Þjóðmál - 01.06.2019, Side 80

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 80
78 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Þegar kom að síðari heimsstyrjöldinni urðu þeir að horfast í augu við það að vera taldir innan styrjaldarsvæðisins. Skammrifi batnandi samgöngumöguleika við umheiminn fylgdi brátt böggull stríðsátaka, sem áttu eftir að kosta marga íslenska sæfarendur lífið. Íslendingar lýstu yfir ævarandi hlutleysi (perpetual neutrality), þegar þeir endurheimtu fullveldi 1918. En sú von, að hlutleysið yrði þeim vernd í styrjöld, brást skjótt, eftir að nýr hildarleikur hófst. Á fyrsta vori síðari heimsstyrjaldarinnar var óttast, að nasistar mundu hertaka landið. Slíkar ráðagerðir voru sannanlega uppi. En Bretar urðu fyrri til. Winston Churchill, þá flotamálaráðherra, gaf í apríllok 1940, fáum dögum áður en hann varð forsætisráðherra, þessi fyrirmæli: „Vegna hinna slæmu frétta frá Færeyjum um land- og sjóflugvélastöðvar þar, og vegna þess, að við verðum að gera ráð fyrir, að Þjóðverjar nái allri Noregsströnd, virðist óhjákvæmilegt, að við fáum á Íslandi stöðvar fyrir flugvélar okkar og til að láta skipin við gæslu á Norðurhöfum fá eldsneyti. Látið útbúa málið í hendur utanríkisráðuneytinu. Því fyrr, sem við látum Íslendinga vita, hvers við þörfnumst, því betra.“ Og hinn 10. maí 1940 gengu breskar hersveitir á land í Reykjavík. Þar með var hlutleysi landsins rofið. Íslendingar mótmæltu því formlega. Þeir höfðu mánuði áður, þegar Bretar þreifuðu fyrir sér , svarað á þá lund, að Ísland hvorki vildi né gætt „tekið þátt í hernaðar legum aðgerðum eða gert banda- lag við nokkurn hernaðaraðila“. Þegar herliðið var komið, taldi ríkisstjórnin þó og landsmenn mestu skipta, að í hlut átti sá styrjaldaraðilinn, sem þeir fremur kusu, og tóku breska herliðinu yfirleitt vel. Ári síðar, eða í júlíbyrjun 1941, tóku Bandaríkin við vörnum Íslands, samkvæmt samkomulagi við íslensku ríkisstjórnina. Samkomulagið var gert að tilhlutan Breta. Þeir höfðu lagt fast að íslensku ríkisstjórninni að biðja Bandaríkin um hervernd, því að án formlegrar beiðni töldu Bandaríkin sig ekki geta sent herlið til Íslands. Með því að taka hervernd Íslands á yfirlýstu styrjaldarsvæði að sér í því skyni að létta undir með Bretum, stigu Bandaríkja- menn mikilvægt skref í átt til þátttöku í styrjöldinni. Það, að íslenska ríkisstjórnin skyldi samþykkja að leita eftir hervernd, var af sumum talið fela í sér, að Ísland væri þá horfið frá hlutleysisstefnunni. En því var eindregið andmælt í umræðum um samkomulagið á Alþingi. Með því að fela varnirnar hlutlausu ríki, sem Bandaríkin voru þá, í stað þess að hafa í landinu styrjaldar aðila, væri hlutleysinu einmitt síður raskað. Það var hins vegar smám saman að renna upp fyrir mörgum, nauðugum viljugum, að í reynd væru dagar hlutleysisstefnunnar taldir. Samkomulagið við Bandaríkin um hervernd Íslands árið 1941 var fyrsta stefnumarkandi skrefið í utanríkismálum, sem Íslendingar stigu, eftir að þeir tóku þau mál að fullu í eigin hendur í apríl 1940. Þegar Ísland öðlaðist fullveldi 1918 undir konungi sameiginlegum með Danmörku, hafði m.a. samist svo um, að Danir færu með utanríkis- mál Íslands skv. sérstöku umboði. Þá skyldu gátu Danir ekki rækt eftir hernám Danmerkur hinn 9. apríl 1940. Það var ekki umhugsunarlaust sem Íslendingar gengu til samninga um hersetu erlends ríkis í landi sínu. Þeim var þeim mun meira í mun að varðveita fullt frelsi þjóðarinnar sem skemmra var liðið frá því að það hafði endurheimst. En svo viðsjár- verðir sem tímarnir voru, þótti íslenskum ráðmönnum réttast að fórna minni hags- munum fyrir meiri; taka á sig það ónæði, sem dvöl herliðs mundi fylgja, gegn því, að sjálfstæðið yrði virt og verndað. Sameiningar- flokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn, öðru nafni kommúnistar, óttuðust bandarískt auðvald, en höfðu jafnframt áhyggjur af nýbyrjuðum stríðsaðgerðum á austur- vígstöðvunum gegn Sovétríkjunum. Á Alþingi sáu þeir þá björtu hlið á samningsgerðinni, að hún kynni að styrkja aðstöðu bandamanna til þess að koma Sovétmönnum til hjálpar. Þeir lögðu fram tillögu um að leitað yrði tryggingar Sovétríkjanna, Bandaríkjanna

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.