Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.02.1975, Qupperneq 23

Skólablaðið - 01.02.1975, Qupperneq 23
Gestur: Mestallan sjöunda áratuginn er Skólablaðið fyrst og fremst vettvangur fyrir menningrelítuna innan skólans. Um það leyti, sem ég kem inn í rítnefndina er menningarelítan og sá mórall sem henni fylgdi, hins vegar að deyja. T.d. fækkar skólaskáldunum, og má raunar kalla þá Hrafn Gunnlaugs- son og Þórarin Eldjárn síðustu skólaskáldin, en þeir voru þ þá í ó.bekk. Því er eðlilegt að menn reyni að breyta Skóla- blaðinu, og það er mjög í stíl við það sem þá var að gerast, að menn noti Skólablaðið til að pólitísera og koma af stað félagslegri umræðu í skólalífinu. Á sama tíma kemur fram i flestum menntaskólunum, en mest þó í Hamrahlíð, gagnrýni á lokað embættismannakerfi félagslífsins. Við sem vorum með Skólablaðið ákváðum því að freista þess að virkja fleiri í félagslífinu, með því að nopnan ritnefnd Skólablaðsins og gera það þannig að vettvangi fyrir fjöldastarfsemi, gras- rótarstarf, sem var ekki fyrir hendi neins staðar í skólan- um. Upphaflega er hugmjmdin su, að þarna komi hver sem vill og geri það sem honum dettur í hug. Síðan fer þetta inn á aðrar brautir, því að rejmdin varð sú að þeir sem áhugann höfðu á opinni ritnefnd, var "kommaklíkan", sem var þá að myndast í skólanum - við vorum um sama leyti að stofna Bylt- ingu sálugu, félag róttækra í M.R. Blaðið tekur svo á sig pólitískari blæ með hverju tölublaði, og leiðir það til sprenginga og árekstra við félagslífsbáknið og "almennings— álitið" í skólanum. Páll: Það er alveg rétt að áður en þetta var, þá réðu blaó- inu bara menningarlegar klíkur, pabbabörn sem voru óafskipt í þjóðfélaginu og gerðu ekki annað en að vera merkileg á svipinn. Nu eru þessar klíkur skriðnar út í þjóðfélagið og farnar að.... Gestur: Utdeila listamannalunum... Páll: Já, og fá listamannalaun og skipta sér niður á básana. Gestur: Maður hefur það á tilfinningunni að Skólablaðið hafi ekki þjónað neinum öðrum tilgangi en að skapa þessa menningarelítu, sem var afskaplega fáránleg, þegar menn líta á hana eftir á. Páll: Já, þetta var svona æfingavöllur fyrir b lið. Það lið á nú leikinn. Inga: En varð Skólablaðið á sama hátt ekki æfingarvöllur fyrir annan hóp seinna? Páll: Það veit ég nú ekki alveg. Jú5 að vissu leyti. Gestur: Ég held að menn hafi nú ekki starfað í skólablaðinu, a.m.k. þessi tvö síðustu ár, sem ég var í skólanum, til þess að gera sjálfa sig að einhverjum númerum. Heldur hafi þarna komið fram einhver pólitísk hreyfing, sem var þá að spretta fram í öllum menntaskólunum og kom svo seinna fram í há- skólanum. Páll: Þessi hreyfingkemur til vegna þess, að það er að fjölga í öllum skólunum. Það kemur.ofboðsleg fólkspressa inn í skólana eftir "65* sem verður til þess, að það verður að fjölga í menntaskólunum. Það kemur t.d. fleira fólk inn í M.R. en þessir menn, sem við erum núna að segja að séu skriðnir út í þjóðfélagið voru nokkurs konar síðustu mohikanar í allt annars konarskóla en Gestur var í og seinna ég og nú þið. Gestur: Þegar ég kem í skólann, þá er hann að breytast. Fyrsta árið semégvar í skólanum, þá voru haldnar skálda- vökur þar sem voru bara skáldin, sem mættu lásu upp ljóð fyrir hvern annan. Páll: Dáðust hver að öðrum. Gestur: Og voru gáfaðir hver framan í annan, svona a.m.k. fram eftir kvöldi. Ég man eftir því að þá voru nokkur skóla— skáld sem neituðu að taka þátt í þessum skripaleik. Það voru menn sem seinna skipuðu sér í róttækari hópinn. Við verðum lika að athuga hvaða ár þetta var5 þ.e. "67-68. Þá um vorið er þessi sprenging i háskólum erlendis, og studentahreyfing in fæðist. Öldur hennar berast hingað strax, inn i háskól- ann í nokkrum mæli, en meir í menntaskólana og þá