Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2021, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 30.10.2021, Qupperneq 26
„Sambandið við barnsmóður mína var farið til fjandans og sjálfs- myndin í molum. Ég var pabbi og rafveituvirki og með allt mitt á hreinu og svo allt í einu hafði ég ekk- ert og hver er ég þá? Við erum gjörn á að skilgreina okkur út frá því hvað við vinnum við. Það tók mig tíma að átta mig á því að ég er ekki það sem ég geri. Ég er ennþá sami maðurinn hvort sem ég er rafveituvirki eða ekki og hvort sem ég er með hendur eða ekki. En það tók tíma að sætta sig við það.“ Guðmundur segir margt hafa orðið til þess að hann breytti við- horfi sínu og sneri við blaðinu. „Þetta er samtíningur af alls konar en það sem allar breytingar eiga sameiginlegt er að það kemur bara að þeim tímapunkti að það er ekkert annað í boði. Ég væri bara dauður ef ég hefði ekki breytt afstöðu minni og lífinu á þessum tímapunkti. Það kemur þetta „moment of clarity“ og maður sér hlutina eins og þeir eru,“ segir hann. Var orðinn 47 kíló Guðmundur rifjar upp atvik sem átti þátt í því að opna augu hans fyrir ástandinu. Lifrin var hætt að starfa almennilega og var honum neitað um lifrarskipti vegna neysl- unnar. „Ég er 175 sentímetrar á hæð og var orðinn 47 kíló, svipað þungur og tólf ára stelpa,“ lýsir hann. Slök lifrarstarfsemin olli jafnframt mik- illi gulu og því var útlitið fremur bágborið. „Ég fór ekki mikið út á þessum tíma en man eftir að hafa verið í Smáralindinni og heyrt út undan mér: „Nei, ég má núna!“ Ég sá þá tvo gutta fela sig og ýta hvor öðrum til hliðar til að sjá skrítna kallinn. Þarna sá ég mig og bróður minn fyrir mér sem þessa stráka, en ég var allt í einu orðinn skrítni kallinn. Ég hafði verið í einhverri búbblu á hraðri niðurleið. Þetta var eitt af þessum augnablikum sem urðu til þess að ég hugsaði að ég yrði að gera eitthvað,“ segir Guðmundur sem stuttu síðar fór í meðferð og í fram- haldi fékk hann nýja lifur. „Ég var ekkert að þjást eða veslast upp út af slysinu. Heldur því að ég vildi ekki sætta mig við slysið,“ segir hann og bætir við að allt hafi breyst á svipstundu þegar hann átt- aði sig á því að breytingarnar væru algjörlega undir honum sjálfum komnar. Við höfum alltaf val „Maður heyrir alltaf að góðir hlutir gerist hægt og að breytingar taki tíma en af minni reynslu er það bara ekki rétt. Það tekur tíma að komast á þann stað að vera tilbúinn að breytast – en breytingin gerist á svipstundu. Þarna bara breyttist allt, og ég hef reynt að viðhalda því breytta hugarfarfari. Maður þykir raunsær ef maður horfir á slæmu hliðarnar, en það eru alltaf þessar tvær hliðar. Við höfum alltaf val. Ég bara tók ákvörðun um að leita að því góða í öllum kringumstæðum.“ Guðmundur þurfti að undirgang- ast tvenn lifrarskipti, með tveggja mánaða millibili sumarið 2002, ári eftir að hann varð edrú. En þegar litið er til baka reyndist það gæfu- spor. „Til dæmis það að missa lifrina, sem er hreint ekki það skemmtileg- asta sem ég hef gert, hvað þá í seinna skiptið, gerði það að verkum að ég komst í þessa aðgerð núna. Ég væri ekki hér með nýjar hendur ef það hefði ekki gerst,“ segir Guðmundur sem kom til greina í þessa stóru tímamótaaðgerð af því hann hafði sýnt gott þol gagnvart ónæmisbæl- andi lyfjunum. „Það sem við sjáum í augna- blikinu sem slæman hlut er ekkert endilega slæmt, heldur bara eitt- hvað sem við viljum ekki á þeim tímapunkti. Ég er að upplifa draum sem enginn maður hefur nokkurn tímann upplifað: Að missa báðar hendur og axlir og fá þær aftur. Þú Guðmundur segir allt hafa breyst þegar hann