Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 82

Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 82
Sif skrifar bækur innblásnar af því sem er að gerast í heiminum hverju sinni og er sú nýjasta engin undan- tekning. sem eiga sér ritúal í kringum lesturinn á pistlunum: þeir koma sér fyrir í þægilegum stól með blaðið, rétta bollann, uppáhalds vínarbrauðið og byrja svo að lesa. Fátt gleður mig meira en að vita til þess að mér hafi tekist að veita ein- hverjum stundarfrið frá hversdags- leikanum. Nóg er af honum.“ Fréttafíkillinn Sif hlýtur að eiga sín uppáhalds hlaðvörp og leikur blaðamanni forvitni á að vita hvað hún hlustar á sér til fróðleiks og skemmtunar. „Ó, já. Ég hef alltaf verið mikill útvarpsfíkill og sótt í talað mál. Sem unglingur vissi ég fátt betra en að sofna á sunnudags- kvöldi við Frjálsar hendur Illuga Jökulssonar á Rás 1. Þegar ég flutti til Bretlands varð ég strax háð breska ríkisútvarpinu. Stundum óskaði ég þess að ég gæti grætt útvarpsstöð- ina BBC Radio 4 í heilann í mér og hlustað á hana allan sólarhringinn í beinni,“ segir hún í léttum tón. „Ég hlusta mikið á hlaðvörp á borð við The Daily frá The New York Times, Today in Focus frá The Guardian og Stories of Our Times frá The Times.“ Veröldin er grá Bók Sifjar, Banvæn snjókorn, sem kom út í Bretlandi fyrir tveimur árum kom loks út á íslensku í vik- unni. „Banvæn snjókorn er í senn norræn glæpasaga – „Nordic noir“ eins og það kallast hér í Bretlandi – og ungmennabók. Eins og svo oft með norrænu glæpasöguna er um að ræða samfélagsádeilu, sjónum er beint að einhverju sem miður fer í samtímanum. Ég er til dæmis að skoða hættur internetsins og þau áhrif sem það hefur á sjálfsímynd, samskipti fólks, viðskipti, lýðræði og samfélagið allt.“ Bókin segir frá ungri, hálf- íslenskri konu sem ólst upp í Lond- on en flyst til Íslands þegar móðir hennar fellur frá. Hún fær vinnu sem blaðamaður á dagblaði sem pabbi hennar ritstýrir. „Ég vann á Morgunblaðinu í gamla daga og er ritstjórnin inn- blásin af þeirri reynslu. Blaðakonan unga fær það hlutverk að skoða mál samfélagsmiðlastjörnu sem hand- tekin er fyrir morð. Í ljós kemur að hlutirnir eru f lóknari en þeir virðast.“ Sif bendir á að þannig sé tilveran oft, að við látum sem hlutirnir séu svartir eða hvítir, algóðir eða al- slæmir. „En veröldin er grá.“ Banvæn snjókorn er innblásin af tveimur fréttatengdum atburðum sem sýna fram á hvað hlutirnir eru ekki alltaf klipptir og skornir: Annars vegar vafasömum starfs- háttum samfélagsmiðla og hins vegar MeToo-byltingunni og því er ekki úr vegi að spyrja Sif út í hennar afstöðu. MeToo og samfélagsmiðlar „Það er óhrekjanleg staðreynd að samfélagsmiðlar valda skaða; þeir eru skaðlegir andlegri heilsu, margir telja þá hættulega samfélagsum- ræðu og jafnvel lýðræðinu. En ef ekki hefði verið fyrir samfélags- miðla hefði MeToo-byltingin aldr- ei komist á skrið. Samfélagsmiðlar geta verið breytingaafl. Þá er hægt að nota til góðs. En þeir geta líka verið niðurrifsafl,“ segir hún. Bækur Sifjar endurspegla áhuga höfundarins á fréttatengdum mál- efnum og eru þannig innblásnar af því sem er að gerast í heiminum hverju sinni. „En þótt ég sé með fréttir á heilanum finnst mér oft felast meiri sannleikur í skáld- skapnum en staðreyndum. Skáld- skapurinn gerir okkur kleift að sjá stóru myndina sem týnist gjarnan í öllu því fréttafargani sem herjar á okkur.“ Sif líkir því að skrifa skáldskap við að prjóna. „Raunveruleikinn er óreiða, samflæktur garnhnykill. Að greiða úr f lækjunni sem mannleg tilvist er og búa til úr henni sögu dregur ekki úr sannleiksgildi efnis- ins. Líf okkar eru samflæktur garn- hnykill; þótt prjónuð sé úr þeim peysa er enn um að ræða garn.