Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 3
Því er þetta blað til orðið, að þörf hefur þótt á, að til væri eitthvert það band, er tengt gæti þá sanian, sem eru innan skðlans. Hefur nú um hríð ekki verið neinn sá félagsskapur, er þetta markmið hefði, en margir hins vegar saknað þess samhugar og þeirrar viðkynningar, er með skóla- systkinum á að ríkja. Blaðstofnun álítum vér heppilega til þess að vinna að markmiði þessu, og þó eigi þurfa að draga krafta frá félögum þeim, sem fyrir eru. En auk þess ætti blaðið að gefa nokkra mynd af skólalífinu og hugsjónum þeim, sem í skóla bærast, og það vildum vér einnig láta sjást, að þau merki, sem upp eru tekin, muni eigi skjótt niður felld. Og með þeirri von útgefenda, að blaðið vinni sér hylli bæöi kennara og nemenda, er því hér með hleypt af stokkunum. Útgefendurnir. Þannig fylgdu útgefendur fyrsta skólablaðinu úr hlaði. Tilgangurinn var að sameina nemendur og veita þeim tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri opinberlega og stofna til umræðna. Þegar litið er yfir þessa 50 árganga Skóla- blaðsins, sem út eru komnir verður þó að draga í efa að upp- haflegum tilgangi hafi verið náð. Miklu fremur virðist það svo, að það sé alltaf fámennur hóþur sem stendur að blaðinu og skrifar það. Þannig hafa margir núverandi forystumenn í íslenzku þjóðlífi fengið sína fyrstu reynslu við skriftir og án efa hefur sú þjálfun átt sinn þátt í að móta feril þeirra. Menn geta endalaust velt því fyrir sér hvers vegna aðeins fámennur hópur í skólanum lætur í ljós skoðanir sína í blaðinu. Skyldi það vera vegna þess að hinir (hinn þögli meirihluti) hafi enga? Og þá má aftur spyrja til hvers er haldið úti rándýru menntakerfi frá 6 ára aldri ef þeir sem út úr því koma eru skoðanalausir ítroðslubelgir? Má vissu- lega ætla að sökin liggi að mestu leyti hjá kennurunum, sem aðeins hugsa um það eitt að komast sem fyrst inn í kennara- stofu í kaffi og kjaftasögur. Þar að auki er Þar að auki er börnum snemma innrætt að skoðun kenn- arans sé hin eina rétta, og aðrar eigi ekki tilverurétt. Leyfi einhver saklaus nemandi sér að segja sína skoöun, er óðara þaggað niður í honum og honum gert skiljanlegt að hér sé það kennarinn, sem hafi völdin og vitið. Fyrirbærið frjálsarumræður þekkist ekki fyrr en hjá einum og einum kennara á menntaskólastiginu og þá sitja nemendur þöglir og stara bænaraugum á kennarann í þeirri von að hann miðli einhverju af sinni miklu speki. Því er ekki nema eðlilegt að hópurinn sé lítill, sem þorir að láta álit sitt í ljós enda þótt hver tali í sínu horni. Um lant skeið voru allar skreytingar Skólablaðsins unnar af nemendum. Oftast voru það karakatúr myndir af kennurum og nemendum eða kátlegum atburðum í skólalífinu. Enda var þá kennd teikning í M.R. Nú er öldin önnur, og þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til myndlistarkennslu, hafa verið skipulagðar af nemendum og aðeins unnar í frí- stundum. Enda er svo komið að teiknarar finnast varla í þessum skóla og þeir fáu, sem eru, hafa sig lítt í frammi. Það sem ætíð hefur staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun Skólablaðsins og raunar