Þjóðmál - 01.06.2019, Side 20

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 20
18 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Athafnamenn Erlendur Hjaltason Maður framfara og árangurs Minningarorð um Hörð Sigurgestsson Hörður Sigurgestsson var einn áhrifamesti atvinnustjórnandi á Íslandi á síðustu öld. Hann kom víða við sem leiðtogi og studdi við margvísleg mál innan háskóla og menningar. Hér er fjallað um feril hans, aðallega út frá rekstri Eimskipafélags Íslands. Hörður Sigurgestsson fæddist í Reykjavík 2. júní 1938 og var alinn upp í Skerjafirði, norðan flugvallarins. Hörður lauk stúdents- prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1958 og kandídatsprófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1965. Hörður stundaði framhaldsnám við Wharton School, University of Pennsyl- vania, Philadelphia í Bandaríkjunum á árunum 1966-1968 og lauk þaðan MBA-prófi. Á námstímanum naut hann styrks Fulbright- stofnunarinnar. Hörður Sigurgestsson 1938 - 2019 (Mynd: VB/HAG).

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.