Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 80
Það sem ég saknaði mest á tímum Covid var ekki knús frá vinum heldur að mega ekki standa nógu nálægt ókunn- ugum til að geta hlust- að á samtöl mér óvið- komandi. Rithöfundurinn Sif Sigmars- dóttir hefur vakið athygli fyrir beitta samfélagsrýni í pistlum sínum, sem einmitt birtast í helgarblaði Frétta- blaðsins. Sif, sem lýsir sér sem fréttafíkli, er búsett í London þar sem hún skrifar bækur innblásnar af því sem er að gerast í heiminum hverju sinni. Sif hefur verið búsett í Bret- landi í næstum tvo áratugi. „Ég fór þangað í framhalds- nám eftir að ég útskrifaðist úr sagnfræði við Háskóla Íslands. Maðurinn minn fór með mér og við kunnum svo vel við okkur í Bretlandi að við erum ekki enn flutt heim.“ Hún hefur enn sterkar taugar hingað heim þótt Sif hafi bráðum búið jafnlengi í Bretlandi og hún bjó á Íslandi. „Maður er alltaf einhvern veginn gegnheill Íslendingur. Það fer samt svo vel um mig í ys og þys stór- borgarinnar.“ Sif segir ástæðu þess að hún kunni svo vel við sig í útlöndum lík- lega liggja í eðlinu. „Það er oft í eðli rithöfunda að vilja standa fyrir utan og horfa inn. Úr fjarlægð sér maður betur heildar- myndina, en í miðri hringiðunni sér maður fátt í fókus annað en kannski eigin nafla. Nú hljóma ég eins og einhver gluggagægir,“ segir hún og hlær. „En rithöfundar eru hálfgerðir njósnarar. James Bond með augun á mannlegu eðli – og auðvitað einn hristan en ekki hrærðan í greip- unum. Það sem ég saknaði mest á tímum Covid var ekki knús frá vinum heldur að mega ekki standa nógu nálægt ókunnugum til að geta hlustað á samtöl mér óviðkomandi.“ Barnið fæddist óvænt heima Sif og eiginmaður hennar eiga þrjú börn, átta ára, fimm ára og það yngsta sextán mánaða. Segir hún þau ganga undir heitunum kostnað- arliður eitt, tvö og þrjú. Börnunum fjölgaði um eitt í heimsfaraldrinum, í miðju útgöngubanni, og lá nýjasta fjölskyldumeðlimnum augljóslega töluvert á í heiminn. „Sú saga fór eins og eldur í sinu um hverfið sem við búum í, því þótt London sé stórborg er hvert hverfi eins og lítið þorp sem telur kaupmanninn á horninu, pósthús, slátrara og slúðurbera sem tryggja að fréttir ferðast jafnléttilega milli húsa og lauf með vindi,“ útskýrir Sif og heldur áfram: „Ég hafði ætlað að eiga grislinginn á spítala með aðstoð læknavísindanna og alls þess dóps sem stæði til boða. Barnið kom hins vegar í heiminn án nokkurs fyrirvara og það var tölvunarfræð- ingur sem tók á móti því,“ segir Sif og á þá við eiginmann sinn. „Tæknibúnaðurinn var hand- klæði og skóreim úr skónum mínum, rifjar hún upp en segir þá ákvörðun hafa verið tölvunarfræð- ingsins og að hún sé enn bitur yfir henni. „Eins nutum við dyggrar leið- sagnar konu á símanum hjá bresku neyðarlínunni.“ Drengurinn var augljóslega klár í slaginn enda mættur þegar sjúkraliðar komu á svæðið á sjúkrabíl. „Einn þeirra fór að gráta af létti yfir að útkallið var fæðing en ekki enn annað Covid- útkall.