Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.02.1975, Qupperneq 7

Skólablaðið - 01.02.1975, Qupperneq 7
Hana skortir þrautseigju og stöðuglyndi (!) Þetta dirfist T. að segja, enda þótt allar stoðir renni undir það, að ekki eru til þrautseigari og stöðuglyndari manneskjur undir sólinni, en konur. Finnst T.E. það bera vitni um skort á þrautseigju og stöðuglyndi, er konur hafa fórnað sér fyrir heimilið öldum saman og neitað sér um þá gléði og ánægju sem fólgin er í iðandi og starfandi lífi umheimsins? Nei og aftur nei! Ef konur hafa nokkuð til brunns að bera í sem fyllstum mæli, þá er það þrautseigja og stöðuglyndi. Þá má því merkilegt heita, að T. skuli bregða konum um skort á þrautseigju og stöðuglyndi, er oll reynsla bendir á það gagnstæða. Og enn furðulegra er þó hitt, að hann skuli þó skipa þeim starfssvið innan heimilisins,rétt eins og það sé svo lítilmótleg stofnun að um það megi sjá þær , sem séu hvort tveggja í senn, óþrautseigar og óstöðuglyndar. Er það ekki í samræmi við allt hans hjal og mikla lof, sem hann ber á heimilið. Ef konur hefðu þann veikleika til að bera, sem T. ber þeim á brýn, þá er auðvitað loku fyrir það skotið, að þær geti sinnt þjóðfélagsstörfum utan heimilis. En þá eru þær og engu fremur færar um að gegna heimilis-' störfum, því að það er alkunna, að mjög reynir það á þraut- seigju og stöðuglyndi kvenna. Þykir mér þá vera í fá skjól að venda fyrir konur, er þær eru hvorki gjaldgengar innan heimilis né utan. En hvað vill T.E. þá gera við kvenfólkið? Því getur hann sjálfur svarað. En ég skal setja höfuð mitt í veð fyrir það, að skortur á þrautseigju og stöðuglyndi verði aldrei konum að fjörlesti, er þær vinna saman með körlum að sömu störfum. Mjög tekst T.E aumlega, er hann fer að bera saman karla og konur. Hann talar um það af karlmannlegri hégóm- agirnd, að konur hljóti að finna til smæðar sinnar, er þær beri sig saman við karlmenn í þeirra íþróttum, O-jæja! Skyldu skáldkonur Evrópu þurfa að skammast sín fyrir verk sín, er þær bera þau saman við sams konar verk karlmanna? Verður því lítið úr falsspádómum og full}rrðingum T.E. í þessu efni og kemur hér fram sem oftar, að kenningar hans dagar uppi, er ljós reynslunnar skín á þær. Eg þykist þá hafa fært fullar sönnur á það, að konur skorti ekkert til að verða hlutgengar í þjóðlífsstarfi utan heimilis. En þó kem ég að öðru atriði í grein T. sem ég hef hlaupið yfir til þess, en það er frelsi kvenna nú á tímum, hve mikið það er og hve langt það nær til þess að veita þeim þau þegnréttindi, er þeim ber að fá. T.E. segir, að konur hafi fullt frelsi og jafnrétti á við karlmenn og frjálsan aðgang að öllum þeim störfum, sem þær séu færar um að inna af hendi. Því þykir honum það firnum sæta, að ég heimti meira frelsi. Ég skal skýra honum frá því við hvað ég á, er ég heimta "meira frelsi”. Eg heimta raunverulegt frelsi konum til handa. Þær hafa meira en nóg pappírsfrelsi. Þar þarf engu við að bæta. En frelsið sjálft hafa þær ekki. Lögin, sem eiga að tryggja þeim frelsið eru nógu áferðarfalleg, en það er sá galli á gjöf Njarðar, að þau eru ekki í samræmi við þá þjóðfélags- háttu, er konan á við að búa. Þau eru heldur ekki í sam- ræmi við þann hugsunarhátt, sem ríkir í þjóðfélaginu. Kon- an væri nefnilega alfrjáls, ef við hefðum ekki allt of mik- ið af Traustum, sem marka konunni sérstakan bás í þjóðfél- aginu, og gefa þeim hugsunarhætti byr undir báða vængi, að þessi bás sé hinn eini sanni og rétti verustaður hennar. Þegar þjóðfélagshættirnir eru breyttir orðnir og hugsunar- hátturinn sömuleiðis, þá