Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 52

Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 52
Forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Íslands Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar embætti forstöðumanns Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) er þjónustu- og umsýslustofnun sem hefur það hlutverk að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Rannís heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarann- sóknir, nr. 3/2003. Forstöðumaður annast daglegan rekstur stofnunarinnar, er í fyrirsvari fyrir hana út á við og ber ábyrgð á rekstri hennar og að starfsemi hennar sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Jafnframt annast forstöðumaður ráðningu annarra starfsmanna stofnunarinnar. Menntunar- og hæfnikröfur • Háskólapróf á meistarastigi í sem nýtist í starfi áskilin, doktorspróf æskilegt. • Umfangsmikil stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni. • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af starfsumhverfi rannsókna og nýsköpunar á innlendum og erlendum vettvangi. • Þekking og reynsla af opinberum fjármálum, rekstri og áætlanagerð. • Reynsla af alþjóðasamstarfi nauðsynleg. • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu. • Afburða samskiptahæfni og færni í að skapa liðsheild á vinnustað. • Reynsla af stefnumótun, stjórnun rannsókna og/eða nýsköpunarverkefna æskileg. • Skýr framtíðarsýn fyrir starfsemi stofnunarinnar og hæfileiki til nýsköpunar í starfi. • Gerð er krafa um afburða ritfærni og góða tjáningu í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. Kunnátta í þýsku eða frönsku er kostur. Leitað er að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og náð hefur árangri í stjórnun og rekstri. Viðkomandi geti sýnt með frumkvæði til að leiða Rannís áfram í alþjóðlegu og síbreytilegu umhverfi. Boðið er upp á krefjandi starf í frjóu starfsumhverfi skipuðu öflugum sérfræðingum á sviði vísinda- og tæknimála. Starfið felur í sér náið samstarf við ráðuneyti og starfsnefndir Vísinda- og tækniráðs, sem og stofnanir og stjórnvöld á alþjóðavettvangi. Ráðning og kjör Mennta- og menningarmálaráðherra skipar forstöðumann Rannís til fimm ára frá 1. apríl 2021. Um laun forstöðumanns fer eftir 39. gr. a í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Umsóknir Umsókn skal skila rafrænt á Starfatorgi eða berast mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík fyrir dags- lok 30. nóvember 2021. Með umsókn skal fylgja: 1) ítarleg starfsferilskrá með upplýsingum um núverandi starf umsækjanda ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf, 2) kynningarbréf þar sem fram kemur með hvaða hætti umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur samkvæmt starfsauglýsingu og 3) greinargerð um framtíðarsýn fyrir Rannsóknamiðstöð Íslands út frá faglegum og rekstrarlegum áherslum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Vilberg Guðjónsson, í gegnum netfangið jon.vilberg.gudjonsson@mrn.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin. Við skipun í embætti hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins. Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að loknum umsóknarfresti og verða umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar ekki teknar til greina. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2021. Rannís styður þekk- ingarsamfélagið með rekstri samkeppnis- sjóða á sviði innviða, rannsókna og nýsköp- unar, auk markáætlun- ar stjórnvalda á sviði vísinda og tækni. Rannís fer með um- sýslu helstu sjóða á sviði menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfs- verkefna, náms og þjálfunar Rannís veitir aðstoð og fer með kynningu á alþjóðleg- um sóknarfærum og samstarfsmöguleikum, ásamt því að greina og kynna áhrif rannsókna, menntunar og menn- ingar á þjóðarhag. Þá veitir Rannís faglega aðstoð og þjónustu við undir- búning og framkvæmd vísinda- og tækni- stefnu Vísinda- og tækniráðs. Hjá Rannís starfa 54 starfsmenn á fjórum sviðum stofnunar- innar. hagvangur.is 10 ATVINNUBLAÐIÐ 30. október 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.