Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 2
GEÍR HALLGRÍMSSON Það er merkur áfangi í mínum augum, þegar 50. ár- gangur Skólablaðsins er gefinn út. í tilefni þess árna ég Skólablaðinu og nemendur Menntaskólans í Reykjavík allra heilla, og minnist góðra og skemmtilegra stunda, sem varið var við útgáfu Skólablaösins. Ég átti sæti í ritnefnd Skólablaðsins, þegar ég var 1 5. bekk. Þá var Benedikt Gröndal, alþingismaður, formaður ritnefndar. Hann var þá þegar þjálfaður blaða- maóur, hafði unnió við blaóamennsku að sumarlagi og setti að mörgu leyti nýtt snið á Skólablaðið. Þegar ég varð svo ritstjori arið eftir 1943-1944, þótti okkur sem skipuðum ritnefndina mikill vandi á höndum að verða ekki eftirbátar árgangsins áður. Hófumst við því strax handa. Alls komu út sjö tölublöð af Skólablaðinu þann vetur. Var eitt tölublað prentað og selt í lausasölu í borginni á sérstökum skóladegi, sem efnt var til, til að kynna skólann meðal borgarbúa og landsmanna allra. Höfðu nemendur m.a. útvarpsdagskrá í. þessu skyni. Útgáfa Skólablaðsins var erfið aó mörgu leyti, nemendur voru ekki viljugir að skrifa í blaðið. Það þurfti að ganga á eftir þeim með grasið í skónum til þess að fa efni í blaðið, en með einhverjum hætti tókst okkur að fylla þessi sjö tölublöð. Fjárhagurinn var slíkur, að við birtum reikninga í síðasta tölublaðinu i samræmi við þá stefnu blaðsins að birta skyldi opin- berlega reikninga allra skólafélaga. Kom þar fram, að ársveltan nam nær 17.000.oo krónum og yfirfærðar voru til næsta ars 1366.62 krónur. Ég hef ekki lagt út í það að reikna, hvað þessir fjármunir eru að núverandi verð- gildi, en þetta voru töluverðar upphæðir í þá daga. Þegar ég fletti þessum 19. árgangi Skólablaðsins, sé ég, aó efst á dagskrá voru umræður um félagslíf nemenda og þá venjulega umkvartanir um lélega þátttöku og áhuga- leysi nemenda á því sviði. Námsefnum var gerð töluverð skil og upp hófust mjög harðvítugar deilur milli stærð- fræðideildar-og máladeildarmanna um það, í hvorri deild- inni menn hlytu betri menntun. Rætt var um stærðfræði- kennslu í máladeild og málakennslu í stærðfræðideild og þótti hvorum um sig óþarfi að kenna stærðfræði í mála- deild og mál í stærðfræðideild. Skólablaðið hóf sér- staka baráttu fyrir betri nýtingu skólaselsins, og margar greinar voru birtar til þess að berjast fyrir því, að íþaka væri tekin í notkun í þágu nemenda, en bókasafnið í íþöku og húsakynni þar höfðu verið lokuð og nemendum til einskis gagns. Það er einnig skemmtilegt að minnast þess nú á kvennaárinu, aó minnst var á kvenréttindi og þátttöku stúlkna í skólalífinu og komist meðal annars svo að orói: "Þær sjást sjaldan á málfundum nú orðið og iáta enda lítið til sín heyra þar þó þær komi. Séu þær beðnar að skrifa greinarkorn í Skólablaðið þykir þeim það eins mikil fjarstæða og þær væru beðnar að skreppa til Rússlands og miðla málum milli ófriðar- aðilanna. Ekki er samt vitað, að áhugamál kvenþjóðar- innar hafi verið útilokuð frá blaðinu og fundunum, né heldur hefur þeim verið bannað að taka þátt í áhuga- málum skólabræðra sinna. En þær virðast kunna því hið besta að láta þá alltaf hafa orðið og vera alls staðar fremsta í flokki. Til hvers eru þá kven- réttindin? Þetta er í fáum orðum sagt kvenfólkinu til háborinnar skammar, og