Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.02.1975, Side 20

Skólablaðið - 01.02.1975, Side 20
A síðari árum er það tízka uppkomins fólks að líta á okkur, sem yngri erum, í ljósi sinna eigin æskuára. Þessu fylgir fullkominn skilningur á æskunni og vandamálum hennar, og ef einhver í sakleysi rís á fætur og segir okkur til synd- anna, er hann afturhaldsseggur og þröngsýnismaður, hann hefur gleymt, hvernig hann var sjálfur á yngri árum. I fáum orðum sagt; uppalandinn og umbótamaðurinn er fljótlega kveðinn í kútinn. Slíkir menn tefja og trufla eðlilegan þroska æskunn- ar og eru þjóðinni í heild hættulegir. Fólk hefur þannig varpað út í yztu myrkur þeirri hugmynd að um nokkra afturför geti verið að ræða í þessum heimi. Gengið er að því vísu, að framþróunin haldi áfram um alla eilífð. En æskan lætur þessi heilabrot sem vind um eyru þjóta. Hún lætur sig engu skipta, hvort mannkynið hrörnar og deyr eða þroskast og lifir. Hún elskar og hatar og reynir að njóta lífsins. Aðeins einu hefur hún gleymt: að hugsa. Upp úr því er hún löngu vaxin. - Þegar við vorum yngri, hvíldu vandamál lífsins þungt á herðum okkar. Við brutum heilann og spurðum foreldra okkar5 hvaðan við kæmum. Og nú þykjumst við vita það. En enginn verður sáluhólpinn fyrir það eitt að sofa hjá. Einn bekkjabræðra minna, Þorleifur Hauksson, sagði mér nýlega skýringu sína á þessu andlega náttúruleysi. Og þar eð skýring hans er ekki frumleg, hefur hún, öðru fremur, orðið tilefni þessarar greinar. Þorleifur brá upp óhugnar- legum myndum af horfunum í heimsmálunum. Hálfbrjálaðir stjórnmálamenn, fulltrúar hinnar eldri kynslóð- ar , eru að leiða okkur til styrjaldar, sem fyrirsjáanlegt er að tortími gervöllu mannkyninu. Nazisminn, kommúnisminn og kapítalisminn eru gjaldþrota stefnur, trúarbrögðin glata óðum virðingu sinni. Síðustu leifar hugsjóna liðinna alda eru í andarslitrunum. En hvað getur æskan gert? Ekki getur hún komið í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Og hvers virði eru fagrar hug- sjónir þeim manni, sem bíður dauðans og tortímingar alls, sem er? Það er ofur eðlilegt, að helzta áhyggjuefni okkar sé strákkvikindið, sem barnaði hana Eddu Jóns. Það er jafn eðlilegt og sjálfsagt, að þeir ungu menn, sem halda því fram5 að æskan eigi að hafa ákveðnar skoðanir, séu einungis tagl- hnýtingar fávísra stjórnmálamanna og upplesarar úr dagblöð- um og stefnuyfirlýsingum flokka. Við höfum glatað öllu5 við getum ekkert gert, nama setzt niður og beðið dauðans. Fyrir eitt er þessi lífsspeki hinnar ungu kynslóðar athyglisverð: hún er ein fárra tilrauna, sem sú kynslóð hef- ur gert til að hugsa. En árangurinn er enn ein sönnun þess, sem ég hef þegar haldið fram: æskan hefur glatað hæfileik- anum til að hugsa. Og þegar hér er komið, langar mig til að bregða fyrir mig þeirri röksemdafærslu, sem kennd er við Aristóteles. Annaðhvort verður kjarnorkustyrjöld eða ekki. Annaðhvort lifum við eða deyjum. Ef við lifum, er öll lífsspeki hins unga og reiða Þorleifs á röngum grundvelli byggð. Ef við hins vegar deyjum, deyja hugsjónirnar líka. Þá hafa þær engu hlutverki að gegna. Og þá verður heldur enginn til að hafa ^hyggjur af afdrifum þeirra. Einhvern tíman fitjaði ég upp á því við nokkur skóla- systkina minna, að hér í skólanum yrði komið á fót les- hringjum, sem fengju það hlutverk að sýna fólki fram á, að fleira verður sér til gamans gert, en að þusa um óléttu og stjórnmál. Það getur líka