Skólablaðið - 01.02.1975, Qupperneq 9
HVERTSTEFHIR?
Lífinu hefur verið líkt við straum. Enginn veit þó
hvert hann leitar. Ein kynslóð tekur við af annarri,
tekur þráðinn, þar sem sú síðasta hætti, og spinnur við
hann. En þær gera það misjafnlega vel. Og hverri kynslóð
mætir sú spurning fyrr eða síðar, sem Jónas orðaði svo:
"Höfum við gengið til góðs5 götuna fram eftir veg?" Enginn
umflýr sinn dóm. Það er lögmál.
Menningarmál þjóðarinnar er á ískyggilegri braut. Fjöl-
margt í sambandi við það verður aðeins skiljanlegt, með til-
liti til þjóðfélagshátta þeirra, er við eigum við að búa.
Hér skal ekki lagður dómur á starf stríðskynslóðarinnar.
Einungis lögð fram drög, til að gera okkur ljóst, hverju við
tökum við og hvert stefnir. A hverju byggjast dómar okkar,
þegar við bölvum þeim þjóðfélagsháttum, er við eigum við að
búa? I stuttu máli: Þeir gefa mönnunum ekki fullt tæki-
færi til að þroskast og dafna. Þegar við krefjumst annars
skipulags, þá er ekki útvegun brauðsins endanlega markið.
Neij það er aðeins bkilyrði til frekara þroskastarfs.
Menntun er skilyrði þess, að menning sé fyrir hendi.
En menntun er ekki einhlít. Hún verður að vera virk. Virk,
segi ég, og meina þá, að vér verðum að hafa tækifæri til
að njóta hennar. Stöðug verksmiðjuvinna mundi ekki síður
gera lærðan prófessor að ,TidiotM, en ómenntaðan verkamann.
Til hvers var menntaskólinn stofnaður? öræk vitni
segja: Til þess að útvega þjóðinni hæfa yfirstétt.
Skólinn er að sumu leyti líkur klakhúsi er ég þekkti
til. Það stóð í óræktaðri mýri og lágu pyttir kringum það.
En að tvennu leyti ólíktist þetta klaknús skólanum, sílin
höfðu góð skilyrði til að þroskast og þegar þeim var sleppt,
var þeim séð fyrir stað, þar sem lífvænleg skilyrði voru
fyrir hendi. Menntaskólinn hefur verið og er eftir eðli
sínu klakstöð, sem veitir sílum sínum ákveðinn og takmark-
aðan næringarforða, og þó að komið hafi í ljós5 að önnur
samsetning næringarefnanna væri heppilegri, hefur ekki
verið gefinn gaumur að því.
Nú er nóg komið. Verkefnið, eins og það liggur fyrir
núna, er ekki það að klekja út yfirstétt (slíkum "kónum" er
nóg af), heldur hitt að gera þjóðina menntaða.
En mistök þau, sem hér hafa átt sér stað skýrast þegar
tekið er tillit til þess, að hér er að verki hnignandi og
aðframkomin afturhaldsstétt og lætur nú einskis ófreistað,
til að gera alþýðuna að skríl,sem ekki þekkir sinn vitjunar-
tíma. Við getum ekki fyrirgefið, að þeir viti ekki hvað
þeir eru að gera. Nei - takið eftir hve andrúmsloftið hér
er þrungið af fortíðarandanum. Þegar það var hvers ungs
manns háleitasta mark, að verða embættismaður. Hvernig
skólinn ber vonina um að komast áfram eins og kallað er,
beinlínis inn í blóð okkar. Flest höfum við líka meira og
minna af tálvonum í þessu efni. En þýðing framleiðslustarfs
er ekki brýnd fyrir okkur, enda höfum við engan skilning á
því og brestur allan skilning á sambandi starfs og menntunar.
A þeim vettvangi gefur hin kapitalistiska menning okkur
ekki heldur tækifæri til að njóta menntunar, þar er öll orka
er hlífðarlaust heimtuð.
