Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 11
AUDVALD - SOSIALISMI
1»
Mannkynið stendur á tímamótum. Meiri og stórfelldari
breytingar og byltingar á öllum lifnaðarháttum og samlífi
mannanna en nokkru sinni áður hafa átt sór stað í sögu mann-
kynsins eru í vændum. Þær þjóðir, sem nu stríða fyrir lífi
sínu og frelsi, munu aldrei sætta sig við5 að hörmungar
þeirra tuttugu "friðar" ára, er voru milli heimsstyrjald-
anna, endurtaki sig. Það er því skylda okkar allra á slíkum
örlagatímum sem þessum að gera okkur fulla grein fyrir af-
stöðu okkar til þeirra breytinga og byltinga, sem fyrir hönd-
um eru. I þessari grein mun óg leitast við að lýsa viðhorf-
um okkar sósíalista til þeirra mála. Eg mun reyna að sýna
fram á, hvers vegna auðvaldsþjóðfólagið er að okkar áliti
orðið urelt, hemill á eðlilegri framþróun mannkynsins, og
hvers vegna þjóðfólag sósíalismans er eina leiðin út úr ó-
göngunum.
II.
Virðum fyrst fyrir okkur auðvaldsheiminn eins og hann
var fyrir stríð. Það er óglæsileg mynd, sem blasir við sjón-
um okkar. Á annan bóginn atvinnuleysi, hungur, fátækt,
skortur og örbirgð, en á hinn bóginn óhemjuauður, allsnægtir
og óhóf. Lokaðar verksmiðjur, ryðgaðar vólar, ósánir akrar.
I Bandaríkjunum sjáum við mjólkinni hent, korninu brennt og
ávextina eyðilagða. En á sama tíma ganga 15 milljónir at-
vinnuleysingja í þessu góssenlandi auðvaldsins með sultar-
ólina herta. Um helmingur allra framleiðslutækja í Banda-
ríkjunum er ekki starfræktur, þó eru þar þrjátíu milljónir
handa, boðnar og búnar til að vinna hvert það verk, sem býðst.
Hór heima liggja togararnir bundnir við hafnargarðana. Verk-
efnin blasa við okkur, hvert sem við lítum. Þó ganga þús-
undir manna atvinnulausir. 1 Þýzkalandi, Italíu, Japan og
víðar hefur auðvaldið kastað lýðræðisgrímunni. Með lygum,
blekkingum og ofbeldi hefur því tekizt að sölsa undir sig
'"íkisvaldið til fullnustu og beitir því óspart til þess að
Hver er þá orsök þess, að korninu er brennt, ávöxtunum
hent, verksmiðjunum lokað, meðan milljónir soltinna manna
ganga atvinnulausir? Það er í stuttu máli vegna þess, að í
auðvaldsþjóðfólaginu eru framleiðslutækin, sem fjöldinn vinn-
ur við, í höndum fárra manna, sem reka þau með hagsmuni sína,
þ.e. gróðavon sína, fyrir augum, en ekki hag þjoðfelags-
heildarinnar.
Hugsum okkur, að öll framleiðslan í einhverju auðvalds-
ríki nemi að verðmæti n milljónum króna á ákveðnu tímabili.
Af því fái verkalýðurinn t.d. 2/3 n millj. kr., en eigend-
ur framleiðslutækjanna, atvinnurekendurnir l/3 n millj. kr.
Neyzluþörf hins vinnandi fjölda er svo mikil í hlutfalli við
þann takmarkaða gjaldmiðil, sem hann hefur til umráða, að
hann kaupir neyzluvörur fyrir hann allan. Eigendur fram-
leiðslutækjanna neyta hins vegar ekki alls þess, sem þeir fá,
því að neyzluþörf mannsins á ákveðnu tímabili eru takmörk
setto Þeir koma því svo og svo miklum liluta af ágóða sínum
fyrir í verðbrófum, skuldabrófum eða á annan hátt. Það er
svo hlutverk bankanna að veita þessu auðmagni út í atvinnu-
lífið, til þess að hægt só að byggja ný atvinnutæki, verk-
smiðjur, skip o.s.frv. En smám saman lokast þessu auðmagni
fleiri og fleiri leiðir, og þannig fer að lokum, að það stað-
næmist í bönkunum og safnast þar fyrir. Á markaðnum safn-
ast því fyrir vörubirgðir frá áii til árs, sem ekki seljast.
