Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 83
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 81
Deilur á Íslandi
Um þetta leyti - haustið 1948 - varð ljóst, að
Ísland kynni að eiga kost á því að verða aðili
hins vestræna bandalags, sem nú var í deiglu.
Mikil æsingarskrif hófust brátt í íslenskum
blöðum af hálfu andstæðinga vestræns
varnarsamstarfs, einkum Sameiningar-
flokks alþýðu - Sósíalistaflokksins. Einnig
var hörð andstaða úr hópi menntamanna,
einkum á þjóðernislegum grundvelli. Var
næstu mánuðina hafðu uppi harðskeyttur
áróður gegn hugmyndinni um vestrænt
varnarbandalag og brigslyrði viðhöfð um
að ríkisstjórnin væri að hneppa þjóðina
í hernaðar fjötra og fyrirgera nýfengnu
sjálfstæði hennar.
Hinn 7. desember 1948 skýrði bandaríski
sendiherrann í Reykjavík, Richard P. Butrick,
utanríkisráðherranum, Bjarna Benediktssyni,
í algerum trúnaði frá því að „ráðgert væri að
leita til Íslands meðal fyrstu ríkja um þátttöku
í N-Atlantshafsbandalagi, þegar umræður
milli þeirra aðila, sem nú [ættu] í umræðum
um þessi mál, væri svo langt komið, að hlýða
þætti að snúa sér til fleiri.“ Ríkisstjórnin fór af
öllum ástæðum varlega í sakirnar og óskaði
frekari upplýsinga, áður en formlegt boð um
aðild yrði borið fram og birt opinberlega.
Í samtali við bandaríska sendiherrann 11.
desember tók utanríkisráðherrann strax
fram, að bandarískar herstöðvar á Íslandi
kæmu ekki til greina. Það mál hefði verð
útrætt, er Keflavíkursamningurinn var
gerður 1946. Hinn 5. janúar var síðan afhent
trúnaðarorðsending, þar sem staðfest var, að
Íslandi stæði aðild til boða. Íslendingar voru
óvanir því að fást við hernaðarmál og höfðu
skamma reynslu í meðferð utanríkismála. Þeir
lögðu nú áherslu á að kynna sér allar hliðar
málsins sem best, þ.á.m. afstöðu annarra
norrænna þjóða, skýra sérstöðu Íslands og fá
fram, hvaða skilmálar fylgdu aðild.
Forsætisráðherra, Stefán Jóhann Stefánsson,
hagnýtti náið samband við starfs- og flokks-
bræður sína í Danmörku, Noregi og Svíþjóð,
sósíaldemókratana Hans Hedtoft, Einar
Gerhardsen og Tage Erlander, til að fylgjast
með þróun mála. En mestur þungi hvíldi
á traustum herðum hins fertuga utanríkis-
ráðherra, Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi
lagaprófessors og borgarstjóra, sem árið áður
hafði tekið við ráðherraembætti í fyrsta sinn
af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Fór hann m.a.
utan seint í janúar 1949 og ræddi ýtarlega
við norræna starfsbræður sína og fleiri
áhrifamenn. Sérstaða Íslands vegna legu
þess fjarri hinum Norðurlöndunum átti sinn
þátt í því, að Ísland varð aldrei beinn aðili
að tilraun Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar,
Þrír íslenskir ráðherrar, einn frá hverjum stjórnarflokki, fóru vestur til Washington DC í mars 1949, til þess að kynna og fá
viðurkennda sérstöðu Íslands, áður en ákveðið væri um stofnaðild Íslands að NATO. Ráðherrarnir voru Bjarni Benediktsson
frá Sjálfstæðisflokki, Emil Jónsson frá Alþýðuflokki og Eysteinn Jónsson frá Framsóknarflokki.