Slíkum staðreyndum eigum við eftir að kynnast, þegar
við erum orðnir stúdentar. Það er kallað, Mað ganga út í
lífið". Og skólinn staðfestir vanmátt sinn í því að standa
í sambandi við lífið. Þó skal geta þess, sem gert er.
Ahugaflokkarnir sem hafa starfað undanfarið, er mjór vísir
til batnandi starfsaðferða. En svo er gamalandinn ríkur í
okkur5 að þýðing þeirra er okkur ekki fulljós ennþá, það
er ekki gott.
Það hygg ég sanni næst, að aldrei hafi skóla þessum
auðnast, að bera nafnið menntastofnun þjóðarinnar. Hér
hefur sérstök stétt manna, yfirstéttin, alltaf átt pallborð-
ið. Einkum hefur embættismannastéttin tileinkað sér skól-
ann. Sönnunin liggur í því, að embættin hafa kynslóð eftir
kynslóð gengið í sömu ættum. Nemendur af lágstéttum hafa að
vísu slæðzt með5 en oftast þó með hjálp betur megandi manna
og oft hefur hjálp þessi orðið nemandanum ærið dýr. En
þessi slæðingur lágstéttanemenda hefur farið síminnkandi
undanfarin ár. Fyrst útilokast sveitapiltar. Aðstaða
þeirra til að sækja skóla þennan, verður alltaf erfiðari,
þangað til að nú má segja, að fyrir sókn þeirra hingað sé
alveg tekið. Sumir segja: Það eru sveitaskólarnir sem
draga sveitanemendur til sín. En þetta er rangt, að því
leyti, að þeir eigi einskis annars úrkostar. Þeir eiga
ekkert val. En þrátt fyrir allt er hér meiri menntun að fá,
ef rett er á haldið, en í alþýðuskólum. Hér er því ekki um
nema framför að ræða.
1 1 S<\ aivarleSasta og algjörasta breyting verður þó með
lokun skólans. Því að síðustu árin hefur breytingin ómót-
mælanlega gengið í þá átt, að þessi skóli er að verða yfir-
stettarskóli, það dylst engum, sem lesið hefur skólaskýrslur
stðustu ára. Lágstétt Reykjavfkur hvað þá heldur annarra
landshluta er að vera ókleift að koma börnum sínum hingað
ínLnámSr handahðfi bar ág saman skýrslu um inntökupróf
ly“7 og 1 fyrra. Arangurinn var hryggilegur, 1927 má
segja að minnsta kosti 2o lágstéttarmenn hafi verið af 48
sem prðfx luku. En síðasta ár var enginn lágstéttarnemandi
aí 14 þeim hæstu og örfáir meðal hinna 11. En hefði lxLut-
fallið haldist hefðu þó ekki færri en 10 þeirra átt að
komast að. Nei, hér er um svo að segja algjöra útilokun að
ræða, og orðið verkamaður kemur þar ells ekki fyrir.
Hugsið um þetta og gerið ykkur það ljóst, hve alvar-
legt mál þetta er.
En yfirstéttin segir: Okkar börn eru gáfaðri. Þetta
er rangt, öll vísindi mæla hér á móti, allar staðreyndir
og reynsla. Aðstöðumunurinn skapar þetta ástand. Undir-
búningurinn er orðinn svo kostnaðarsamur, eða þá hitt að
heimilið má ekki missa vinnukraft unglingsins.
Þetta eru þá menntunarmöguleikarnir, sem þessi kynslðð
lætur börnum sínum í té. Stórkostlegar takmarkanir og
algjör útilokun lágstétta úr skóla þessum. En sama kynslóð
hefur aftur á móti efni á að kasta milljónum í alkohol og
byggir stórhýsi út um hvippinn og hvappinn, skipulagslaust.
Slík ráðsmennska getur orðið afdrifarfk fyrir starf næstu
kynslðða. En enginn umflýr sinn dóm. Það er lögmál.
