Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 32

Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 32
Steinunn segir óþolandi að enn tíðkist að konum séu greidd lægri laun en körlum, Forsenda jafn- réttis kynjanna sé að launamun- ur sé aflagður með öllu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI útrýma, en ég veit ekki betur en að í þeim málum þar sem brotið var á annarri manneskju, að á því hafi verið tekið af festu.“ Sérðu einhverjar breytingar varð- andi jafnrétti í bransanum frá því að þú byrjaðir? „Konur hafa sterkari rödd í lista- heiminum á Íslandi en áður. Konur eru miklu meira áberandi sem lista- menn í dag á öllum sviðum listageir- ans en þegar ég var stelpa og það er gott. Það er engin kona feimin við að gangast við köllun sinni í dag.“ Steinunn segir það þó enn tíðkast að konum séu greidd lægri laun en körlum, það sé óþolandi. „Það er for- senda jafnréttis kynjanna að launa- munur sé aflagður með öllu og það er það sem barátta allra kvenna á að snúast um. Sömu laun fyrir sömu vinnu.“ Konur verði að skilja að það sé grundvallaratriði í samfélagi að þeir launalægstu fái mannsæmandi laun og konur í ágætum vellaunuðum stöðum geti ekki leyft sér að loka augunum á meðan þær sleiki út um. „Því á meðan að það er troðið á skúringakonu með lágu launaum- slagi er hægt að gera slíkt hið sama við leikkonuna, leikstýruna eða kvenhandritshöfundinn. Því miður er þessi barátta mikilvægasta verk- efni allra kvenna enn þann dag í dag.“ Steinunn og Stefán Árið 2018 missti Steinunn eigin- mann sinn, Stefán Karl Stefánsson, eftir erfið veikindi. Hjónin voru einlæg og opin varðandi veikindi Stefáns og það hefur Steinunn Ólína einnig verið varðandi sorgina og dauðann eftir að hann lést. Aðspurð hvort að það hafi hjálpað þeim að ræða veikindin opinberlega segir Steinunn Stefán hafa viljað hjálpa öðrum í sömu sporum. „Stefáni var mikið í mun að ræða veikindin opinskátt og oftar en ekki var ég málpípa hans þegar hann skorti þrótt. Hann vildi einlæglega gera gagn og hjálpa öðrum sem væru í sömu sporum,“ segir Stein- unn. „Persónulega fannst mér mikil- vægt að halda börnunum okkar upplýstum um stöðu mála, því þótt ég sé sæmileg leikkona gat ég ekki hugsað mér að halda slíku leikriti gangandi innan veggja heimilisins,“ segir hún en Steinunn og Stefán eiga saman fjögur börn. „Ég held eftir á að það hafi verið rétt ákvörðun. Maður á aldrei að ljúga að börnum. Það rýrir traust þeirra til manns og kennir þeim að virða sannleikann að vettugi.“ Steinunn segir erfiðasta verkefnið í kjölfar dauða Stefáns það að hlúa að börnunum sem misst hafi föður sinn, sú vinna verði til frambúðar. „Verst er að geta ekki tekið sárs- aukann sem fylgir föðurmissi frá þeim en með því þarf ég að lifa og vorkenni mér ekkert. Það er sjálf- sagt mál. Sjálf er ég býsna sterk og er smátt og smátt að rétta úr kútnum,“ segir hún. Breytt afstaða til dauðans „Það er svo að öll reynsla, jafnvel erfið reynsla, er á einhvern hátt líka gjöf og ég einblíni á það sem ég hef lært og skilið fremur en það sem við höfum misst,“ bætir Steinunn við og blaðamanni leikur forvitni á að vita hvað hún hafi lært af dauða Stefáns. „Afstaða mín til dauðans hefur breyst til muna, ég óttast hann ekki vitund og reyndar finnst mér þeir dánu alls ekki langt undan án þess að ég vilji hljóma eins og ég sé snar- galin,“ útskýrir Steinunn. ,,Þeir sem við höfum misst og voru okkur kærir eru innan seil- ingar ef við gefum okkur að því að hugsa til þeirra. Það er hinn eigin- legi draugagangur og bara afskap- lega notalegur,“ heldur hún áfram. ,,Við eigum ekki að hræðast að ræða eða hugsa um þá sem látnir eru heldur halda þeim nálægum eins mikið og við kærum okkur um. Þetta eru engir galdrar. Hugs- anir, orka og andi þeirra sem okkur þykir vænt um lifir með okkur ef við viljum gefa því gaum.“ Spurð að því hvort hún hafi leitað sér hjálpar eftir dauða eiginmanns síns segir Steinunn: „Mín hjálp hefur verið í því að hugsa lítið um mig og einbeita mér að börnunum. Ég á góða og nána vini sem hafa haldið í höndina á mér og lánað mér dómgreind þegar ég hef þurft á að halda. Það er mikils virði.