“ Sif starfar bæði hér á landi og í Bretlandi og skrifar bæði á íslensku og ensku. „Það að vinna með tvö tungumál getur valdið því að maður verði dálítið ruglaður í ríminu. Stundum opna ég munninn og man ekki hvort ég var að tala íslensku eða ensku.“ Allir með umboðsmann Banvæn snjókorn er önnur bókin sem hún skrifar á ensku og segist hún nú berjast við að leggja loka- hönd á þá þriðju. „Heimsfaraldur- inn, útgöngubönn og heimaskóli hægðu á fæðingu þeirrar bókar.“ Enskar bækur Sifjar eru gefnar út af stærsta bókaforlagi Bretlands, Hachette. „Útgáfubransinn í Bret- landi er gjörólíkur bransanum hér heima. Breskir útgefendur eru álíka aðgengilegir og sjálf drottningin. Þeir forðast óbreytta rithöfunda eins og heitan eldinn og þeir líta ekki við bókahandritum nema þau berist þeim í gegnum umboðsmenn. Hlutverk umboðsmannsins er mjög umfangsmikið. Það getur verið erf- itt að verða sér úti um umboðsmann og getur tekið mörg ár. Kosturinn við að vera með umboðsmann er sá að þá er maður laus undan prakt- ískum atriðum eins og samninga- viðræðum og slíku. Það er því meiri tími til að einbeita sér að skrifum sem er eitthvað sem allir höfundar fagna.“ Þýðendur eru ekki vél Bókin hefur nú þegar verið þýdd bæði á frönsku og þýsku og er Ísland því fjórði áfangastaður hennar þótt höfundurinn sé íslenskur sem telst nokkuð sérstakt. Sif hafði alltaf séð fyrir sér að þýða hana sjálf en þegar á hólminn var komið gafst ekki tími til þess. „Forlagið, útgefandinn minn, fékk því frábæran þýðanda í verkið, verðlaunaþýðandann Höllu Sverris- dóttur,“ útskýrir hún og bætir við að ferlið hafi verið skrítið fyrir bæði höfund og þýðanda. „Hún var að þýða verk á móður- mál höfundar. Þegar ég fékk þýð- inguna svo í hendur áttaði ég mig á einu. Skáldsögur eru eingetnar. Þær eiga eitt foreldri sem er höfundur- inn. Þýðingar eiga hins vegar tvo foreldra. Bókin var ekki lengur bara bókin mín heldur var hún sameigin- legt afkvæmi okkar Höllu,“ útskýrir hún og bætir við að þýðendum sé að hennar mati ekki gert nægilega hátt undir höfði. „Á litlu málsvæði eins og því íslenska eru þýðingar sérstaklega mikilvægar. Þýðendur eru ekki vél, við þýðum ekki bækur í gegnum Google Translate. Góður þýðandi þýðir verk og gæðir það sál á því tungumáli sem hann fæst við.“ Dauðinn hefur tilgang Eins og fyrr segir er Sif á bólakafi í sinni þriðju bók sem hún skrifar á ensku, aftur á móti segist hún alltaf vera með mörg járn í eldinum og á teikniborðinu er jafnframt íslenskt verk. „Ég er eins og hákarl – ef ég hætti að synda sekk ég til botns. Á hverjum degi græt ég að það skuli ekki vera f leiri mínútur í sólar- hringnum.“ Og þá færist umræðan aftur að til- gangsleysi lífsins. „Þótt lífið hafi engan tilgang finnst mér dauðinn hafa hann. Bandaríski rithöfundurinn og Nób- elsverðlaunahafinn Saul Bellow sagði að „dauðinn er dökka undir- lagið sem spegill þarf að hafa til að maður sjái eitthvað í honum.“ Lífið er takmörkuð auðlind og það er þessi króníski tímaskortur sem gerir lífið aðkallandi. Ef við hefðum óendanlega mikinn tíma gætum við gert allt, en allt mætti líka bíða. Hvers vegna að fara í ferðalag í dag – eða byrja á nýrri bók, læra nýtt tungumál, kynnast nýju fólki – ef það má bíða til morg- uns?“ Við endum millilandasamtalið á þessum heimspekilegu nótum enda kostnaðarliðir eitt og tvö farnir að rífast um hvor þeirra eigi að halda á sjónvarpsfjarstýringunni á meðan þeir horfa á Netflix. n Ég er eins og hákarl – ef ég hætti að synda sekk ég til botns. Ég hafði ætlað að eiga grislinginn á spítala með aðstoð lækna- vísindanna og alls þess dóps sem stæði til boða. Barnið kom hins vegar í heiminn án nokkurs fyrirvara og það var tölvunarfræð- ingur sem tók á móti því.  38 Helgin 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.