Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1975, Page 12

Skólablaðið - 01.02.1975, Page 12
Það er áreiðanlega margt við þennan skóla, sem þarfnast gagnrýni. Af einhverjum ástæðum hafa þeir nemendur, sem nú sitja í skóla verið furðu tregir til að ræða þau mál, sem þeim eru sameiginleg innan veggja hans og ættu því að vera áhugamál og umræðuefni þeirra allra. Á málfundum nemenda hafa pólitískar vopnabrýnur verið ríkjandi og öðru varla sinnt, en það ætti þó að reynast ger- legt að láta álit sitt í ljós á einhverjum öðrum vettvangi, t.d. í Skólablaðinu. Ef menn blaða í gömlum árgöngum þess5 má einatt rekast á fjörugar og vel skrifaðar greinar um ýmis- legt, sem varðar skólann og félagslífið. Þar eru greinar um einkunnagjafir, gildi þeirra og fánýti, lestrarefnið í skól- anum5 samvinnu nemenda og kennara o.s.frv. Ég vil gera það að tillögu minni, að hin algera þögn5 sem hefur ríkt um þessi mál undanfarna vetur, verði rofin, og nemendur sendi blaðinu greinar um það5 sem þeim þykir á vanta og megi fara betur5 og gagnrýni drengilega hina mörgu þætti skólalífsins. Með opinskáum umræðum myndum við reka af okkur öll þau andlegu óhreinindi, sem eru pukrinu samfara. Eitt er það, sem er nokkuð óljóst fyrir þorra okkar: Hvert er takmarkið með kennslunni, hvert er hið eiginlega verksvið menntaskóla? Ég þori að fullyrða, að meginhluti nemenda hefur setzt í þennan skóla án þess að gera sér grein fyrir því, hvað þeir ætli sér í raun og veru að sækja til þeirrar stofnunar, sem þeir helga svo mikið af tíma sínum. Þegar stúdentsprófi er svo lokið, er þetta sama fólk svo fegið að sleppa, að það keppist við að gleyma og þegir um allt sem minnir á menntaskólanám. Þetta hefur orðið til þess, að öll námstilhögun situr í föstum skorðum og er á valdi rnanna, sem hafa að jafnaði mjög gamlar og rótgrónar hugmyndir um hugtakið menntun. Sízt af öllu vil ég gera lítið úr því, sem tekið er að erfðum og á sér sögu sem föst hefð. En það liggur í hlutarins eðli, að menntun er ekki eitthvert algilt og fastákveðið hugtak, sem stendur um aldur og ævi. Við þetta stóra orð5 menntun, tengja menn hugmyndir sem sífellt eru að breytast og hljóta að breytast með hverri kynslóð sem hverfur. Því miður ætla það að verða nokkuð líf- seigir hleypidómar með Islendingum, að menningarlíf hljóti að einskorðast við nbókarmenntM. Þetta eru leifar þeirra tíma, þegar menn voru álitnir hafa klifið hæsta tind lærdóms og mennta, ef þeir gátu lesið Cicero á latínu og biblíuna á grísku. Ef litið er á námsefni í skólanum gæti maður freist- ast til að halda að ennþá eimdi eftir af þessu hjá löggjaf- anum. Undirritaður, sem situr sjötta bekk í máladeild hlýt- ur þennan skerf á viku hverri: I latínu, sjö stundir, í frönsku sex? í ensku fimm, í þýzku fjórar, en þrjár 1 hverju hinna, íslenzku, náttúrufræði og sögu. Hlutföllin eru svipuð í fjórða og fimmta bekk í máladeiTd, en þar eru auk þess kennd eðlisfræði og stærðfræði. Að mínum dómi er sitt hvað við þetta að athuga. Fyrst er það, að með þessu er námið gert of einhæft. Of mikil áherzla er lögð á sérhæfingu og kunnáttu í tungumálum, en nemendur hljóta ekki næga almenna menntun, og þekking þeirra er fjarri því að vera nógu víðtæk áður en þeir leggja fyrir sig einhverja sérgrein við háskóla. Skólinn er sagður veita mönnum góða undirstöðumenntun, en samt er náminu svo háttað, að margir stútentar virðast hvorki heyra né sjá það5 sem fer fram umhverfis þá5 eins og óvirkir og nær einangraðir með- limir í samfélaginu og líkt og komnir af fjöllum, ef talað er um annað en málfræðireglur eða