Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 25
FRA RITÍEFSD Enn bregður Skólablaðið undir sig betri löppinni og ætlar sér veglegan sess í skólalífinu. A fjögurtíu og fimm ára starfsháttum sjást nokkur ellimerki, tradisjónirnar verða aðeins tradisjónir; það sem eitt sinn var gott er það ekki lengur. Allir vilja betra Skólablað. Sumir hrópa: afturför, við viljum aftur skemmtilegu gömlu blöðinl Við glottum aðeins að slíkri speki, vitandi að ekki töltir tím- inn afturábak. Þótt leiðin fram á við sé kannski ekki eins glæst og su sem að baki liggur getum við ekki annað en fylgt þeirri þróun. Við byrjum á að hrista af okkur tradisjónir, sem voru farnar að verða okkur til trafala. Blekslettur ólu upp sérstaka gerð nöldurseggja sem vel máttu missa sín. Quid novi? hlýtur að byggjast upp á fréttum úr skólanum, en ekki á skylduskrifum ritnefndar. Dicit hafa oft verið leið- inlegar skyldugreinar, og auk þess vafasamt að setja einka- skoðanir ritstjóra undir hatt leiðara, sem litið kann að vera á sem stefnu blaðsins. Sem sagt: farvel frans. Eitt enn: þetta blað rífur niður, en er í flestu arfur fomrar tíðar. Með meiri og frjórri starfskröftum leggjum við síðan upp og höslum blaðinu nýjan völl með nýjum starfs- háttum og hugmyndum samfara ýmsum áunnum hefðum 45 ára starfs. Það er ekki tilviljun ein að æ meir verður þeirrar til- hneigingar vart um víða veröld að hafa lýðræðislegri og opn- ari starfshætti í stjórnun. Ekki heldur að þessa verður einkum vart meðal ungs fólks. Þetta er sprottið af gagnrýni þess á ólýðræðislega meðferð ríkisvaldsins hvarvetna og vax- andi tortryggni þess á viðteknum bindandi reglum. Við viljum ekki binda hendur okkar með lögum dagsins í gær og heldur ekki hendur manna morgundagsins með lögum dagsins í dag, hraut einhverjum .af vörum. Hið þrönga kerfi embættismanna og nefnda hefur gert félagslífið mjög svo óaðlaðandi í augum meginþorra nemenda, foJ&jj /fjrttdio/cc JjJms Iþvluiioft /vuíá lílu, luXJibjtuJ ■izjppi'XJ- a Unnt verður að skipta meir niður á sérstök verkefni og sinna þeim þar a£ leiðandi betur. sem hefur megiustu óbeit á að trana sér fram. Margir þeirra sem gefa kost á sér til embætta gera það af einskærri metorðagirnd, við höfum hér í skólanum spegilmynd þjóðfél- agsins með bitlingajötumsínum og valdspillingu og við höfum innlimað í skólalífið mörg verstu kýli þjóðfélagsins, kýli sem við tölum oft um að þurfi að stinga á. Það er kunnara en frá þurfi að segja hversu kennslu- hættir hér við skóla eru lítt til þess fallnir að stuðla að félagslegri þroskun. Þeim mun meiri vandi er félagslífinu á höndum að hlúa að þessum einna nauðsynlegasta þætti í uppeldi hvers einstaklings. Þá gegnir félagslífið bezt hlutverki sínu, er það nýtur þátttöku og áhuga alls þorra nemenda, án þess þó að það komi niður á menningarlegu gildi þess. Vitað er að almennur áhugi og þátttaka erú því aðeins hugsanleg, að sérhver eigi þess kost að vera full- gildur félagi í félagsstarfi. Sú valdfirring hins almenna nemanda sem æ hefur ágerzt hér í skóla hefur grafið undan stoðum félagslífsins, svo að stundum tollir það meira af gömlum vana en af því að nemendur beri hag þess svo mjög fyrir brjósti. Það stoðar lítt, að ytri áferð félagslífsins sé glæsileg. Mifclar málverkasýningar, stöðugar kvikmynda- sýningar, voldugar samþykktir í hagsmunamálum okkar, margir málfundir, mörg falleg Skólablöð, íburðarmiklar leiksýningar, allur þessi ytri íburður, sem svo mjög hefur einkennt fél- agslífið undanfarin ár, kemur fyrir ekki ef hann nýtur ekki skilnings og áhuga og virkrar þátttöku velflestra nemenda skólans. Sem þátt í að vinna bug á félagslegri firringu mennta- skólanema ræðst ritnefnd í að opna starfsemi sína. Fáir virðast á móti slíkri tilraun (147‘7)9 en eftir er að sjá, hversu margir leggja fram starfskrafta sína. Við gerum okkur grein fyrir að svo samdauna eru nemendur orðnir vald- firringunni, að nokkurn tíma tekur það þá að átta sig á nýjum viðhorfum. Því búumst við ekki við ásókn fleiri hund hundraða manna, en