Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 98

Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 98
MYNDLIST Guðný Rósa Ingimarsdóttir: opus – oups Kjarvalsstaðir Aðalsteinn Ingólfsson Ég man hvað mér þótti Brussel, og Belgía almennt, undarlegt menn­ ingarsamfélag þegar ég var þar fyrst á ferð snemma á níunda ára­ tugnum. Með því fyrsta sem ég skynjaði var innbyrðis ósamkomu­ lag íbúanna í þessu tiltölulega litla landi. Héruð voru (og eru) ýmist f rönsk umælandi / kaþólsk eða f læmskumælandi/mótmælenda­ trúar, og í sjálfri höfuðborginni voru hverfi jafn kirfilega aðgreind og í Belfast, nánast ófær um að vinna saman. Og nú hafa hverfi múslima bæst í þennan suðu­ pott. Í einu hverfi gat að líta eins konar minnismerki um belgíska sundurlyndisfjandann, endanlega ókláraða hraðbraut í lausu lofti; þar höfðu annaðhvort kaþólikkar eða mótmælendur neitað að sam­ þykkja áframhald hennar. Gestur frá Íslandi hafði sterklega á til­ finningunni að hann væri staddur í langvarandi samfélagslegri og menningarlegri óvissu, þar sem öll viðmið væru í lausu lofti. Eitt var þó jákvætt við þennan innbyrðis núning mótsagna og óvissuþátta í landinu, nefnilega sú frjóa listsköpun sem hann virtist geta af sér. Á 19. og 20. öld er belg­ ísk myndlist óvenjuleg í evrópsku samhengi. Myndlistarmennirnir virðast aldrei sætta sig við það sem við þeim blasir, heldur finni þeir sífellt hjá sér hvöt til að brjóta það til mergjar, skyggnast á bak við það, grafa undan því eða af byggja það. Raunar á þetta ekki einvörðugu við belgíska myndlist á síðari tímum; stundum gleymist að sjálfur Bosch var Belgíumaður. Ekki að furða þótt súrrealisminn hafi átt sér sterkt bakland í Belgíu, sjá arfleifð þeirra Delvaux, Magritte og Mesens. Það er við hæfi að helsta listasafn Brussel skuli vera byggt eins og sex hæða strompur, ekki upp á við heldur niður í jörðina. Helsta f ramlag my ndlistar­ manna Belga til framsækinnar myndlistar á þessari öld, allt frá Magritte til Broodthaers og Ver­ crysse, er sennilega atlaga þeirra að meingölluðu sambandi tungu­ máls, hluta og myndlistar. Við það er eins og þetta þrennt brotni niður í frumeiningar sínar og myndlistar­ væðist á eigin forsendum. Sérstak­ lega á þetta við um innviði tungu­ málsins, þar sem bæði ásýnd og margræði orðanna öðlast ámóta mikilvægi í myndlistarsamheng­ inu eins og form, litir og bygging. Og pappírinn, hinn upprunalegi vettvangur orðsins, tekur við af striganum sem kjörlendi mynd­ listarmannsins. Eitthvað er líka eitthvað annað Hér er leitast við að draga upp lýsingu á baksviði Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur myndlistarmanns, hverra verk eru nú til sýningar og umfjöllunar að Kjarvalsstöðum fram y f ir næstu áramót. Þótt Guðný hafi verið hér oft á ferðinni á liðnum árum, fer ekki á milli mála að myndlistarmenningin í Belgíu, þar sem hún hefur verið búsett frá 1994, hefur sett sterkara mark á listsköpun hennar en f lest annað. Og raunar er fátt sem tengir Guð­ nýju beinlínis við hérlendan sjón­ menntavettvang, nema ef nefna skyldi saumaskapinn í verkum hennar og ísmeygilega kaldhæðn­ ina, sem stöku sinnum brýst fram í íslenskuskotum hennar. Yfirbragð sýningarinnar á Kjar­ valsstöðum gefur okkur vísbendingu um hvernig við eigum að nálgast verk listakonunnar. Sýningarsalur­ inn er útlits eins og hvítmáluð og dauðhreinsuð rannsóknarstofa, með „gröf“, „greinargerðir“ og “áfanga­ skýrslur“ á veggjum allt um kring, og „niðurstöður“ endanlega ólokinna rannsókna í glerskápum (vitrines) úti á miðju gólfi. Með því fyrsta sem áhorfandinn tekur eftir er að þótt þessar rannsóknir spanni heillangt tímabil, er ekki neins konar „þróun“ í venjulegum skilningi að finna í verk­ unum á sýningunni; nánast eins og listakonan hafi stokkið alsköpuð úr höfði Seifs, eins og gyðjan forðum daga. Frá upphafi eru öll verk hennar samtengd, hluti af sömu samfellunni, sem liðast áfram í tímans rás,bæði eins og síbreytileg. Eitthvað getur alltaf snúist upp í eitthvað annað, eins og er áréttað í manífesti Bretons um súrrealíska myndlist frá 1924. Nánast allt þetta rannsóknarferli Guðnýjar á sér stað á eða í kringum pappír af einhverju tagi: teiknipapp­ ír, kalkipappír, smjörpappír, pappa, veggfóður, dagblaðapappír, rifrildi úr tímaritum, umbúðapappír, post­ it nótur, jafnvel gömul sendibréf, efni sem listakonan tínir upp af förnum vegi eins og sannur „hirðingi“ (brico­ lagiste). Ekkert pappírssnifsi er svo ómerkilegt að ekki megi tengja á milli þess og annarra smámuna úr nærumhverfi listakonunnar. Þótt pappírinn sé vettvangurinn, er hann einnig hluti af heildarmerk­ ingu verkanna. Listakonan leikur sér með ýmsa eiginleika hans, til dæmis þykkt, áferð og gegnsæi, þau ummerki tímans sem hann ber með sér, jafnvel fjarveru hans. Í hlutverki græðarans Pappírinn kallar á línuspil, eins konar teikniferðalög án fyrirheits. Línan, eitt helsta verkfæri Guð­ nýjar Rósu, er óendanlega þjál, ýmist umlykjandi eða aðgreinandi, ruglingsleg eða bjöguð, þaulskipu­ lega rúðustrikuð eða lífræn eins og taugavefur mannsins. Og þessi lína tekur stakkaskiptum, breytist í þræði og yfirvegaðan saumaskap, sem í sameiningu mynda orð – textíll verður texti – og orðin veita okkur innsýn í tilfinningalíf lista­ konunnar. Hún kveður hvergi fast að, heldur hefur uppi hálfkveðnar vísur á þremur tungumálum, opin­ berar okkur hik, óvissu og ákveðið varnarleysi gagnvart umhverfi sínu, býður okkur jafnvel að eiga við sig orðastað, skrifa svör okkar inn í tómar talbúbblur í mynd­ unum. Rannsóknir Guðnýjar Rósu fara fram á vettvangi sem er umfram allt lífrænn. Þar vinnur hún innan um form sem kalla upp í hugann frumur, vefi, æxli, þarmaflóru, líf­ færi og líf heim plantna, lagfærir það sem hefur „af lagast“, f lysjar það sem vaxið hefur úr sér, ýmist með skurðhnífi, blýanti, saumi, heftara eða tippexi. Öðrum þræði er hún því í hlutverki græðarans. Og ef grannt er skoðað felur þetta myndmál allt einnig í sér vísan í makró­heiminn, himinvíddirnar og útbrunnar stjörnur í ógnvekj­ andi tímaleysi. Þótt stuttir textar Guðnýjar Rósu séu iðulega á mörkum hins persónu­ lega, er erfitt að segja nákvæmlega til um hvaða erindi hún á við okkur. Kannski er hún fyrst og fremst að bjóða okkur til þátttöku í yfirgengi­ lega frjóu sköpunarferli. Í vandaðri sýningarskrá er vitnað í bandaríska rithöfundinn Siri Hustvedt, sem segir að vel heppnað listaverk virki stefnumót verks og áhorfanda, og að listaverkið spretti einungis fram á svæðinu milli þeirra. Á sýningu Guðnýjar er okkur boðið til stefnu­ móts sem við ættum ekki að láta fram hjá okkur fara. n Endurtekin óvissa opus – oups er yfirlitssýning á verkum Guðnýjar Rósu undanfarinn aldarfjórðung. