Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 18
ASKRIFTARSÍMINN ER 86611
VIÐTAL VIÐ JÓNAS KRISTjANSSON RITSTJÓRA VlSIS
OG 34. ARGANGS SKÓLABLAÐSINS.
Sp. Hvert telur þú hlutverk skólablaða?
J.K. Það er ekki til neitt algilt hlutverk skólablaða.
Það hlýtur að mótast af tíðarandanum hverju sinni og hann
getur breytzt mjög ört. Þegar ég var í þessu fyrir 17 árum
voru þrjú megin hlutverk. Eitt var að sinna menningarlíf-
inu í skólanum, annað var að segja fréttir úr skólalífinu og
það þriðja var að ýta undir félagslífið í honum. Hins veg-
ar var mjög lítið um pólitískt efni í blaðinu á þeim tíma.
Sp. Telur þú að skólablöð eigi að vera pólitísk?
J.K. Ja, ég tel að það geti komið til greina, en það fer
sem sagt eftir tíðarandanum..
Sp. Hvernig starfaði ritnefndin þegar þú varst ritsjóri?
J.K. Það var töluvert um verkefnaskiptingu í ritnefndinni.
Einn var teiknari blaðsins, annar sá um ýmislegt létt efni
og þannig reyndu menn að skipta með sér verkefnum á ýmsa
máta. Aðalverkefnin voru tvenns konar. Annars vegar að
ritnefndin skrifaði sjáif fréttir úr skólanum og ýmislegt
um félagslífið en hins vegar reyndi ritnefndin að fá þá,
sem voru vel skrifandi til þess að koma með efni frá eigin
brjósti.
Sp. Hvernig gekk það?
J.K. Það gekk bara sómasamlega vel. Blaðið var aldrei í
efnishraki, en það var heldur ekki nein offramleiðsla á
efni, en þó var nógu mikil framleiðsla til þess að hægt var
að hafna sumu á þeim forsendum að það væri ekki frambæri-
legt.
Sp. Hvaða efni telur þú að sé ekki frambærilegt?
J.K. Eini mælikvarðinn sem settur var á slíkt var hvort
það væri vel eða illa skrifað, um stíl og annað slíkt.
Sp. En þið birtuð allt efni sem þið fenguð?
J.K. Ekki aíveg allt, en mest af því, ekki t.d. allt það,
sem kom í smásögusamkeppninni. Við birtum þrjár sögur af
miklum fjölda sem barst og töldum þær einar hæfar til birt-
ingar. Hinar voru ekki nógu góðar að okkar dómi.
Sp. Hvernig virtist þér þróun skólablaðsins eftir að þú
hættir sem ritstjóri?
J.K. Meðan ég fylgdist með því, sem var aðeins í fá ár,
var það svipað frá ári til árs, sams konar stefna, sams
konar útlit og megin sjónarmiðin þau sömu.
Sp. Ég rakst á sérkennilega tillögu um að ó.bekkjar pilt-
ar hefðu boðið ungmeyjum 4«bekkjar með í ferðalag. Hefurðu
nokkuð frá því að segja
J.K. Það ferðalag var nú reyndar aldrei farið svo að ég
viti til. Þetta var angi af kynjastríði í ó.bekk, kannski
til að koma lífi í skólablaðið. Ég veit ekki betur en að
þau sem þar rifust, hafi síðar orðið hjón, e.t.v. út af
þessu máli.
Sp. Þótt þetta ferðalag hafi ekki verið farið, þá hafa
verið einhver önnur ferðalög. Geturðu frætt okkur um þau?
J.K. 5*bekkingar fóru í 2-3 daga jarðfræðiferðalag vestur
á Snæfellsnes. Þetta var eins konar tradition. Síðan var
farið í Selið einu sinni eða tvisvar á ári svokallaðar
skíðaferðir. Þetta voru þau feröalög, sem farin voru á
vegum skólans.
Sp. Hvernig var félagslífið, þegar þú varst í skólanum?
J.K. Félagslífið var í töluverðri aukningu á þessum árum.
Sérstaklega eftir að félagsheimilið var opnað, mig minnir
að það hafi verið, þegar ég var í 5*bekk. Það var opnað
í Iþöku. Félagslífið hafði áður verið við mjög erfiðar
aðstæður, en eftir að félagsheimilið kom, þá var þar oft
opið hús á kvöldin og menn komu þar til að rabba saman.