eru fyrst lög og réttindi konunn- ar einhvers nýt. Það þarf alls ekki neina djúpskyggni til að sjá, að "réttindi" og "frelsi" kvenna eru frábærlega ómerkileg. Konum gagnar t.d. ekki mikið kosningaréttur, þegar þær eru svo andlega háðar bændum sínum, að þær hafa alltaf sömu skoðanir á þjóðmálum, sem þeir. Ekki svo að skilja, að þær hafi komizt að nokkurri sannfæringu í þeim efnum, heldur fylgja þær körlum sínum í blindni sem hlýðnar eiginkonur. Það er þetta andlega ófrelsi kvenna, sem gerir réttindi þeirra að hégóma einberum. Þá verður og ekki á móti því mælt, að þjóðfélagið gefur kvenfólki miklu deigari vopn í hönd til að heyja með lífsbaráttuna, en körlum. Uppeldi þess er yfirhöfuð miðað við heimilisstörf, svo að menntun þess er miklu meira einhliða en menntun karla. Það er ríkjandi skoðun, að konur séu fæddar fyrir heimilið, endaþótt hræsnarar þori ekki að kveða upp úr með það. En allar aðgjörðir þjóðfélagsins og framkoma þess gegn konum bendir ljóslega á, að þeim er ætlað að ganga inn í heimilið. Þeim er beinlínis ákveðið að verða skítkokkur á þjóðar- skútunni. Þegar því stúlkan gengur út í lífið, þá hefur hún um tvennt að velja, annað hvort að verða húsmóðir eða leita sér lífsuppeldis við önnur störf í þjóðfélaginu. Hún hefur kannski enga löngun til hins fyrra, en þó er það fýsilegra fyrir margra hluta sakir. Hún finnur að menntun sín er takmörkuð og þjóðfélagið saumar svo að konum, að þær hafa ekki frjáls val. Það er beinlínis loku fyrir það skotið að þær fái valið um lífsstörf í þjóðfélaginu. Þjóð- félagið knýr þær inn í hjónaband og heimilislíf, hvort sem þeim líkar betur eða verr. En er það ekki siðleysi á hæsta stigi? Ég segi jú. Það er ekki til argvítugra sið- leysi en það. En við svo búið má ekki lengur standa. Þjóð- félagið verður að taka fullt tillit til tilfinninga kvenna og sjá svo um, að engin kona neyðist til að bindast hjú- skaparböndum eingöngu vegna þess, að þjóðfélagshættirnir eru henni svo örðugir, að heimilið er orðið þrándur í götu kvenna. Það fullnægir ekki kröfum hennar né þrám. Og eins og allar aðrara stofnanir, sem ekki fullnægja til- gangi sínum, þá er það orðið helsi um háls konum. Það heftir þroska þeirra svo greinilega, að ekki ætti að þurfa að deila um það. Heimilið er orðið of þröngt starfssvið fyrir konur og þess vegna verða þær að leita út fyrir heimilið. En þau störf má gjarna kalla "opinber störf", gagnstætt heimilisstörf. T.E. heldur að "opinber störf" sé sama og stjórnmál, sem er eitt dæmi af mörgum um það, hve vel hann skilur það efni, sem hann gasprar um. Þegar því það er sýnt, að heimilið er ekki lengur við hæfi kvenna, þá verður það auðvitað að hverfa í þeirri mynd, sem það er nú . Það verða auðvitað alltaf einhverjar leifar af því, en það mun breytast mjög. T.E. talar með miklum fjálgleik um heim- ilið og þykir það mikil býsn, ef það á að hverfa úr sögunni. En við skulum nú athuga heimilið rólega og æsingarlaust. Heimilið er ævagömul stofnun, sem stendur djúpum rótum í þjóðfélagi flestra þjóða. En það er eins og annað hér á jörðu, að það hefur breytzt. Aður fyrri var heimilið lang veigamesta þjóðfélagsstofnunin. Þá var það bæði framleiðsl- ustofnun og uppeldisstofnun. Sérhvert heimili framleiddi það, sem einstaklingar þess þurftu sér til lífsviðurværis. Konurnar ófu dúka og skáru körlum og krökkum klæði úr þeim, og eins var með aðrar lífsnauðsynjar, að heimilið fram- Leiddi þær sjálft. En á þessu hefir orðið mikil breyting. /íðast hvar þar, sem verkleg menning hefur náð að þróast, ^r þessi þáttur heimilislífsins horfinn