Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 13
Fá orð eða hugtök hafa á sér meiri glæsibrag en frelsi. Jafnfá eru misnotuð meir, og hundmargur er sá skilningur og misskilningur, sem lagður hefur verið í þetta orð. Frjáls mun sá maður þó almennt kallast, sem heimilt er að framkvæma allt það5 er hugurinn girnist* auðvitað innan þeirra takmarka, sem geta hans leyfir. En samkvæmt því mætti einnig segja, að fangi í betrunarhúsi væri frjáls, því að vanmáttur hans einn meinar honum að losna við hið aumkunarverða ástand sitt. Skilgreining mín á frelsi hlýtur því að verða þessi: Frjáls er sá maður5 sem getur notað líkams- og sálarkrafta sína að vild, óhindraður af nokkrum sjálfráðum öflum. Slíkt frelsi getur vitanlega hvergi þrifizt, eins og nú er háttað manninum, og hefur ekki þrifizt svo lengi sem sögur fara af. Með oss mönnum gætir nefnilega í ríkum mæli drottnunar- girni og þeirrar tilhenigingar að nota vinnu annarra sér til framdráttar, og allt fram á vora daga hefur þessum ástríðum verið leyft að leika lausum hala. Áður fyrr ríktu hinir sterkustu og vopnfimustu yfir hinum burðaminni; nú njóta þeir beztra lífskjara, er slóttugastir eru í peningamálum, en hin- ir, sem hvorki hafa hlotið í vöggugjöf vöðvastjrrk né peninga- vit5 hafa ævinlega orðið hinum fyrrnefndu áhendir. Maðurinn, t.d. í hinu íslenzka þjóðfélagi, er að sjálfsögðu ekki frjáls, því að honum er skrift að njóta góðs af eigum annarra með einföldum hætti. Hins vegar leyfist honum að hafa í frammi alls konar pretti til að öðlast þá. Ef fátækur maður tekur rófur úr garði nágrannans án leyfis, hlýtur hann refsingu fyr- ir5 en takist honum með orðsnilld og slægð að véla hann til að $elja sér allan garðinn á 5 krónur, er það látið gott heita. Braskarar og áróðursmeistarar eru nefnilega sá hópur manna, er mest forréttindi hefur í þjóðfélagi voru. Sá, er vill vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt í sveita síns andlits, gerir ekki meira en halda líftórunni í sér og sínum og fær aldrei tóm til að líta upp úr stritinu, svo að hann geti not- ið lífsins á fjölbreyttari hátt. Sé þetta réttlæti, hlýtur t.d. hótelrekstur að vera margfalt göfugra starf en ræktun jarðar. Vort frelsi eða ófrelsi er því vissulega ófagurt, en al- frjáls má maðurinn ekki verða, fyrr en honum hefur skilizt, að gæði heimsins eru ætluð öllum mönnum til jafns og það sé glæpur að komast yfir þau með nokkrum hætti á kostnað annarra. En með hvaða hætti á að koma þröngsýnum þverhausum, eins og allur þorri manna er, í skilning um slíkt? - Til er fyrir- brigði, sem nefnist kristinn dómur, og er siðfræði hans hinn fullkomnasti leiðarvísir í þessum efnum, enda hverjum manni hollt að fylgja henni. Þessi kenning hefur nú verið prédikuð í hartnær 2000 ár og sáralítinn jákvæðan árangur borið, e.t.v. vegna þess, að hinu þjóðfélagslega gildi hennar hefur lítt verið á loft haldið, en himnaríki hampað því meir og fólki bemt á ýmis furðuleg ráð til að komast á þann stað. En himna- ríki hefur sennilega af hálfu höfundar kristindómsins gegnt líku hlutverki og brjóstsykurspoki, sem barni er heitinn, vilji það vera þægt og gott. Vart kæmi þó að miklu haldi, þótt hinni þjóðfélagslegu hlið væri otað fram. Mundi gegna sama máli og um