Eins öll þessi félög, sem höfðu kvöldvökur, eins og Bragi
með bókmenntir og Baldur með listkynningar og kvikmjmda-
kynningar. Þetta var allt miklu auðveldara eftir að félags-
heimilið kom. Ég held að það hafi verið meira líf í félags-
lífinu þessi árin, miðað við það sem áður var.
Sp. Var mikill áhugi um eflingu félagslífs?
J.K. Ne...ja. Eins og venjulega er, þá var þetta mjög
fámennur hópur manna, sem sinnti félagslífinu og stóð
fyrir því. Hins vegar mikil þátttaka en ekki nema fáir,
sem skipulögðu þetta í raun og veru. T.d. þegar verið var
að kjósa í ýmsar stjórnir og nefndir, voru ekki mörg fram-
boð. Það hafa kannski verið 2 um hvert "sætiM. Það var
ekki meira af áhugamönnum um félagslíf en svo.
Sp. Nú hafa áreiðanlega verið mikil þrengsli. Háði það
félagslífinu?
J.K. Já, það háði félagslífinu mjög verulega og einnig
kennslu, en það létti mjög félagslífið þegar félagsheimilið
kom til sögunnar. Bekkir voru á rambi milli stofa. Eg
veit ekki, hvort það tíðkast núna. I þá daga var stofan
líka notuð þegar heimabekkurinn var í leikfimi.
Sp. Já, það er einn bekkur á flakki. En ég sé grein í
blaðinu eftir stúlku í 5«bekk, þar sem hún kvartaði sáran
undan því, að hennar bekkur væri á flakki meðan 4»bekkingar
hefðu fastan samastað.
J.K. Hún hefur sjálfsagt talið það eðlilega stéttaskipt-
ingu að 5.bekkingar gengju á undan 4.bekkingum.
Sp. Var mikil stéttaskipting?
J.K. A.m.k. á yfirborðinu og e.t.v. einnig í hugum þeirra,
sem eldri voru. Ég veit ekki hvort það hafi verið í hug-
um þeirra, sem voru yngri. 3«bekkur var eftir hádegi en
aðrir bekkir voru fyrir hádegi. Það hefur sjálfsagt ein-
hver stéttaskipting verið fólgin í því.
Sp. Voru yngri bekkingar atkvæðaminni?
J.K. Jú, það var augljóst, að 5-bekkur var félagslífsbekk-
urinn. Allir embættismenn skólans nema inspector scholae
voru úr 5.bekk. Það var líka tradition að menn slöppuðu
af í félagslífi í ó.bekk. Þess vegna var ó.bekkur ekki
harðastur í þessu. T.d. með ritnefndina, mig minnir að 4
af 5 ritnefndarmönnum hafi verið úr 5*bekk. En svo var
feikilega mikill rígur milli deilda, máladeildar annars
vegar og stærðfræðideildar hins vegar. Sá rígur endurspegl-
aðist meira í kosningum en nokkur annar rígur. Það var
t.d. kvartað yfir því í einni grein í blaðinu, að stærð-
fræðideildarmenn sætu að öllum völdum í skólanum.
Sp. Voru ekki miklu fleiri í stærðfræðideild en máladeild
eins og núna?
J.K. Nei, það voru fleiri í máladeild en stærðfræðideildar-
menn voru harðari.agitatorar. Mikið af síðari tíma verk-
fræðingum, sem voru góðir að skipuleggja.
Sp. Hvernig var samskiptum nemenda við rektor háttað?
J.K. Eg held, að þau hafi verið árekstrarlaus. Ritstjórn
átti að vísu í dálitlum útistöðum við censor blaðsins um
það hvað væri klám og hvað væri ekki klám, en það var frið-
samlega leyst.
Sp. Það voru margir nemendur í skólanum, sem nú eru frægir
stjórnmálamenn. Voru skoðanir þeirra á heimsmálunum yfir-
leitt þær sömu þá og nú?
J.K. Það er sjálfsagt skoðanir þorra þeirra svipaðar en
sumir hafa færzt eitthvað og skoðanir þeirra bteytzt eins
og gerist og gengur.
Sp. Það var áberandi, hvað margar skrýtlur, sem birtust í
blaðinu fyrir jól, voru úr 4.bekk Y. Það var bekkur Omars
Ragnarssonar. Hverngi stóð á því?
