Fréttablaðið - 30.10.2021, Síða 106

Fréttablaðið - 30.10.2021, Síða 106
kvæmt, skipað í fremstu víglínu gengisins þegar að tökum kom og hann látinn fá einhverjar setn- ingar. Þannig bauð hann til dæmis dömum úr genginu bjór á dönsku í síðasta þætti. „Ég hef gaman af þessu og hef í gegnum tíðina stundum verið í ein- hverjum myndum og bara small inn í þetta þannig að þeir bara notuðu mig í alls konar. Ég held meira að segja að ég sjáist eitthvað meira og segi f leiri og setningar í næstu þáttum. Þannig að þetta var bara ógeðslega gaman og skemmtilegt að vera á hjólum á þessum fallegu stöðum, Siglufirði og Seyðisfirði. Leika sér og fá góðan pening. Af því að ég fékk setningu þá fær maður betri pening,“ segir Atli og hlær. Danski stórleikarinn Thomas Bo Larsen, sem hefur gert garðinn frægan í myndum á borð við Jagten og Druk leikur Danish Hopper, leiðtoga dönsku djöflanna, og Atli segir það ekki hafa spillt ánægjunni hversu vel þeir tveir náðu strax saman. Í stuði með Larsen „Þegar ég kem á settið hitti ég Thom as Bo Larsen. Þennan danska stórleikara og ég fer að æfa mig á gömlu dönskunni minni og það gengur bara svona ljómandi vel,“ segir Atli. „Við erum bara að spjalla yfir kaffibolla eins og menn gera á vinnustað og þá kemur í ljós að hann er líka edrú og við þekktum báðir sömu gömlu Köben, nöfn og staði. Okkur fannst það geggjað og við smullum saman og erum bara góðir vinir og ennþá í sambandi.“ Þá eiga þeir einnig mótorhjóla- delluna sameiginlega. „Hann er alvöru „biker“ og safnar Indian- mótorhjólum sem er annað gamalt amerískt merki,“ segir Atli en Indian var stofnað 1901 og Harley David- son 1903. „Hann var stundum að stríða mér og djóka með af hverju ég væri á svona nýmóðins,“ segir Atli og hlær. „Ég er á leiðinni út, bara við fyrsta Covid-tækifæri, í heimsókn til hans og hann ætlar að lána mér hjól og við ætlum að taka túr saman á Indian. Þannig að hann var líka svo- lítið svona ekta og þurfti líka bara að fara í gamlan karakter og hafði mjög gaman af þessu.“ Gamli fiðringurinn Þar sem Atli hefur reynslu af því að hjóla í vafasömum félagsskap er óhjákvæmilegt að spyrja hvort um hann hafi farið gamall Vítisengla- fiðringur við tökurnar á Ófærð. „Þetta er sérstök tilfinning og hún kom alveg fullkomlega þarna við þessar tökur. Þarna vorum við margir að hjóla þétt saman og vorum í karakter. Allir merktir genginu og margir okkar hafa verið og eru í alls konar klúbbum þannig að þetta var bara ofboðslega gaman, gefandi og skemmtilegt.“ n Þetta var ævintýri og var svo auðvelt fyrir mig enda þurfti ég í rauninni bara að vera ég sjálfur. Eða svona gamalt alter egó eða eitthvað. Atli Bergmann þurfti ekki annað en að skella sér í gamla leðurgallann til þess að komast í karakter fyrir Ófærð 3 þar sem hann fer mikinn á Harley Davidson hjólinu sínu í fylkingarbrjósti skuggalegs mótorhjólagengis sem gerir usla í smábæ norður í landi undir stjórn danska stór- leikarans Thomas Bo Larsen. toti@frettabladid.is Atli Bergmann er meðal fjölda aukaleikara sem fylla ógnvekjandi danskt mótorhjólagengi í þriðju seríu Ófærðar þar sem slíkur völlur er á honum að hann fer vart fram hjá neinum enda á ferðinni alvöru „biker“ á sérlega glæsilegum Harley Davidson. „Þetta var ævintýri og var svo auðvelt fyrir mig enda þurfti ég í rauninni bara að vera ég sjálfur. Eða svona gamalt alter egó eða eitthvað,“ segir Atli sem svaraði umsvifalaust kallinu þegar auglýst var eftir mótorhjólastatistum fyrir þættina. „Ég var bara til enda nýbúinn að fjárfesta í þessum eðalfák mínum. Þetta er rosa fallegt hjól,“ segir Atli um Harley Davidson hjólið sem er af gerðinni Softail Springer. „Og Springer er mikilvægt atriði vegna þess að Harley Davidson varð 100 ára 2003 og þá gerðu þeir svona „special edition“ afmælisútgáfu með svona gormaframgaffli eins og var notaður 1948. Þannig að lúkkið og bara allt er geggjað. Þetta er stolt mitt og yndi og bara geggjað hjól.“ Hjólaði með Vítisenglum Atli smellpassar í hlutverkið enda er fortíð hans þannig að þeir verða varla jafn þvottekta mótorhjóla- töffararnir. „Ég er Snigill númer 60 og náttúrlega búinn að vera Snigill frá upphafi. Ég er mikill „biker“ og hef hjólað um allan heiminn. Og for- saga mín er náttúrlega mótorhjól, rokk og ról, Hells Angels og allt það stríð. Kristjanía og allur pakkinn sko,“ segir Atli sem hjólaði á árum áður í slagtogi með hinum alræmdu Vítisenglum. Hann mætti því fullskapaður í Ófærðina og ekki þurfti leikmuna- deildin að hafa mikið fyrir honum. „Ég á ennþá gamla mótorhjólagall- ann, leðurbuxurnar og jakkann frá því í gamla daga og get stoltur sagt frá því að ég kemst ennþá í þetta og nota. Þetta er alvöru. Þykk nautshúð og allt það,“ segir Atli og bætir við að það hafi verið svolítill brandari þegar hann mætti í leikaravalið. „Þegar við mættum, strákarnir, á hjólunum tók ég eftir því að það var talað um að sá sem var á undan mér ætti að fá feik tattú á hálsinn og eitthvað þannig. Svo kom ég og það var bara horft og gefinn þumall upp: Næsti!