Það er hin mesta sorgarsaga hvernig vopnin snúast
í höndum okkar. Við erum leiksoppar í höndum þjððfélags-
aflanna, og ráðum engu um sögu okkar. I stað aukinnar
velmegunar og betri menningarskilyrða, með aukinni vélanotk-
un, kemur eymd og menningarleysi. Það er ekki vélunum að
kenna, heldur skipulags- og þekkingarleysinu. Og okkur
dugir ekki lengur að dyljast þess, að socialisminn er eina
úrræðið. Hann skapar oss slík skilyrði, að framfarir allar
geta orðið alþjóð heillavænlegar. En fyrir þróun hans og
sigri, stendur fávísi, öfuguggaskapur eða illgirni. Bar-
átta og upplýsing eru einu sjáanlegu leiðirnar til að út-
rýma því.
H. Einarsson. 8.árg. l.tbl.
Um allan auðvaldsheiminn geysar nú ægileg kreppa. 40.-
50. milljónir verkamanna eru atvinnulausar og svívirðilegar
launalækkanir, geysiháir tollar og skattar og sílækkandi til—
lög hins opinbera til fátækra og sjúka, steypa hundruðum
milljóna alþýðumanna í botnlausa eymd. Yfir milljónum manna
vofir dauði af völdum hungurs og drepsótta, og ofan á allt
þetta etlar au'valdið að bæta blóðugu heimsstrfði.
Hörmungar þessar bitna ekki sizt á börnum verkalýðsins.
iin slaxnu húsakjnni, klæleysið og hungrið kemur enn harðar
íiður á þeim en foreldmnum. Berlkar, bexnkröm og aðrir sjúk—
lómar, sem stafa af skorti, hafa færzt gífurlega í aukana um
illan heim. Alþýðufræðslunni hrörnar stöðugt. Fleiri og
fleiri börn neyðast til þess að leita sér atvinnu, heimili
DHGHERJAR
sínu til styrktar, þrátt fyrir þau sultaflaun, sem þeim eru
greidd•
Eitt ráð yfirstéttarinnar til þess að viðhalda þessu
glæpsamlega og vitfirrta skipulagi sínu er að vinna börn
verkalýðsins til fylgis við sig3 með þ\d! að ala þau upp í
borgaralegum hugsunarhætti. Slíkt uppeldi, sem hlytur að vera
til gagns fyrir yfirstéttina eina, fé börnin í barnaskólum,
"sunnudagaskólum", borgaralegum íþróttafélögum,skátafélögum
o.s.frv,
Með því að senda börnin sín f sunnudagaskóla, skátafélög
og ota þeim síðan út f baráttu gegn þeirra eigin stétt, inna
inneinlands og utan, og þá fyrst og fremst gegn verkalýð Sovét-
og önnur borgaraleg félög, hjálpar verkalýðurinn yl'ir-
stéttinni til þess að gera börnin að verkfærum í höndum
hennar, verkfærum, sem verðúr beitt gegn þeirra eigin stétt,
verkalýðnum.-Ahrif yfirstéttarinnar eru sterkust í skólunum,
bæði vegna námsgreinanna og kennaranna. Kennarar í hinum
borgaralegu skólum eru flestir ekkert annað en umboðsmenn
yfirstéttarinnar, sem beint eða óbeint vinna henni þægt verk,
Námsgrein eins og t.d. hin borgaralega sögukennsla elur á
þ j óðarrembingi og fegrar ránstyrjaldir og nýlendukúgun. Og
utan skólans eru "barnaguðþjónustur 3 bíó? bækur , dagblöð
og borgaraleg æskulýðsfélög. Skátafélögunum og hinum borgara—
legu íþróttafélögum er stjórnað nær undantekningalaust af
fasistum, sem undir yfirskini föðurlandsástar og alþjóðlegs
bræðralags ala upp börn verkalýðsins í anda yfirstéttarinnar
Rússlands.- Aðalhlutverk alheimsmóts skáta(Jamboree), sem
haldið verður í fasistalandinu Ungverjalandi,ý sumar, er
undirbúningur undir nýtt imperíalístískt stríð- ðteljandi
dæmi eru til þess,að skátar hafi barizt við hlið lögreglu og
yfirvalda gegn verkalýðnum og verið verkfallsbrjótar í verk^
föllum. Það er einnig sannað, að skátar standa í sambandi við
leynilögreglu auðvaldsins í Sovét-Rússlandi, og eru þeir not-
aðir sem njósnarar þar,-
Stöðugt vex nauðsyn þess5 að safna verkalýðsæskunni í
félagsskap í andstöðu við afturhaldsfélög borgaranna, og hefir
í flestum löndum verið hafin slík starfsemi. Hér á landi
hefir A.S.V. gengist fyrir stofnun ungherjahreyfingar. Ung—
herjahreyfingin vekur börn verkalýðsins til skilnings á stétt-
arstöðu þeirra og nauðsyn verkalýðsbaráttunnar. Ungherjar
berjast gegna afturhaldsuppeldi og þjóðernishroka, en fyrir
bræðralagi allra kúgaðra stétta gegn sameiginlegum óvini
þeirra, alheimsauðvaldinu. Ungherjahreyfingin kennir verka-
lýðsæskunni, að verkalýðurinn á ekkert föðurland, fyrr en
hann rður yfir framleiðslutækjunum og hefir tekið völdin
í sínar hendur, eins og stéttarbræður hans í Rússlandi.