J.K. Ætli það hafi ekki verið endurspeglun af því, að hann
var aðalhúmoristi ritstjórnarinnar.
Sp. En eftir jól voru þær hins vegar flestar úr 5»X, en
þar voru 3 ritnefndarmenn.
J.K. Já, kannski við höfum fyrst komizt að eftir jól.
Sp. Þeir menn, sem voru með þér í ritnefnd eða nátengdir
ritnefndinni eru nú ftargir orðnir þjóðkunnir, t.d. Omar
Ragnarsson, Eiður Guðnason, Sigurður Gizurarson og Sigur-
jón Jóhannesson. Hvernig fannst þér að vinna með þeim?
J.K. Þetta var ljómandi þægilegt samstarf, enda fóru menn
í framboð til ritstjórnar á þeim grundvelli, að þeir hefðu
eitthvað konkret til málanna að leggja, einn var teiknari,
annar húmoristi o.s.frv. Þarna voru sem sagt ekki pólitísk
slagsmál, heldur ósköp þægilegt samstarf og engin innri
deilumál, sem komu þar upp.
Sp. Var mikið um pólitík í blaðinu á þessum tíma?
J.K. Ég held að það hafi verið með minnsta móti á þessum
árum. Eg tók eftir því í eldri skólablöðum að það hafði
stundum verið mikið um pólitík og einnig stundum síðar.
En þetta var tímabil, sem var mjög dauft pólitískt séð og
áhugamál nemenda á öðrum sviðum.
Sp. Var mikið deilt um stjórnmál?
J.K. Eg veit það ekki. Það voru ekki þær hugmyndir í
gangi að menn voru neitt að vasast í pólitík. Margir lögðu
mikla vinnu í að byggja upp félagsheimilið. Skólablaðið
virkjaði töluvert áhuga þeirra sem voru í menningarmálum og
vildu og gátu skrifað. Það hefur verið lítið pláss eftir
fyrir pólitík í hugum þeirra, sem mest bar á.
Sp. Það vakti athygli mína að það voru bara 2 blöð af 6
með ritstjórnargreinum eftir þig. Er einhver ástæða fyrir
því?
J.K. Við töldum ekki nauðsynlegt að hafa ritstjórnargrein
í hverju blaði. Ég geri ráð fyrir, að þetta hafi verið það
eina sem ég hef haft að segja á þessum tíma.
Sp. Svo skrifaðir þú mjög góða Quid Novi grein.
J.K. Væntanlega bara sem fréttamaður blaðsins.
Sp. Ritstjórnargreinar þínar fjölluðu um það, sem hæst bar
í skólalífinu en hjá öðrum fjölluðu þær oft um eitthvað allt
annað.
J.K. Eins og ég sagði áðan, voru áhugamálin eingöngu
tengd skólanum og því sem þar skeði. Ritsjórnargrein um
pólitík hefði þótt fáránleg í þá daga.
Sp. Hefur reynsla þín sem ritstjóri skólablaðsins komið
þér að einhverjum notum í núverandi starfi?
J.K. Það efast ég'um. Þetta var allt önnur tegund útgáfu
heldur en dagblöð. Þetta var skólablað með menningar-
komplexa, getum við sagt. Menn fóru í þetta af allt öðrum
hvötum og áhuga en þeim sem gera menn að blaðamönnum nú á
tímum.
Sp. ítti það eitthvað undir að þú fórst út í blaðamennsku?
J.K. Það má segja að það hafi gefið mér móralskan stuðning
síðar, þegar ég fór út í blaðamennsku af allt öðrum ástæðum
og raunar af tilviljun.
Sp. Hvort líkar þér betur að hafa verið ritstjóri skóla-
blaðsins eða ritstjóri dagblaðsins Vísis.
J.K. Það er náttúrulega miklu meira gaman að vera ritstjóri
skólablaðsins.
Sp. Hvers vegna?
J.K. Skólinn er heimur út af fyrir sig, en dagblað er fyr-
ir almenning, fólkið í landinu, sem maður þekkir ekki neitt.
Það eru miklu meiri líkur í skólablaði, að maður þekki les-
endurna, án þess þó að ég sé að segja að það sé leiðinlegt
að vera í dagblaðsútgáfu, það er ágætt.