sósíalismann, að þar er höfðað til heilbrigðr- ar skynsemi mannsins, en henni er þann veg farið, að meðan öflin, er segja: "Undu glaður við þittn - ráða yfir fullkomn- un áróðurstækjum, er hún ginnkeyptari fyrir þeirri speki af meðfæddri tregðu. Ekki er heldur nóg að gera byltingu til jafnrar skiptingar þj 6 ðarauðsins en láta andlegt ástand þjóð- félagsþegnanna reka á reiðanum. Hinn gamli andi mundi lifa áfram, þróast og dafna, og áður en varði, hefði sótt í sama horfið með gagnbyltingu, en ef ekki, mundi mönnum a.m.k. þykja þeir sífellt búa við herfdlegt ófrelsi. Þess vegna verð- ur að sýna fram á ágæti þessarar hugsjónar, innræta fólki mannúðlegan skilning á afstöðu þess til náungans, í stuttu máli: kenna því að hugsa. Kenna fólki að hugsaí Þetta hljómar hræðilega í eyrum allra "frelsisunnandi" manna. En að betur athuguðu máli sést5 að slíkt er jafneðlilegur hlutur og t.d. að kenna mönnum að reisa hús, nema hvað skiljanlega er langtum veigameira að hafa heilbrigða skoðun á þjóðfélagsmálum en kunna að smíða hús sín hlý og sterk. Þá fyrst3 er nokkrar kynslóðir hefðu lifað við þesshátt- ar leiðbeiningu, væri von til þess, að veita mætti manninum algert frelsi. Ætti hann þá að hafa öðlazt þroska til að velja sér lífsstarf í samræmi við hæfi sitt og löngun, en ekki vegna gróðavonar, og nægilegs svigrúms til lífs- og list- nautnar. 27.árg.6.tbl. Arni Björnsson. Nú líður að jólum. Menn verða fegnir að fá nokkra hvíld og hressing mitt í armæðu og striti íslenzks skammdegis. Flestir munu ekki hugsa dýpra til hátíðar þessarar. Aðrir hugleiða þó mál þessi og vilja komast að meiningu hátíðarinn- ar. Er þá hollast að rannsaka nokkuð uppruna jólanna. Jól- in eru að norrænum sið uppskeruhátíð; jólablótin frægu voru framin til að fagna rísandi sól og gróandi jörð. Fornmenn færðu goðum sínum fórnir, svo að komandi ár jrrði farsælt og fönguríkt. Síðar upphófst í Austurlöndum siður sá, er kristindómur nefndist, og var þar Hvíta-Kristur fremstur guða. Siður þessi breiddist víða um lönd og náði nokkurri fótfestu meðal vest- rænna þjóða. Þar með breyttist tilgangur jólanna; þau voru nú haldin til að fagna fæðingu frelsarans, guðs á jörðu. Kristnir menn sögðu trú sína hina einu, sönnu og réttu. Fæðingarhátíð frelsarans er nú á tímum bröskurum og auð- valdsseggjum kærkomið tækifæri til að græða peninga, enda er nú svo komið, að kristileg meining þeirra er horfin fyrir glysvarningi, skrumauglýsingum og gróðafíkn manna. Menn hafa hulið jesúbarnið svo vandlega skræpóttum jólapappír, að það sést ekki lengur. Slíkt er skiljanlegt. Þjóðir, sem þykj- ast eiga tilveru sína komna undir manndrápum og blóðsúthell- ingum, hljóta að fyllast sektartilfinningu gagnvart þeim guði, sem bannar slíkt. Þær flýja því bak við jólatréð og finna ekki lengur tilganginn með öllu þessu umstangi, kalla jólin því hátíð barnanna og láta svo gott heita. Þeir eru sem dæmdir menn, sem flýja þá refsingu, er þeir sjálfir hafa búið sér. Margt er jafn fagurt og satt í öðrum trúarkerfum, austrænum og norrænum, sem hinu kristna, en það, sem Kristmenn þykjast hafa fram yfir Ásatrú og Búddhatrú, er einfaldlega, að Kristur hafi verið holdgaður guð, og enn fremur, að hann hafi risið upp frá dauðum. Slik smáatriði skipta