ef þið, kæru skólasystur, eruð ekki því meiri rolur og andleysingar, er vonandi að þið rumskið nú við og látið sjá, aó í Mennta- skólanum er enn kvenfólk sem hefur ekki aðeins munninn fyrir neðan nefið heldur er einnig sæmilega penna- fært". Þannig var gengið á eftir stúlkunum í þá daga og bar þann árangur, að í næsta tölublaði birtist nafnlaus grein með fyrirsögninni "Kvenfólkið hefur oróið." Var þar meðal annars komist svo að orði: "Er það skemmst að minnast, að fyrir ári var máladeild þáverandi 5. bekkjar skipt eftir kynjum fyrir einróma ósk kvenfólksins í bekknum. Leið ekki á löngu, þar til er það kæmi í ljós, hvorn bekkinn skipuðu betri námskraftar. Þegar við jólaeinkunn fann rektor í engum aðalbókum lýsingarorð, sem nógsamlega létu í ljósi aðdáun hans á hinum andlegu afköstum kvennabekkjarins. En nokkuð kvað við annan tón, þegar hann ávarpaði strákabekkinn. Eigi er gjörla vitað, hvað þar fór fram, en hins vegar er það mál manna, að piltarnir hafi verið all uppburðarlitlir á svipinn er þeir lyppuðust út úr T-stofunni undan ræðu rektors." Og síðar segir ennfremur: "Getur því ekki hjá því farió, aö menn álykti af þessu, að strákarnir séu fegnir að njóta góðs af iðni og ástundun kvenfólksins. Hins vegar hafa þeir sýnt all mikla óánægj.u yfir því, sem þeir kalla þátttökuleysi kvenfólksins í málfundafélags- lífi skólans. En má ég spyrja: Hvernig færi fyrir strákunum, ef við sætum ekki heima og skrifuðum glósur og vertion fyrir þá á þeim tíma, sem þeir eyða í ómerki- legt kjaftæði og rifrildi á fundum? NÚ geta strákarnir sagt: Ekki virðist ykkur vanta tíma, þegar þið mætið á hverri dansæfingu, ekki eru þið þá heima "að læra fyrir okkur". En hér kemur enn í ljós fórnfýsi og miskunn kvenfolksins. Það rífur sig upp frá hinum dýrmætu lær- dómsiðkunum sínum í fullri meðvitund um það, að án þátttöku þess gæti þessi "populera" fótamennt strákanna ekki farið fram, svo að nokkurt lag væri á. Því að víst er um það, að það yrði furðuleg sjón og allóvanaleg að líta inn á dansæfingu menntaskólanemenda, þar sem strákarnir dönsuðu hver við annann. Af þessu hlýtur mönnum að vera það ljóst að með komu og veru stúlknanna í skólann hefur piltum skólans verið gert meira gagn en skaði, og er nú kominn tími til þess að þeir fari að gera sér það ljóst." 1 rabbdálki sama tölublaðs er gerð athugasemd við þessa ritsmíð á þennan hátt: "En þaö er með þetta kvenfólk, að það er ofboð- lítió gleymió. Svo segir á einum stað í velæruveröugri grein, að máladeild 5. bekkjar í fyrra hafi verið skipt eftir kynjum samkvæmt einróma ósk stúlknanna. En svo langt muna sumir, að litlu eftir að blessaðar "dúfurnar" höfðu borið fram hina "einróma ósk", þá gengu nokkrar þeirra á fund yfirvaldanna og höfðu þá séð eftir öllu saman og báðu um að breyta þessu aftur. Þær söknuðu víst strákanna svona mikið. En þótt flestir menn séu svo gerðir, að þeir vilja allt fyrir "dömurnar" gera og ekki síður þegar í hlut eiga ungar og fallegar stúlkur, þá er þeirri greiðasemi takmörk sett, og svo fór að stúlkurnar voru "hryggbrotnar."" Af þessum glefsum má sjá hvernig rætt var um kvenréttindi og þátttöku kvenna í almennum umræðum þá og verður að játa, að nú er nokkur breyting á orðin, þegar konur skipa bæði inspector- og ritstjóraembætti. Magnús Finnbogason magister