sérstak— lega M.H. Gömlu skólarnir M.R. og M.A. eru tregastir til að taka við þessum nýju vióhorfum og helzt þar allt Í hendur, tradisjónaveldið er mest og félagslífið mesta báknið. Því verður það fyrst fyrir að reyna að brjóta niður þetta lokaða bákn sem félagslífið er orðið, reyna að opna það. Páll: Aðallega þetta bákn, sem félagslifið er orðið i aug- um allra nemenda. Kerfið virkar þannig að það leggst fyrst og fremst á hugi manna. Það er þar sem þarf að brjóta á. T.d. i kringum þetta þá er farið að stofna hálfgerðar eftir- líkingar af ameriskum fyrirbærum eins og Hagsmunasamtök skólafólks, sem koma þarna rétt á eftir og eiga i rauninni að vera þjóðfélagslega kryfjandi. Alla vega dreymdi þá, sem að gengu með þau samtök í maganum um að þau ættu að verða það. Gestur: Það var mikil pólitík á þessum árum að vera með einhverja starfsemi án þess að hún væri í rígskorðuðum formum, með embættismenn og toppa, sem drápu allt niður. Markmiðið var að skapa hreyfingar. Hagsmunasamtök skóla- fólks voru einmitt tilraun til þess, en þessi sjónarmið voru mjög rikjandi meðal róttæklinga í menntaskólunum á árunum "68-70. Páll: Það verður að viðurkenna það að þessi hreyfing tókst miklu betur í Hamrahlíð heldur en í M.R. Hún var miklu meira happening þar. Þar voru virkilega hlutir sem gerðust. Gestur: Þeir tóku IÍka við alveg...byggðu upp að nýju... Inga: Það var lika miklu minni skóli... Gestur: Það fólk5 sem kemur inn fyrsta árið er eini árang- urinn. Þetta fólk mótar félagslífið og það heldur áfram í gegn um 4 ár að vera elzti árgangurinn í skólanum. Það myndast viss samheldni, áhugi til þess að skapa eitthvað nýtt..., eitthvað sem að fólk hefur gaman af að taka þátt í. Meðan við niður frá erum að dragnast með kerfi sem byggist á traditionum, kerfi sem byggist á því að það er verið að ala upp embættismenn og menningarvita þjóðfélagsins. Og það má þannig tala um 2 hópa, annars vegar í kringum Skóla- blaðið og Listafélagið, þ.e. menningarelítana og svo hins vegar í Framtíðinni og Skólafélaginu, þar sem voru mennirnir, sem gengu með harðlífissvipinn og eru núna stud. jurar og cand. jurar. Það var samt engin almenn hreyfing gegn þessu kerfi meðal nemenda, vegna þess að meirihlutinn var tiltölu- lega áhugalítill og skipti sér lítið af þessu. Spilaði bridge og drakk brennivín eins og við töluðum gjarnan um þá. Þegar reynt var að breyta þessu, fór fólkið í varnaraðstöðu vegna þess að mönnum þótti alltaf innst inni dálítið fínt að vera í þessari "elztu og virðulegustu menntastofnun landsinsV Menn litu aftur til þeirra tíma, þegar þetta var fámennur elítuskóli. Þegar félagsstarfsemi skólans myndast, þá er hann svoleiðis skóli og þessar traditionir haldast svo og síðan skapast elítan innan skólans. Sú róttæka hreyfing, sem varð í skólanum þegar ég var þar, er að vissu leyti afsprenig þessarar menningarmafíu. Það er engin tilviljun í Gunnari og Kjartani að Kjartan snýst frá því að vera menningarsnobb í að vera róttækur. Það er kannski engin tilviljun vegna þess að við megum ekki gleyma hinum faktornum, þessum mönnum, sem voru með harðlífissvip og eins og þeir væru með hrífuskaft á bakinu. Þessar týpur voru mjög áberandi þegar ég kom inn í skólann og lögðu undir sig embættin. Það voru sérstakar týpur, embættismannatýpa. Það var talað um að það væri ekki hægt að kjósa þennan, hann væri ekki embættismannatýpa. Eins og öll list er að vissu leyti andóf, þá held ég að lista- snobbið hafi að vissu leyti fætt af sér róttæknina, enda kemur hún í beinu framhaldi af því og það er engin tilviljun að hún byrjar í Listafélaginu og Skólablaðinu. Inga: Nú varir þessi róttækni stutt. Gestur: Menn vilja oft ýkja það sem er liðið, og ég efast um að menntaskólanemar séu síður róttækir