Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 6
Þegar hún fer að bera sig saman við karlmanninn í hans
íþróttum, verður hún oftast léttari á metunum. Og það er
eðlilegt að hún verði það, og mesta heimska að bera á móti
því. En í sínum íþróttum er hún karlmanninum fremri, og þær
á hún að leggja stund á. Karlmenn hafa aldrei álit á henni
til karlmannsverka og vilji hún einskorða sig við þau, verður
hún aldrei í hávegum höfð. En allir karlmenn virða þær konur.
sem eru vel að sér á kvenna vísu. Þess vegna held ég konunni
það heppilegast að haldaáfram að vera kona, og kappkosta ekkd
að líkjast karlmanninum.
Það hefur áreiðanlega rétt á sér, þegar sagt er um konu,
að hún sé ókvenleg. Og kvenlegar ættu konur alltaf að vera.
Þá njóta þær sín.
Þá kem ég að öðru atriðinu í kröfum Sverris, sundrun
heimilisins. Það er harla undarlegt að nokkur skuli taka sér
svo stór orði í munn, að kalla heimilið helvíti barnanna,
eins og þeir gera Sverrissinnar. Ég á mjög bágt með að halda
það sprottið af öðru en þekkingarleysi á þessu sviði. Er
ekki einmitt heimilið börnunum það sama sem hreiðrið er
ungunum, skýli og vernd fyrir öllum veðrum, í öllum merking-
um þess orðs? Hvað sem á bjátar, er þó alltaf hægt að flýja
heim undir verndarvæng foreldra og systkina. Heimilið safnar
fjölskyldunni saman og þar glæðast flestar þær fegurstu hug-
sjónir í hugum barnann, sem verða þeim leiðarljós á lífsbraut-
inni. Og margur mun á fullorðinsárunum hugsa til æskuheimilis
síns með innilegu þakklæti, og minnast þess, hve margt hann
á því upp að unna. Sverrir, svo mikill sögumaður, þekkir á-
reiðanlega mörg þess dæmi úr mannkynssögunni, að heimilið hafi
orðið, jafnvel mikilmennum, öll stoð þeirra og stytta, og
jarðnesk paradís. En því miður eiga ekki allir slík heimili,
og mörg eru mjög sleem. En það má ekki dæma út frá þeim og
draga þá ályktun, að öll heimili skuli leggjast niður. Ef
ekkert væri heimilið, myndi börnunum vera komið fyrir á upp-
eldisstofnunum. Það er svo ótrúlega margt, sem af þessu mundi
leiða eins og hver maður sér. Barnið missti t.d. alla aðbúð
móðurinnar, og vita allir hvað það hefði að segja. Og svo
er það svo ótal margt, sem heimilið hefur fram yfir aðra
staði, að missir þess væri mikið tjón fyrir alla.
Enginn skilji orð mín svo, að ég álíti Sverri hafa dæmt
út frá sínu eigin heimili. Auðvitað er skoðun hans mynduð
á athugun allra þeirra heimila sem hann þekkir. En ég álít,
sem sagt, að skoðun hans sé röng. Og það, sem hann finnur
heimilinu aðallega til foráttu er, að það kæfi hugsjónir
barnanna. Eg hef aldrei fyrr heyrt þessu haldið fram. Allir
sannir foreldrar reyna að glæða fagrar hugsjónir hjá barninu
en ekki drepa þær. En flesta mun renna grun í af hvaða rótum
þessi umhyggja fyrir velferð konunnar og barnsins muni vera
runnin, þegar þeir heyra dæmið, sem Sverrir tók á fundinum
sæla. Ég ætla að leyfa mér að birta það. Það var þannig: Ef
barn á ríkra manna heimili aðhyllist skoðanir jafnaðarmanna,
myndu þær strax vera kæfðar af foreldrunum. Mann fer nú að
gruna að þessi kenning sé eitthvað pólitísk. Jafnaðarmenn
ætla að sýna kvenþjóðinni fram á hve hún sé kúguð af karl-
mönnunum og fá hana í lið með sér. Þeir knýja á þar sem garð-
urinn er lægstur, því þeir búast við að allt kvenfólk sé leið-
itamir sauðir, og kalla til þeirra með fagurgala og fleður-
látum. Þegar jafnaðarmenn eru búnir að leysa kvenfólkið úr
ánauð, búast þeir náttúrulega við hjálp þess í stjórnmálum á
eftir. Þannig er að mínu áliti málið vaxið þegar öllu er á
botninn hvolft. Ot frá þessu verður einnig bölvun heimilisins
skiljanleg. Börnunum á að koma á uppeldisstofnun, til þess
að hægt sé að ná tökum á þeim nógu ungum. Kenna þeim strax
kver jafnaðarmanna, þ.e. hverju misrétti þau séu beitt og hve
allir menn séu ranglátir.