Þegar sama sagan endurtekur sig ár eftir ár, fer svo að lok-
um, að vörubirgðir þær, sem safnazt hafa saman á markaðnum,
eru orðnar svo miklar, að frekari framleiðsla getur ekki bor-
ið sig. Skyndilega tekur öll atvinnu- og fjármálabygging
auðvaldsins að reika á reiðiskjálfi; á kauphöllum falla
skulda-, verð- og hlutabróf skyndilega í verði; þeir, sem
voru milljónamæringar í gær, eru öreigar í dag; verksmiðjunum
er lokað, verkalýðnum hent út á vonarvöl; framleiðsluvörurnar
eru eyðilagðar til þess að halda verðinu uppi, en árangurs-
laust, - kreppan heldur innreið sína. Hún helzt í nokkur ár.
iðnauðvaldsins og bankaauðvaldsins (finanskapítalsins) og
auðvaldið lauk við að leggja undir sig heiminn. 1 stað henn-
ar er komin einokun auðhringanna, einkenni síðasta stigs
auðvaldsþróunarinnar, imperíalismans.
III.
Með sífellt harðnandi kreppum og styrjöldum, harðna
einnig átökin milli hinna ósættanlegu andstæðna auðvalds-
þjóðfólagsins, milli verkalýðs og auðvalds. Þeirri baráttu
mun ljúka með sigri verkalýðsins. En hvað tekur þá við?
Þegar við höfum skilið orsakir þeirra vankanta, sem eru á
atvinnulegri og menningarlegri byggingu auðvaldsþjóðskipu-
lagsins, ætti okkur að veitast auðvelt að gera okkur grein
fyrir því, sem í staðinn kemur. Það, sem við tekur, er því
þjóðfólag, þar sem atvinnutækin eru í höndum þeirra, sem við
þau vinna; þar sem þau eru rekin samkvæiiit fyrirfram gerðri
áætlun með ha^smuni hins vinnandi fjölda fyrir augum, þ.e.
þjóðfólag sósialismansT í þvi eru eigendur framleiðslu-
tækjanna, framleiðendur og neytendur allir þeir sömu, hagur
allra helzt í hendur og fer síbatnandi með aukinni þróun og
vaxandi iðnmenningu. Kreppur, atvinnuleysi, stríð og allar
aðrar plágur auðvaldsþjóðfólagsins eru óþekkt fyrirbæri í
sósíaliskum heimi. Við getum sparað okkur allar frekari
bollaleggingar um þjóðfólag sósíalismans með því að líta
sem snöggvast á tuttuga ára uppbyggingarstarf sósíalismans í
Sovótríkjunum. A þessu tuttugu ára tímabili byggðu Sovót-
þjóðirnar upp allan hinn mikla iðnað sinn, eins og við þekkj-
um hann í dag, margfölduðu afköst slh og framleiðslu á öllum
sviðum, sköpuðu stærsta og voldugasta varnarher veraldarinnar
og náðu fágætum árangri á öllum sviðum menningar, lista og
vísinda. Því aðeins tókst þeim að ná þessum árangri, að
þær voru lausar við atvinnuleysi, kreppur og innanlandsófrið.
Með fordæmi sínu hafa þær vísað villuráfandi þjóðum auðvalds-
ríkjanna veginn, sem þær munu ganga í náinni framtíð.
IV.
bæla niður hina vaxandi verkaiýðshreyfingu með taumlausri
grimmd og harðýðgi.
Það þarf enga sórstaka skarpskyggni til þess að sjá, að
þjóðskipulag, sem þannig reynist, er gersamlega óhæft til
þess að svara þeim kröfum, sem við hljótum að gera til þess.
En það þarf mikið ábyrgðarleysi til að yppta öxlum og segja:
Ja, það er nú eitt sinn svona, og við því verður ekkert gert
eins og unnendum auðvaldsskipulagsins er svo tamt. Og það
því fremur, þegar við vitum, að öll saga mannkynsins hefur
verið saga sífelldra og stöðugra breytinga á þjóðskipulagi
mannanna; breytinga, sem miðað hafa fram á við til aukinnar
menningar og róttlætis. En til þess að breyta þjóðskipulag-
inu þurfum við að gera okkur ljósa grein fyrir orsökum og
ástæðum þeirra ágalla og ókosta, sem eru á því þjóðfólagi,
sem við búum við. Þáð þarf engum að vera dulið, að í stutt-
ri grein er ekki nokkur leið að gera öllum atriðum hinnar at-
vinnulegu byggingar auðvaldsþjóðfólagsins full skil, og því
verður hór gengið fram hjá mörgum atriðum, sem æskilegt hefði
verið að skýra.
