Fréttablaðið - 30.10.2021, Síða 76

Fréttablaðið - 30.10.2021, Síða 76
Auðunn Sólberg Valsson hefur verið matreiðslumað- ur frá árinu 1984 og aldrei gert annað en að elda fyrir aðra. Hann hefur víðtæka reynslu úr veitingageiranum og segir að í mötuneytum sé mikilvægt að vera í góðu sambandi við starfsfólkið og brydda upp á nýjungum. oddurfreyr@frettabladid.is „Ég fékk áhuga á að elda þegar ég var ungur strákur og þegar var opnað veitingahús rétt hjá upp- vaxtarheimilinu mínu á Akranesi sótti ég um að komast í starfs- kynningu. Það var árið 1980, þegar ég var enn í grunnskóla,“ segir Auðunn. „Mér var boðinn samningur þar eftir þrjá daga og ég endaði með því að klára námið mitt þar árið 1984. Eftir að ég útskrifaðist fór ég að vinna á hótelum og tveimur árum síðar flutti ég til Reykja- víkur og fékk starf á Grillinu á Hótel Sögu þar sem ég var í 10 ár,“ segir Auðunn. „Síðan þá hef ég svo unnið á ýmsum veitingahúsum og hótelum. Ég vann á tveggja Michelin-stjörnu veitingastaðnum Orsi í Mekka matargerðarlistar- innar, Lyon í Frakklandi, og svo vann ég líka þrjú sumur í veiðihús- inu Kjarrá, þar sem ég eldaði ofan í erlenda veiðimenn. Þar var unnið í 90 daga í röð og ég þurfti svo sannarlega að sýna hvað ég kunni í faginu á degi hverjum.“ Naut tímans hjá Plain Vanilla „Árið 2005 fór ég að vinna í mötu- neyti í fyrsta sinn, hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Þar var reyndar bara auglýst eftir húsverði en ég sannfærði bankastjórann um að við ættum bara að opna saman flott mötuneyti og svo var ráðist í það,“ segir Auðunn. „Ég var svo þar þangað til hrunið felldi bankann, eins og svo marga aðra. Eftir það fór ég á Ekruna og svo í mötuneytið hjá Plain Vanilla og var þar í tvö ár, þar til fyrirtækið leið undir lok. Það var einn besti vinnustaður sem ég hef verið á,“ segir Auðunn. „Andrúmsloftið var mjög skemmtilegt og það var mikið af ungu fólki þarna, en ég var um fimmtugt og var langelstur. Þetta var frábær staður, það var skemmti- leg stemning hjá fyrirtækinu og mjög gaman að vinna þarna. Það var leiðinlegt hvernig þetta endaði. Eftir það fór ég í mötuneytið hjá Ölgerðinni og svo fór ég til Nóa Síríusar og hef verið þar síðan árið 2018,“ segir Auðunn. Mötuneytin fjölskylduvænni Auðunn segir að það sé mikill munur á að vinna á veitingahúsi og mötuneyti og bæði störf hafi sína kosti og galla. „Á veitingahúsi eru álagspunktar á kvöldin og um helgar og það er ekki mjög fjölskylduvænt að vinna sem kokkur á veitingahúsi til langs tíma. En það er mjög góð reynsla,“ segir hann. „Einn helsti munurinn er að á veitingastað ertu alltaf að elda fyrir nýtt fólk en í mötuneyti ertu alltaf að elda fyrir sama fólkið. Svo er vinnutíminn í mötuneyti líka miklu betri, þetta er bara dag- vinna svo maður hefur frí á sama tíma og flestir aðrir. Fyrir vikið er auðveldara að sinna fjölskyldu og áhugamálum.“ Auðunn segist ekki geta gert upp á milli þess að vinna á veitingastað og mötuneyti. „Það er mjög skemmtilegt að vinna á veitingahúsi, það er mikill hasar og læti og maður vinnur með mörgu fólki. Þegar ég var á vaktinni á Grillinu á Hótel Sögu vorum við til dæmis alltaf fimm, en núna er ég einn og kannski með einn aðstoð- armann,“ segir hann. „Ég sakna þess stundum svolítið að vinna með fullt af fólki og vera í hringið- unni, en það er líka gaman að vera í mötuneytinu og vera í stöðugum samskiptum við starfsfólkið.