Sp. Er enginn svipaður þáttur í þessu tvennu?
J.K. Jú, það var dálítið af fréttum í skólablaðinu. Frétt-
ir eru jú undirstaða dagblaða.
Sp. Hverni,g finnst þér skemmtanamenning menntaskólanema?
J.K. Skemmtanir menntaskólanema voru lítið til fyrirmyndar
þá, hvað varðar dansiböll og svoleiðis. Eg veit ekkert
hvort ástandið hefur versnað eða batnað síðan. Að öðru
leyti var ýmis félagsstarfsemi áhugaverð, listavökur og
annað slíkt.
Sp. I hvaða magni á félagsstarfsemi að vera? Á að vera
hægt að velja úr eða á þetta að vera einhver lúksus?
J.K. Ég geri mér satt að segja ekki grein fyrir því, það
var ekki það mikið í þá daga að um mikið væri að velja.
Menn gátu sinnt öllu félagslífi, sem þeir höfðu áhuga á, e
en hvort hún eigi að vera meiri eða minni hef ég ekki reyn
reynslu til að dæma um né heldur að hvað miklu leyti skóla-
samfélag er grundvöllur fyrir félagslíf eftir vinnu.
Sp. Hvernig líkar þér nýja brotið?
J.K. Eg er meira fyrir brot því minni sem þau verða. Eg
tel að þetta brot, sem er á dagblöðunum hér á landi, sé
betra en stóra brotið, sem er víðast hvar í útlöndum. En
kvartbrotið, sem var á skólablöðunum gömlu, tel ég heppi-
legra fyrir tímarit af þessu tagi. Þetta er samt engin
forskrift. Þetta er bara persónuleg skoðun. En þar sem ég
hef ekki flett skólablaðinu, get ég engan dóm lagt á það,
hvernig útlit eða efni hefur lukkast, sem skiptir þó meira
máli en sjálft formatið.
Sp. Var það ekki óvinsælt starf að vera ritstjóri?
j.K. Nei alls ekki. Ég tók ekki eftir því að ég væri
neitt óvinsælli en ég átti að mér að vera. Alls ekki.
Ég var þó álitinn sýna frekju við innheimtu á smásögum.
Við settum jólasvein niðri í anddyri og höfðum þar 10 daga
til skila og 9 daga til skila pg skiptum alltaf á hverjum
degi. Mönnum þótti þetta full mikil commercialismi í
sambandi við svona menningarmál. Þetta voru nú samt ein-
manna gagnrýnendur.
Sp. Var þetta áhrifastaða?
J.K. Það veit ég ekki.
Sp. Varstu virtur af nemendum?
J.K. Eg veit það ekki. Er ekki rétt að spyrja þá að því
sem voru með mér í skóla?
Sp. Skólablaðið var gífurþega langt og kom út einu sinni
í mánuði. Telur þú að skólablaðið eigi að koma út einu
sinni í mánuði?
J.K. Kom það ekki út 6 sinnum yfir veturinn? Jú, það kom
mánaðarlega út frá október og hætti eitthvað fyrir próf.
Það var talið í þá daga að það þyrfti að vera svona mikið.
Sú tradition hélzt í nokkur ár á eftir, að það komu út 6
blöð og allt að 200 blaðsíður í þessu litla broti. Það var
mikill texti í þessu. Þetta byggðist náttúrulega á því,
að allir nemendur voru áskrifendur að blaðinu sjálfkrafa,
þannig að blaðið gat gengið að ákveðnum tekjum og gat þess
vega gengið að vissum jöguleikum í prentunarkostnaði.
Þetta hefur sjálfsagt mótað hvað það var stórt.
Sp. Truflaði þetta námið?
J.K. Nei, alls ekki.
Sp. Manst þú frá einhverju skemmtilegu að segja úr rit-
stjórnartíð þinni?
J.K. Þessi ritstjórnartíð var svo slétt og felld, að það
skeði ekkert markvert. Þetta var eins og vel smurð vél og
það gerðist aldrei neitt óvenjulegt. Hafi það þá gerzt,
er ég búinn að gleyma því.
Sp. Að lokum, viltu skila einhverju til aðdáenda Vísis í
skólanum.
J.K. Engu nema að áskriftarsíminn er 86611.
Spurningar: Jón Bragi Gunnlaugsson
Gunnar Arnason
18