Þjóðmál - 01.06.2019, Side 92

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 92
90 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Hvað kemur ekki fram Það vakti talsverða athygli nánast allan þann tíma sem WOW starfaði hversu örar manna- breytingar voru í félaginu, ekki síst í lykil- stöðum. Áhugavert hefði verið að fjalla um þær, ekki síst vel auglýsta komu Ragnhildar Geirsdóttur sem aðstoðarforstjóra og hljóðlega brottför hennar eftir frekar skamman tíma í starfi. Henni var ætlað að koma skikki á versnandi rekstur. WOW air seldi losunarheimildir vegna út blásturs skömmu áður en félagið varð gjaldþrota og mun félagið hafa fengið um 400 milljónir króna fyrir heimildirnar, en greiðsluna átti að nota til að standa straum af launagreiðslum marsmánaðar 2019. Greiðslan barst þó ekki fyrr en nokkrum dögum eftir að félagið var gefið upp til gjaldþrotaskipta og rann því andvirði losunar- heimildanna til þrotabúsins. Umhverfis stofnun lagði síðan stjórnvaldssekt á þrotabú flug- félagsins WOW air að upphæð 3,8 milljarðar króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á. Margar spurningar vakna í tengslum við þennan gjörning, sem mun eins og margir aðrir sjálfsagt rata fyrir dómstóla. Hið dæmalausa samkomulag WOW air og Isavia um að flugfélagið tryggði skuldir sínar við Isavia með haldsrétti í einhverri af vélum félagsins óháð eignarhaldi þeirrar vélar er með ólíkindum. Það var sem sé slembilukka sem réði því hvaða vél var á vellinum þegar blaðran sprakk og hún var kyrrsett. Einmitt ein af vélunum sem félag Steve Házy átti. Þvælan í kringum málatilbúnaðinn hérlendis nær engri átt en fyrr en síðar greiðist úr og nú þegar þetta er skrifað liggur fyrir úrskurður um að eigandi megi fljúga vélinni á brott. Fyrir það fyrsta stenst það varla að menn setji að veði hlut sem þeir eiga ekki. Það getur varla virkað þannig að leigusali á vél, í góðri trú, fái í hausinn heildarskuld WOW air við Isavia eins og flugrekstraraðilinn heldur fram og vísar í lög. Aðkoma Isavia að skuldauppsöfnun WOW air við sig er líka sér mál sem hefði mátt fara betur ofan í við bókarskrifin. Fyrir utan hið dæmalausa samkomulag um kyrrsetningar- heimildir vekur athygli að í ársreikningi Isavia fyrir árið 2018 er með engu móti gerð grein fyrir áhættunni sem felst í stórri kröfu á hendur WOW air. Stærð kröfunnar er slík í samhengi við heildarútistandandi kröfur að nánast óhugsandi er að stjórnin hafi ekki verið vel upplýst og jafnvel eigandinn. Spurningar vakna um ábyrgð stjórnenda og stjórnarmanna sem hljóta að koma til skoðunar. Það á augljóslega við um WOW air en einnig stjórnendur Isavia, í tengslum við hið dæmalausa samkomulag. Standist samkomulagið á milli WOW air og Isavia mun það hafa ugglaust hafa neikvæð áhrif fyrir flugrekendur sem leið eiga um Keflavíkur- flugvöll, þurfi þeir að fá staðfesta vitneskju fyrir fram um skuldastöðu flugrekstraraðilans við Isavia. Í bókina vantar að mínu mati betri greiningu á lokatilraunum eigandans við að afla félaginu fjár með vel auglýstu skulda- bréfaútboði og tengdum aðgerðum. Það má þó skilja frásögnina þannig að ýmsar skuld- breytingar hafi nánast verið sýndargjörningar sem skiluðu félaginu ekki reiðufé en bættu tímabundið hlutföll. Þeir sem þó greiddu inn fé munu sjálfsagt telja að ekki hafi allt verið uppi á borðum sem hefði átt að vera. Gjaldþrot af þessari stærðargráðu veldur gríðarlegu tjóni og snertir marga. Viðskipta- vini, starfsmenn og þjónustuaðila sem störfuðu fyrir félagið, einnig samkeppnisaðila og að sjálfsögðu lánardrottna. Þótt félagið hafið látið gott af sér leiða á starfstímanum dreifist ábatinn af því ekki endilega á þá sem urðu fyrir miklu tjóni. Það kemur því ekki á óvart að ríkisstjórnin hafi skoðað alvarlega að stíga inn í og bjarga WOW. Hvort það hefði verið skynsamleg ráðstöfun er erfitt að segja til um og miðað við lýsingar í bókinni verður ekki séð að alvöru greining hafi verið gerð á kostum og göllum slíks inngrips.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.