimmta ríkiðM, sem talin er einhver allra
bezta saga, sem birzt hefur f Skólablaðinu.
Ég hirði ekki að geta um sögu síðustu ára, en á það
má minnast, að þátturinn Editor dicit birtist fyrst f
blöðum Einars Más Jónssonar. Þátturinn varð síðan fyrir
barðinu á máltilfinningu Júníusa.r Kristinssonar og hlaut í
blöðum hans nafnið Frá ritstjóra.
Ég hefi nú rakið mjög lauslega sögu Skólablaðsins frá
upphafi, og vona ég að einhverjum takist að finna hér fróð-
leiksmola. Þá er takmarkinu náð. Lesendur athugi, að þar
sem um beinar upptekningar úr gömlum blöðum er að ræða, er
höfð stafsetning og greinamerkjasetning, svo sem þar er
haft.
Lokaorð ritstjóra 1948-49 vil ég að endingu gera að
mfnum.:
MAndlaust og lélegt blað er ekki hvað sízt ykkar sök,
kæru skólasystkin. Þið getið sjálfum ykkur um kennt að
hafa ekki lagt tíl meira og betra efni.M
Hallgrímur Snorrason 40.árg.5«tbl.
var með hugann við skýin. En mammon varð fljótur til svars
eins og fyrri daginn og bætti við: M...og heldur ekki á
himnum þar sem þú nærð ekki til þeirra.M
Síðan hefur trúin á mammon verið f mikilli sókn um
allan heim og leggur hún undir sig ef svo mætti að orði
komast æ fleiri sálir. Þetta höfum við Islendingar skilið.
Við höfum þekkt okkar vitjunartíma eins og svo oft áður.
Nú er banki á hverju götuhorni, og svo mikill er trúar-
hitinn meðal þjóðarinnar að á morgnana má oft sjá fólk
standa f löngum biðröðum við dyrnar rétt áður en helgistað-
irnir eru opnaðir. Þessu ber að fagna af heilum hug. Hinu
er þó ekki að leyna að mammonstrúin hefur sætt nokkurri
gagnrýni og hafa einörðustu og skeleggustu riddarar hennar
jafnvel orðið fyrir nokkru aðkasti þó að undarlegt megi
virðast. Þeir sem standa að ósóma þessum tilheyra fámennri
klíku nokkurra (örfárra) óábyrgra hérvillinga og attaníossa
þeirra. Þeir kalla sig kúltúrmenn. Þeir segja (og sögðu
þó einkum) að trúin á mammon muni drepa kúltúrinn. En hug-
myndafræðingar mammons sýndu þessum ánum fram á það, að
kúltúrinn borgaði sig ekki, og eftir hverju væri þá eigin-
lega að slægjast þar. Þeir sönnuðu þetta með dæmum (m.a.
reikningu Þjóðleikhússins 1955)-
Aðeins örfáir af þessum pöddum létu sér segjast, en
við verðum bara að taka þvf, svona menn eru til í hverju
þjóðfélagi. Þeir eru sjálfum sér verstir. En æ fleiri Is-
lendingar skilja að kúltúrinn borgar sig ekki og æ fleiri
sjá að það sem borgar sig ekki er ekki rétt. Þess vegna er
fallegra og göfugra og réttara að flytja inn tannstöngla
og smákager en að vera íslenzkufræðingur ("íslenzkan er
fúppM) og fallegra að skrúfa saman klósett en að vera
rektor háskólans.
Megi fslenzka þjóðin bera gæfu til að skilja þessi
einföldu sannindi og hún mun hólpin verða.
Þórarinn Eldjárn. 43-árg.l.tbl.
22