vonumst til að geta búið í haginn fyrir komandi ár. Þá kosti opnunar, sem snúa að ritnefnd má m.a. telja eftirfarandi: Sérhver nemandi á kost á virkri þátttöku í félagslífinu. Fleiri komast að með hugmyndir. Starfið verður frjórra. Framtak eykst og þar af leiðandi áhugi á félagslífi. Við teljum ástæðu til að taka fram, að ritnefnd er einhuga um að taka nýjum starfskröftum sem fullgildum starfs- bræðrum og mun leyfa vilja þeirra að njóta sín. Svo bjóðum við velkomna til starfa allar áhugamenn um skðlablaðsútgáfu, áhugamenn um skáldskap, listir og menn- ingarmál, um skðlamál, almenn félagsmál og þjððfélagsmál, áhugamenn um að blaðið verði skemmtilegt, kryddað kímni og höfði til hins almenna nemanda. Ahugamenn um útlit og alla þá3 sem yfirleitt hafa áhuga á einhverju og vilja vinna að sínum áhugamálum í félagi við aðra og koma þeim á fram- færi. Komið til starfa með opinni ritnefndj Ritnefnd. 45.árg.l.tbl. Akvarðanir eru meir i samræmi við vilja nemenda. Sérhver getur komið til starfa að ákveðnum verkefnum og horfið frá þegar honum sjálfum sýnist. S13Y7 SdVZYíZ T, FQB.5ETZ KLUB BT7JÍIN 'Aft.NJi b 16U<?SS otJ. 4 7. azc,2 .t . Let's blow the whole trash up so everybody can get fuckin'equal in the mould. Baldur Phjoelnisson. Eftir að Bomban er sprungin getum við aldrei framar leiðst eftir ströndinni því það verður engin strönd þó að draumar okkar um falleg börn að leik hafi brugðizt, eimir ef þeim í kynjamyndum sveppsins sem stígur upp úr augnatótt- um fjörunnar kannski lendir hönd mín útötuð vonlausu bleki við hliðina á hönd stjórnmálamanns útataðri enn vonlausara blóði og þá þarf ég ekki lengur ímynd af honum feitum og sveittum með harðlífi á klósettskál þegar lúmskur vottur virðingar læðist að mér því við erum loksins jafnir í Bomb- unni verður ekkert misrétti engin spurn um kynþátt þjóðerni stöðu skoðun eða trú allir hafa jafnan rétt tilað mynda gróðurmold fyrir nýja menningu þegar Bomban er sprungin skiptir ekki máli að faðir þinn er ríkur en minn ekki kredd- urnar hverfa við getum gengið milli gíganna hlustað á ópin og horft á rústir siðmenningarinnar sem féll á eigin bragði eftir Bombuna hverfur spennan milli ríkjanna og við þurfum engar sameinuðu þjóðir til að halda afturaf valdamönnum sem vilja komast í mannkynssöguna því það verður engin mannkyns- saga í Bombunni hverfa allir jafnvel þeir sem ætluðu að ríkja yfir rústunum (kannske verða arftakarnir þrífættir með plast- ic andlit og álhendur sem elska tæknilega eða í formúli því duldirnar sem felldu manninn verða útilokaðar). Akærðu standið upp fótalausir því ósærður dómarinn er kominn tilað dæma ykkur í eymd ykkar þið bjuggust við að þið fengjuð undirbúningstíma en vegirnir eru órannsakanlegir svo gakk fram fótalaus senrtu Bókina handarlaus vinn eiðinn höfuð- laus og þjástu líkamalaus tími hins mikla dóms er í Bombunni lát af trú þinni púrítan og gakk inní ríki þess sem vill við þér taka. Eftir Bombuna aukast möguleikarnir á fjölbreyttu ástarlífi þá get ég tekið þig sem frumeindir sameindir frum- ur elektrónur og prótónur aftanfrá og framanfrá ofanfrá og neðanfrá oftíeinu ég vona bara að við tvístrumst ekki og vítt (Pentagon hét maður. Pentagon var góður maður. Pent- agon fékk gott uppeldi. Pentagon vann sig uppúr engu. Pentagon vann á skrifstofu. Pentagon stimplaði sig inn klukkan níu vann til fimm stimplaði sig út og tók með sér heimavinnu. Pentagon var snyrtimenni. Pentagon stangaði altaf úr tönnunum eftir gómsæta máltíð. Moskva hét kona. Moskva var göfuglynd kona. Moskva hafði mörg fæðingarmerki. Moskva var klassísk. Moskva vann eftir áætlun. Moskva var óskeikul. Moskva var óvægin. Mosvka var hreinleg. Moskva þvoði sér um hendurnar eftir unnin verk. Pentagon leitaði á Moskvul Moskva var of stolt. Pentagon var líka stoltur, Moskva og Pentagon óttuðust undrarugguhestinn í Austri. BOHBBOBBBOttBfiOMBBOUBBOijlBBOUBBOiIBiiOÍiilBO MBB0MBB0MBB0MBB0MBB0MB£0i.lBB0..:330MBB0MB BOMBBOMBBOMBBOMÖBOMBBOIjdBBOMBÖOMiiOMBBOM .BOMBBQMRRnURROK^ROMRBOyiHRnMRRl^lJRBOMBBnM