verið gaman að hugsa. Fannst méi viðeigandi, að starfssemin hæfist með því, að þáttakendur í leshringjunum læsu Villiöndina sér til uppbyggingar og á- nægju. Sá litli hundraðshluti, sem einhvern tíman hafði heyrt Villiandarinnar getið, gerði þá óp að mér. Mikið blessað barn hann Þorsteinn gæti verið, hver héldi hann svo sem að mætti vera að því að eyða tímanum í svoleiðis há— fleygt kjaftæði. Nei5 hann gat sjálfur átt sína Villiönd. Yrði honum að góðu. 1 kvöld fara allir á Borgina, forsíða Tímans þéttprent- uð klámmyndum, Edda Jóns að hætta í skólanum. Hæ, hæ. Nú er svo komið, að eina hugsjón æskunnar er að eiga enga hugsjón. Eina umhugsunarefni hennar er5 hvernig hún bezt fær komizt hjá því að hugsa. En þessari æsku er engin þörf á að bíða heimsstríðsins í þögulli skelfinu, heldur getur hún hlakkað til hins hinzta dags. Því hættan er ekki fólgin í því, hvort heimsstríðið á eftir að tortíma okkur öllum, dauðann verðum við að sætta okkur við. En ef við glötum hæfileikanum til að hugsa, verður lífð óbærilegt. Því þegar allt kemur til alls, er erfiðara að sætta sig við lífið en dauðann. 1. desember 1959- Þorsteinn Gylfason. 35.árg.3.tbl. Þegar ég las fréttapistil í 3.tölublaði 37. árgangs Skólablaðsins, svohljóðandi, að rektor hefði gefið handbolt- amönnum skólans nýjan grip að berjast um, var mér svo öllum lokið, að ég mátti lengi ekki mæla sakir þeirrar forundrunar og þess ljóta grunar, er greip mig. Og því varpa ég fram þeirri spurningu, er hefur brennt tungu mína mikinn hluta þess tírna, er ég hef setið bekki Menntaskólans í Reykjavík: Segið mér vísu lærifeður, hvað er það3 sem íþróttahreyfingin hefur til síns ágætis, svo mjög umfram aðra félagsstarfsemi skólans? Ekki þar fyrir að Iþróttafélagið sé ekki hinn ágæt- asti þáttur félagslífsins, en átti það ekki hinn ágætasta verðlaunagrip fyrir? Og sem þessar grillur flögruðu í hug mér inn, þá minnt- ist ég atviks, sem í fyrra var haldið niðri af óskiljanlegum ástæðum. Þáverandi stjórn Iþróttafélagsins, sem var sem nú skipuð hinum ágætustu mönnum, hafði fengið frí fyrir heilan hóp manna, sem átti að keppa fyrir skólans hönd á einhverju móti úti í bæ. Ekki veit ég til þess5 að nokkur maður af þeirri virðulegu samkundu, er situr kennarastofuna, hafi sagt svo mikið sem eitt styggðaryrði, kann þó að vera, að einhver hafi þurft að bæla niður gremju sína. En þegar þáverandi Inspector scholae fór þess á leit við fyrrgreinda stofnun, að nokkur skólaskáld fengju frí í tvo til þrjá tíma til að yrkja, þá fékk hann ekki annað svar en margraddað vandlætingaöskur og slógu sumir lærifeðra sér á lær og höfðu aldrei heyrt annað eins, aðrir börðu brambalda, vanmáttugir til að and- varpa slíkri svívirðu. Og málakennararnir, húmanistarnir sjálfir? Hver voru viðbrögð þeirra? Eg veit ekki til að nokkur þeirra hafi hugleitt það í alvöru, að það getur verið ungum reiðmanni Pegasusar veganesti, sem endist lífið allt, að fá í byrjun sinnar köllunar stuðning þeirra manna, er hann metur sem menntaða og smekkvísa bókmenntaunnendur. Ættu tungumálakennarar alveg sérstaklega að hugleiða slíkt, því að það er trúa mín, að bókmenntir séu kærari flestum sem textar heldur en hagskýrslur og áætlanir um gatna- og holræsa- gerð. EGMÓTMÆLI Nú má vel vera, að einhverjum finnist það fulllangt gengið að fara fram á verðlaun til handa skólaskáldum, sem 90$ nemenda telja hreina vitleysingja. Og vel má vera, að snobbi og uppskafningshætti væri