félagslífsins alls er hve það er slitið úr öllum tenglsum við kennsluna og námið. Auðvelt ætti að vera að tengja t.d. íslenzku-, sögu-, félags- fræðikennslu og væntanlega myndlistarkennslu við útgáfu blaðsins. Með því að leggja verkefni þannig fyrir nemendur að miðað sé við birtingu úrlausna í blaðinu. Með þessu væri fundinn starfsgrundvöllur fyrir blaðið. Það er löngum litið á það sem barnalegan frasa þegar nemendur ásaka skólayfirvöld fyrir að vinna markvisst að dauða félagslífsins. En því miður er þetta staðreynd. Hvergi innan skólasn er almennileg starfsaðstaða fyrir einn einasta þátt félagslífsins. Skólafélagið hefur að vísu til umráða skrifstofuhúsnæði í hriplekum hjalli sem fullur er af slaga. Sömu sögu má segja um önnur félög og klúbba. Því hlýtur það að vera réttlætiskrafa á þessum tímamótum að þessu verði breytt og Skólablaðið fái hið fyrsta viðunandi húsnæði til umráða. Skólablaðið hlýtur að lifa áfram, jafn- vel þó harni á dalnum, en ánægjulegt væri ef skólayfirvöld sýndu því þá virðingu á 50 ára afmælinu, að útvega því hús- næði sem afmælisgjöf. Inga Lára Baldvinsdóttir. Skólablað Menntaskólans í Rcykjavík. 3. tbl. 50. árgangs. Afmælisblað. Ritstjóri: Inga Lára Baldvinsdóttir. Ritnefnd: Gunnar Kristinsson Gunnar Kvaran Haraldur Johannessen. Jón Bragi Gunnlaugsson. Sigurður Sigurðarson. Trausti Einarsson. Ábyrgð: Héðinn Jónsson. Efni: Tekið úr gömlum skólablöðum, að viðtö lum, kveðjum og editor dicit undanskildu. Sérstakar þakkir færum við Arna Bjömssyni, Benedikt Gröndal, Geir Hallgrímssyni, Gesti Guðmundssyni, Gunnari Thoroddsen, Jónasi Kristjánssyni, Páli Baldvinssyni og Sverri Hólmarssyni, sem liðsinntu okkur þrátt fyrir annir. Þvi miður tókst ekki öllum að senda inn greinar sínar á tilsettum tíma, en við vonumst enn eftir að fá þær og birtum þær í næsta blaði. Höfundum greina, ljóða og smásagna, sem teknar eru upp úr gömlum blöðum, færum við alúðarþakkir. Efnisval: Ritnefnd. Forsíða: Haus; Arngrímur Sigurðsson, notaður frá 28.-39. árg. 1. Róska 34.árg. l.tbl. 2. Halldór Haraldsson 33.árg. ó.tbl. 3. ölafur Gíslason 37.árg. 2.tbl. 4. Magnús Þór Jónsson 38.árg. 1 tbl. Baksíða: 1. Island á alþjóðavettvangi, Gunnlaugur S.E. Briem 43*á.rg. 2.tbl. 2. Draumur norðlendings, Þórarinn Eldjárn 44.árg. 4*tbl. 3. Árvakur mikli, ölafur H. Torfason 42.árg. 2.tbl. 4. Brautryðjandinn, Ingólfur Margeirsson 43«árg. 5*tbl. Vélritun: Ásdís Rósa Baldursdóttir. Inga Lára Baldvinsdóttir. Ölöf Einarsdóttir. Gunnar Kristinsson. Uppsetning: Inga Lára Baldvinsdóttir. Trausti Einarsson. Gunnar Kvaran. Jón Bragi Gunnlaugsson. Haraldur Johannessen. Skapti Harðarson. Prentun: Formprent. Filmu- og plötugerð: Repró. Ekkert mannlegt var þeim óviðkomandi, þessum eldheitu áhugamönnum, sem stóðu að Skólablaðinu á hinum fyrst ævi— dögum þess. Um allt var skrifað og skrafað milli himins og jarðar, á himni og jörð: Annað líf og andatrú, dulræna og draugasögur. Fullveldi Islands, tilkall okkar til Græn- lands, þúsund ára afmæli Alþingis, þegnskylduvinna, stund- vísi, kvenróttindi, bann og bindindi. En eíkum snerust skrif í Skólablaðinu og umræður á fundum Framtíðarinnar og Fjölnis um