Ungherjahreyfingin kennir verkalýðsæskunni, að alþjóð-
legt bræðralag undirstéttanna og miskunnarlaus stéttarbarátta
sé óumflýjanleg nauðsyn, þangað til að upp úr baráttu þessari
vex þjóðskipulag það, kommúnisminn, sem útrýmir hungri og
neyð5 stríði og arðráni, um aldur og ævi.
K.
8.árg. 7-8.tbl.
Allir eru sammála um það5 að ástandið í heiminum núna, sé
næsta ömurlegt, á vel flestum sviðum. Bent er á margar leiðir
út úr ógöngunum, en framtíðin ein ‘'a enn sem komið er eftir
að skera úr, að hve miklum notum þær kunna að koma.
En eitt er víst. Eigi að bjarga mannkyninu úr þvf öng-
þveiti, sem það er í og koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt hrun,
sem hlýtur að skella yfir, verði ekkert aðhafst, þá er alveg
bráðnauðsynlegt að taka nú í taumana og gera allt sem í mann—
legu valdi stendur, til þess að kippa því í lag, sem mest af-
laga fer og mest ríður á.
Ein af þeim stefnum, sem vill og getur að miklu leyti
bætt úr þessu er spfritisminn.
f smágrein sem þessari er með öllu ómögulegt að gefa
nógu ljósá hugm ynd um spíritismann og eðli hans. Mun þvf að
aðeins lftilsháttar verða minnst á einstök atriði hans, eftir
því sem rúm leyfir.
Spiritisminn er æfagömul stefna, nærri jafngömul mannkyn-
inu. Að vísu kom hann fram í annarri mynd hjá fornþjóðunum
heldur en nú5 en meginþráðurinn var mikið til sá hinn sami.
Undirstraumurinn í öllum trúarbrögðum er mikið til sá sami og
í spiritsmanum, en hann ersamband mannheims við einhverja
æðri fullkomna og volduga veru5 sem vér almennt nefnum guð.
Fáar stefnur hafa fengið eins illar viðtökur og spiritism-
inn. Jafnskjótt og honum skaut upp f þeim búningi, sem hann nú
er í- en það var í Ameríku á seinni hluta nftjándu aldarinnar**
átti að kveða hann niður með öllu, og var hann stimplaður sem
villukenning öllum heiðarlegum og n sannkristnum" mönnum til
viðvörunar. Var jafnvel svo langt gengið, að fylgjendur hans
voru sóttir með oddi og egg, svo að þeim var lítt vært.
En ofsóknunum linnti, og spiritisminn tók að blómgast
og dafna og breiddist smátt og smátt út um allan heim. Margir
merkir og mætir menn hafa skipað sér undir merki spiritismans
og unnið honum ómetanlegt gagn með útbreiðslustarfseminni.