efna-processa. Ég er ekki að segja að þetta fólk þurfi endilega að vera dugminna en aðrir við venjulegt brauðstrit, nema síður sé, en menntaskólar eru ekki til þess ætlaðir að styðja fólk til að þjösnast áfram á annarra kostnað. Það sem þörf er á., er að bæta mjög alla almenna menntun í skólanum og veita þannig nemendum hans innsýn í fleiri þætti menningarlífsins. Til þess eru vitanlega margar leiðir, en það sem liggur beinast við, er að auka að mun sögukennsluna, taka upp kennslu í þjóðfélagsvísindum og ekki sízt að kenna almenna fagurfræði, með sérstakri áherzlu á myndlistarfræðslu, því þar er okkur mest þörf á fróðleik. Þessar menntagreinar eiga að gera mönnum fært að átta sig betur á umhverfinu og komast I nokkru lífrænna samband við umheiminn og mynda sér sjálfstæðar skoðanir5 þótt ekki sé annað, en minnsta krafa sem hægt er að gera til menntaðs manns, er að hann sé því vax- inn að taka afstöðu til mála5 án þess að styðjast við almenna hleypidóma eða hlíta beinni forskrift pólitískra leiðarhöfunda og annarra professionalla áróðursmanna. Um listfræðslu og nauðsyn hennar held ég að óþarft muni að deila, ef hafðar eru I huga þær hugmyndir, sem nútímamenn tengja við hugtakið menntun. Fagurfræði er kennd erlendis við háskóla sem sérstök vísindagrein og þar eru menn ekki studentar án þess að kunna töluverð skil á fagurfræðilegum efnum. Hér er fagurfræði hvergi kennd. Um kynningu og út- breiðslu lista ríkir slíkt tómlæti, að hið eina tímarit, sem fengizt hefur sérstaklega við kynningu bókmennta og lista meðal almennings, hefur nýlega hlotið hægt andlát, að því er ég bezt veitj en erlendar bækur og tímarit hafa ekki sézt um langt skeið, eins og öllum er kunnugt. Almenningi býðst því lítið, ef frá er talið að nokkrar málverkasýningar og einn og einn fjrrirlestur hefur verið haldinn um þessi efni. Þetta er því hlálegra sem okkur hefur verið sagt5 að sambönd þjóð- arinnar við umheiminn hafa aldrei verið nánari5 við séum staddir í Mhringiðu heimsviðburðanna", eins og stjórnmála- mennirnir komast að orði. Vitanlega kemur þessi einangrun fram I megnri fáfræði og almennum misskilningi á öllu því5 sem lýtur að listum. Kynning á þessum efnum meðal almennings kostar mikið starf. Það eru áreiðanlega menntamennirnir sem hafa bezta aðstöðu allra, til að kynna listræn efni og gerast boðberar nýrra menningaráhrifa. Og menn ætlast einnig til þess af þeim. En við hverju er nú að búast, eins og málum er nú hátt- að í menntaskólunum. Ef athugað er hver fræðsla það er í raun og veru, sem stúdentar hljóta um þessi efni, er sízt að undra þótt íslenzka "intelligensian” sé ei fróðari en allur almenn- ingur. Það sem fellt er inn í sögukennsluna af listasögu er svo sáralítið, að nemendur mega heita jafn nær eftir sem áður. En nú kynni einhver að benda á, að fráleitt sé að tala um skort á listfræðslu í skólanum, meðan kenndar séu námsgreinar eins og söngur og teikning. Um sönginn ætla ég ekki að fjöl- yrða að sinni5 en ef teikning er talin til þessa, þá er rugl- að saman tveim atriðum. I rauninni er teikning aðeins þjálf- un huga og handar við að draga upp myndir á pappír, í skól- anum alltaf eftir annarri mynd. Það er augljóst, að listfræðsla er þessu óskyld og bygg- ist á öðrum forsendum. Hún er fólgin í fræðilegri útlistun fyrst og fremst, og í því að leiðbeina nemandanum og leiða hann að sjálfum listaverkunum, fá hann til að þroska með sér athygli og glöggskyggni og finna hjá sér þrá til að njóta og taka þátt í þeirri listmenningu sem skapaði svo göfug verk. Þessi fræðsla er þeim mun nauðsynlegri sem við Islend- ingar