Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 42

Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 42
Ef fólk fer í hjarta- stopp skiptir hver sekúnda miklu máli og ef fólk fær stuð áður en það fer í sjúkrabíl aukast lífslíkur frá 10% upp í 70%. Mindray hjartastuð- tækið býður upp á nettengt eftirlitskerfi sem fylgist með staðsetningu og stöðu þess. Það er öruggt og ein- falt í notkun og getur gefið mikinn straum á stuttum tíma, sem eykur lífslíkur sjúklinga. Hjartastuðtækið frá Mindray er ný vara hér á landi sem hefur slegið í gegn víða um heim, en fyrirtækið hefur um langt skeið verið meðal fremstu framleiðenda lækningatækja í heiminum. Tækið er einfalt og öruggt í notkun, gefur nákvæmar leiðbeiningar, er búið nettengdu öryggis- og eftirlitskerfi og er öflugra og hraðvirkara en mörg önnur tæki. „Líftækni er fyrirtæki sem sér- hæfir sig í þjónustu og lausnum á heilbrigðissviði með áherslu á rannsóknavörur og líftækni- vörur ásamt lækningatækjum og við erum komin með þessi nýju hjartastuðtæki, sem eru snjall- ari en öll önnur á markaðnum,“ segir Hildur Einarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri lækningatækja. „Þessi tæki eru frábær nýjung, en þeim fylgir svokallað AED Alert- kerfi sem starfsmenn Líftækni sjá um að sinna.“ Einstakt eftirlitskerfi „AED Alert kerfið er eftirlitskerfi sem fylgist stöðugt með tækjunum í gegnum 4G og lætur vita ef þau eru notuð, þau færð úr stað eða líftími rafhlöðunnar eða raf- skauta er að renna út. Fyrir vikið kemurðu aldrei að ónothæfu tæki og þau týnast ekki ef þau eru færð til,“ segir Hildur. „Í kerfinu eru líka geymdar upplýsingar um notkun tækisins á öruggan hátt, en þessar upplýsingar geta verið mikilvægar fyrir þá sem taka við sjúklingnum að endurlífgun lokinni. Þetta er alveg nýtt og alveg frábær nýjung í þessum geira,“ segir Hildur. „Þetta býður líka upp á ótrúlega möguleika. Þar sem öll tækin gefa út nákvæma GPS-stað- setningu væri hægt að kortleggja staðsetningu allra hjartastuðtækja á landinu, svo það sé alltaf hægt að ganga að þeim vísum og vita um leið með vissu að þau séu nothæf þegar á þarf að halda. Ef neyðarkall berst og öll tæki landsins eru skráð í kerfið er auðvelt að vísa fólki á næsta tæki. Í Danmörku er fólk sem hefur tekið að sér að vera hjartahlaup- arar, sem þýðir að þau hlaupa til og veita endurlífgun ef þörf er á í þeirra nágrenni,“ segir Hildur. „Með slíku kerfi og nákvæmum gagnagrunni yfir öll hjartastuð- tæki landsins væri án efa hægt að bjarga enn fleiri mannslífum.“ Getur ekki valdið skaða „Tækið inniheldur einnig svo- kallaða Qshock-tækni sem getur metið hvort sjúklingar þurfi yfir- höfuð stuð og þá hversu sterkt. Það eykur líkurnar á betra viðbragði sjúklings og þar af leiðandi betri útkomu endurlífgunar. Auk þess þýðir það að tækið getur aldrei valdið skaða og er svo öruggt að börn og unglingar geta notað það,“ segir Hildur. „Ég hef trú á því að ef við náum að kenna börnum á tækin og kynna þau fyrir þeim þá óttist þau tækin síður og þannig getum við fjölgað aðilum sem hafa þor í að nota tækin og bjargað fleiri mannslífum. Það er eðlilegt að hræðast hjartastuðtæki, fólk óttast að valda skaða eða fá sjálft rafstuð, en Mindray-tækin eru ekki þannig og það er mikilvægt að allir kunni að nota þau og geti gripið til þeirra ef þörf er á,“ segir Hildur. „Raunin er nefnilega sú að ef fólk fer í hjarta- Snjallt, öruggt og öflugt hjartastuðtæki Hildur Einarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri lækningatækja hjá Líftækni, segir að nýju hjartastuðtækin frá Mindray hafi marga kosti fram yfir eldri hjartastuðtæki. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR stopp skiptir hver sekúnda miklu máli og ef fólk fær stuð áður en það fer í sjúkrabíl aukast lífslíkur frá 10% upp í 70%.“ Hraðvirkt og öflugt „Mindray tækin hafa líka þann kost að vera fljótari en önnur tæki að hlaða sig og gefa stuð,“ útskýrir Hildur. „Það getur gefið stuð eftir innan við 8 sekúndur, en sum önnur tæki eru allt upp í 20 sekúndur að hlaða sig og þessar sekúndur eru rosalega dýrmætar. Svo getur tækið líka gefið allt að 360 BTe straum, sem er sá straum- ur sem er mælt með af endurlífg- unarráðum og hjartasamtökum, en það er meiri straumur en mörg önnur tæki bjóða upp á,“ segir Hildur. „Það getur til dæmis verið nauðsynlegt ef um stóra, vöðva- mikla einstaklinga er að ræða.“ Gefur nákvæmar leiðbeiningar „Hjartastuðtækið er sjálfvirkt og talar við notandann á íslensku eða ensku meðan á endurlífgun stendur. Tækið inniheldur svo- kallaða ResQNavi-tækni, sem styður við og metur hæfni þess sem notar tækið hverju sinni og gefur leiðbeiningar eftir þörfum. Ef það er hik á fólki fær það til dæmis öðruvísi leiðbeiningar,“ útskýrir Hildur. „Tækið er stöðugt að hvetja viðkomandi áfram og gefur skýr og góð fyrirmæli í gegnum litaskjá tækisins. Fyrir vikið verður sá sem er að veita endurlífgun öruggari í framkvæmd aðgerðarinnar. Það hafa orðið miklar og hraðar framfarir í hjartastuðtækjatækni á síðustu árum. Þessi tæki eru margfalt öruggari og fullkomnari en þau sem voru til staðar fyrir aðeins fáeinum árum,“ segir Hildur. „Draumurinn minn er að þessi fullkomnu tæki séu til staðar og sýnileg hjá öllum fyrir- tækjum og stofnunum, rétt eins og slökkviliðstæki. Fólk á að vita hvar tækið er á þeirra vinnu- stað eða í þeirra nærumhverfi og nákvæmur gagnagrunnur yfir staðsetningu þeirra allra gæti reynst mjög dýrmætur.“ n AED Alert eftirlitskerfið fylgist stöðugt með tækjunum. Hjartastuðtækið frá Mindray hefur slegið í gegn og er nýtt hér á landi. Hjartastuðtæki ættu að vera aðgengileg og sýnileg. Tækið talar við notandann og gefur skýrar og góðar leiðbein- ingar í gegnum litaskjá. 4 30. október 2021 LAUGARDAGURVELFERÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.