Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 20

Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 20
Egypski prinsinn orðinn kóngur Mo Salah er besti leikmaður heims um þessar mundir. Hann skorar að vild og mörkin hans eru að endurskrifa sögu Liverpool, þess fornfræga félags. FÓTBOLTI Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er orðinn besti leikmaður heims. Um það er erfitt að deila. Hann skorar nánast að vild og nær að koma boltanum yfir marklínuna jafnvel úr ómögu- legum færum. Salah hefur verið frábær í upphafi tímabilsins og er búinn að skora í tíu leikjum í röð. Það hefur aldrei verið gert í búningi Liver- pool – sem er merkilegt því það hafa engir aukvisar verið í framlínu Liverpool í gegnum árin. Metin hans með Liverpool eru líka mörg en hann gekk í raðir félagsins frá Roma fyrir tímabilið 2017. Síðan hann klæddist bún- ingnum í fyrsta sinn hafa mörkin hans hjálpað Liverpool til 19. deildartitilsins og Meistaradeildartignar. Svona árangur næst ekki nema með mikilli vinnu. Meira að segja stjóri Liverpool, Jürgen Klopp, bar vinnusemi hans við Cristiano Ronaldo og getur vel séð Salah á toppnum næstu árin. „Hann er ótrúlegur á æfingasvæðinu. Yfirleitt fyrstur inn um dyrnar og síðastur út. Áhuginn að læra áfram er til staðar sem og hvað hann þarf að gera til að hækka áfram rána. Persónulega finnst mér hann enn geta bætt sig,“ sagði Klopp í aðdraganda leiksins við Manhcester United. Samningur Salah rennur út 2023 og samningaviðræður ganga hægt. Salah vill vera áfram og hefur látið hafa eftir sér að það yrði erfitt fyrir sig að mæta Liverpool. Salah er sagður vilja fá um 88 milljónir króna á viku, eða um 4,5 milljarða á ári. Eigendur Liver- pool, FSG, eru ekki alveg tilbúnir í slíkan pakka en eru þó til í að láta hann fá nokkra góða milljarða við að skrifa undir. Gera svipað og PSG gerði fyrir Lionel Messi, en hann fékk 4,4 milljarða fyrir að skrifa undir hjá Parísarliðinu. „Ég vil vera hér áfram en það er ekki í mínum höndum. Þetta veltur á því hvað félagið vill gera,“ sagði Salah í síðustu viku. n Giftist æskuástinni Magi Sadeq er eiginkona Salah og hafa þau verið saman síðan þau voru unglingar. Þau giftu sig 2013 í Nagrig-þorpinu þar sem þau slitu barnsskónum. Sadeq er frekar hlédræg og fer afar sjaldan í viðtöl. Þau hittust í Mohammed Eyad Al Tantawi skól- anum og má stundum sjá hana í stúkunni klædda hijab eins og sannur múslimi en hjónakornin eru mjög trúuð. Þau eiga tvær stúlkur, Makka og Kayan. Hún hefur komist í fréttirnar fyrir að hjálpa ungum konum frá Nagrig sem minna mega sín með peningum til að aðstoða við giftingar eða læknis- kostnað. Mohamed Salah Fæddur: 15. júní 1992 Hæð: 175 cm Leikir fyrir Liverpool: 215 Mörk: 140 Stoðsendingar: 48 32 mörk skoraði hann tímabilið 2017/2018 í deildinni. Þrjú lið skoruðu minna en hann, WBA, Swansea og Huddersfield. 3 mörk gegn Manchester United kom honum yfir Didier Drogba yfir markahæstu leikmenn enska boltans frá Afríku. 151 leik tók það Salah að skora 100 mörk fyrir Liverpool. 50 prósentum minni er hatursorðræðan gegn múslimum síðan Salah gekk í raðir félagsins samkvæmt sömu rann- sókn. 31 mark hefur hann skorað í Meistaradeild- inni fyrir Liverpool, eða einu marki meira en Steven Gerrard. 15 mörk er Salah búinn að skora í 12 leikjum það sem af er. 7 sinnum hefur Salah skotið fram hjá í 40 skotum það sem af er tímabilinu. 52,6 mínútur líða á milli marka hjá Salah en hann hefur spilað 1.051 mínútu. Fyrir utan mörkin hefur hann gefið fimm stoð- sendingar. 57 mínútur tók það Salah að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Það kom gegn Wat- ford. 19 prósentum hefur hatursglæpum fækkað um gegn múslimum í Liverpool síðan Salah gekk í raðir félagsins samkvæmt rannsókn Stanford-háskóla. 5 sinnum hefur Salah skorað í fyrsta leik. 8 leikjum gæti Salah misst af með Liverpool vegna Afríkukeppn- innar fari Egyptaland alla leið. Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas @frettabladid.is 20 Íþróttir 30. október 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 30. október 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.