Það er ekki við því að búast, að allir gleypi við þessari
stefnu, án þess að smjatta fyrst. Og þó að mörgum verði á að
hrækja á eftir getur það tæplega kallast matvendni. Kenningin
er afskaplega væmin, því sé hún krufin til mergjar, fellur hún
marflöt á sínu eigin bragði. Hún heimtar frelsi kvenna, en
vill þó kúga konur til þess að líkjast sem mest karlmönnuniim.
Trausti Einarsson.
SVARTIL....
Trausti Einarsson hefur sent nSkólablaðinu" grein eftir
sig, er heitir "Kvenfrelsi". En þótt greinin beri þetta nafn
þá er ég þó aðalpersónan í leiknum, svo að ætla mætti að hann
teldi mig nokkurs konar persónugerving kvenfrelsisins. Kann
ég þeirri virðingu vel, þótt hún sé, því miður, mjög óverð-
skulduð.
I grein þessari ræðir hann um skoðanir mínar á frelíi
kvenna, er ég lét í ljós á fundum í nFramtíðinnin, er rætt
var um kvenfrelsismálið. Ræðst hann all harkalega á þær, en
jafnframt kastar hann til mín persónulegum hnútum, sem ekki
koma við máli því, sem hér liggur fyrir. Hann kveður mig t.d.
vera svo pólítískan, að hvenær sem ég standi í ræðustól, þá
sé ég kominn út í pólitík og hreyti úr mér skömmum yfir þá,
sem gefi sig ekki alla að stjórnmálum. Þessi orð eru af lít—
illi góðgirni sögð og með enn minni sannindum. Þau eru eins
fjarri réttu lagi, semframast má verða, og gæti ég fengið um
það vitnisburð margra skólabræðra minna, sem meta meira sann-
leikann, en T.E. gerir, enda þótt hann gefi nú í skyn, að
all gott samkomulag sé á milli sín og sannleikans. Ennfremur
segir hann mig róa öllum árum að misklíð og óánægju manna á
milli. Slík ummæli hljóma ókunnuglega í eyrum mínum. Ég
'Veit ekki til, að ég hafi komið fram sem friðspillir manna
iá milli, og vísa ég því þeim ummælum heim til föðurhúsanna.
En ef það eru friðspjöll kölluð, að ég veki máls á einhverju
því, sem allir eru ekki á einu máli um, þá er nú satt að
segja orðið fjandi erfitt að lifa hér á jarðríki, svo ekki
raskist friðurinn. Mér þykir því margt vera í grein Trausta,,
sem sprottið er að persónulegri óvild til mín, og er það
þó furðulegt, þar sem ég hefi átt fá viðskipti við mannin,
nema hvað ég rökræddi við hann á "Framtíðar"-fundi um sögunám,
er hann hélt þar frábærlega vitlausa ræðu um það efni. Þá
vil ég loks beiðast undan þeirri vegtyllu, er Trausti gerir
mér, er hann kallar mig á einum stað í grein sinni "mannkyns-
fræðara". Ég lít nefnilega ekki svo mikið á mig, að ég ætli
mig vera "þann, sem koma skal", þótt Trausti kannski geri það.
Skal ég svo víkja að aðalefni greinar hans og því, sem okkur
greinir þar á.
T.E. hefur mál sitt á að skýra frá því, að nú sé sá mað-
ur uppi, sem Sverrir heiti, og að þessi maður ætli sér ekki
minni hlut en þann, að hafa endaskipti á einu lögmáli náttúr-
unnar. Hann ætli að gera konuna að karlmanni (sicl). Ég ef-
ast ekki um, að Trausti segi það satt, að sig "furði stórkost-
lega" á slíkum býsnum. En sem betur fer hef ég aldrei haft
slík stórræði í huga, né heldur sagt nokkrum frá því. Þetta
er ekkert annað en hugarburður Trausta sjálfs. Hann byggir
því grein sína á vitlausri forsendu, og því er ekki að kynja
þótt "miðbikið sé áátalaust, og endinn afskaplegur”. En
þessi upphafsorð hans sýna glögglega, hve mjög hann misskilur
grundvallarskoðun mína á kvenfrelsismálinu og konuna sjálfa.
Hann hyggur sem sé, að konan muni líkjast æ meira karlmanninum
að eðlisfari, ef hún vinni sömu störf og hann. Við skulum at-
huga þessa kenningu nokkuð nánar.
Ég hygg ekki. Það má sanna það með fjölda mörgum dæmum, að
kvenrithöfundar standa karlmönnum í engu að baki, hvort
sem er á sviði lista eða vísinda. Og við þurfum ekki að
leita til kvenrithöfunda til að afsanna hinar rakalausu
fulljrrðingar T.E. Ég hefi hér á borðinu fyrir framan mig
bók eina enska, er heitir MThe woman's pastM, eftir L.K.