en þeir voru á þe þeim árum þegar ég var í menntaskóla. Og athugum bara hvern- ig ástandið var í M.R. áður en Bylting hóf starfsemi sína og ritnefnd var opnuð og allt gerðist. Skólinn var ger- samlega andpólitískur. T.d. var algert tabú, þegar inspect- orar voru kosnir, að taka pólitíska afstöðu, heldur'áttu menn að taka afstöðu til persónunnar. Menn voru litnir hor hornauga ef þeir voru þólitískir, enda þekktist það varla nema ef Heimdellingar áttu I hlut, og þeir voru varla álitnir pólitískirl Svo rotta sig saman nokkrir menn með róttæk sjónarmið, og það fyrsta sem mætir okkur er að berjast gegn þessu ríkjandi "and-pólitíska" viðhorfi, sem þýðir í raun og veru ekki annað en að maður játast undir óbreytt ástand. Þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður kemur það í ljós á einum vetri, að fjöldinn allur af menntaskólanemendum er róttækur, að vísu minnihluti, en ekki lítill minnihluti. Þannig má segja að það hafi verið fyrir hendi í skólanum töluverð "latent" róttækni, og þessum róttæka minnihluta tókst að gerbreyta andrúmslofti skólans á einum vetri og gera sig gildandi. Páll: Hann ógnaði algjörlega tilvist allra annarra í sínum skoðanalausa geðlurðuhætti. Fólk var hreinlega hrætt við þessa menn. Allir voru bæði sárir og reiðir yfir því að það skyldi einhver vera að ibba sig. Ég man eftir manni, sem nú var í framboði fyrir Vöku sem fór næstum að gráta í samtali við mig vegna þess að á baksíðu Skólablaðsins birtist frosinn Vie l'anarchie. Lifi Stjórnleysið. "Svona segir maður ekki", sagði hann. Gestur: Já, menn vildu halda áfram að lifa í gaudeamus igitur drauminum. Stúdentsárin æskuglöð. Þegar við fórum að tala um það að skólakerfið væri ekki lengur að framleiða einhverja yfirstétt, heldur menn í millistéttir og jafnvel í víðara skilningi verkalýðsstétt, þá var þetta árás á þá heimsmynd, sem menn gerðu sér. Það tekur menn dálítinn tíma að átta sig á breyttum tíma og aðstæðum. Það, sem ger- ist hjá okkur er að margir, sem snerust gegn þessari rót- tækni í menntaskóla eru, þegar í háskóla, ég tala nú ekki um ef þeir fara út, róttækastir allra. Sérstaklega á þessum árum þegar pólitík var í hugum flestra eitthvað dirty, þá voru menn á móti pólitík, sama hvaða pólitík það var. Átt- uðu sig ekki á því að þeir voru um leið að taka pólitíska afstöðu. Páll: Vildu ekki blanda pólitík í hlutina. Halda henni ut- an við þessi mál. Þetta er ofur eðlilegt þegar við lítum t.d. á það hvernig kennslan fer fram. Og hvernig hún er enn. Vegna þess að þar var þessu alveg haldið við af fullum krafti. Svo þegar þetta fleytist upp, þá verður ákveðinn reaktionel tendense. Gestur: Já, t.d. þegar myndast þarna andstaðan gegn Davíð Oddssyni inspector, þá myndast svona í kringum hann varnar- bandalag hins þögla meirihluta, sem verndaði þennan einvald, sem hann var að reyna að gera sig að þarna í félagslífinu... Páll: Með sína hirð. Gestur: Já, það lifðu anzi margir í furðulegri timaskekkju á þeim árum. Gleggsta dæmið um hana er þetta grátbroslega fiðluball sem Davíð og hjörð hans gekkst fyrir. Athugum t.d. hvernig háskólastúdentar hérna bregðast við atburðunum úti "68. Það er alveg hlægilegt. Þeir fara að ræða um það hvort það sé rétt að berjast fyrir hagsmuna- málum með friðsömum leiðum eða með látum. Þeir skilja bara ekki hvað er að ske. Það tekur þá mörg ár að skilja hvað var að ske þarna úti. Islenzkt þjóðfélag og íslenzkt mennta- kerfi var svo langt á eftir og þróunin hér almennt, að þegar komu menn með svipaðar hugmyndir og flutu ofan á í þessum straumum, sem voru að myndast víða erlendis, hugmyndir um opna félagsstarfsemi og slíkt, þá var þetta einhver ægi- legur anarkismi og ég veit ekki hvað.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.