gert of hátt undir höfði með slíku, en þá vil ég leyfa mér að benda á aðra hreyfingu, sem einnig hefur orðið að feta sama stig og skólaskáldin og laumast í húsasundum. A ég þar við okkar upprennandi vísinda- menn, sem hafa sumir hverjir unnið til verðlauna (ekki þó á vegum Menntaskólans í Reykjavík) fyrir framúrskarandi þekk- ingu og smíði á tækjum, sem ég kann ekki einu sinni að nefna. Hafa og sumir þeirra hlotið viðurkenning frá vísindastofnun- um fyrir frábærlega gáfulegar ritsmíðar um sömu viðfangsefni, en Menntaskólinn í Reykjavík hefur ekki veitt þeim nein tæki- færi til að reyna getu sína> og eru þeir þó nemendur þar. Kannski snúa málakennarar þessarar virðulegu stofnunar eftir 50-100 ár þessum sömu ritgerðum á þýzka eða rómverska tungu og nota sem texta. Eg er ekki með þessu að segja, að endilega eigi að verð- launa allt það, sem nemendur þessa skóla gera, ekkert er fjær mér en halda slíku fram. En úr því á annað borð er verið að skipta sér af málum nemenda, hvers vegna þá alltaf Iþrótta- fólagið og aftur Iþróttafélagið? Væri ekki vegur að reyna heldur að styrkja ofurlítið söngmennt nemenda? Og fyrst á íinnað borð er farið að minnast á slíkt, skyldi sú stofnun vera til á þessu landi, þar sem söngmál eru í öðru en kalda- koli og í þeirri virðulegu stofnun Menntaskólanum í Reykjavík? Þegar ég settist í þriðja bekk þessa skóla hafði ég áður verið í héraðsskóla úti á landi, skóla, sem ekki var sér- stakur um neitt eða frábrugðinn öðrum gagnfræðaskólum. Get- ur þó verið að söngkennsla hafi verið þar betri en víða annars staðar, að minnsta kosti hef ég aldrei vitað aðra eins breytingu og þá5 að koma frá rólegum sæmilegasta skólakór í söngtíma í Menntaskólanum í Reykjavík. Böðvar Guðmundsson. 37.árg.4*tbl• (tmsir hafa æskt þess að fá í blaðinu þátt, þar sem rit- stjóri láti í ljós álit sitt á þeim málum, sem ofarlega eru á baugi. Ritnefnd hefur ákveðið að hafa þennan háttinn á í vetur og birtist því hér sá fyrsti þessara þátta.) I. Fyrir allmörgum árum urðu um það deilur, hvaða efni blaðið skyldi helzt birta. Héldu ýmsir því fram, að leggja skyldi áherzlu á að birta það efni, er nemendur vildu lesa, en aðrir töldu það ekki hægt, heldur yrði að gera sér að góðu það, sem nemendur vildu skrifa. Þáverandi ritstjóri leysti skarplega úr þessu í grein, sem hann skrifaði um störf rit- nefndar. Komst hann svo að orði: "Ef hún birti það efni, sem meirihluti nemenda sennilega vildi lesa, mundi það vera (afsakið) hneykslissögur, níð og spott um nemendur og kennara. Ef hún birti það, sem menn vilja helzt skrifa um, yrði blað- ið sérprentun á stjórnmálagreinum blaðanna." Ritstjóri þessi komst síðan að þeirri niðurstöðu, að ritnefnd ætti framar öllu að birta það, sem hún teldi fræðandi og þroskandi. Ekki veit ég hvernig þessum ummælum hans var tekið, þegar þau birtijst, en nú mundu þau sennilega vekja andúð þeirra, sem læsu, því að slíkar skoðanir þykja nú flestum hvimleiðar. II. A síðustu tímum hafa spakir menn, komið fram með þær getgátur, að evrópsk menning sé komin að fótum fram og muni brátt líða undir lok. Benda þeir á, að þróun menningarinnar hafi risið í öldum með djúpum lægðum á milli. Megi greina þau formerki, er jafnan boði slíkt menningarhrun. Fremstur í flokki þessara manna er Oswald Spengler og verður ekki neitað, að töluvert hefur hann til síns máls, þótt hann sé kannski heldur svartsýnn. En greinilegt er, að hin gamla evrópska hámenning (sem