En smám saman gengur þó á þær birgðir, sem safnazt höfðu
saman og svo fer að lokum, að nýtt uppgangstímabil hefst.
En þau verða æ styttri og styttri, kreppurnar æ harðari og
harðari. Þannig hafa kreppurnar og uppgangstímabilin skipzt
á innan auðvaldsþjóðfólagsins með ákveðnu millibili allt
frá því, að iðnaðarbyltingin mikla í lok átjándu aldar hófst.
Það, að innan auðvaldsþjóðfólagsins hljóta að hlaðast
upp vörubirgðir, sem ekki er hægt að selja á innlendum mark—
aði, veldur þvx, að auðvaldið leitar út fyrir landssteinana
til þess að brjóta undir sig markaðslönd, nýlendur. Allar
styrjaldir, sem auðvaldið hefur háð, hafa verið um markaði,
nýlendur og hagsmunasvæði og eru því aðeins afleiðingar af
auðvaldsþjóðfólaginu.
Stórir auðhringir hafa lagt undir sig nær alla fram-
leiðslu á öllum helztu nauðsynjavörum, svo sem olíu, kolum,
járni, rafmagnsvörum, feitivörum o.s.frv. Frjáls verzlun,
sem einkenndi fyrsta stig auðvaldsþróunarinnar, hefur ekki
verið þekkt fyrirbæri í auðvaldsheiminum síðustu 60—70 árin,
síðan að auðhringarnir miklu tóku að myndast við samruna
Og að lokum nokkur orð til ykkar skólasystkina minna,
til ykkar, sem trúið á ágæti auðvaldsþjóðfólagsins, þrátt
fyrir kreppur þess, styrjaldir, atvinnuleysi og örbirgð, til
ykkar, sem álítið stjórnmál ykkur óviðkomandi, til ykkar,
sem fundið hafið til ágalla auðvaldsþjóðfólagsins en ekki
gert ykkur grein fyrir orsökum þeirra nó afleiðingum: Ég
vona, að óg hafi í undanfarandi ritgerð getað gert ykkur ör—
lítið ljósari grein fyrir skoðun okkar sósíalista á þjóðfól-
agsmálum, að óg hafi getað sýnt ykkur framá, að við byggjum
skoðanir okkar ekki á neinum Mofstækisfullum fyrirskipunum
frá Moskvu", heldur á rólegri og rökróttri íhugun á eðli
þjóðfólagsins, myndun þess og þróun.
Mannkynið stendur á tímamótum. Stórkostlegustu átök
mannkynssögunnar eru í vændum; annars vegar steinrunnin
tröll afturhalds og auðvalds, - hins vegar boðberar hins
nýja tíma, hins nýja þjóðfólags. Það er skylda hvers æsku-
manns að gera sór þess fulla grein, í hvorum flokknum hann
kýs að vera.
Asmundur Sigurjónsson. l8,árg.5«tbl.
ÞAD SEM KOMA SKAL
Þrátt fyrir tækni, vísindi og framfarir tuttugustu
aldarinnar eru margir atvinnulausir og geta því ekki séð sér
og sínum farborða. Þrátt fyrir það, að þjóðirnar teljist
siðmenntaðar, viðgengst hungur og örbirgð.
Þessi staðreynd færir okkur í heim sanninn um það, að
mergt er ógert, og slíkt má ekki svo til ganga. Eitthvað
verður að gera.
Um þetta eru allir sammála, en menn eru ekki á einu
máli um það, sem gera skuli. Eg mun hér leitast við að
gera grein fyrir afstöðu þeirra, sem vilja viðhalda séreign-
askipulaginu í aðalatriðum, og í því sambandi mun ég víkja
nokkuð að grein Ásmundar Sigurjónssonar.
I grein sinni telur Asmundur séreignaskipulaginu það
til foráttu, að það ali kreppur, sem svo aftur leiði af
sér vaxandi eymd.
En minna má Asmund á það, að margar orsakir liggja til
kreppna aðrar en offramleiðsla einstakra vörutegunda.