“ Vinirnir verða fjölskylda Aðspurð hvernig sé að ala upp börn í stórborginni þar sem vegalengdir geta verið langar og umhverfið á tíðum ekki mjög barnvænt segir Sif þau vissulega búa við skert frelsi. „Hér labba börn á þessum aldri ekki ein í skólann og leika sér ekki úti með vinum sínum eftir skóla. Hvert sem þau fara, förum við for- eldrarnir líka. Á móti kemur að börnin njóta góðs af fjölbreyttum reynsluheimi stórborgarinnar. Þau eiga vini af ólíku þjóðerni sem aðhyllast ólíka siði og ólík trúarbrögð. Fyrir vikið öðlast þau ákveðna víðsýni. Þau kynnast siðum sem okkur eru framandi og vita hvernig á að fagna hátíðum eins og Eid al-Fitr og Diwali,“ útskýrir Sif og með léttu gúggli kemst blaða- maður að því að sú fyrri er íslömsk hátíð og sú síðari hátíð ljóssins sem fagnað er af hindúum. „Stórborgin hefur það orð á sér að vera stór, ópersónuleg og að þar séu allir stöðugt á þönum. En það er fjarri sanni,“ segir Sif aðspurð hvort fjölskyldan verji löngum tímum daglega í að komast á milli staða og þar fram eftir götunum. „Hvert hverfi er eins og lítið þorp. Maður fer varla út úr húsi án þess að hitta einhvern sem maður þekkir. Fólk býður hvert öðru góðan daginn á götum úti. Við eigum ekki bíl því allt sem við þörfnumst – verslanir, líkamsrækt, læknisþjónusta – er í göngufjarlægð. Næstum allir eru aðfluttir og eru ekki með öryggis- net í næsta húsi á formi fjölskyldu. Vinir manns í London verða því dálítið eins og fjölskyldan,“ segir hún og bendir á að samtakamáttur nágranna hafi sýnt sig þegar heims- faraldur stóð sem hæst. „Allir hjálp- uðust að. Þeir sem lentu í sóttkví gátu treyst á nágranna um að redda sér mat og skjótast í sendiferðir fyrir sig.“ Ómerkilegt mannkynið Sif lýsir sjálfri sér sem fréttafíkli og aðspurð út í áhugamálið sem á hug hennar allan svarar hún að tilgangsleysi lífsins drífi sig áfram. „Ég er trúleysingi. Ég trúi hvorki á æðri máttarvöld né á sérstakan tilgang lífsins. Tilvist mannsins skiptir litlu máli fyrir nokkurn annan en hann sjálfan – jörðin er aðeins rykögn í alheimi sem kærir sig kollóttan,“ segir hún með sann- færingu. „Fánýtið finnst mér þó alls ekki niðurdrepandi. Það er einmitt hversu nauðaómerkilegt mannkyn- ið er sem gerir það svo undravert. Að hugsa sér þá löngu og ótrúlegu röð tilviljana sem olli því að maðurinn varð til í víðáttu alheimsins og býsn tímans.“ Og það er í þessu dásamlega til- gangsleysi sem Sif finnur tilgang sinn. „Bandaríski heimspekingur- inn og trúleysinginn Daniel Denn- ett segir lykilinn að hamingjunni felast í því að „finna eitthvað merki- legra en mann sjálfan og helga því líf sitt“. Þetta „eitthvað“ í mínu til- felli eru fréttir, fróðleikur og frá- sagnartæknin sem notuð er til að miðla hvoru tveggja. Ég er heltekin af fréttum. Ég er stöðugt með alla anga úti að leita að fróðleiksmolum og nýjum frásagnaraðferðum til að miðla þeim með hætti sem fær hjartað til að slá hraðar.“ Nóg er af hversdagsleikanum „Það má segja að tilgangur minn í lífinu, það sem kemur mér fram úr rúminu á morgnana, sé að reyna að skapa lesendum Fréttablaðsins nokkurra mínútna náðarstund með sjálfum sér og kaffibolla á laugar- dagsmorgni,“ segir Sif sem skrifað hefur vikulega pistla í Fréttablaðið og er orðin fastur punktur í tilveru margra lesenda. „Þegar maður hefur fundið til- ganginn er fátt sem stendur í vegi fyrir að maður vinni að markmið- inu; ekki rellið í börnunum, upp- vaskið eða sú staðreynd að það hefur ekki verið ryksugað í viku. Ég heyri stundum frá lesendum Trúleysingi drifinn áfram af tilgangsleysi Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir fór í nám í Bretlandi fyrir tæpum tveimur áratugum og er enn ekki farin heim, börnin eru nú orðin þrjú og það síðasta fæddist með hraði heima fyrir. MYNDIR/AÐSENDAR  36 Helgin 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.