engnmáli. Siða- boðskapur spámannsins Jesú Krists er hið eina, sem skiptir máli og er hvorki betri né verri, þótt menn trúi því, að hann sé guðlegur. Svo er um öll önnur trúarbrögð. Margar smá- meyjar Reykjavíkurbæjar álíta hollívúddleikara guðlegs upp- runa, en leikur þeirra er hvorki betri né verri fyrir það. Trú manna um upprisu Jesú Krists er af sömu rótum runnin og trú manna um, að ölafur Tryggvason hefði komizt lífs af úr Svoldarorustu og Eggert ölafsson bjargazt í útlenda duggu, er skip hans fórst á Breiðafirði. Margir kunningjar mínir trúa því statt og stöðugt, að Adolf Hitler lifi góðu lífi í Suður-Ameríku, og svo mætti lengi telja. Kristinn dómur hef- ur því enga "guðlega" yfirburði fram yfir annan siðaboðskap, sem mestu spámenn mannkynsins hafa boðað. Þótt jarðkringla vor sé ekki mikil, miðað við alheim, byggir hana ótölulegur grúi sundurleitra þjóða, sem eru á mismunandi menningarstigi og búa við gerólík trúarbrögð. Og listir og hugsunarháttur ýmissa ókunnra þjóða er oss svo óra- fjarlægt, að halda mætti, að þar væru menn af öðrum hnetti. Einn kennari Menntaskólans sagði fyrir stuttu sögu, sem sýnir ágætlega breytileik og ómælandi fjölbreytni þjóðanna. íslend- ingur var á ferð í Palestínu (sem nú á dögum er ekki ýkja- langt í burtu), og fannst honum sem hann væri í annan heim kominn, svo var allt gerólíkt og frábrugðið Mosfellssveitinni Islendingar eru ævaforn menningarþjóð, hert við andstæð- ur elds og ísa. Frá forfeðrum sínum hlutu þeir í arf sér- stæða menningu, bókmenntir, listir og trúarbrögð, sem þeir varðveittu misjafnlega. Islendingar einir germanskra þjóða hafa borið gæfu til að varðveita tungu sína, er frandþjóðir vorar gleymdu henni. Tungan hefur verið lykill manna að fornum sögnum og fræðum, sem öðrum eru glötuð. Með tungunni hafa beztu menn þjóðarinnar verðveitt hið göfugasta úr forn- norrænum hugsunarhætti og gert að snörum þætti íslenzkrar menningar þrátt fyrir öldur kristindóms um þusund ár. Alltaf eimdi eftir af hetjudýrkun fornaldarinnar og lífsskoðun og heimsmynd Völuspár, enda létu Islendingar sér sæma að skipta viðstöðulítið úr kaþólsku í lútersku, og sýnir það, að þeim var kristni lítið kappsmál, þótt heiðnin væri engan veginn það meginafl, er stýrði þeim vitandi, en var öllu heldur leyndur hugvaki bak við öll kristilegheitin, sem blossað gæti upp, ef tendraður væri. Enginn skilji nú orð mín svo, að ég vilji fara eldi um kirkjur, en reisa blótstalla. Eg hef einvörðungu viljað benda á þá staðreynd, sem öllum góðum mönnum liggur í augum uppi, að fornnorræn menning, sem Islendingar hafa verðveitt þjóða bezt framan úr öldum, er það heilsteypt og mótað hug- myndakerfi, að engin þörf er á gyðinglegum trúarbrögðum austan úr botni Miðjarðarhafs til að gera Islendinga að góðum mönnum. Kristinn dómur er að vísu hvorki betri né verri en annar dómur, en það er vor trúa, að Semítar fari villur vegar, er þeir vilja troða austrænum trúarbrögðum upp á norrænt fólk í krafti þess, að fyrir þá eina trú öðlist menn sáluhjálp. að tungu, hugsunarhætti og öllu. Mitt í þessari ókunnu ver- öld rakst hann á lúterska kirkju eins og óasa í eyðimörkinni. A henni var latnesk áletrun, og lá þá manngreyinu við að hljóða af hrifningu að sjá skráða þá tungu, er honum