kynntist Sylwiu sinni. Biðin hélt vissulega áfram en lífið sjálft líka með öllu tilheyrandi. MYND/BENEDIKT SNÆR færð ekki meiri gjöf – en þú þarft að missa hendurnar til að fá þær,“ segir hann ákveðinn. Mamma setti líf sitt á bið Bókin er tileinkuð móður Guð- mundar, Guðlaugu Þórs Ingvadótt- ur, en aðspurður segir Guðmundur ástæðu þess einfalda: „Í gegnum þetta allt saman hefur enginn staðið við bak mér eins og mamma mín. Hún flutti með mér til Frakklands svo ég gæti látið draum minn rætast. Hún sat við rúmstokk minn í þrjá mánuði á meðan ég var í dái og talaði við mig á hverjum einasta degi. Hún stóð með mér í gegnum neyslutíma- bilið. Hún setti í raun allt sitt líf á bið og hefur alltaf verið til staðar – aldr- ei klikkað. Þannig að það kom engin önnur manneskja til greina.“ Móðir Guðmundar flutti eins og fyrr segir með honum til Lyon árið 2013 og þar er hún enn og verður allavega næsta árið. „Báðir foreldrar mínir hafa verið frábærir. Pabbi er líka búinn að leggja sitt af mörkum enda hafa þau hjónin verið í fjarbúð í átta ár. Það eru margir búnir að fórna hellingi. Þetta er búin að vera helvítis bið,“ segir Guðmundur sem flutti til Frakklands árið 2013, von- góður um að komast í aðgerð hið fyrsta en beið í átta ár. Sylwia breytti biðinni Fyrstu tvö árin í Frakklandi snerust einfaldlega um þessa bið og undir- búning fyrir aðgerð. Það breyttist þó þegar Guðmundur fór út eitt kvöldið með íslenskri vinkonu, sat á bar drekkandi sódavatn, þegar Sylwia gekk inn og gaf sig strax á tal við hann. „Ég var með krók og vanur því að fólk forðaðist mig, yrði skrítið eða færi í einhverja vorkunn. Henni aftur á móti fannst þessi krókur svo heillandi að hún fór að spyrja mig út í allt á sama hátt og hún myndi spyrja mig hvar ég keypti buxurnar mínar,“ rifjar hann upp og viður- kennir að hafa undir eins heillast af þessari hispurslausu konu. „Við enduðum á að spjalla allt kvöldið og svo hittumst við f ljótt aftur. Þetta þróaðist í raun allt mjög hratt. Hún er pólsk en hafði búið í Frakklandi í sjö ár og starfað sem jógakennari. Ég þóttist náttúr- lega hafa áhuga á jóga og öllu því tengdu,“ segir hann og hlær. „Við bara smullum saman alveg um leið. Þetta var mjög notalegt sörpræs og breytti líka biðinni.“ Guðmundur lýsir því að upp- haflega hafi biðin tekið verulega á. „Þegar síminn hringdi fékk maður fiðring í magann og svo var það aldrei neitt. En þegar Sylwia kemur inn í líf mitt breytist þetta allt,“ segir Guðmundur sem vissulega hélt áfram að bíða eftir símtali um að hentugir handleggir hefðu fundist en þau Sylwia héldu jafnframt lífinu áfram saman. „Tíminn líður hvort sem maður er að bíða eða ekki. Við bara fengum okkur hund og svo annan hund og vorum að fá okkur þann þriðja.“ Á meðan beðið var eftir aðgerð þurfti Guðmundur alltaf að vera til- tækur í Lyon en það sem meira var, 50 læknar þurftu líka að vera það. Á meðan hann var á lista fór því eng- inn neitt. „Það var svo frá byrjun júlí á hverju ári til 15. september að ég var tekinn af listanum svo teymið kæmist í frí.“ Getur þurft að taka hendurnar Guðmundur er æðrulaus gagnvart framtíðinni en ljóst er að fram- farirnar munu sjást á fyrstu Maður þykir raunsær ef maður horfir á slæmu hliðarnar, en það eru alltaf þessar tvær hliðar. Við höfum alltaf val.   Guðmundur var orðinn illa haldinn af gulu þegar hann breytti lífi sínu. Guðmundur hér ásamt dóttur sinni. MYND/AÐSEND Þegar síminn hringdi fékk maður fiðring í magann og svo var það aldrei neitt. En þegar Sylwia kemur inn í líf mitt breytist þetta allt. 26 Helgin 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.