Spengler kennir við Faust) er nú í töluverðri hættu. Þessi evrópska hámenning var byggð á rústum næstu menningarbylgju á undan, hinni grísk-rómversku, og hófst fyrst í Evrópulöndum þeim, er Rómverjar höfðu ráðið, en breiddist svo víðar. Menningin náði geysilegari full- komnun við hirðir aðalsherra á síðustu öldum, þótt raunvís- indahyggjumenn nútímans finni þeim tímum allt til foráttu. Má segja, að hvergi í heiminum hafi menningin risið jafn hátt og í Evrópu, síðan grísk-rómversku menninguna leið. Gegnir því furðu, hversu margir 'Evrópumenn hafa minnimáttarkennd gagnvart Bandaríkjamönnum. Raunar ætti það að vera öfugt, því að mestur hluti bandarískrar menningar er aðkeyptur, og sú menning, sem þar er, kafnar næstum I auglýsingaskrumi því, sem skrílmennskan er vafin. - Þegar nítjándu aldar mennirnir afnámu forréttindi aðalsins, hafa þeir sjálfsagt vonað, að með jafnari lífskjörum yrði auðveldara að greiða hinni aristo- kratisku hámenningu veg meðal alls þorra manna. Því miður fór þetta á annan veg. Jafnhliða því sem öll alþýða fékk tækifæri til að kynnast æðri menningu, jókst áróðurinn fyrir ómenningunni, og í stað þess að alþýða hæfist upp á æðra stig dróst hástéttin niður og allt endaði í múgmennsku. Tvær heimsstyrjaldir hafa ekki bætt úr skák og er nú ástandið 6- fagurt. Fæstir hafa nokkra hugsjón, en þeir, sem einhverja þykjast hafa, fá hana niðursoðna í dagblaðaformi frá at- vinnuhugsurum. Æskan hefur hugann við það eitt að drekka í botn lifsins bikar og stundar þvi sjoppustöður og rúntgöngur á virkum kvöldum en Vetrargarðs- og sveitaböll um helgar. A slíkum böllum aðhafast menn annað af tvennu, að drekka frá sér ráð og rænu eða reyna að dansa. En þau hestalæti, sem hér eru kölluð dans, eru þannig, að jafnvel halanegrum úr svörtustu Afriku þætti slíkt misbjóða smekk sínum. - Þeir sem eru skárri, leggja stund á sporteðjóti, og er sú iðja of kunn til þess að eyða þurfi að henni orðum. Arangursríkir sporteðjótar eru siðan tilbeðnir af heilum þjóðum og ættum við Islendingar einn slíkan, stuðlaði það meira að frægð Islands erlendis, en þótt við ættum hundrað Snorra og tíu nóbelsverðlaunaskáld í ofanálag. III. Svona er ástandið meðal okkar í dag og er það ekki glæsilegt. Allir skulu vera andlega miðlungar. Þetta meðal- mennskuhoss er einkennandi fyrir nútímann. Ef einhver reynir að hugsa og hefja sig upp yfir meðalmennskuna, er hann álit- inn skrýtinn fugl og uppnefndur "spekingur" og er sú notkun þess orðs brýðisgott dæmi um háðhvörf (á bls. 221 í málfræði Halldórs Halldórssonar). Allir sjá, að á þessum tímum er meiri þörf en nokkru sinni áður á vakandi og hugsandi mönnum. Eina leiðin til slíks er sú, að kjarni æskunnar vaxi upp í því umhverfi, að það dragi hann ekki niður, heldur hvetji til dáða. Er ég þá aftur kominn að því, sem sagt var í upp- hafi. Hver verður að reyna að hamla gegn þessari öfugþróun eftir megni. Við megum ekki láta Menntaskólann verða gróðra- stíu fyrir ómenninguna, og Skólablaðið má ekki fyllast inni- haldslausu léttmeti. Það verður að stuðla að því, að hér skapist andrúmsloft, sem örvi menn til alvarlegra þenkinga. Þess vegna mun ég leitast við að vinna samkvæmt orðum rit- stjórans, sem ég vitnaði í áðan, og takist mér það ekki, er það ekki vegna þess að mig skort vilja, heldur hins, að mig brestur afl til að hamla gegn tíðarandanum. 3 ó.árg.l.tbl. Einar Már Jánsson. 20

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.