höfum yfirleitt fá tækifæri til að þroska með okkur ör- uggan smekk á því, sem unnið er af mannahöndum. Hin þúsund ára menning þjóðarinnar hefur skilað okkur næsta fátæklegum arfi af slíkum verðmætum. Þjóðin hefur aldrei átt nægan veraldarauð til að skapa önnur listaverk en þau, sem lifðu á tungu hennar og hið litla sem geymzt hefur af gömlum munum, er flest gert af vanefnum. Þó hafa ýmsir dýrmætir munir borizt okkur í hendur og þeir bera allir vott um afar sterkan stíl, rammíslenzkan og oft mjög fagran. For- feður okkar virðast hafa átt verkmenningu og fagurt handbragð þrátt fyrir sára efnalega fátækt og algera einangrun. Lík- legast er ekkert jafn góður mælikvarði á menntun og þroskastig hverrar kynslóðar og sá stíll, sem hún reisir hús sín eftir. Það handbragð, sem hún leggur á ýmsa manngerva hluti. Undanfarin ár hefur mörgum íslendingum safnast fé, enda hafa mikil verðmæti streymt inn í landið. Ahrif þessara breytinga má glöggt sjá í allri stílmenningu okkar. Margt ágætt hefur verið unnið í þessum efnum, en þó held ég, að listrænn árangur af hinum miklu nýbyggingum hafi orðið leið- ■wrrw ínlega rýr ef menn hafa í huga tilkostnaðinn. I úthverfi bæjarins skiptir að jafnaði í tvö horn, nýbyggð hús úr stein- steypu og ryðgaðir hermannabraggar, hvorttveggja mjög merkileg menningarsöguleg heimild. Það mun vera von flestra að hermannaskálarnir og minningarnar, sem við þá eru tengdar hverfi sem allra fyrst, en hins vegar er fullvíst, að stein- steypuhallir styrjaldaráranna verða fyrir augum okkar og komandi kynslóðar á Islandi, sem hefur átt næg efni til að reisa sér varanlega bústaði. Skortur á smekkvísi kemur fram á enn fleiri sviðum, í híbýlaprýði og innri skreytingum húsa, I skipulagi bæjarins, umgengnisháttumog venjum hinna nýríku íbúa hans. Eigi okkur að takast að skapa listræn verðmæti á þessu sviði eða öðrum, verður að gerast allróttæk breyting á viðborfi almennings til fagurfræðilegra efna. Mér virðist að örugg smekkvísi og næm fegurðartilfinn- ing þroskist bezt, þar sem menn hafa daglega fyrir augum það sem bezt hefur Ýerið unnið I ríki myndlistar og húsa- gerðar. Þar eigum við erfiða aðstöðu í samanburði við borgarbúa erlendis, í löndum sem eiga sér aldagamla verk- menningu og minjar frá blómlegum menningaröldum. Það sem fyrir íslenzkum æskulýð liggur, er að reisa frá grunni, til- einka sér allt hið merkilegasta, sem fram kemur erlendis og aðhæfa það íslenzkum staðháttum. Til þess þarf ekki ein- ungis fé, heldur einnig almennan og heilbrigðan skilning á fagurfræðilegum efnum. Að öðrum kosti erum við neydd til að lifa lífinu innan um eintóman ljótleika. Það er hlutverk og skylda þeirra, sem notið hafa æðri menntunar að hafa forystu um menningarmál. I þessari grein hef ég bent á einn þátt þeirra , sem mér virðast skipa hornrekusess í námsefni skól- ans og njóta lítils skilnings meðal almennings í landinu. Mér virðist því einsætt að tafarlaust beri að taka upp kennslu í fagurfræði og mikla og víðtæka listfræðslu í skól- anum, ef hann á ekki að kafna undir nafni. Þorkell Grímsson. 24.