“ Kannabis Steinunn Ólína tjáði sig nýlega á samfélagsmiðlum um það hvernig kannabis hjálpaði Stefáni í veik- indum hans. Lyfið linaði þjáningar hans, jók matarlystina og veitti honum vellíðan. Spurð hvort að hún myndi vilja lögleiða kannabis í lækningaskyni segist Steinunn einungis geta svarað út frá sinni reynslu, kannabis sé náttúrulyf sem reynis mörgum vel. ,,Stefán gekk í gegnum erfiðar lyfja- og geislameðferðir með til- heyrandi lystarleysi og ógleði sem rýrðu lífsgæði hans til muna. Kanna- bis var langbesta lyfið til að slá á ógleði og lystarleysi og fyrir vikið hélt hann holdum lengur en efni stóðu til,“ segir hún. ,,Kannabis reyndist líka færa honum léttleika til að fást við óbæri- legar aðstæður á stundum og jafnvel hreina og einskæra kátínu sem ætti aldrei að neita dauðvona mann- eskjum um,“ bætir Steinunn við. ,,Mér finnst það sýna afskap- lega þröngsýni og afturhaldssemi stjórnvalda að kannabis sé ólöglegt á Íslandi. Það ætti að vera sjálfsagt mál að sjúklingar sem efnið getur gagnast fái að nota það í lækninga- skyni. Og hegningar fyrir kanna- bisnotkun ættu löngu að heyra sögunni til,“ segir hún. ..Á Íslandi er þversögnin svo ríkis- rekin áfengissala og áfengisneysla sem er hampað í hvívetna. Áfengis- neysla veldur margfalt meira and- legu, líkamlegu og sálarlegu tjóni en notkun náttúrulyfja á borð við kannabis.“ Hollast að láta undan Þegar Stefán lést var Steinunn 49 ára og henni fannst að sögn nötur- legt að hugsa til þess að vera fram- vegis ein. Hún hugsaði með sér að kannski yrði það raunin og vor- kenndi sjálfri sér svolítið við til- hugsunina. Svo fór þó ekki og Steinunn Ólína fann ástina á ný. Húnn kynntist kærastanum sínum, Bergsveini Birgissyni rithöfundi, óvænt í stiga- gangi í Vesturbænum. ,,Og það var ekkert aftur snúið. Maður ræður engu um svona nokkuð,“ segir Stein- unn. ,,Við manneskjurnar stöndum í þeirri meiningu að við séum með góða stjórn á öllu í kringum okkur en þegar ástin er annars vegar verður manni ljóst að allt slíkt er blekking. Ástin er eitt af því sem við ráðum ekkert við, þegar hún bankar upp á er manni hollast að láta undan.“ ,,Við Bergsveinn erum afskaplega góðir vinir. Við erum ansi ólíkar manneskjur, hann er rólyndis- maður meðan ég er fremur átaka- og stuðsækin svo þetta er ekkert dauflegt hjá okkur, öðru nær,“ segir Steinunn glettin þegar hún er spurð að því hvað tengi þau Bergsvein saman. Þau Steinunn og Bergsveinn eiga afdrep norður á Ströndum. Þar eiga þau góða vini og vilja helst vera. „Þar er margt brasað, skal ég segja þér.“ Steinunn segir það ekki hafa skemmt fyrir þegar hún varð ást- fangin af Bergsveini hvað henni finnst hann frábær rithöfundur. Fljótlega kemur út eftir hann bókin Kolbeinsey, sem hún segist mjög hrifin af og spennt að vita hverjar viðtökur verða. „Hann er ólíkinda- tól sem rithöfundur, hann Berg- sveinn, og þar liggur styrkur hans.“ Óvænt gæfa Steinunn segir það mikla og óvænta gæfu að hafa hitt Bergsvein. Þá segir hún það einnig mikla gæfu að hún hafi alltaf bæði trúað á ástina og reynt hana, það auðnist ekki öllum. „Að elska og vera elskaður er mikilvægast af öllu. Ég hefði verið sjálfri mér verst og algjört fíf l ef ég hefði neitað mér um að kynnast Bergsveini betur þrátt fyrir að stutt væri frá andláti Stefáns. Og auðvitað bráðheppin að hann gat hugsað sér að elska mig líka,“ segir Steinunn Ólína. „Þeim sem halda að þeir geti sleg- ist við ástina með skynsemina að vopni er töluverður vandi á hönd- um. Þegar ástin er annars vegar á ekki að hugsa heldur hlýða og taka svo afleiðingunum síðar. Ef allt fer ekki sem skyldi þá hefur maður all- tént lifað það að verða ástfanginn, og það eitt gerir lífið þess virði að hafa lifað því.“ Bergsveinn hefur búið hálfa ævi sína í Noregi og starfað þar sem fræðimaður og rithöfundur. Hann og Steinunn Ólína verja því miklum tíma hvort í sínu landinu. „Hann á tvær stálpaðar dætur sem búa í Noregi. Hann fer á milli landanna tveggja vinnu sinnar vegna og það er alveg ágætis fyrir- komulag þó mér finnist auðvitað skemmtilegra þegar hann er á Íslandi.“ Margt fram undan Næst á dagskrá hjá Steinunni Ólínu eru hin ýmsu verkefni. Hún fer meðal annars með hlutverk í Nas- hyrningnum eftir Ionesco og eitt af aðalhlutverkum í nýju verki eftir Tyrfing Tyrfingsson sem sýnt verður eftir áramót. „Mér finnst gaman að vinna og vera til og ég er óendanlega forvitin um lífið og tilveruna. Í augnablikinu langar mig að leika, skrifa og vinna í sjónvarpi og gera helst ekkert annað,“ segir Steinunn. „Ég lýg því! Mig langar að stofna dularfullt og dálítið framsóknarlegt handavinnusamlagsfélag, áhuga- samir mega setja sig í samband,“ segir hún hlæjandi að lokum. n Mér finnst gaman að vinna og vera til og ég er óendanlega forvitin um lífið og tilveruna.  Ég einblíni á það sem ég hef lært og skilið fremur en það sem við höfum misst. 32 Helgin 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.