var ábyrgðarmaður Skólablaðsins þennan 19. árgang þess og fór mjög samviskusamlega yfir hvert orð, sem skrifað var í blaðið, en aldrei kom það fyrir, að grein væri hafnað af hans hálfu og ég hygg raunar heldur ekki af hálfu ritnefndarinnar. Við áttum ánægjulegt samstarf við Pálma Hannesson rektor, en einu sinni sá hann þó ástæðu til þess að kalla á fund á sal til þess að setja ofaní okkur vegna greinar sem birtst hafði um Selið og af- skipti selsnefndar af afnotum þess, og urðum við þar auðvitað að standa fyrir máli okkar. Allt eru þetta ljómandi skemmtilegar endur- minningar, og ekki hefði ég viljað fara á mis við þá reynslu, sem ég hlaut sem ritstjóri Skólablaðsins. Ég hef engu síður haft gott af þeirri reynslu síðar á ævinni en náminu sjálfu. Þótt ég gerði mér ekki grein fyrir öðru þá, en að gaman væri við þetta að fást. Ég vonast til þess, að Skólablaðið megi veita sem flestum nemendum Menntaskólans í Reykjavík ánægju og verða þeim að gagni. Geir Hallgrímsson. Ritstjóratal 1941- 42 1942- 43 1943- 44 1944- 46 1946- 47 1946 1947- 48 1948- 49 1949- 50 1950- 51 1951- 52 1953- 54 1954- 55 1955- 56 1956- 57 1956- 57 1957- 58 1958- 59 1959- 60 1960- 61 1961- 62 1962- 63 1963- 64 1964- 65 1965- 66 1966- 67 1967- 68 1968- 69 1969- 70 1970- 71 1971- 72 1972- 73 1973- 74 1974 1974- 75 Jón Löve prófessor. Benedikt Gröndal alþingismaður. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra. Friðrik Sigurbjörnsson lögfræðingur. Arni Guðjónsson lögfræðingur. Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur ritstjóri Hátíðablaðs. Rögnvaldur Jónsson prestur. Þorkell Grímsson fornleifafræðingur. Örnólfur Thorlacius menntaskólakennari. Guðmundur Pétursson læknir. Arni Bjömsson þjóðháttafræðingur. Olafur Pálmason bókavörður. Sveinbjörn Björnsson eðlisfræðingur. Kristján Bersi Ölafsson skólastjóri. Jón E. Ragnarsson lögfræðingur settur ritsjóri 1. tbl. Pétur Stefánsson verkfræðingur. Jónas Kristjánsson ritstjóri. Þórður Harðarson læknir. Þráinn Eggertsson hagfræðingur. Einar Már Jónsson sagnfræðingur. Sverrir Hólmarsson menntaskólakennari. Júlíus Kristinsson skjalavörður. Þráinn Bertelsson rithöfundur. Jón Örn Marinósson fféttamaður. Jóhannes Björnsson læknanemi. Vilmundur Gylfason menntaskólakennari. Þórarinn Eldjárn bókmenntanemi. Jóhannes Olafsson kennari. Gestur Guðmundsson þjóðfélagsfræðinemi. Gestur ölafsson stærðfræðinemi. Jón Þór Jóhannsson íslenzkunemi. Páll Baldvinsson verzlunarmaður. Ingibjörg Friðbjörnsdóttir handíðaskóla- nemi, sagði af sér í febrúar 1974* Gunnlaugur Johnson menntaskólanemi. Inga Lára Baldvinsdóttir menntaskólanemi. BENEDÍKT GRÖNDAL Ritstjórn Skólablaðsins er meðal skemmtilegustu minninga, sem ég á frá sex ára námi í Menntaskólanum, en í þá tíð þurfti ekki frekari skýringar á því skólaheiti, og MR þýddi aðeins Mjólkurfélag Reykjavíkur. Eg fékk snemma áhuga á blaðamennsku og hafði þegar starfað nokkuð við dagblað í Reykjavík, er ég komst á það tilverustig, að geta orðið ritstjóri Skólablaðs- ins, sem varð veturinn 1942-43. Þar eð ég hef nú verið pólitískur blaðamaður og stjórn- málamaður í aldarfjórðung, kann það að koma á óvart, að í rit- stjóratíð minni við Skólablaðið var ég hatrammur andstæðing- ur allra stjórnmála, útilokaði stjórnmálaskrif úr blaðinu og átti í deilum um