árg.3»tbl. Dux, dux, dux, töfraorð, ljóngáfaður ofsanámsmaður inni- byrðir á einni nóttu nið aldanna, latneskan syntax, djúpa talnaspeki, ekkert rameflt virki þýzkrar orðskipunar stenzt hinn allt greinandi hug hans. Hann er geníið, heilt úthaf af almennum orðum kann hann, öll hafa þau verið honum reynsla, prékrýndi snillingur hefur kannað allar listgreinar, hvern complex hefur hann lifað til dýpstu grunna og hlotið að laun- um dýpri sýn á margbreytileik mannlífsins. Hann er hin goðkynjaða vera, stigin upp úr myrkheimi meðalmennskunnar upp til algleywiissviða andlegs ofurmagns, hinar fáránlegustu reglur og flóknustu formúlur eru hans ambrosía, hans nektar, hann bergir á þeim með sama geði og guðirnir ódáinsvín. Allur persónuleiki hans ljómar af gáfum, orðræða hans gneistar af flæðandi andríki og bitrasta háði, verund hans öll er töfraglæstur, magnþrunginn brennipunktur innilegustu augnatillita, djúpstæðustu aðdáunarbrosa og hugheilustu auð- mýktar, sem nokkrum manni hefur hlotnazt. Hann er glæstasti draumaprinsinn, 1 ástardraumum stúlknanna er hann mestur allra, Clark Gable, T. Power og D. Haymes verða lítilmótlegir swinggæjar og barrónar, þegar hann birtist I ægiljóma alvalds síns í draumum hinna hjartheitustu stúlkna. Ef hann af tilviljun rennir augum sínum til einhverrar þeirra I vöku, kiknar sú hin sama I hnjáliðunum og unaðs- hrollur fer um hana alla, titrandi værðarbros færist yfir andlit henni. Þetta óféti í mannsmynd er hættulegasti keppinautur hvers heiðarlegs ástfangins manns. Því hann er fallegur, glæsilegur og gáfaður, I einu orði sagtj óskamynd, óskamjmd hvers einasta menntaskólanemanda. Það er nefnilega ein af hinum dásamlegustu blekkingum lífshöfundarins að lofa manninum að fylla út viðurstyggilega gráan hversdagsleikann með óskum, óskmyndum, óljósum vonum um eitthvað, sem aldrei verður nema vonin, en draummyndin, blekkingin sættir manninn við ömurlega tilveru sína. En blekkinguna viðurkennir maðurinn ekki, fyrr en hann neyðist til að hætta að vona, en þá tekur við ný uppfylling, hann leitar á vit endurminninga sinna fegurstu lífsstunda. Van- megna maður, þú átt aldrei allt þitt líf í nútíðinni. Nú skulum við hverfa frá drif inni smíð hins 'mikla blekk- ingarsmiðs, og láta okkur hrapa þetta óskaplega fall frá ósk- mynd dúxins niður til hinnar raunverulegu myndar af þessu heldur óhugnarlega fyrirbrigði. Og hve hryllilega andstæðu alls þess, sem óskmyndin prýddi ber ekki fyrir augu okkar. Andlit hins raunverulega dux (ef. ducis) ljómar ekki af gáfum, fölleitur með fáráðsglampa í augum, andlitið rist rún- um þrotlausrar áreynslu, allur svipurinn gefur til kynna þrjóskufulla baráttu við námsgreinarnar. Þessi ægilegu vígi, sem ekki verða sigruð nema með þrautseigjunni einni saman, hinum argasta kúrisma. Hin glæstu laun sín, háar einkunnir, geldur hann dýru verði. Verðið er þröngur sjónhringur, líf- snautt vitsmunalíf, andlega örfoka auðn. Allur hans lærdómur er þurr, engin lifuð reynsla gefur þekkingu hans frjótt inni- hald. Orðin, listirnar, spekina lærir hann af því að hann verður til að fá háar einkunnir. Hann hefur aldrei lifað það að njóta fegurðar listaverks. Meðfætt fegurðarskyn barnsins hefur fyrir löngu orðið að þoka út í hin yztu myrkur fyrir utanaðlærdómi, sem hann ofhleður heilasellur sínar með. Þessi samanrekni persónuleiki hlýtur að vekja óhug allra, sem neyddir eru til að koma í snertingu við hann. Stúlkurnar brosa meðaumkunarbrosi, þegar þær líta ljúfum augum á þetta fórnardýr fáránlegs metnaðar. 1 hjarta sínu er hann sjálfur aldrei glaður. Hann finnur, að honum hafa verið útdeildar aðrar eigindir en hinum. Hann þjáist og skilur ekki, hvers vegna hinir, þessir menn, sem ekki fá hátt geta glaðzt. En hann um það, hann verður aldrei annað en illa rætt blóm á allífsins akri, blóm, sem skortir þann eiginleika að neyta jafnt af þeirri gnægð yndislegrar næringar, sem fólgin er í þeim jarðvegi, sem það vex upp I. I þeirri von, að ég verði aldrei dux, yðar allra náðar- samlegast einlægur. Ég. 25.árg.2.tbl. 12

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.