úr sögunni. Nú í tímum er það því aðallega uppeldisstofnun. En einnig í því sviði eru miklar breytingar að gerast. I öðrum löndum eru komin á fót barnahæli, sem sjá um uppeldi barna Þar hafa konur farið út fyrir hið gamla verksvið sitt, heimilið, og með því hafa þúsundir heimila leystst upp. Þær geta ekki lengur hugsað að öllu leyti um uppeldi barna sinna og því verður þjóðfélagið að hlaupa undir bagga með henni og taka barnauppeldið að miklu leyti í sínar hendur. Jafnvel hér á landi er kominn vísir til þessa. Við vitum það allir, að á þeim degi, er menn fagna sumri hér í Rvk., þá ganga börn um göturnar og selja merki sín. Dagurinn hef- ur verið helgaður þeim, og karlar jafnt sem konur gangast fyrir fjársöfnun börnum til handa. Sá er tilgangurinn að koma upp barnaheimili, þar sem fátæk börn í Rvk. geti dval- ið á sumrum. Mæðurnar verða að leita sér vinnu út á við yfir bjargræðistímann, og börn þeirra hafa ekkert hæli nema kaldar kjallaraholur og götuna. En á þessu barnaheim- ili fá þau að leika sér úti í sumarloftinu með félögum s£n- um. Hvort ætli sé nú börnunum hollara, að komast þannig í náin kynni hvert við annað og skerpa með því félagslyndi, heldur en að gera þau eigingjörn og fáskiptin og eintrján- ingsleg á heimilunum, þar sem félagslyndið nær ekki út fyrir fjölskylduna? Ég er ekki í nokkrum vafa um, að það fyrra er betra. Við höfum því séð, að stöðugt hefur molast úr heimilinu á liðnum tímum og það mun molast meira. Það má og geta þess, að heimilisfræðsla fer minnkandi, en opin- berir skólar taka við fræðslustarfinu. Þegar þetta er athugað, þá ætti mönnunv ekki að verða svo mikið um, þótt talað sé um Msundrun heimilisinsM. Auðvitað má alltaf segja, að fjölda margt farist með því, sem menn vilja halda í, en það er nú einu sinni nauðsynlegt, að þessi þróun haldi áfram, sem ég hefi nú lýst. T.E. veitist nokkuð að mér fyrir ummæli mín um heim- ilið í sambandi við börnin. En það sem ég átti við var ekkert annað en kúgun elli yfir æsku. Ellin heimtar að æskan trúi á það sama og hún, hugsi eins og hún og starfi eins og hún. Ellin leggur oft bönd á sjálfstæðistilfinn- ingu æskunnar, hún fær ekki skilið að æskan á sér sín rétt- indi, og þau réttindi eru falin í því, að hún þroskist á þeim þroskabrautum sem eru við hæfi hennar. En foreldr- arnir vilja láta börn sín ganga sömu götu og þeir hafa gengið og sjá ekki, að leiðirnar hljóta að skiljast. T.E. bendir mér á mikilmenni sögunnar til að afsanna mál mitt. Ég vil biðja hann að minnast enska skáldsins Shelleys, hvernig hans æsluheimili var. Það var fyrirmyndarheimili, á mælikvarða þeirra tíma en fáir munu mæla því bót á vorum dögum. Þetta er nú orðið langt mál hjá mér og ætla ég því að hætta. Eg hefi reynt að svara því, er mér þótti máli skipta í grein T.E. Eg er miklu sannfærðari um minn mál- stað eftir en áður. Eg veit að frelsi kvenna er sjálf- sagt, hvað sem T. segir og hvernig sem hann reynir að fóðra ófrelsi kvenna og færa það í ljósengilslíki. T.E. er einn af þeim mörgu mönnum, sem stöðugt rétta fram máttvana hönd sína til höggs gegn róttækum frelsishreyfingum. En höggið er slælegt. Kvenfrelsishreyfingin mun bera höfuð sitt jafn hátt, þótt heimskan fitji upp á trýnið og láti ólm- lega. Kvenfrelsishreyfingin gæti því sagt við T.E. það sama er Sturla Sighvatsson sagði í Örlygsstaðabardaga, er honum þótti smámenni sækja að sér. M0k bíta mig nú smá- djöflar.M Þessar þrjár greinar Sverris Ktástjánssonar og Trausta Einarssonar birtust í 2. árgangi Skólablaðsins. 7

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.