Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 34

Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 34
Ísland er grimmt samfélag, sagði vígslubiskupinn á Hólum í tímamótaumræðum á ráðstefnu um bágan hag minnihlutahópa. Blaðamaður Fréttablaðsins lýsir sinni upp- lifun af þeim napra veruleika sem þar kom fram. Margvíslegar tilfinn- ingar kviknuðu á ráðstefnu um rétt- læti sem fram fór á Hólum í Hjalta- dal um síðustu helgi. Vonarglampi kviknaði að loknum umræðum um betri heim og jafnari skiptingu lífs- gæðanna í samfélaginu. En það var líka grátið og einmanaleiki kom fram í persónusögum. Á köf lum blossaði upp reiði. Jaðarsettir ein- staklingar; innflytjendur, öryrkjar og verkafólk nýttu nærveru sína til að varpa ljósi á knöpp kjör og órétt sem stundum fylgir því einu að fæðast pínulítið „öðruvísi“ inn í þennan heim eða lenda í slysi sem rústar framtíðinni. Kallað var eftir atlögu gegn fordómum sem sagðir voru beinast gegn láglaunafólki, öryrkjum og útlendingum. Þjáðir menn í þúsund löndum Vígslubiskupinn á Hólum, gest- gjafi ráðstefnunnar, sá eflaust ekki fyrir að drjúgur hluti fundarmanna tæki tímabundið völdin með því að syngja Internationalinn í hófi sem fram fór á biskupssetrinu að lokn- um umræðum: Fram, þjáðir menn í þúsund löndum sem þekkið skorts- ins glímutök! Guðbrandsstofnun, Háskóli Íslands og Hólaskóli héldu ráðstefnuna í samstarfi við ASÍ, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Öryrkjabandalagið. Þörf á nýrri hugsun Henry Alexander Henrysson heim- spekingur setti ramma að umræð- unum í inngangsfyrirlestri og ræddi meðal annars þá stóru spurningu hvort við gætum myndað okkur afstöðu um réttlæti án þess að láta nærtækustu hagsmuni ráða. Fram kom að nærtækir hags- munir væru á ferð og flugi frá tíma til tíma. Sabine Leskopf, sem flutti til Íslands fyrir allmörgum árum, nefndi sem dæmi að Ísland snerist að miklu leyti um ættir og tengsl innfæddra. Nú væri hins vegar sú staða uppi að um tæplega 60.000 innf lytjendur búi í landinu. Þeir hefðu ekki stofnað til tengsla með einum einasta Íslendingi hér í grunnskóla og þörf væri á nýrri hugsun. Öryrkjar og flóttamenn Mörg erindi snerust um útskúfun- ina, að standa utan þeirrar borgara- legu elítu sem til að mynda hefur að jafnaði greiðastan aðgang að fjöl- miðlum og hefur bestu tækifærin til að hafa áhrif á almenningsálitið, þar sem víða er gengið út frá því að allir hafi það býsna gott hér á landi. Meðal umræðuþema sem birtust síendurtekið var hvernig öryrkjum og öldruðum væri iðu- lega stillt upp gegn flóttamönnum. Sá frasi væri ráðandi í samfélaginu þegar opna ætti ríkiskassann fyrir móttöku flóttamanna. „Eigum við ekki fyrst að hugsa um öryrkjana?“ Sjálfur vígslubiskupinn á Hólum, gestgjafinn Solveig Lára, blandaði sér í umræðuna og sagði tímabært að henda mýtunni um litla saklausa Ísland út í hafsauga. „Við erum mjög grimmt samfélag, mjög grimmt,“ sagði Solveig og átti þar við viðhorf gagnvart minnihlutahópum. Flestir öryrkjar bláfátækir Átta af hverjum 10 öryrkjum eiga samkvæmt nýlegri könnun erfitt með að ná endum saman. 90% öryrkja eiga erfitt með að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna kostn- Sungu nallann á biskupssetrinu á Hólum Friðurinn á Hólum var sum- part andstæða þeirrar ólgu sem einkenndi málflutning jaðarsettra á ráðstefnunni. Hluti gesta. Umræðan snerist að miklu leyti um órétt- láta skiptingu lífsgæðanna hér á landi. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup sagði Ísland vera mjög grimmt samfélag. Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir grætti viðstadda meðal annars með orðum um einmanaleika öryrkjans. Hún kann einnig að láta fólk hlæja, enda uppistandari. aðar. Sá sem reynir af veikum mætti að vinna eitthvað gæti lent í miklum skerðingum lífeyris frá Trygginga- stofnun eða sviptingu. Eigi að síður hefur verið margreiknað út að það er þjóðhagslega hagkvæmt að útrýma fátækt. „Eitt af því sem gerir mig brjál- aða er þegar maður heyrir stjórn- málamenn segja að það megi ekki teljast eftirsóknarvert að verða öryrki,“ sagði hreyfihamlaður ein- staklingur. „Menn ræða örorku líkt og um markaðslögmál sé að ræða en örorka lýtur ekki markaðslög- málum.“ Sprengja sögð á leiðinni Að vera fötluð kona hér á landi er enn erfiðara hlutskipti en að vera fatlaður karl af því kynjajafnrétti er ekki náð. Ein kona lýsti óttanum við að fara í gegnum húsasund að kvöldi af ótta við árás. Því var spáð á ráðstefnunni að næsta sprengja sem muni springa á Íslandi sé þegar dregnar verði saman í rannsókn upplýsingar um hve mörgum fötl- uðum konum hér á landi hafi verið nauðgað. Kristín Heba Gísladóttir hjá Vörðu sagði að konur þyrftu í stórfelldum mæli að eiga von á kyn- ferðisof beldi. Fatlaðar konur væru enn hræddari. „Kerfið hefur brugð- ist, kerfið verndar ekki konur,“ sagði hún. Ónýt verkalýðshreyfing Daníel Örn Arnarson kynnti sig sem reiðan verkamann sem hefði dottið inn í pólitík í smástund sem vara- borgarfulltrúi. Hann lagði áherslu á að réttlæti yrði aðeins náð með baráttu stórra hreyfinga. Verkalýðs- hreyfingin hefði verið handónýt um langt skeið en væri þó heldur að braggast. „Stéttarvitund á Íslandi er alveg glötuð.“ Málefni sem snertu útlendinga voru einnig ofarlega á baugi. Guð- rún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur ræddi hatur á útlendingum, ekki síst íslamafó- bíu. Fóbían gegnumsýri vestræn samfélög og hafi áhrif á alla hugsun okkar í garð múslima. Covid kunnuglegar aðstæður Ef velja ætti einn senuþjóf á ráð- stefnunni kemur nafn Elvu Daggar Hafberg Gunnarsdóttur sterklega til greina. Hún býr við fötlun en hefur komið fram sem uppistandari þar sem kaldhæðni er hennar sterkasta vopn. Á grátbroslegum nótum rammaði hún inn veruleika margra öryrkja, til dæmis með því að Covid Og ef ykkur sem lifið í heimi forréttindanna hefur fundist Covid vera eitthvað erfitt þá er mér bara alveg sama. Við erum mjög grimmt samfélag, mjög grimmt. Solveig hefði verið „business as usual“ fyrir sig. Öryrkjar væru þaulvanir sam- félagslegum takmörkunum og félagslegri einangrun. Öryrkjar hefðu líka vanist því að þeim væri kennt um halla ríkissjóðs auk flestra annarra meina samfélagsins. Því hefði verið hressandi að enginn hefði sakað þá um að bera veiruna til Íslands – þar sem engir öryrkjar hefðu efni á skíðaferð í Austurríki. Elva Dögg sagðist hafa upplifað bestu aðventu frá upphafi vega fyrir síðustu jól, þar sem allir sátu heima. Það hefði verið ákveðinn léttir að sleppa aldrei þessu vant við Facebook-myndir hinna betur stæðu af jólaferðum til London og Tene. „Og ef ykkur sem lifið í heimi forréttindanna hefur fundist Covid vera eitthvað erfitt þá er mér bara alveg sama.“ Öryrkjar eins og naggrísir Elva Dögg sagði í lokin sögu af lögum í Sviss sem banna að naggrís sem gæludýr geti búið einsamall á heimilum. Naggrísirnir verða að vera tveir eða f leiri, því þeir geta dáið úr einmanaleika. Ef annar af tveimur deyr á heimili getur hinn dáið líka. Úr einsemd. „Ég held að mannfólk sé svona. Ef okkur er útskúfað, ef við fáum ekki að vera með þá verður til andlegur dauði, kvíði, þunglyndi. Ég skil ekki hvers vegna fólkið sem stjórnar sam- félaginu segir okkur samt sem áður að við eigum bara að vera úti.“ ■ Björn Þorláksson bth @frettabladid.is 34 Helgin 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.