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BÆKUR Myrkrið milli stjarnanna Hildur Knútsdóttir Útgefandi: JPV útgáfa Fjöldi síðna: 191 Þorvaldur S. Helgason Myrkrið milli stjarnanna er nýjasta bók Hildar Knútsdóttur sem hefur vakið mikla athygli fyrir ung­ mennabækur sínar, þar á meðal þríleikinn Ljónið, Nornina og Skóg­ inn. Myrkrið milli stjarnanna er þó alls engin barnabók heldur er um að ræða hreinræktaða hrollvekju af gamla skólanum. Titillinn vekur hugrenningatengsl við kosmískan hrylling í ætt við sögur H.P. Love­ craft en viðfangsefni bókarinnar sver sig þó meira í ætt við sálrænan hrylling og líkamshrylling (e. body horror). Sagan fjallar um Iðunni, unga konu sem vak nar á hver jum morgni dauðþreytt með óútskýrða verki og sár á líkamanum. Þrátt fyrir ítrekaðar læknisheimsóknir og margreynd bjargráð frá vinum og kollegum fæst engin lausn á vanda hennar. Málið verður enn dularfyllra þegar Iðunn kemst að því með hjálp snjallúrsins síns að hún gengur í svefni og endar alltaf á sama staðnum úti á Granda. Inn í söguna blandast svo óuppgerð áföll úr fortíð sögumanns sem tengjast eldri systur hennar, Ingunni, sem lést fyrir mörgum árum. Óáreiðanleiki sögumanns Nóvellan, því hæpið væri að kalla bókina skáldsögu, er gífurlega spennandi og f læðir einkar vel. Eins og f lestar hryllingssögur og ­myndir hefst hún nokkuð hvers­ dagslega en lesendur fer þó f ljótt að gruna að ekki sé allt með felldu. Það að sagan sé sögð í fyrstu per­ sónu eykur aðeins á spennuna. Les­ endur upplifa hryllinginn í gegnum sjónarhorn Iðunnar sem reynir að átta sig á ráðgátunni um sitt eigið næturbrölt. Eftir því sem líkamlegu og andlegu ástandi Iðunnar hrakar verður hún þó sífellt óáreiðanlegri sögumaður og neyðast lesendur til að lesa á milli línanna og greina í táknin sem rísa upp á yfirborðið frá bældri undirmeðvitund sögu­ manns. Líkamshryllingurinn skín sterk­ ast í gegn þegar sögumaður reynir að átta sig á meiðslunum sem hún vaknar með á hverjum morgni og eru lýsingarnar af því sumar hverjar mjög ónotalegar. Þá bland­ ast hann mjög vel við sálfræðilega hryllinginn er Iðunn sekkur sífellt dýpra ofan í eigin kvíða og hugar­ myrkur. Síendurteknar læknis­ heimsóknir sögumanns minna á baráttu margra kvenna við að fá viðunandi aðstoð heilbrigðis­ kerfisins og væri ef laust hægt að finna marga áhugaverða vinkla á sögunni út frá femínískri bók­ menntafræði. Martraðarkenndar lýsingar Þegar nálgast enda bókarinnar verður sagan æ brota­ og martraðar­ kenndari. Lesendur sem vonast eftir snyrtilega frágengnum málalokum verða sennilega fyrir vonbrigðum því sögulokin skilja ýmislegt eftir ósvarað varðandi ráðgátuna. Það dregur þó síður en svo úr áhrifa­ mætti bókarinnar, enda þarf ekki að útskýra vel skrifaðan hrylling svo hann smjúgi inn í beinin. Undirrit­ aður gleypti í sig síðustu tvo þriðju bókarinnar í einni beit og lokaði henni með djúpa ónotatilfinningu í maganum. Eini galli bókarinnar er raunar hversu stutt hún er og hefði undir­ ritaður alveg verið til í að lesa meira um baksögu Iðunnar og fjölskyldu­ harmleikinn sem er ýjað að en aðeins útskýrður að litlu leyti, sem og dularfullar athafnir sögumanns í skjóli nætur. Þetta má þó vel vera taktískt af hálfu höfundar enda skilur það eftir fjölmargar spurn­ ingar í hugum lesenda sem fá rými til að túlka endanlega niðurstöðu ráðgátunnar í eigin huga. Það er nefnilega ekki í orðum og mynd­ um sem raunverulegur hryllingur verður til, heldur í okkar eigin ímyndunarafli. n NIÐURSTAÐA: Dularfull og spennandi hryllingssaga sem skilur eftir ónotatilfinningu. Myrkur mannshugans Nánast allt þetta rann- sóknarferli Guðnýjar á sér stað á eða í kring- um pappír af einhverju tagi. Á sýningu Guðnýjar er okkur boðið til stefnumóts, segir Aðalsteinn. 54 Menning 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.