Þegar athugaö, hversu merkileg og göfug lífsskoðun
spíritismans er , þá er næsta furðulegt, hversu margir eru
honum mótfallnir. Sé vel að gætt, er þetta þó mjög skiljan-
legt. Þessi mótstaða manna stafar oft að miklu leyti af þessu
banvæna þekkingarleysi og jafnframt stundum skílningsleysi.
Mönnum hættir svo við að fella dóm yfir og fordana það5
sem samsvarar ekki fyllilega hugmyndum þeirra eða ríkjandi
skoðunum á því, sem um er að ræða. Til þess að geta rætt um
spiritisma, þarf talsverða þekkingu á honum og eðli hans og
vegna þess ættu menn ekki að fussa og sveia honum. Það minnsta_
sem hægt er að heimta af þess háttar mönnum, er að þeir láti
hann alveg afskiptalausan, unz þeir hafa kynnt sér hann nægi-
lega mikið. Til eru og þeir menn, sem ekki viljg. taka á móti
nýjum sannindum vegna einhverrar óskiljanlegrar þröngsýni og
íhaldssemi á núverandi ríkjandi trúmálaskoðun. En slíkir menn
eru haustsálir.
Hvað er spiritismi? Þessa spurningu ættu menn að kynna
sér vel áður en þeir fara að ræða um spiritisma og fordæma
hann. Margir hafa svarað þessari spurningu. Henni hefir meðal
annars verið svarað á þessa leið:
"Spíritisminn er reynzlu- og heimspekileg vísindi, sem
með tilraunum hefir sannað að þeir, sem nefnast látnir, li£a
áfram og geta með vissum skilyrðum gert vart við sig hjá þeim
eftirlifandi hérna, og setur fram með heimspeki sinni hið
tilvonandi líf og afstöðu þess við það jarðneska."
Þessi sjcýring gefur í fáum dráttum hugmynd um þá líf-
DM SPIRITISMA
speki og heimskoðun, sem nefnist spiritismi.
Einn meginþátturinn í hinni spiritísku kenningu er fram-
hald lffsins eftir dauðann. Skilyrðið fyrir því er auðvitað,
að til sér líf eftir dauðann. En það fullyrða spiritistar, að
hafi verið sannað með óhrekjandi rökum. Þetta meginatriði
spiritismans er mjög svo mikilvægt og sannarlega þess virði,
að þvi sé gaumur gefinn.
Spiritistar segja að tap vina vorra takmarkist aðeíais af
stuttum aðskilnaði með vissu um eilífa samveru. Hversu mikið
vildu ekki þeir, er eigi hafa minnstu hugmynd um, hvað við
tekur eftir dauðann, gefa fyrir þessa vissu?
Spiritisminn er afar frjálslynd trúarskoðun. Hann heldur
því fram, að enga sérstaka trúarsetningu beri að taka fram
yfir aðra, og, að engin ákveðin kredda sé fær um að gera menn
sæla.
Ennfremur heldur spiritisminn því fram, að maðurinn
verði eingöngu hólpinn fyrir gjörðir sínar í lífinu en ekki
fyrir trúna eina. Hann þekkir ekkert til himneskra refsidóma
eða til eilífs helvítis, sem kennimenn kirkjunnar hafa öld
eftir öld verið að ljúga að fáfróðum ogi trúgjörnum fjöldanum,
Maðurinn á að læra að þekkja sjálfan sig því að eins og hann
sáir ,þannig mun hann og upp skera.
Verkefni spiritismans er í stuttu máli sagt, meðal annars
að skapa góða og hamingjusama menn.
En, er það ekki einmitt þetta, sem menn eru alltaf að
berjast fyrir? Að gera mennina hamingjusama með réttlæti,
jafnrétti og manndáð, það er einmitt takmark sosialismans.
En ávallt hefir mest að segja fyrir hvern einstakling,að
standa jafnan þeim megin f lífsbaráttunni, sem sannleikurinn
er, hverju nafni, sem stefna sú er hann flytur, nefnist. Því
að hann mun og skal sigra að lokum.
H.G. 8.árg. 7-8.tbl.
9