það efni við ritnefnd. Forustumaður þeirrar nefndarmanna, sem vildu fá pólitík í blaðið, var Geir Hall- grí ms s on. Ég kvaddi blaðið í grein í aprílhefti, en þar segir m.a: "Blaðið hefur verið með allbreyttu sniði frá því, sem áður var, og í því fjöldinn allur af nýjungum. Breytingum þessum má skipta í tvennt: l) Breytingar á ytra útliti og 2) Breyt- ingar á efni blaðsins. Hvað ytra útlit snertir ber fyrst að nefna kápuna, sem nú er ávallt prentuð í tveim litum og nú síðast á sérstakan pappír. Þá hefur verið reynt að setja hverja grein svo fram í blaðinu, að hún væri sem læsilegust, teiknaðar fyrirsagnir, smámyndir o.s.frv. Höfum við við það notið á^etrar samvinnu fjölritunarstofunnar, sem prentaði blaðið (Stofu Daníels Halldórssonar, þá í Hafnarstræti). Um efnið er það að segja, að birtar hafa verið greinar um hvers konar áhugamál nemenda, aðallega þau, sem snerta skólann, en einnig mörg önnur. En einu taka menn eftir. Það hafa engar pólítískar greinar birzt. Vil ég nú víkja nokkru nánar að því. I allan vetur hefur verið nokkur ágreiningur milli mín og ritnefndarinnar um það, hvort birta ætti í blaðinu grein- ar um pólitísk efni, gera það að vettvangi fyrir stjórnmála- deilur. Ég held því fram, að Skólablaðið sé enginn vettvang- ur fyrir pólitík, vegna þess að með því er eytt rúmi og pen— ingum í efni, sem hægt er að gera full skil á 5 mínútum á málfundi (og fá svar strax). Eg held því fram, að blaðið sé enginn vettvangur fyrir pólitík, vegna þess að I slíkum greinum kemur sjaldan fram meira en við getum lesið í dag— blöðunum. Og ég held því fram, að sé blaðið gert að vett- vangi slíkra deilna, verði hætta á, að stjórnmálaflokkarnir °ti fylgismönnum sínum fram og reyni þannig að hafa áhrif á nemendur. Ritnefndin var og er á annarri skoðun, en í vetur hefc-íÉg þó haldið minni skoðun til streitu, og ekki hefur birzt einn stafur um stjórnmál.” • • 1 n J £> UCIIL-L ct, Ciu pi X gg 1 U manna meanhluti í nefndinni hefði getað knúið vilja sinn fram, en engin pólitísk grein hefði borizt ritnefnd. Að þessu frátöldu var samstarfið í bezta lagi og endaði á kurt- eislegum hexllaóskum. Svo kom grein um auðvald og sðsialisi eftir Asmund Sigurjónsson (með mynd af Stalín) og greinin Það, sem koma skal" eftir Geir Hallgrímsson (með mynd af fí tækling og ríkisbubba). Þeir deildu hart um Sovét og sér- eignaskipulag. Annars er mér minnisstaiðast frá þessum árgang, að skól- inn var þá nýkominn úr tveggja ára útlegð. Brezka hernáms- liðið hafði tekið byggingar skólans, og honum var komið fyrir 1 húsakynnum Háskóla Islands. Eg lagði því mikla áherzlu á að fræða um sögu gamla skólans, endurvekja ýmsar hefðir tengdar húsinu - og þessar minningar hafa æ siðan gert mér sérlega ljóst, hversu illa hefur verið unnið að húsnæðismál- um skólans. Ég vildi alla tlð, að ríkið tæki allt landið upp að Þingholtsstræti, reisti byggingar á þrjá vegu en garð- ur og friðland skólans yrði I miðjunni. En það er liðinn draumur. Engum kom til hugar að nefna sex á prenti í þessa tíð. Mesta klám, sem komst inn í blaðið, var saga um það, er Pál3 Líndal bauð upp dömu á balli, og spurði hana: "Má ég mis- þyrma yður dálitla stund, fröken?" Hann átti auðvitað við tærnar einar. Benedikt Gröndal. 2

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.