skólalífið sjálft. Bar þar margt á góma og ekkert undan dregið' Bókakaup nemenda, skólagjöld, skólahúfur, einkunnir* sem sumir töldu til stórskaða og vildu afnema, skák, skóla- hlaup og aðrar íþróttir, dansæfingar og jólagleði, latína í stærðfræðideild og stærðfræði í máladeild, svo og sambúð kennara og nemenda. En ljóðlistina bar þó einna hæst. Mörg voru skólaskáld- in, sem brugðu sór á bak Pegasusi. Ljóðin birtust í Skóla- blaðinu, en einkum þó í kvæðabókinni Huldu. Þar færðu menn inn Ijóð sín með eigin hendi og lásu upp á næsta fundi í Framtíðinni. En gagnrýnendur lágu á fleti fyrir og hlífðust hvergi við. Þeir rituðu dóma sína í bókina Skinfaxa og voru þeir einnig upp lesnir á fundi. Átti þá margt viðkvæmt og róman- tískt ástaskáldið um sárt að binda. Eitt sinn tók einn sig til og samdi ritdóm í einu lagi um átján kvæði eftir eitt snjallasta skólaskáldið. Taldi hann tæplega á borð berandi leir þennanog mætti vart á milli sjá, hvort vesælla væri, efnisval eða meðferð; maðurinn yrki vart annað en ástarvæl, en út yfir tekur þó, sagði gagnrýnandinn, þegar hann fer að yrkja um dansinn, þetta andstyggilega athæfi. En ekki virtust skólapiltar fallast í verki á þessa kenningu um dansinn. Alltaf voru dansæfingar í skólanum jafnvinsælar og vel sóttar, svo og jólagleðin og skólaböllin. Þar liðu menn fram í ljúfum dansi með fagra mey f faðmi og fundu enga andstyggð í þeim unaði. Og þó að einhver hefði lítið lært í dansmenntinni, þá var einsætt að fylgja þeirri leiðbeiningu, sem vitur maður gaf óvönum dansmanni: Bara að ganga beint áfram og snúa sór við í hornunum. Gunnar Thoroddsen (var í ritnefnd 4-árgangs.') RITÍKKTXIR Þegar við undirritaðar fengum síðasta skólablað í hendur, rákum við eðlilega fyrst augun í hina viðkunnanlegu og e.t.v. táknrænu forsíðumynd. Sáum við ekki betur en þar væri æruverðug ritstýra blaðsins ljóslifandi komin. Hver ber ekki kennsl á þessa stúlku, sem klökk kreppir höndina um illa sköpuð afkvæmi skáldagáfu nemenda og horfir dimmum augum út í nóttina í leit að örlítilli ljósglætu. Þegar blaðinu er flett áfram kemur í ljós, að vel hefur tekizt um val annarra teikninga. Þær hæfa efninu og hitta oft mætavel í mark. Nemendur þurfa ekki að veigra fyrir sér að lesa umrætt blað vegna fráhrindandi útlits. Það er að mestu leyti hreinlega upp sett og vandlega unnið hvað það snertir. Oft vill þó bregða við að efnisþráður tapist niður vegna óeðlilegra fjarlægða frá einni línu til annarrar. övíst er, hvort þarna er um að ræða óvönduð vinnubrögð að- standenda blaðsins eða lævíslegar tilraunir til að draga það á langinní Ljóð Gunnars B. Kvaran og N.N. úr 3-B þóttu okkur nokkuð snoturlega ort og gefa ástæðu til bjartra vona um fleira athyglisvert úr þeim áttum. Ljóð Sigurðar Grétarssonar sýndist okkur hins vegar sannast sagna háll ís að hætta okkur út á, þar eð okkur er fyrirmunað að skilja það til fullnustu. Þó sýnist okkur, að höfundur hafi £ ljóði sínu fært ein- falda og alkunna staðreynd (þ.e. skeytingarleysi fjöldans og afskiptaleysi gagnvart einstaklingnum) í ófullnægjandi bún- lng’ Editor dicit Ingu Láru hæfir vel efni blaðsins í heild. Þar dregur hún fram