“ Smellpassaði í gengið Atla var síðan, eðli málsins sam- Atli Bergmann ýfir gamlar vítisengilsfjaðrir í Ófærð Þegar fylla þurfti mótor- hjólagengi Ófærðar 3 stökk Atli Bergmann fram fullskap- aður á Harley- inum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Þar sem Thomas Bo og Atli koma saman er sannkallað leðravíti. MYND/AÐSEND Bækur Tvenna frá Rowling Nýjasta bók J.K. Rowling, Jóla- svínið, er komin út á íslensku. Þetta er hugljúft ævintýri sem getur ekki annað en glatt hina fjöl- mörgu aðdáendur þessa snjalla rithöfundar. Í sögunni vakna hlutir, þar á meðal, leikföng, til lífs með eftirminnilegum hætti. Svo er það Harry Potter og fanginn frá Azkaban en glæsileg útgáfa þessarar þriðju bókar um Harry Potter er komin út. Hún er í stóru broti og gríðarlega fallega myndskreytt af Jim Kay. Báðar hinar bestu bækur. Bíó The Night House Á meðan við- bætur í rótgrónar hrollvekju- seríur á borð við Halloween og Candyman ollu gríðarlegum von- brigðum á árinu kom The Night House hryllings- myndaaðdáendum skemmtilega á óvart. Hún hefur að vísu ekki farið hátt og er á endasprettinum í Bíó Paradís. Hér segir af harmþrunginni ekkju sem leitar svara eftir undar- legt sjálfsvíg eiginmannsins. Re- becca Hall á stjörnuleik í þessum svakalega trylli sem forðast að nota algengar brellur úr drauga- húsunum til að hrella áhorfendur. Sjónvarp Missir Missir er sex þátta röð í Sjónvarpi Símans þar sem fólk sem hefur misst börn, maka, foreldra eða systkini segir frá því hvernig þau unnu úr þessum þungu áföllum og sorg. Freyr Eyjólfsson, spyrill og handritshöfundur, og Reynir Lyngdal leikstjóri nálgast við- kvæmt viðfangsefnið af alúð og nærgætni þannig að þættirnir hitta beint í hjartastað og harðar mega þær sálir vera sem komast í gegnum þær sögur sem viðmæl- endur þeirra deila af djúpri visku og miklu hugrekki. Mannbætandi og hugvekjandi þættir sem taka virkilega á. n Allra best KVIKMYNDIR Leynilögga Leikstjórn: Hannes Þór Halldórsson Handrit: Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Hannes Þór Halldórsson Aðalhlutverk: Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sverrir Þór Sverrisson Þórarinn Þórarinsson Leikstjórinn og þjóðhetjan Hannes Þór Halldórsson og liðið sem hann stýrir í Leynilöggu virðist heldur betur hafa hitt í mark og fólk hefur- hrúgast á myndina frá frumsýningu. Þessi mikli áhugi kann að koma einhverjum á óvart enda auðvelt að hrapa að þeirri ályktun að bíómynd byggð á tíu ára gömlu flippi Sveppa og Audda myndi enda eins og langt og dýrt árshátíðarmyndband FM 957. Útkoman er hins vegar allt annað og meira þótt myndin sé vissulega krydduð ákveðnum lókalhúmor. Annars er Leynilögga nákvæm- lega það sem hún gefur sig út fyrir að vera þannig að fólk ætti að hafa góða hugmynd um að hverju það gengur. Auðunn Blöndal leikur aðal- persónuna, Bússa, bestu lögguna í Reykjavík og holdgerving allra löggu klisjanna frá Hollywood undir sterkustu áhrifunum frá Bruce Willis í The Last Boy Scout. Leynilögga snýr þó aðeins upp á harðhausaklisjuna með stóra brandaranum sem hverfist um að Bússi engist í skápnum og breiðir yfir ótta sinn við kynhneigðina með töffarastælunum. Stórar sprungur koma síðan í harðan skrápinn eftir samstuð við klárustu og f lottustu lögguna í Garðabæ. Hinn pankyn- hneigða Hörð Bess, sem Egill Einars- son leikur. Endalaust má vitaskuld velta sér upp úr því hvort stóra írónían í myndinni lendi ekki í innbyrðis mótsögn við sjálfa sig þegar Hörður bendir Bússa á að árið er 2021 og það sé enginn að pæla í kynhneigð hans. Hasarinn, grínið og fjörið yfir- gnæfir að vísu slíkar pælingar enda hvergi dauðan punkt að finna í myndinni sem er alveg á pari og vel það við margan fokdýran Holly- wood-hasarinn. Myndin gengur síðan alveg upp þar sem öll sem að henni koma eru bersýnlega meðvituð um að þau eru að busla í kröftugri klysjusúpu. Hér glotta allir út í annað og verða yfirleitt betri eftir því sem hert er á ofleiknum, eins og nánar er vikið að á Fréttablaðið.is í dag. n NIÐURSTAÐA: Strákarnir skemmta sér svaka vel í byssó eins og greinilega allir aðrir í partíinu sem heldur svo góðum dampi í hasar og djóki að þver- sagnakenndar tilraunir með íróníu týnast í dekkjareyk og kúlnahríð. Strákarnir skemmta sér og öðrum í löggu og bófa 62 Lífið 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.