fannst nú jafnskyld sér sem vestfirzka reykvísku, þótt hann hefði áður litið á latneska tungu sem eitthvað, er væri enn fjar- lægara yztu stjörnum, þá sjaldan hann mundi, að hún var til. Vér hljótum því að játa, að engin þjóð getur sett sig í spor annarrar og þegið af henni mikla menningu án þess að fórna sinni eigin. Hæst ná þær þjóðir upp til hæða andans, sem um langar aldir hafa fóstrað frumstæð fræði við brjóst sér, sem smám saman öðlast sérkenni, og þar með er grundvöllur fenginn undir fastmótað og skýrt afmarkað hugmjmdakerfi, sem verður fullkomnara öld af öld, kynslóð af kynslóð. Hver kyn- slóð bætir og eykur þann arf, er forfeðurnir fengu henni í hendur, þiggur það eitt úr erlendri menningu, sem geti verið henni svaladrykkur án þess að drekkja henni, og loks er þjóð- armusterið reist, og þar veitist ekki öðrum skjól en þeim, er staðið hafa aö byggingu þess, þekkja það til hlítar og halda því við. Öllum þjóðum ber skylda til að þekkja sitt musteri, kunna nákvæmlega skil á upruna sínum og eðli og haga sér samkvæmt því. Því aðeins getur menning borið fögur blóm, sem að eilífu lifa, að undangengnar kynslóðir hafi undirbúið jarðveginn, kannað hann rækilega, reytt illgresið burt, en aukið frjómoldina stöðugt og markvisst. Gullaldir í listum spretta af róti, sem kemur á þjóðir. Hin gamla lífsskoðun þeirra og lögmál standast ekki lengur, það verður að endurbyggja hið innra í samræmi við hið nýja ytra. Þannig hófst gullöld Islendinga eftir flutninga þeirra austan um haf. Sama er að segja um menningu Grikkja, er þeir fluttust til Litlu-Asíu (Hómer). Um þjóðflutningana til Ameríku er öðru máli að gegna. Þeir fluttu enga samfellda lífsskoðun með sér, sem gat blómstrað í hinum nýja jarðvegi. Því hefur þjóðin engan sam- menningarlegan grundvöll að byggja á; hún er enn í deiglu, á bernskuskeiði, enda hafa þeir engin menningarleg verðmæti eignazt, sem sambærileg eru við Njálu eða Hómerskviður. Þjóð, sem ekki er traust heild innbyrðis, er ekki fær um að stjórna öðrum þjóðum. Söguöld rís nú á Islandi, sambærileg fornsagnaöldinni, þjóðin hefur um árþúsundir búið við fastskorðaða bændamenn- ingu, sem hélzt nær óbreytt. Nú hefur þjóðinni verið kippt inn í umheiminn, hans lögmál ríkja hér nú. Nú eru þeir tímar, að stórkostleg listaverk fæðast. Þeir laukar, sem hafa blundað I moldu um 1000 ár, munu blómstra vegna hinnar nýju frjómoldar. En oss er nauðsyn að standa föstum rótum í móðurmoldinni, láta ekki vatnsflóð drekkja oss né sandstorma kæfa oss. Inn- lendur varnargarður er nauðsynlegur. Stórveldadýrkun Islendinga ér því bæði hlægileg og hörmu- leg fjarstæða. Þroskuðum, fullorðnum manni er engin nauðsyn að láta óvita hlaupa með sig í dauðann, jafnvel þótt maðurinn hafi fengið ofbirtu í augun nokkra stund eftir langa innisetu í myrkri. Því hættulegra er þetta, þar sem sveinstaulinn er ölvaður mjög af kröftum sínum og vopnadýrð. Islendingum verður að vera ljóst, að þeir eru norræn þjóð, tala elztu germönsku tungu heimsins, hafa þegið menn- ingararf sinn frá norrænum forfeðrum, bókmenntir, listir, heimspeki og trúarbrögð, og ber að hlúa að arfldfð vorri og auka anda hennar, eins og hann kemur bezt fram í Völuspá, fornsögum, Snorra-Eddu, Islandsklukkunni. Um þessar mundir er