Yates,(London 1918). Það er skýrsla um hið mikla starf, er
enskar konur unnu í hergagnaverksmiðjum brezku á stríðs-
árunum, þegar karlmennirnir fóru til vígvallarins og mann-
fátt gerðist heima í Englandi, flykktust konur af öllum
stéttum inn í hergagnaverksmiðjurnar og unnu að hergagna-
smíði sem karlmenn væru. Höfundurinn segir, að nú (þegar
bókin er skrifuð) vinni 2.000.000 manna í hergagnasmiðjum
og sé þriðji hlutinn konur. Þær stóðu karlmönnum í engu
að feaki um dugnað og hugrekki. Þær voru jafn slyngar við
fíngerð störf, sem mikillar aðgæzlu og nákvæmni þurfti við,
sem við hin grófgerðari. Jafnvel þar, sem allmikilla lík-
amskrafta var þörf, stóðu þær karlmönnum fullkomlega á
sporði. Þetta verk enskra kvenna, var mjö lofað, sem verð-
ug var, og er talið, að þær hafi átt mikinn þátt í því, að
England átti sigri að hrósa að ófriðnum loknum. Þetta
er eitt dæmi af mörgum, sem sýnir það og sannar, að konur
hafa vaxið af að vinna karlastörf, en ekki lækkað.
Af orðum T. má ráða, að hann skiptir mannlegri starf-
semi í tvennt, karlastörf og kvenna. Hann dregur glögga
merkjalínu þar á milli. Kvennastörf telur hann vera mest
heimilisstörf og allt sem þeim fylgir, svo sem barnauppeldi
o.fl., en karlastörf þau, sem vita meira út á við, utan
heimilisins. En er nú þessi skipting rétt? Nei. Auðvitað
er hún bandvitlaus. Það hefði mátt færa hana til sanns
vegar fyrir fjórum öldum eða svo, en nú á hún ekki lengur
við. T. er því nóhuggulegaM langt á eftir tímanum. Nú á
síðustu tímum hafa konur numið sér ný starfssvið utan heim-
ilisins og það í svo ríkum mæli, að þeð er beinn bjálfaskap-
ur að skipta starfsemi mannanna, eins og T. gerir. Nú
fæ ég ekki skilið orð T. öðruvísi en svo, að "kvennastörf-
inM hafi gert konuna að kvenmanni úr því að MkarlastörfinM
gera hana að karlmanni. Þá fer mann að renna grun í, hvað
T. á við með orðinu kona. Sú er ein sönn kona, sem gegnir
húsmóðurstörfum eða einhverju því, sem hægt er að telja
undir "kvennastörfM. En þá þykir mér konuhugtakið vera
farið að verða harla magurt og mjóslegið, er húsmæður einar
hafa rétt til nafnsins kona. 1 hvaða stöðu, sem konan er,
hvort sem hún sýslar um heimilisstörf og stendur fyrir
heimili, eða hún stjórnar heilu landi, hvort sem hún situr
við sjúkrabeð barns síns, eða hún græðir mein manna sem
læknir, þá er hún alls staðar hin sanna kona. Það er því
býsna fávizkulegt, að veitast að þeim konum, sem hafa haft
þor í sér til þess að leita sér víðara starfssviðs, en
heimilið getur veitt, og segja þær hafa glatað kveneðli
sínu og fengið karlmannseðli í staðinn. Það ber vitni um,
að heldur er lágt til lofts í vizkusal manna, sem slíku
halda fram. T.E. skilur ekki kveneðlið betur en svo, að
hann hyggur, að það strjúki úr konunni jafnskjótt og hún
ttekur til þeirra starfa, sem honum hefir þóknast að merkja
sem Msérstaklega karlastörfM. En ef svo væri, þá þætti
!mér aú.lmikill smíðagalli á eðli mannsins frá skaparans
hendi. Þá ætti auðvitað þessi sama kenning að gilda fyrir
karla líka. Karlmenn ættu þá að missa sitt eigið eðli, ef
þeir sinntu MkvenmannsstörfumM. Saumaskapur og eldamennska
eru án efa "kvennastörfM í augum T.E. En eru þá allir
skraddarar, eldamenn og matsveinar kvenmenn að eðlisfari?
T. mun auðvitað segja já, en hræddur er ég um að annað
yrði svarið, ef við spyrðum þessa virðulegu menn að því
hvort svo væri. Nei, eðlið er miklu fastara bæði í körlum
og konum, en svo, að hægt sé að hafa skipti á því, eins og
þegar menn skipta um föt. Ég fullyrði því, að konur verða
ekki fremur að karlmönnum þótt þær yrðu læknar, lögfræðing-
ar, prestar og prófessorar, en T.E. yrði að kvenmanni, þótt
hann legði fyrir sig eldamennsku og læsi kvennafræðarann
spjaldanna á milli.
Þegar T. er búinn að hlaupa svo mjög á sig út af
eðlisummyndun konunnar, þá tekur hann að tína til þá ann-
marka, semséu á því, að konan gegni ýmsum störfum í þjóð-
félaginu, sem liggja utan heimilis. Hann viðurkennir, af
því að hann getur ekki annað, að konan hafi gáfur til jafns
við karla. En þó skortir hana eitthvað, að hans dómi.
6