“ Vaninn er hættulegur „Í dag eru gerðar miklu meiri kröfur til mötuneyta en áður. Þú þarft að vera í stöðugu sambandi við starfsfólkið til að taka tillit til ólíks mataræðis, uppfylla allar séróskir og sinna sem flestum. Það er að mörgu leyti vandasamt að vera alltaf að elda fyrir sama fólkið. Þú þarft sífellt að vera á tánum til að halda fólki ánægðu, gera eitt- hvað skemmtilegt og koma með nýjungar,“ segir Auðunn. „Hér í Nóa Síríus hef ég til dæmis reynt að fá starfsfólkið með mér í lið, en það er mikið af erlendu fólki sem starfar hjá fyrirtækinu. Ég fæ stundum einhvern til að vinna með mér í eldhúsinu og þá eldum við saman rétt frá heimalandi við- komandi. Svo hef ég líka verið með vikur þar sem ég elda mat úr kvik- myndum og hef þá sýnt myndina í mötuneytinu í hádeginu. Maður verður að reyna að finna upp á einhverju skemmtilegu til að brjóta upp vanann, það er hættulegt að festast í honum. Þess vegna þarf sífellt að endurnýja og horfa í kringum sig og vera í góðu sambandi við kollegana til að læra af þeim,“ segir Auðunn. „Ég fer stundum í heimsókn í önnur mötuneyti til að sjá hvað aðrir eru að gera og við berum líka saman bækur okkar í Facebook-hópnum „Matreiðslumenn mötuneyta“.“ Gott að hafa vettvang á netinu Auðunn er annar tveggja stjórn- enda í þessum Facebook-hóp. „Þetta er góður vettvangur til að vera í sambandi og upplýsa hver annan um alls kyns nýjungar. Heildsalar nota hann líka stundum til að bjóða okkur í heimsókn að skoða nýjar vörur eða tæki,“ segir Auðunn. „Það hafa orðið miklar framfarir í tæknibúnaði í mötu- neytum, ofnarnir eru til dæmis orðnir mjög fullkomnir og fara betur með hráefnið en áður. Nú er hægt að stilla rakastigið í ofnunum og elda mjög nákvæmt á lágu hitastigi yfir langan tíma. Það er til dæmis hægt að setja nautasteik í ofninn áður en maður fer heim seinnipartinn og svo er hún tilbúin þegar þú kemur morguninn eftir. Við notuðum hópinn líka mikið til að bera saman aðferðir í faraldr- inum. Það var misjafnt hvernig lok- unum og takmörkunum var háttað og við ræddum ólíkar útfærslur,“ segir Auðunn. Auðunn fékk nýlega hjálp frá starfsmanni Nóa Síríusar sem er frá Senegal við hádegismatinn og saman elduðu þeir þessa góðu súpu. Eplasúpa frá Senegal með rúsínum og karrí 3 stór matarepli t.d. Granny Smith – afhýdd og skorin í bita 2 msk. ósaltað smjör 100 g saxaðar gulrætur 1 stór laukur saxaður 1 dl rúsínur 1 stk. hvítlauksgeiri saxaður 3 tsk. karrí 2 msk. hveiti 1,2 l kjúklingasoð eða vatn og kjúklingakraftur 1 msk. tómatmauk 250 ml rjómi Salt og pipar Mango chutney og gott brauð Eplum, rúsínum og öllu grænmeti er komið fyrir í víðum potti ásamt smjöri. Svissað stutta stund og kryddað. Hveiti sigtað og dreift yfir. Hrært saman og soði bætt í pottinn ásamt tómatmauki og rjóma. Hrært saman og soðið rólega í 20 mín. Súpan er síðan maukuð í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Kryddið til. Súpuna má borða kalda eða heita með mango chutney og góðu brauði. n Aldrei gert annað en að elda Auðunn segir að það sé mikill munur á að vinna á veitinga- húsi og mötu- neyti og hann sakni stundum hasarsins á veit- ingahúsi, en það sé líka gaman í mötuneytinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Auðunn segir að í mötuneyti þurfi sífellt að finna upp á einhverju skemmtilegu til að brjóta upp vanann og það sé mikilvægt að vera í góðum samskiptum við starfsfólkið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FRÉTTAB LAÐIÐ/V ALLI Jólablaðið 2020 Jólablað Fréttablaðsins Föstudaginn 19. nóvember næstkomandi kemur út árlegt Jólablað Fréttablaðsins með fjölbreyttu lesefni um allt sem vert er að vita fyrir undirbúning jólahaldsins. • Skemmtilegar umfjallanir, greinar og viðtöl koma inn á allar hliðar jólaundirbúningsins. • Jólahefðir, maturinn, baksturinn, skreytingar og gjafir svo fátt eitt sé nefnt. • Hugmyndir að gjöfum fyrir alla aldurshópa. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem in heldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is nánari upplý i gar um blaðið veita: Sölu- og markaðsfulltrúar Fréttablaðsins. Sími: 550-5077 / serblod@frettabladid.is 6 kynningarblað A L LT 30. október 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.