það alls ekki kristindómur, sem stendur oss mest fyrir þrifum. Vér eigum í höggi við hættu- legan óvin, sem sækir fast á. Tvö stórveldi gína nú yfir heiminum, úrslitaátök tveggja stórvelda um heimsyfirráð, virð- ast skammt undan. Islendingar áttu um tvo kosti að velja, - eða svo var látið - að skipa sér í aðra hvora fylkingu eða standa utan hjá og reyna að bjarga því, sem bjargað yrði. Allir vita, hvora leiðina stjórnmálamenn þjóðarinnar völdu, - fæstir vita, hver örlög okkar bíða. En eins og kristnir menn fletta upp í guðspjöllum biblíu sinnar til að vita, hvað spámenn þeirra hefðu til málanna að leggja, ef vanda bar að höndum, - eins og Múhameðsmenn haga sér eftir kórani sínum, - eins eiga Islendingar sitt Gamla Testamenti, ritað af spámönnum á tímum mikilla örlaga. I Völuspá og Snorra-Eddu eru lögmálin skráð. Völuspá segir“frá saklausum Ásum, sem léku sér við tafl og spil og gerðu tangir og tól, eins og Islendingar fyrir stríð. En þá kemur kerling ein úr jötunheimum, er Gullveig nefnist, Imynd gullsins, Mammons. Gullið hefur sjaldan gert mönnum gott, og eins fór Asum. Siðferðisþrek þeirra spilltist, og þar með var fyrsta skrefið stigið til tortímingar. Eins fór íslenzku þjóðinni í gullæði og lúxusöldu stríðsáranna. Hún þoldi ekki ósköpin. Er Æsir voru þannig blindaðir gullrykinu, henti þá ólán á ólán ofan. Loki, svikarinn í þeirra eigin hópi, fær þá til að taka boði borgarsmiðs eins um að reisa múr kringum þá, þeim til verndar og öryggis. Borgarsmiðurinn áskilur sér rétt til að eignast Freyju, ef hann lýkur verkinu á til- skildum tíma. Æsir ganga að því, - þeir eru grunlausir, - aldrei gat neitt illt gerzt hjá þeim, - Og samningarnir eru gerðir. - Borgarsmiðurinn. Er til nokkur Marsjallhjálp, sem jafnast á við verndarmúr þann, er hann reisti? Að lokum sjá Æsir fram á alvöruna. Borgarsmiðurinn, sem reyndist vera jötunn úr jötunheimum, mundi eiga hægt með að ljúka verki sínu. Æsir eiga um tvo illa kosti að velja: að rifta gerðum samningum eða láta Freyju af hendi í laun, sjálfa Fjallkonu Islands. Og báðar þessar leiðir lágu að sama marki. Æsir rjúfa sáttmálann til að berjast fyrir lífinu, þar með er eldurinn kveiktur, sjálf ragnarök eru framundan, dauði allra Asa. Hvort munu Islendingar rjúfa samninga fáeinna stjórnmála- manna eða láta Fjallkonuna af hendi? - Tíminn mun skera úr því. Islendingar verða því vandlega að skoða afstöðu sína til umheimsins. Þeir verða að velja um hvort betra sé að lifa sællífi fyrir erlent fé og fórna menningu sinni, eða verða aftur það ljós Norðurlanda, er skærast hefur skinið, þótt það kosti nokkra sjálfsafneitun á efnalegu sviði. Táknrænt er það, að sjálfstæðishetjur Islendinga hafa aldrei gripið það til bragðs að ákalla Hvíta-Krist I alda- langri baráttu sinni. Þeir hafa aldrei stappað stálinu í þjóð sína með ívitnun í biblíuna eða skírskotun til guðs. Hin forna menning varð sá brandur einn, er dugði. Eddu- kvæði, fornsögur, hetjulund: afspringir hinnar heiðnu menn- ingar, varð mönnum það stál, er dugði í baráttunni. - Það var því öðinn, en ekki Kristur, sem varð mönnum athvarf og afl- vaki í baráttu fyrir landi og þjóð. 8. desember 1952, Jökull Jakobs s on.28.árg.3.tbl 13

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.