BOMBBOMB bombboMb bOMBBOlÍB VHHL BOMBBOMB BOMB BOMBBOMþ ^ÉBOMB BOMBBOMB^^HtíOLJB ^HöOMBBOMBBOMBBOMþ^H^HHp ^BOMBBOMf BOMBBOMÍB BOMBBOMBBOMBBOMp BOMBBOMB BOMBBOMþ BOMBBOMBg JöOMBBOMBBOIvlBBOMpl ^bombbombbombbomIb I bombbombbombbom|b | Hann hét Peking. Milli Moskvu og Pentagons var rauðgló- andi þráður. (Svo klippti einhver á þráðinn.)). Fyrir Bombuna var tilveran ævintýri líkust aðvísu sjaldan jafn- köldu þessu ekkert var óumflýjanlegt nema endalokin (kannske hefðum við geta fresta Bombunni ef Moskva hefði gifst Penta- 'gon en haldið framhjá með Peking (þó er slikt tálvon og 'innantómt því hagsmunaaðilar geta ekki unnið saman fyrir hverjum ættu þeir þá að vernda hagsmuni sína). Þú skalt ekki halda að Guð geti bjargað málunum því Bomban er Guði óviðkomandi hann hefur himinn útaffyrir sig sem hann notar einsog einskonar fremstabekk eða stúku tilþessað horfa á síðastaþátt (einhver var að röfla um hlutföllun í náttúr- unni) en þegar tjaldið er fallið sendir hann einhvern jesús niðrá jörðina tilað klappa í auðum salnum. (Manstu þegar við vorum lítil þá sungum við altaf í grænni lautu þar geymi ég hringinn sem mér var gefinn en hvar er hann nú við syngjum þennan söng ennþá en nú er það ekki enungis leikur heldur hefur hann í þjáningum okkar öðlast innihald og endurspeglar tilfinningar okkar sem finna að þeir standa ekki lengur á föstu heldur eru óvelkomin reköld sem fljóta á ósamsettri blöndu einskis f jarri öllum viðkomustoð-i um). Stundum freistast ég tilað halda að Bomban sé fremur Náttúra en Menning þvíað í upphafi var Náttúra og Náttúra hefur ríkt framtilþessa og því skyldi hún ekki líka vera endalokin (Hún var Náttúra en Menning hafði virkjað hana þegar hún var lítil var hún notuð í tvö skítverk og hún hafði reynst svo vel að allir biðu þess í ofvæni að hún stækkaði sem hún og gerði enþegar það varð tímgaðist hún og þær urðu fimm en þá bundust friðlar þeirra samtökum umað komaívegfyrir að þær tímguðust frekar allir hinir sáu að þær voru tengiliðurinn og pressan á friðlunum varð svo gífur- leg að einn þeirra missti stjórn á sér þá kom það í ljós að þær voru kynríkar og juku kyn sitt jafntogþétt allir áttu íþaðminnsta eina hinir kúguðu og smáu líka þær fylltu jörð- ina markaðina útsölurnar svoað tilað viðhalda jafnvæginu urðu þær einskisnýtar þær voru ekki lengur í jafnvægi). Svartur sandurinn verður marglitur öllu ægir saman hvítt brot úr frelisstyttu járnbentur steypumoli úr friðarráð- stefnu gler úr alþjóðadómstóli teppisslitur úr sameinuðu- þjóðunum brenndir seðlar úr rauðakrossi maríuhaus úr páfa- garði vatnslögn úr þjóðþingi hvíthús moskur parlament og fangelsi átvistogbast en yfir öllu svífur sveppurinn áþekkur slímkenndu efni einsog fulltrúi frelsis friðar jafnréttis bræðralags jöfnuðs brauðs og leika fyrir lýðinn. i (þú hefur séð upphafið (þú miklast af því) þú hefur séð hámarkið (þú miklast af því) þú hefur séð endalokin (miklast þú af þeim) mannkyn Dulráður hefur talað í endalokunum hverfurðu aftur til upphafs þíns í öðru hámarki þínu í einni órofa heild (upphafið hámarkið og endalokin) mannkyn hvar eru verk þín hver eru afrekin) Ég veit nákvæmlega hvernig dagurinn verður blæjalogn og rigning sem er einsog eitthvað seigfljótandi droparnir eiga erfitt meðað losna frá skýjunum falla þungir til jarðar og fletjast seint út þegar þeir hitta dökka gangstéttina það eina sem greinir þá frá hagli er að þeir renna aðvísu ákaf- lega hægt við stöndum undir húsvegg og horfum á regnið hár okkar er blautt og klessteftir hlaup um göturnar við höfum ónotalegan fiðring í maganum svipaðan þeim sem fólk fær oft áðuren það fer inná leiksvið við reykjum einu sígarett- una okkar saman þú sparkar hælunum órótt í húsvegginn við sjáum það hátt á himninum skjannabjört breið eldrák sem klýfur skýin en virðist stöðvast yfir höfðum okkar augna- blik hún klofnar í margar mjóar rákir ég kreisti hönd þína og þú mína það kemur..................... Baldur Fjölnisson, 45.árg.3.tbl. 25

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.