í dagsljósið ákaflega fróðlegar stað— reyndir, sem vert er að gefa gaum... Hún er reið að vanda og að þessu sinnl beinist óánægja hennar að foreldrum nemenda, scm hún telur með örfáum undantekningum þó, hafa svikizt un undan þeirri skyldu að örva félagsþroska barna sinna. Könn- un hennar á uppruna embættismanna og tengslum þeirra 1 milli leiðir glögglega £ ljós réttmæti þessarar fullyrðingar. Um frásögn af ævi Benedikts Jóhannessonar er fátt að segja. Hún þjónar fyllilega þeim tilgangi höfundar, að veita lesendum sinum lfflega og hnyttna lesningu. Fróðlegt er að fá innsýn í fortfð þessa nafntogaða sveins, scm hver nemandi ber augum næstum daglega, ýmist á göngum skólans eða £ ræðustóli. Lýsing busa á fyrsta degi £ nýjum skóla hljómar ákaf- lega kunnuglega f eyrum þeirra, sem einhvern tima hafa staðið f hans sporum. Quid novi er með skemmtilegra móti í þetta sinn. Ein- kum eru hugleiðingar um væntanleg inspectorsefni áhugaverð- ar. Fróðlegt er og að sjá myndirnar, sem grein þeirri fylgja. Ot úr andlitsdráttum ungmennanna skín einbeitni og festa og gefa myndirnar vfsbendingu um, að forystuhæfileik- arnir séu þeim í blóð bornir. Þær staðhæ fingar sem fram koma í greinarkorni frá ein- um nýafbusuðum cru að nokkru leyti sannar. A hinn bóginn má draga í efa, að viðkomandi hafi þá reynslu af félagsstörfum innan skólans að hún réttlæti þau stóryrði, sem hann á stöku stað lætur sér um munn fara. Eigi að síður er alltaf ánægjulegt en þvf miður fátftt að sjá þriðjubekking leggja sitt af mörkum til skólablaðsins. Viðtöl við þá kappana Jóhannes og Guðna eru eins og búast mátti við. Spurningar eru vel valdar en þó hefði mátt sleppa sumum þeirra að ósekju. Engin ástæða er til að eyða plássi f spurningar, sem allir vita svörin við. Þó má e.t.v. segja, að gæði spurninganna séu ekki svo ýkja mikilvæg, því að viðmælendum hættir til að fara f kringum þær eins og kettir í kringum heitan graut. Viðtöl þessi eru þrátt fyrir allt skref í þá átt, að efla samband milli nemenda og ráðandi manna f skólanum. Um Kjarnstein bókmenntadeildar viljum við sem minnst segja. Hreppasögur dreifbýlifélagsins eru sæmileg afþreying, ef fólk er uppiskroppa með lesefni og hefur ekkert annað við tímann að gera. Heldur er þetta ómerkileg fyndni og hefði pistillinn gert sama (ó)gagn, styttur um helming. Þó keyrði fyrst um þverbak, þegar við rákum augun f niðurlegið, þar sem lesendum eru gefin fyrirheit um fleiri hreppasögur f næsta blaði. I smásögunni Um draum meist.arans má finna nokkra ljósa punkta, ef vel er leitað. Sagan er þó um flest hroðvirknis- lega unnin. Höfundur virðist ekki hafa vald á þeim stfl- brögðum, sem hann beitir við gerð sögunnar. Hætt er við að lesandinn kafni f moldviðri orðagjálfurs og hismið beri þan þannig kjarnann ofurliði, ef einhver er. Ritdómur Nínu Leósdóttur er að okkar mati dálítið yfirborðskenndur. Orð eins og Mgott" og MvontM eru útþvæld og hafa svo margvíslega merkingu, að þau vilja missa marks í ritmáli, ef ekki koma til frekari skýringar. Anna H. Oddsdóttir 4-C. Ebba Þóra Hvannberg 4-C. Ragnheiður G. Jónsdóttir 4-C. 3

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.