Við þekkjum dæmi um kreppur, sem urðu vegna of lítillar
framleiðslu. Orsökina þar er ekki ósjaldan að finna í taum-
lausri skattagúgun ríkisins, og hverjir eru aðalforsvars-
menn þess nema sósíalistarnir sjálfir.
Asmundur varpar einnig þeirri staðhæfingu fram, að í
Rússlandi séu kreppur algjörlega óþekkt fyrirbrigði. En
hann man ekki þá stórfelldu kreppu, sem skall á 19235 þegar
Lenin skipaði bændunum í Ukrainu að skila korni sínu í hlöð-
ur ríkisins og bændur hættu að rækta korni. Annars ætti
hann að muna þetta, vegna þess að þessi kreppa var upphaf
þess, að rússnesku sósíalistarnir fóru að "slá af” stefnu-
skránni.
Hins vegar ber því ekki að neita, að kreppur skella
oft á, vegna offramleiðslu einstakra vörutegunda. En að
halda því fram, að úr slíku megi ekki bæta, er hin mesta
firra.
I fyrsta lagi hefur verið lögð mikil áherzla á það,
að afstýra þeim afleiðingum, sem kreppur leiða yfir fjöld-
ann með alls konar tryggingarlöggjöfum. Ber þar fyrst og
fremst að nefna Beveridge tillögurnar brezku.
I öðru lagi má benda Ásmundi og lagsbræðrum hans á þær
tillögur, sem upp hafa komið til þess að afstýra kreppunum
sjálfum, og hafa sumar þeirra komizt í framkvæmd og áorkað
miklu.
Enda sýna hagskýrslur það svart á hvítu, að vellíðan
fólksins 1924 er fjórum sinnum meiri og almennari en 1824.
Samt sem áður eru sósíalistar alltaf að tala um vaxandi
eymd, en þeir verða líka að hengja utan á sig hverja spjör,
jafnvel gauðrifna, til þess að skýla nekt sinni.
Okkur, sem fylgjum séreignaskipulaginu, er þannig ljóst,
að það hefur ýmsa ágalla. En við viðurkennum ekki, að 6-
gerlegt sé úr þeim að bæta. Þvert á móti höldum við því
fram og höfum leitt mikilvæg rök að þvi, að slíkt sé gerlegt.
Loks, þegar Ásmundur hefur eytt ca. 4/5 hlutum greinar
sinnar í vaxandi eymd og álíka staðleysur, þá víkur hann
nokkrum orðum að því, sem koma skuli, þegar þetta þjóð-
skipulag hefur verið rifið til grunna.
En í þessum efnum eru hugmyndir Ásmundar nokkuð á reik-
i. Hann bendir aðeins á Rússland og segir: "Svona á það að
vera". Við skulum því bregða okkur til Rússlands, en rúms-
ins vegna skulum við fara fljótt yfir.
I Rússlandi er eignarrétturinn á framleiðslutækjunum
afnuminn. I stað hinna mörgu atvinnurekenda er kominn einn
atvinnurekandi, stjórnin. Þannig getur stjórnin drottnað
yfir öllu og öllum, lífi og limum, kaupi og aðbúnaði fólks-
ins, án þess að nokkur skerist í leikinn, þar sem stjórnin
hefur framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald. Enginn
getur boðið sig fram til þingsetu, nema hann sé viðurkenndur
af stjórninni. Aðeins einn flokkur er leyfður, kommúnista-
flokkurinn. Og þessi eini flokkur hefur umráð yfir öllum
prentsmiðjum.
I upphafi var það stefna kommúnista, að allir skyldu
fá vörur eftir þörfum. Það reyndist óframkvæmanlegt. Þá
var ætlunin, að allir fengju jöfn laun. Það reyndist líka
óframkvæmanlegt. Loks var ákveðið, að menn skyldu fá eftir
afköstum, þ.e.a.s. einstaklingsframtakið var viðurkennt.
Slíkt skipulag scm þetta útrýmir í engu þeim ágöllum,
sem eru á séreignaskipulaginu, miklu fremur eykur þá og
bætir öðrum við.
Er það þetta, sem koma skal? Er þetta hið nýja þjóð-
félag? Nei og aftur nei. Æskumenn þessa lands munu afstýr
voðanum. Þeir munu skilja köllun sína og fylkja sér ein-
huga undir merki einstaklingsfrelsis, mannréttinda og lýð-
ræðis.
l8.árg.5.tbl. Geir Hallgrímsson.
11